Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Fimmtudagur 11. nóvember 1954 — ÞJÖÐVILJINN — (7
„ Jafnoki hans finnst ekki í
bókmenntum samtímans
Gerpla íær frábærar viðtökur í Svíþjóð
Gerpla Halldórs Kiljans Laxness er komin út í fyrstu,
erlendu þýðingunni. Bókin kom út í Svíþjóð 2. nóvember
og hafa ÞjóÖviljanum nú borizt fyrstu ritdómarnir um
hana.
1 Morgon-Tidningen, aðalmál-
gagni sænskra sósíaldemókrata,
birtist löng grein um bókina
eftir skáldið og bókmennta-
gagnrýnandann Stig Carlson.
Hann segir meðal annars:
„Upp á síðkastið hefur því
heyrzt fleygt að Halldór Kiljan
Laxness -— mesta nútímaskáld
Íslands og að sumra dómi
mesta skáld Norðurlanda eða
jafnvel allrar Evrópu nú sem
stendur — hafi árum saman
unnið að nýju stórvirki, sem
myndi sýna okkur alla sögu-
öldina í nýju Ijósi. Slíkar fregn-
ir hafa ýtt við ímyndunarafl-
inu. Gat það verið mögulegt
að komast hærra en gert er í
Hálldór Kiljan Laxness.
Teikning eftir sænska lista-
manninn Erik Prytz.
verkum eins og Islandsklukk-
unni, Sjálfstæðu fólki og sög-
unum f jórum um Ólaf Kára-
son? Að vega bækur hverja
á móti annarri er vafasöm í-
þrótt — en hvað sem því líður
SœnskferSa-
bók um Island
Nýkomin er út í Svíþjóð
ferðabók frá Isiandi eftir blaða-
manninn Jöran Forsslund og
nefnist hún Vind över Island.
Hann skrifar um Reykjavík,
heimsókn til Halldórs Kiljans
Laxness, jarðhitann og hag-
nýtingu hans, síldveiðarnar,
landhelgisdeiluna, innreið tækn-
innar í íslenzkan landbúnað,
samvinnuhreyfinguna (Forss-
lund var gerður út af sam-
vinnublöðum), vetrarferðalög á
Islandi og herstöðvar Banda-
ríkjamanna.
Bókinni hefur verið vel tek-
ið í sænskum blöðum, sem
hrósa höfundi fyrir fjörlega og
fróðlega frásögn. Hann tók
sjálfur myndir í bókina. Út-
gefandi er Rabén & Sjögren/
m.              Æ
verður þetta að segjast:
Gerpla er það dásamlegasta
sem þessi höfundur hefur
skapað. Það þýðir um, leið að
flestar aðrar skáldsögur blikna
við hlið hennar. Þvílikt ímynd-
unarafl og frásagnarþróttur, af-
burða söguþekking, mannþekk-
ing og ábyrgðartilfinning
gagnvart samtíðinni finnst ekki
þótt maður leiti sig ærðan í
samtímabókmenntunum, sund-
urjöskuðum af fagurfræði-
vangaveltum. Laxness er einn
af hinum miklu brautryðjend-
um vorra tíma í orðsins list,
gæddur sívakandi og vökulli
siðaskoðun á mannlegri breytni,
ástríðufullur baráttumaður hins
sannmannlega;  í  einu  vörður
sannrar  hefðar  og  barn  síns
tíma.
Halldór Laxness hefur með
garpasögu sinni ort stórfeng-
lega og óforgengilega drápu um
manninn. Ekki þarf endilega að
spá henni því að hún keppi við
verk Snorra í langlífi, en ég
dirf ist að spá því, að bæði á líð-
andi stundu og komandi tímum
muni hún verða þýðingarmeiri
en okkur getur nú órað fyrir".
Carlson talar einnig um „afl-
ið, litauðgina, leiftrandi fjör
myndanna, skáldsýnirnar sem
skýrast í táknmyndir sem eru
hafnar yfir tímann" í Gerplu.
I Dagens Nyheter, útbreidd-
asta blaði Svíþjóðar, kemst
Staffan Björck svo að orði um
Gerplu að þar „vinna allir hin-
ir alkunnu, einstæðu hæfileikar
Laxness á sviði sagnaskáld-
skapar nýja sigra og öll frá-
sögnin neistar og snarkar af
lífsþrótti".
Sænska þýðingin á Gerplu er
eftir frú Ingegerd Nyberg Fri-
es og útgefandi er Rabén & Sjö-
gren/Vi. Á sænskunni nefnist
bókin Gerpla — en kampasaga.
Þáttur Sigurðar  málara
eftir LÁRU'S SIGUR-
BJÖRNSSON. Helgafell.
Kr. 55.00 ób., kr. 65.00
í bandi.
Þjóðhátiðarárið 1874 dó Sig-
urður Guðmundsson málari í
bæjarsjúkrahúsi Reykjavíkur
við Aðalstræti af eftirköstum
ofkælingar, er hann varð fyrir
við að mála leiktjöld veturinn
áður. Hann dó eins og hann
lifði, vinafár og lítils metinn^
af flestum.
Þessi maður, sem þurfti oft
að svelta þegar enginn varð
til að gefa honum að borða,
er einn af frumherjunum í
sókn Islendinga til menning-
arlífs. Hann kom Þjóðminja-
safni Islands á stofn, gekkst
fyrir leiksýningum þegar
Reykvíkingar voru innan við
tvö þúsund talsins og barðist
fyrir að komið væri upp leik-
húsi, bar fram tillögur um
vatnsveitu fyrir Reykjavík og
skipulag á byggð bæjarins
þegar slíkt þóttu fjarstæðu-
kenndir draumórar og urnbylti
kventizkunni á Islandi. Þetta
er þó aðeins fátt af því, sem
Sigurður málari kom í fram-
kvæmd eða fitjaði upp á. „Ég
er framsögumaður í þeim mál-
um, sem aldrei hafa verið bor-
in upp fyrr", sagði hann um
sjálfan síg með sanni. Bráðum
er öld liðin síðan hann stakk
upp á því að gera í Laugar-
dalnum íþróttaleikvanginn,
sem nú er loksins að rísa þar
löturhægt. Og þar vildi hann
rækta tré og blómskrúð við
jarðhita.  v
Sigurður málari var langt á
undan samtið sinni. Þorri ís-
lendinga var um hans daga
keyrður í kút vanafestu og
þröngsýni  og  æðsta  vald  í
•malum  þjóðarinnar  var  er-
lendis.
Svo merkilegur maður var
Sigurður málari og svo vel
lætur Lárusi Sigurbjörnssyni
að skrifa um hann, að mikil
eftirsjá er að því að hér er
ekki um ýtarlega og samfellda
ævisögu að ræða. En þakkar-
vert er ritið sannarlega það
sem það nær. Þættir Lárusar
birtust fyrst í þrem árgöng-
Framhald á 11.  síðu
Oscar Wilde
Listaþýðing í forlátaútgáfu
nng i
Kvæðið um fangann eftir
OSCAR WILDE. MAGN-
ÚS ÁSGEIRSSON þýddi.
Akrafjall. Kr. 88.00.
Sérhvér ljóðaþýðandi er í
miklum vanda staddur. Ef
hann reynír af fyllstu sam-
vizkusemi að halda trúlega
hrynjandi, bragarhætti og
blæbrigðum málsins á frum-
kvæðinu, á hann sífellt á
hættu að þýðingin verði and-
vana útlagning en ekki lista-
verk. Geri hann sér hinsvegar
allt far um að gæða verkið lífi
og þrótti sinnar eigin tungu
og ljóðhefðar, getur árangur-
inn orðið gott kvæði í sjálfu
sér en í svo lausum tengslum
<?>
Loki að hefja sig til flugs í fjaðraham Freyju.
(Þrymskviöa).
EddukvœBi
með myndum
Guder,  Helte og  Godtfolk
nefnist úrval úr Edduþýðingum
Martins Larsen lektors, sem
komin er út hjá Munksgaard í
Kaupmannahöfn.
Eddupýðing Larsens pykir sú
bezta, sem gerð hefur verio á
dönsku, og í þessa nýju bók
kveðst hann hafa valið þau
kvæði, sem bann er ár\"'gðast-
ur með þýðingua á, „ekki
fleiri en það <xð nægir til a«5
áhugasamur lesandi geti geng-
ið úr skugga um að þau standa
fyrir sínu, og hvers vegna þau
gera það".
-Bókina prýða margar teikn-
ingar frá hendi Mogens Zielers,
listavel gerðar og margar bráð-
fyndnar. Ein þeirra fylgir þess-
um orðum.
Loks skal hér tilfærð þýðing
Larsens á því erindi Hávamála,
sem allir Islendingar kunna,
Deyr fé, deyja frændur:
Slægt dör,
man selv dör,
dö skal gods og guld,
et ærligt navn
skal aldrig dö,
et, man vandt ved
sit værk.
við fyrirmyndina að frekar sé
um stælingu en þýðingu að
ræða.
Snilld Magnúsar Ásgeirs-
sonar er fólgin í því, að hann
er bæði afburða skáld og allra
þýðenda trúastur fyrirmynd
sinni. Óvíða er íþrótt hans
glæsilegri en í Kvæðinu um
fangann, sem er dýrt kveðið
á frummálinu með orðflúri og
myndauðgi. Þá þrekraun að
flytja sársaukaóp Wildes úr
víti dýflissunnar á íslenzku
hefur Magnús leyst með slík-
um ágætum, að þessi þýðing
er með því bezta sem hann
hefur látið frá sér fara.
Vel var því til fundið að
bókaútgáfan Akrafjall skyldi
minnast aldarafmælis Wildes
með því að gefa út Kvæðið
um fangann í þýðingu Magn-
úsar. Bókin er prýdd tré-
skurðarmyndum og þannig úr
garði gerð í hvívetna að un-
un er að hafa hana handa á
milli. Asgeir Hjartarson ritar
stutt en greinargóð inngangs-
orð um höfundinn, ævi hans
og skáldskap.
Magnús hefur gert ýmsar
breytingar á þýðingu sinni,
frá því hún birtist fyrst í
Rauðum pennum fyrir 16 ár-
um. Til dæmis um þær skal
hér tilfært það erindi kvæðis-
ins, sem flestir munu kunna.
I Rauðum pennum hljóðar það
svo:
Því yndi sitt drepa allir menn,
þess engin dyljist sá':,
Eins vopn er ómilt augnaráð
og annars  bliðumá'.
Hjá vesalingi vinarkoss,
en vöskum manni stál!
1 útgáfu Akrafjalls hefur
erindinu verið breytt á þessa
leið:
Því allir myrða yndi sitt,
þess engin dy.'jist sál:
Vopn eins er nspurt augnaráÆ
og annars blíðumá1;
. til verksins heigull velur koss,
en vaskur maður stá.1!
Framhald á 11. síðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12