Þjóðviljinn - 25.11.1954, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.11.1954, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 25. nóvember 1954 ,,Svo algengt var hungrið, að sá á f jölda presta“ Drepsótt, stríð og dýrtíð eru kall- aðir þeir snörpustu vendir í guðs iiendi . . . er stríð orðið vægara en drepsóttir, einkum meðal vel siðaðra þjóða, því það deyðir eigi kvinnur og börn eins og í fyrndinni, heldur skilur ungviðið eftir, þar sem drepsóttin slær nið- ur menn og kvinnur, unga og gamla. Jbessa verst meina ég þó sé hallærishungrið, hið harðasta sverð, það vægir hvorki ungum né gömlum, það deyðir eftir langa pínu, það færir með sér lieilan her af sjúkdómum, það rífur burt kvikfénað og bústofn, er lengi á í að násí aftur, eftir að hungrinu hefur aflinnt, og hvað eigi er minnst vert: Það færir með sér rán og stuldi, meðan það ýfir stendur, en síðan dugnaðar- og stjórnleysi með sjálfræði, sem við brennur lengi á eftir, að ég eigi tali um hungurpest, er oftsinnis bæði kveikzt liefur áf hallæri og alizt á því. (Úr Móðuharðindum): Þegar bú- stöfninn var farinn og það, sem af honum eftir lifði var ávaxta- lítið, þá var ekki einungis fólks- íns formegun og eigur eyddar, viðurlífið burtu, sveitaómagar fjölgaðir, heldur hlaut og raann- ánná líf að fara þar eftir. Á mánneskjum var hungur og sult- u'r.með öllum þeim sjúkdómum, sem þar af rísa, einkum blóðsótt, skýrbjúg og hettusótt. Svo al- gengt var hungrið, að sá á f jölda prestá og beztu bænda. Þjófnaður pg ránsháttur úr hófi, svo engi mátti vera óhultur um sitt . . . gerðu landskjálftar 14. og 16. augusti, í beztu heyskapartíð, stóran skaða. (Hannes Finnsson, biskup: Lærdómslistafélagsrit XIV.) □ 1 dag er fimmtudagurinn 25. nóv. — Katrínarmessa — 321. dag- ur ársins — Tungl í hásuðri Id. 12:14 — Árdegisháflæði kl. 5:14 — Síðdegisháflæði kl. 17:30. Kvöid- og næturvörður er í læknavarðstofunni í Austur- bæjarskólanum frá kl. 18-8 i fyrra- xnálið. — Sími 5030. Xæturvörður er í Laugavegsapóteki - Sími 1618. LYFJABÚÐIR iPÓTEK AUST- Kvöldvarzla til URBÆJAR kl, 8 alla daga • nema laugar- HOLTSAPÓTEK daga ti! kl. 6. >- >})/ 's , iQ <21 j , *• tm, v ■ Konur í Kyenfélagi sósíalista munið að bazarinn verður 30. nóv. í'Góðtemplarahúsinu og hefst kl. 2 éftir • hádegi. Heitið er á aila velunnara félagsins að styrkja bazarinn — Vinsamlegast skilið munum til nefndarkvenna — Upp- lýsingar í símum 5625, 1576 og 7808. . Kl. 8:00 Morgunút- ý'arp. !9:10 Véður- frégnir, 12:00 Há- degisútyarp. .15:30 Miðdegisútvarp. — Í6:30 Veðurfregnir. 18:00 Dönskukennsla I. fl. 18:25 Veðurfregnir. 18:30 Enskukennsla II. fl. 18:55 Fraanburgarkennsla í dönsku .esperanto. ;Í9:15. Þing- fréttir; tónleikar. 19:30 Lesin dag- skrá næstu viku. 19:40 Auglýsing- ar. 20:00 Fréttir. 20:30 Daglegt mái’ (Árni Böðvarsson cand. mag.) 20;35 Kvoldvaka: a) Takið undir! Þjóðkórinn : syngur. Páli ísólfsson stjórnar. (Gestur kórsins: Árni Thorsteinsson tónskáld). b) Bragi Sigurjónsson les kvæði úr bók sinni: Undir Svörtuloftum. e) Jón- a.s Kristjánsson cand. mag. les kafla úr Sögu Þjóðleikhússins eft- ir Jóiías Jónsson skólastjóra. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Upp- lestur: Ég á gull að gjalda, bók- arkafli eftir Ragnheiði Jónsdóttur (Höfundur les). 22:30 Kammer- tónleikar (pl.): Kvartett í a^moll op. 29 eftir Mendeissohn (Musical Art kvartettinn leikur). 23:00 Dag- skrárlok. Frá Kvöldskóla alþýðu Allir sem sóttu um innritun í upplestur og leiklist eru beðnir að mæta til viðtals klukkan 5 á morgun í Þingholtsstræti 27 II. hæð. Félag Árneshreppsbúa í Reykjavik heldur skemmtun í Breiðfirðingabúð í kvöld. Minningargjöf: 1 gær barst Krabbameinsféla.gi fslands 1000 kr. gjöf frá Sjóvá- tryggingafélagi Islands h.f. til minningar um Benedikt Sveinsson f.v. Alþingisforseta. Heima er bezt, 9. og 10. tbi. þessa árgangs eru :ný- komin út. Efni 9, tbl: Bóndinn sem bjargaði jörð sinni, sr. Sigurður Einarsson skrifar um Skú’a Guðmundsson bónda á Keld- um á Rangái'vöilum; Fiskiskip smíðað í Álftaveri, eftir Bjarna Sigurðsson; Það sem tungunni er tamast eftir Kristmund Bjarna- son; „Því réttirnar yfírgriæfðu", eftir Margréti Jónsdóttur; Ferð Eggerts og Bjarna í Surtsheili; Á hreindýraslóðum eftir Helga Valtýsson. Efni 10. tbl: Frá sr. Eggert í Vogsósum eftir Kojbein Guðmundsson; Kabsrétt, eftir Guðjón Jónsson Ási; Um hús- iestra, eftir Stefán Jónsson náms- stjóra; Á hi-eindýraslóðum, eftir Helga Valtýsson; Leifturmyndir úr lífi Ivars Aasen, eftir Ólaf Gunn- arsson frá Vík í Lóni; . Helmþrá, eftir Hrein Kristinsson. — Fram- haldssagan Fjallabúar omfl, auk mynda, er í báðum heftunum. Gullfaxi, millilanda flugvél Fiugfélags Isiands, . , fftí- til Ka.upmannahafnc.r á ’augardaginn. Edda, millilandaflugvél Loftleiða, er væntanleg til iRvíkur ki. 19:00 í dag frá Hamborg, Kaupmanna- höfn, Osló og Stavangri. Flugvél- in fer kl. 21:00 til N.Y. Innanlandsflug: 1 dag eru áætlað- ar flugferðir til Akureyrar, Egils- staða, Fáskrúðsfjarðar. Kópaskers, Neskaupstaðar og Vestmannaeyja. Á 'morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísa- fjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmannaeyja. Bókmenntagetraun Erindin- tvö, sem birtust í gær, voru eftir Óláf prest Guðmunds- son (1537-1609). Kvæðið, sem þau voru tekin úr heitir Ellikvæði. — 1 dag birtist ný vísa. Nú dimmir — og menn hafa á sleipunni slengst er slokknaði þjóðræknisneisti. Ég undrast þann liðsflokk er undirgengst það ok, sem Thorsvaldið reisti. Og cnn.hefur mikið um manndóm- inn þrengst, þann manndóm, sem von okkar treysti. En þetta komst andskotans ódyggðin lengst fi'á íslenzkum dáðum og hreysti. Dagskrá Alþingis Efri deild (í dag kl. 1.30 miðd ). Stimpilgjald, frv. 1. umr. Læknaskipunai-lög, frv. 3. umr. Landnám, nýbyggðir og endurbygg ingar i sveitum, frv. 2. umr. Ræktunarsjóður Isl., frv. 2. umr. Dýralæknar,. frv. 2. umr. Innflutnings- og gjaldeyrismál, fjárfestingarmál o. fi. frv. 1. umi'. Neðrí deild (í dag kl. 1:30 miðd.). Menntun kennara, frv. Fx-h. 2. um- ræða. (Atkvæðagr.). Ættaróðal og erfðaábúð, frv. — 2. umr. Lögsagnarumdæmi Akureyraikaup staðar, frv. 2. umr. (Ef líyft verður). Krabbameinsfélag Isl., frv 1. umr. Olíufiutningaskip, frv. 1. umr. Mótvirðissjóður, frv. 1. umr. Áburðarverksmiðja, frv. 1. umr. Hafnargerðir og lendingarbætur, frv. 1. umi- (Ef íeyft verður). Krossgáta nr. 523 hóínitini Lárétt: 1 stjórna'4 ixk 5 umdæm- ismerki 7 beita 9 veiðarfæri 10 fugl (þf) 11 mál 13 ákv. gVeinir 15 tilvísunarfornafn 16 ógreidd- ur. Lóðrétt: 1 leit 2 hrundið 3 ryk 4 Jón 6 reykur 7 suðveStUf-‘-'8 for- skeyti 12 forfaðir 14 strax^ 15 tenging Lausn á nr. 522 Lárétt: 1 sparkar 7 óa 8 baði 9 PíO 11 fat 12 ff 14 na 15 atar 17 bu 18 lóa 29 skálaði Lóðrétt: 1 sópa 2 par 3 RB 4 kaf 5 aðan 6 ritan 10 oft 13 fall 15 auk 16 róa 17 bs 19 að Jöklar Drangajökuil fór frá Norðfirði 23. þm til G-loucester. Vatnajökull fór frá Savannah 20. þm til Reykja- vikui'. Sambandsskip Hvassafell er í Stettin. Arnarfell er á Akranesi. Jökulfell er í Ham- borg. Dísarfeil fór frá Bremen í gær til Hamborgar. Litlafell er á Austfjörðum. Helgafell er væntan- legt til Akureyrar í fyrramálið. Stientje Menyinga fór; frá Akur- eyri 23. þm til Nörresundby, Hilts- hals og Hamborgar. Tovelil e'r í Keflavik. Kathe Wiards er vænt- anlégt til ' Siglufjarðar á föstu- dagskvöld. Ostzee kemur til Vést- mannaeyja á morgun. Elmskip: Brúarfoss væntaniegur til Rvík- ur um hádegi í dag frá Hull. Dettifoss fór frá Rvík 15. þm. til N.Y. Fja.llfoss fór frá Siglu- firði í gær tii ísafjarðar, Flat- eyrar, Vestmannaeyja og Faxa- f’óahafna. Goðafoss kom til R- víkur 21. þrn. frá Rottei'dam. GuKfóss fór frá Leith í gær til IRvíkur. Lagarfoss fór frá Siglu- firði 22. þm. til Vopnaf jarðar, Borgarfjarðai-, Norðfjarðar, Fá- skrúðsfjai'ðar, Vestmannaeyja og Faxaflóahafna. Reykjafoss kom til Cork í gær fer þaðan til Rotterdam, Esbjerg, Bremen og Hamborgar. Selfoss fór væntan- lega frá Leith í gær til Rvíkur. Ti'öllafoss fór frá Gdynia 23. þm. til Wismár, Gautaborgar og R- víkur. Tungufoss fór frá Akur- eyri 15. þm. til Napoli. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Austfjöi'ðum á noið- urleið. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðubreið er á leið frá Austfjörðum til Reykjavíkur. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyr- ill er á leið til Þýzkaiands. Skaft- fellingur fer frá íReykjavik á morgun til Vestmannaeyja. Togararhir: Akurey fór á ’ísfiskveiðar 22. þm. Askur fór á ísfiskveiðar 21. þm. Egill Skallagrímsson iagði af stað til Þýzkaiands í fyrradag. Fylkir lagði af stað til Þýzkalands í gær. Geir fór á ísfiskveiðar 16. þm. Hafliði pr í slipp í Reykja- vík. Hallveig Fróðadóttir fór á ísfiskveiðar í gærkvöld. Hvalfeil fór á saltfiskveiðar 18. þm. Ing- ó!fur Arnai'son lagði af stað til Þýzkalands í fyrradag. Jón Bald- vinsson fór á ísfiskveiðar 16. þm. Jón Forseti lagði af stað til Þýzkalands 21. þm. Jón Þorláks- son fór á ísfiskveiðar 16. þm. Karlsefni fór á ísfiskveiðar 18. þm. Marz fór á ísfiskveiðar í fyrrinótt. Neptúnus fór á ísfisk- veiðar 14. þm. Pétur HaHdórsson er í Reykjavík. Skúli Magnússon lagði af stað til Þýzkalands í gærmorgun. Úranus fór á ísfisk- veiðar 11. þm. Vilborg Hei'jólfs- dóttir er í slipp í Reykjavík. Þoi'- kell Máni fór á saitfiskveiðar 4. þm. Þorsteinn Xngólfsson er á leið frá Þýzkalandi. rsm‘iTi.11] effi Eftir skáldsógu Charles de Costers * Teiknincar eftir Heíge KuhnTNieisén m ‘i . L55m Wm DH ■ TÖÖSSÉ3M mm mkt mmm hmw m Én allar hina.r fögru konur reyndust unn- ustum sínum trúar nema ein, sem iét vel að La.mba-og bauð honum að eiga sig. Ég þakka fyrir gott boð, skinnið mitt — sag.ði Lambi — en ég er nú bundinn á öðrubi slóðum. — Hann er giftur maðurinn, sögðu Sæfarax-nii’, þegar þeir sáu vonhrigði . stúlkunnar. , - Hún sneri við honum baki og valdi annan, sem eins og Lambi var 3 góðum holdum og með snoturt andlit. Og síðan var stofn- að til veizlu um allan fiotann. Né!a drakk einnig af hinum gullnu staup- um og hún iét flautu Sína liljóma meðan stormurinn kvein, en allir Sæfararnir undu sér á þilfarinu við mat og drykk. lasifiiááiasaaSiaáaaississssaarissasafcsisssBSissssaiiiaiaassssiBSiiSBSSasasasassaaBSMaS ----Fímmtudagur 25. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3 '■■■•.*«>M»«*MMl**itaMMB„„MMIIMMMM(|((MM,MMMM1|MMM(iMMM(iMM(iMMMMMMMi; __ ■ ■ ■ ■ ' ■ . STÚDENTAFÉLAG REYKJAVÍKUR Árshátíð ■ ■ ■ ■ ■ félagsins verður haldin í Sjálfstæðishúsinu þriðju- { daginn 30. nóvember 1954 og hefst með borðhaldi 1 kl. 6.30 síðdegis, stundvíslega. DAGSKRÁ: m 1. Hófið sett: Formaður Stúdentafélags Reykja- f víkur Guðmundur Benediktsson. ■ 2. Ræða: Þórarinn Björnsson, skóiameistari. 3. Gluntasöngvar: Kristinn Hallsson og Friðrik f Eyfjörð. 4. Vísnasöngur: Lárus Pálsson, leikari. 5. Dans. Meðan á borðhaldi stendur verður almennur i söngur með undirleik B.G.-hljómsveitarinnar. ■ ■ ■ a ■ Sérstalclega er brýnt fyrir fólki að vera stund- { víst. m ■ ■ ■ a , Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu | föstudaginn 26. nóvember n.k. kl. 5-7 síðdegis og j verða þá borð tekin frá. i Félagsskírteini verða afhent um leið og miðar f verða seldir. ■ • ■ m ■ ■ Samkvœmisklœðnaður. B STJÓRNIN. Barna,- herra- 09 dömu- regnkápur í miklu úrvali. — Einnig regnkápur. legnhlíf er kærkomnasta tækifærisgjöfin. Regnhlífabúðin Laugavegi 19, sími 3646. Píanóleikur Shura Cherkassky Frægur píanóleikari, Shura Cherkassky, rússneskur að ætt, eins og nafnið bendir til, kom fram á 9. tónleikum Tónlistarf élagsins í Austur- bæjarhíói síðastliðið mánu- dagskvöld. Fyrst lék hann „Partítu nr. 6 í e-moll“ eftir Bach. Verkið var að vísu leikið reiprenn- andi, en þó var í þessum flutningi eitthvað stirfið og hart, sem á ekkert skylt við kraft og karlmennsku hins aldna stórmeistara, og mikill munur er að heyra verk Bachs í meðförum þessa píanóleikara og svo manna eins og Edwins Fischers' eða Roherts Riefl- ings, svo að fáir einir séu nefndir. Næst á efnisskránni var sú af sónötum Beethovens, sem gengur undir heitinu „Apassí- ónata“. Það vantaði ekki, að Cherkassky kæmist fram úr nótunum, þó að torveldar séu stundum, og slíku mun yfir- leitt ekki þurfa að kvíða um hann. Ekki verður því heldur neitað, að leikur hans var með talsverðiun glæsibrag á köfl- um, en hins vegar voru svo ýkjurnar og öfgarnar, sem sumsstaðar keyrðu hreint úr hófi. Svona grófgerðar aðferð- ir til að ná andvægisverkun- um væru óþarfar, ef píanó- leikarinn hefði tækni tónmýkt- arinnar fyllilega á valdi sínu. . Miklu hóflegri var flutning- urinn á tilbrigðaþætti eftir Chopin. Svipuðu máli var að gegna um „Scherzo í E-dúr“ eftir sama tónskáld og „Tvær prelúdíur“ eftir Rachmaninov. 1 „Suggestion diabolique“ (þýtt í efnisskránni „Djöful- legur innblástur“) eftir Pro- kofjev og „Sirkus-polka“ eft- ir Stravinskí mátti segja, að ýlcjutækni þessa píanóleikara nyti sín vel, og sennilega myndi honum láta bezt flutn- ingur sérstakrar tegundar af hávaðasamri nútímatónlist. En það verður að segja,* jafnvel þó að um heimsfrægan píanó- snilling sé að ræða, að á sviði sígildrar tónlistar hefur hann fátt að segja okkur, sem við höfum ekki heyrt betur sagt af öðrum. B. F. Jólavörurnar eru að koma. Eitthvað nýtt daglega. Verzlunin HRÍSLAN Bergstaðastræti 33 Sími 80369. Tekið upp ■ morgun Nælonblússur, ný gerð. Kot undir nælonblússur. Hvítir nælonundirkjólar og buxur. Verzlunin HRlSLAN Bergstaðastræti 33 Sími 80369. Tekið fram í búðina Ályktanir Alþýðusambandsþings Framhald af 1. síðu. magni af togarafiski. Þar verði reist stór frystihús, komið upp fiskherzlu, saltfiskverkun og fiskimjölsvinnslu. Hafnaraðstaða gerð góð fyrir stór fiskiskip, og þar verði fáanlegar allar nauð- synjar til togarareksturs. Aðstaða þessara staða til vinnslu á tog- araafla verði miðuð við að 12 togarar landi þar öllum ársafla sínum. 3.. Á Akureyri verði gerður f-ull- kominn togaraslippur, svo að við- gerðir togara geti að öllu leyti farið þar fram til jafns við það, sem nú er í Reykjavík. 4. Bátaútgerð verði stórlega auk- in, einkum í smærri útgerðar- stöðum Norðurlands. Þar verði fiskvinnsluaðstaða byggð upp í samræmi við bátaflota hvers staðar. 5. Togaraútgerð verði aukin á Norðurlandi í 12—15 skip og þá jafnframt miðað við að nokkur skip verði gerð út óstaðbundin, en leggi afla sinn upp til vinnslu í ýmsum höfnum til atvinnuaukn- ingar. Austurland. 1. Hið friðlýsta veiðisvæði báta- flotans verði stækkað og með því lagður grundvöllur að far- sælli bátaútgerð Austfirðinga og Vestfirðinga. 2. Lagarfoss verði virkjaður fyrir Austfirði alla og þannig sköpuð aðstaða til stórframkvæmda í fjórðungnum. 3. Tveir staðir á Austfjörðum verði sérstaklega gerðir til mót- töku á miklu magni af togara- fiski. Frystihús verði þar stækk- uð og aðstaða til annarrar fisk- vinnslu aukin og bætt. Á stöðum þessum verði fáanlegar allar togaranauðsynjar og hafnarskil- yrði góð fyrir stór fiskiskip. Að- staða þessara staða verði miðuð við að 8 togarar landi þar ársafla sínum. sem nú eru verst staddir í at- vinnumálum, leggur þingið á- herzlu á, að atvinnumál Suðvest- urlandsins og Vestmannaeyja verði tekin til rækilegrar athug- unar hið fyrsta. Augljóst er, að Vestmannaeyjar verða að fá raf- orku frá hinum stóru raforku- verum landsins og þar verður að leggja fram mikið fjármagn til uppbyggingar á höfninni, sem eins og kunnugt er, er ein þýð- ingarmesta framleiðsluhöfn landsins. t Hraðað verði bygg- ingu sementsverk- . .» smiðjunnar 24. þing AlþýðusambandsinS leggur auk þess áherzlu á, að efl- ing iðnaðar hinna einstöku staða og landshluta verði athuguð, m. a. að hraðað verði byggingu sementsverksmiðjunnar, að miklu fjármagni verði varið til skipulegra framkvæmda til efl- ingar og uppbyggingar landbún- aði landsmanna. Þingið gerir þá kröfu til rík- isvaldsins, að það sjái nauðsyn þessara framkvæmda og hefjist nú þegar handa. Það felur vænt- anlegri sambandsstjórn að leggja höfuðáherzlu á að koma framan- greindum atvinnumálatillögum í framkvæmd í samstarfi við stjórnmálaflokkana og ríkisvald- ið, eftir því sem tök eru á.“ Kvöldskóli alþýðu Stundaskrá Mánudagur: Kl. 20:30—21:15 Þýzka ( Kl. 21:20—22:05 Islandssaga f Þriðjudagur: KI. 21:20—22:05 Félagsmál Miðvikudagur: Kl. 20:30—21:15 Verkalýðsfélög og; stjórnmál íslenzku verkaiýðshreyfing-e arinnar. Kl. 21:20—22:05 Marxisminn og saga alþjóðlegu verkalýðshreyf- ingarinnar. j Fimmtudagur: Kl. 20:30—21:15 Enska. Kl. 21:20—'22:05 Teikning og lita-w meðferð - föndur* Föstudagur: Ki. 17:00—19:00 Leiklist og upp- lestur. Kl. 20:30—21:05 Þýzka. Kennsla fer fram í Þlngholtsstraetfi 27 <2. hæð). í morgun: JÓLATRÉSSKRAUT ýmsar gerðir. Jóiapappír og loftskraut. Verzlunin HRÍSLAN Bergstaðastræti 33 Sími 80369. Krakkar! Krakkar! Hafið þið séð JÓLAMÁNAÐARDAGA t barnanna. Það kostar þolin- mæði að finna tölustafina. Verzlunin HRÍSLAN Bergstaðastræti 33 Sími 80369. LINDARðOTU 25 5ÍMI 3743 Sýnikennsla Hús- mæðrafélags R.víkur í smurðu brauðl og ábætisréttum verður dagana 80. nóv. til 2. des. n.k. Sjá nánar í augL f blaðinu f dag. 4. Bátaútgerð verði aijkin og fiskvinnsluaðstaða þeirra staða, sem svo er ástatt um aukin og endurbætt miðað við bátafjölda hvers staðar fyrir sig. 5. Þeir staðir á Austur- og Norð- austurlandi, sem vel eru taldir liggja við síldarmóttöku verði byggðir upp með tilliti til auk- innar síldarsöltunar og útgerðar stærri báta til síldveiði í austur- djúpum, þar sem síldin er sölt- uð um borð í skipunum, en lögð í land í heppilegustu höfnum Norðausturlands og Austurlands. Vestmannaeyjar fái rafmagn Jafnframt framangreindum ráðstöfunum fyrir þá landshluta, Aðalfundur Æ. á Akrauesi Síðastliðinn sunnudag var haldinn aðalfundur Æskulýðs- fylkingarinnar á Akranesi. Var þar kosin ný stjórn fyrir deild- ina og skipa hana þessir: For- maður Sigurður Arnmundsson; ritari Hannes H jartarson; gjaldkeri Eggert Sæmundsson og varamenn Unnur Leifsdótt- ir og Sigurdór Sigurdórsson. Endurskoðendur voru kjörn- ir þeir Hreiðar Sigurjónsson og Halldór Bachmann. Starf Fylkingarinnar á Akra- nesi hefur undanfarið ekki ver- ið mikið, en ungir sósíalistar þar hafa nú fullan hug á að hefja starfsemi af fullum krafti og er ekki að efa að þaði muni takast. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.