Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						JÓÐVIUINN
Föstudagur 7. janúar 1955 — 20.  árgangur — 4. tölublað
Mendes á ftalíu  }:
Mendés-France kom til Neapef.
á ítalíu í gær og mun dveljast
þar sér til hvíldar þar til á
þriðjudag, þegar viðræður hans"
við ítölsku stjórnina eiga að
hefjast í Róm.
Róðrarbanninu aflétt
Ríkisstjórnin hefur beðið ósigur í bátastöðvunar-
málinu. Hún sendi útvegsmönnum nýtt tilboð í gær-
kvöldi, sem þeir að vísu hbfnuðu, en ákváðu að af-
létta róðrarbanninu, og hófust róðrar í nótt.
Þjóðviljinn fékk þær upplýs-
ingar hjá Landssambandi út-
vegsmanna nokkru fyrir mið-
nættið að viðræðufundur milli
fulltrúa ríkisstjórnarinnar og
útgerðarmanna hafi staðið all-
an daginn í gær fram á kvöld,
en kl. 11 hófst fulltrúafundur
útvegsmanna.
Fyrir þeim fundi lá nýtt til-
boð frá ríkisstjórninni, sem að
vísu var hafnað, .en fundurinn
samþykkti að aflétta róðrar-
banninu og hófustu því róðrar
í gærkvöldi og nótt. — Við-
ræðum milli útvegsmanna og
ríkisstjórnarinnar er haldið á-
fram.
Hammarskjöld
ræoir vio íyju
Hammarskjöld, aðalritari SÞ,
ræddi í gær við Sjú Enlæ,, for-
sætisráðherra Kína og stóð við-
ræ'ðan í 3Vz klukustund. Ráð-
gjafar þeirra sátu fundinn. Þeir
munu ræðast við aftur í dag, en
Hammarskjöld heldur sennilega
af stað til New York á sunnu-
daginn.
Verkfalli enn
ekki crf stýrt
Fulltrúar járnbrautarverka-
manna og stjórn járnbrautanna
í Bretlandi héldu fundi í gær
til að reyna að finna lausn á
kaupdeilunni. Á fundunum mið-
aði nokkuð í samkomulagsátt, en
ennþá er óvíst, hvort verkfalli
því sem á að hefjast á sunnudag-
inn verður afstýrt.
Leiðtogar verkamanna sögðu í
gær, að verkfallinu yrði því að-
eins aflýst, að þeir fengju fulla
tryggingu fyrir því, að gengið
yrði  að kaupkröfunum.
Á síðustu vertíð voru gerðir
út um 300 bátar og unnu við
þá beint 3-4 þús. manns, en
auk þeírra sjálfsagt tvisvar
sinnum t'Uúri menn sem vinna
í landi við frystihús, svo ó-
hætt mun að telja að um 10
þúsundir manna eigi afkomu
sína undir því að bátarnir
gangi.
Bíkisstjórnin hefur nú séð
sitt óvænna og ekki þorað að
stöðva bátana lengur. Tiiboð-
ið er hún sendi útvegsmönnum
í gærkvöldi sýnir Ijóslega und-
anhald  hennar.  Hinsvegar  er
smán hennar söm að hirða í
engu um atvinnu 10 þúsund
maiuia og valda þjóðinni millj-
óna tjóni.
Ný herferð
í Keiiya
Brezka herstjórnin í Kenya til-
kynnti í gær, að á næstunni
myndu 8 hersveitir úr nýlendu-
hernum hefja herferð gegn má
má mönnum, sem hafast við í
stórum hópum í skógarhéruðum
landsins. Þetta verður mesta her-
ferðin sem Bretar hafa gert í
Kenya, síðan ofsóknirnar gegn
þjóðfrelsishreyfingu     Kíkújú-
manna hófust.
Hðgværari tónn en á
nýársræiu Eisenhowers
En Bandaríkjastjórn ætlar að halda khsm
hinnm ofsalega vígbúnaði
Eisenhower forseti flutti Bahdaríkjaþingi í gær nýárs-
boðskap sinn um hag ríkisins og var tónninn í ræöu
hans nú öllu hógværari en undanfarin ár.
Eisenhower lagði áherzlu á, að
nú væru hvergi í heiminum háð
meiriháttar stríð og friðarhorfur
væru  að  mörgu  leyti  betri  en
nn verðhrun á kaup-
höll New York í gær
Formaður bankamálaneíndar öldunga-
deildarinnar segir ástandið uggvænlegt
Verðfall varö enn á kauphöllinni í New York í gær og
hefur verðfallinu undanfarna daga verið líkt við hrunið
haustið 1929, þegar kreppan mikia hófst.
Verðfallið í fyrradag var það  maður  bankamálanefndar  öld-
mesta sem orðið hefur í fjögur  ungadeildar    Bandaríkjaþings,
ár og nam þá allt að  10 doll-  sagði í gær, að ástandið á kaup-
urum á hvert hlutabréf.                  Framhald á 5. síðu.
Ör sala
f fyrradag var verðbréfasalan
svo ör um tíma, að vélteljararn-
ir höfðu ekki við og þegar kaup-
höllin var opnuð í gær var fram-
boðið jafn mikið og mun um
ein milljón hlutabréfa hafa skipt
um eigendur. Framboðið var sér-
staklega mikið á hlutabréfum í
stáliðnaðinum og enda þótt verð-
ið hækkaði nokkuð um tíma í
gær, höfðu bréfin lækkað um 1—
10 dollara hvert þegar viðskipt-
um lauk.
Líkt við hrunið 1929
Demókratinn  Fulbright,  for-
Alýteiiaili krefst ú bátarnir
veríi taf arlaost lálnir hefja róðra
Miðstjórn Alþýðusambands íslands samþykkti í
fyrrakvöld eftirfarandi:
„Miðstjórn A.S.Í. móímælir harðlega hinni
fyrirvaralausu stöðvun vélbátaílotans, sem
hlotizt heíur aí vítaverðum drætti ríkisst]órn-
arinnar á að íramlengja nauðsynlega aðstoð
við bátaútveginn.
Stöðvun þessi veldur verkafólki stórtjóni
og þjóðfélaginu milljóna gjaldeyristapi.
Kreíst miðstjórn A.S.Í., þess að vélbátarnir
verði taíarlaust látnir heíja róðra."
Eisenhower
um langt skeið. Hins vegar yrðu
Bandaríkin og bandamenn þeirra
enn að vera við öllu búin og
ekki mætti draga úr vígbúnaði
þeirra.
Höfuðatriðin í ræðu hans voru
þessi: Bandaríkin yrðu að efla
landvarnir sínar, þannig að þau
gætu  endurgoldið  árás,  sem  á
þau kynni að verða gerð, með
margföldum krafti. Haldið yrði á-
fram að efla bæði her, flota og
flugher, en meiri áherzla lögð
á ný vopn og hertækni. Lengja
þyrfti herskylduna og á engan
hátt mætti draga úr hervæðing-
arkostnaðinum, sem nú þegar
næmi % allra útgjalda ríkisins.
Dregið  úr  innflutningshöftuni
Þá lagði hann áherzlu á að
tollar yrðu lækkaðir smám saman
og dregið úr innflutningshöftum.
svo að Bandaríkin gætu lagt
sinn skerf fram til aukinnar
milliríkj a verzlunar.
Hann sagði að afkoma þjóðar-
innar hefði að mörgu leyti verið
betri á liðnu ári en nokkru sinni
áðurv kaupgöta almennings í
heild meiri, fjárfesting með
mesta móti og neyzlan meiri en
nokkru sinni áður. Hann tók þó
fram, að ekki mætti búast við
neinum skattalækkunum á kom-
andi ári og ríkisstjórnin hefði
í hyggju að draga úr styrkjum
handa landbúnaðinum og minnka
Frámhald á 5. siðu
V-þýzkir kratar skera upp
herör gegn hervæðingunni
Sk'ipulegg'ia fundahöld um allt Vestur-
Þýzkalandimótmœlaskyniv'iShana
Vesturþýzki sósíaldemókrataflokkurinn tilkynnti í gær
að hann myndi í þessum mánuði hefja stórfellda herferö
gegn fullgildingu Parísarsamninganna um hervæðingu
Vestur-Þýzkalands og efna til fundahalda um allt land-
ið í þessu skyni.
Fyrstu fundirnir verða haldnir
um miðjan mánuðinn og mun
þeim haldið áfram út mánuðinn.
Allir leiðtogar flokksins munu
ferðast um landið og flytja ræð-
ur á fundunum til að vekja
þýzku þjóðina til skilnings á
því, hvaða hætta vofir yfir
henni, ef hervæðingarsínnunum
tekst að koma áformum sínum
í framkvæmd.
Reynt að hraða fullgildingu
Adenauer forsætisráðherra sat
á fundum i gær með leiðtogum
stjórnarflokkanna og formönn-
um þingnefnda þeirra, sem i
næstu viku þegar þing kemur
saman miinu taka að fjalla um
hervæðingarsamningana. Hann
leggur mikla áherzlu á, að af-
greiðslu fullgildingarfrumvarps-
ins verði hraðað sem allra mest.
Neðri deild þingsins samþykkti
fyrir jól fullgildinguna eftir
fyrstu umræðu. 2. og 3. um-
ræða áttu að fara fram um miðj-
an febrúar, en verða nú senni-
lega strax eftir mánaðamótin.
Samningarnir verða þegar sendir
til efri deildarinnar en þar má
búast við, að erfiðara verði að
fá þá fullgilta.
Öttast að franska
þinerinu snúist hugur
Fréttaritari Reuters í Bonn
segir, að ástæðan til þess að
Adenauer reynir nú að hraða
fullgildingunni eftir megni sé
sú, að hann óttist að franska
þinginu kunni að snúast hugur,
en neðri deild þess fullgil|i
samningana með litlum at-
kvæðamun rétt fyrir áramót.
Fréttaritarinn segir, að í Bonu
séu taldar miklar líkur á því, að
efri deild franska þingsins geri
breytingar á samningunum eða.
jafnvel l'elti þá. Geri deildin
breytingar, verður neðri deildiu
að fjalla um þá á nýjan leik og
þá ekki talið ósennilegt, að hún
felli þá.
Vesturveldin sætta sig við
skiptingu Þýzkalands
Þá segir fréttaritarinn, áð
grein sem birtist í Lundúnablað-
inu The Times á nýársdag og
talin er túlka skoðun brezka ut-
anríkisráðuneytisins hafi valdið
mönnum vonbrigðum í Bonn. X
greininni var sagt að með full-
gildingu hervasðingarsamning-
anna í neðri deild franska þings-
iris hafi Þýzkalandi og Evrópu
endanlega verið skipt í tvo hluta.
Fréttaritarinn segir, að í Bonn
sé þetta talið benda til, að Vest-
urveldin hafi. sætt sig við skipt-
ingu Þýzkalands og hafi engar á-
kveðnar tillögur fram að bera
við Sovétríkin um hvernig sam-
eina megi landshlutana.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12