Þjóðviljinn - 07.01.1955, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.01.1955, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 7. janúar 1955 ÍÞRÚTTIR RITSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON Eogin ástæða til að vera svartsýnn, ef allir frjálsíþróttamenn gera skyldu sína — seg/r Stefán Kristjánsson, þjálfari Ármanns Iþróttasiðan hitti nýlega að »áli Stefán Kristjánsson þjálf- ara Glímufélagsins Ármanns í frjálsum íþróttum, og ræddi við iiann um starísemi þeirra 'Ármemiinga í frjálsum íþrótt- urn. hvað framundan væri hjá þeim svo og áiit hans á því hvcrnig hoi’fi fyrir frjálsum iþróttum. Er hressilegt að heyra hve Stefán er bjartsýnn og hefur trú á æsku þessa lands, þrátt fyrir allt talið um að frjálsar íþróttir séu í öldu- dal. Etarfið 1954 gaf fyrirheit Svo ég snúi mér nú fyrst að án því sem nýliðið er, þá byrj- s ]:að ve', en félagið vann l - ’; 3 og 5 manna sveita- 1: —mnina í drengjahlaupinu og z *'ti það að benda til þess að I rmann ætti að eignast góða h'aupara í framtíðinni. Félagið vnn líka vorboðhlaup KR. — / n-iars var félagið óheppið að því leyti að tveir beztu menn þes3 voru forfallaðir til skipt- is vegna meiðsla. Aftur á móti var það okkur gleðiefni hve margir og mjög efnilegir menn komu fram og má þar m. a. nefna Hilmar Þorbjörnsson, Þóri Þorsteinsson, Aðalstein Kristinsson, Þorvald Búason, Eið Gunnarsson, Sigurð Lárus- son, Karl Berndsen, Andrés Bjarnason og Tómas Einars son svo nokkrir séu nefndir För frjálsíþróttamanna Ár- taanns til Finnlands verður líka _að telja til stórviðburða í starfi deildarinnar á árinu, þvi flokk- urinn var ákaflega sigursæll. Þess má líka geta að Hörður Haraldsson vann forsetbikar- jnn 17. júní fyrir bezta afrek scrn náðist á landinu þann dag. Beztu afrek Ármenninga í emstökum greinum utanhúss 1554 voru þessi: J.OOm hlaup: Guðm. Lárus- E',n 10.8, Hilmar Þorbjörnsson 10 8 Hörður Haraldsson 10,9. OOOm hlaup: Hörður Haralds son 21,9, Guðm. Lárusson 22,1, Hilraar Þorbjörnsson 22,3 og Þórir Þorsteinsson 22,5. 40ðm hlaup: Hörður Haralds- son 48,7, Guðm. Lárusson 49,5 og Þórir Þorsteinsson 49,6. 8G0m hlaup: Þórir Þorsteins- »on 1;55,7. 1500m liiaup: Þórir Þorst. 4;14,4. 400m grindahl: Þórir Þor- Eteinsson 58,4 (þetta afrek var unnið á innanfélagsmóti í tug- þraut, en greinin ekki auglýst). 4xl00ta: A-sveit 43,7. — Drengjasveit 45,4. 4x400m: A-sveit 3; 31,6. lOOOm boðhlaup: 2;01,1. Kúluvarp: Aðalsteinn Krist- insson 13,52. Kringlukast: Hallgr. Jóns- eon 49,77. Þorsteinn Alfreðs- son 46,82. Tómas Einarsson 42,51. Spjótkast: Halldór Sigur- geirsson 47,38. Langstökk: Hilmar Þor- björnsson 5,95. Þrístökk: Karl Berndsen 12,78. Hástökk: Gísli Guðmundsson 1,76. Stangarstökk: Gísli Guðm. 3.22. Hingað til höfum við hér æft þrisvar í viku, á þriðjud. kl. 6-7 og laugard. kl. 2:50-3:40 í KR-húsinu, en föstudaga kl. 7-8 í húsi Jóns Þorsteinssonar, en nú verður bætt við æfingu úti. Sem sagt, við getum ekki annað sagt en að við höfum marga efnilega og góða íþrótta- Hörður Haraldsson Fimmtarþraut: Þórir Þor- steinsson 2536 st. Þríþraut: Hilmar Þorsteins- son 1899 st. Æfingar vel sóttar Það sem af er þessum vetri hafa æfingar verið vel sóttar og ég geri ráð fyrir að nú eftir jólin aukist æfingasókn- in að mun. Er áhugi og að- sókn mun meiri en í fyrra. Eg verð var við vaxandi skiln- ing á því meðal piltanna að til þess að ná árangri verður að byggja og þroska líkamann á löngum tíma áður en hann er hæfur til að ná því bezta sem í honum býr. En það er eins og gengur, viljastyrkur manna er misjafn. Þess má líka geta hér að með okkur æfa nokkrir utan- bæjarmenn, og sýna mikinn á- huga. Má þar td. nefna Berg Hallgrímsson frá UÍA, Guðfinn Sigurvinsson frá Suðurnesjum. Frá því má líka segja hér að Vilhjálmur Einarsson sem fór með flokki Ármanns til Finn- lands en stundar nú nám við háskóla í Bandaríkjunum hef- ur náð góðum árangri þar vestra. í bréfi til mín segist hann æfa alla virka daga vik- unnar: kúluvarp, hástökk, grindahlaup, en keppni milli skóla var þá ekki byrjuð en hún hefst í þessum mánuði. Á æfingu segist hann þó hafa stokkið 1,58,7 m í hástökki án atrennu við að öllu leyti lög- leg skilyrði, en það er röskum 6 sm hærra en íslandsmetið er, og í hástökki með atrennu hef- ur hann náð 1,73,5 m. menn, og sennilega aldrei átt fleiri, en því miður virðist sem vanti stóran hóp hinna sem styttra eru komnir til að fá hina skemmtilegu „breidd" eins og það er kaliað, en hún gerir starfið og -framtíðina öruggari og skemmtilegri. Þar hefur í-1 þróttahreyfingin verk að vinna. Innanfélagsmót í vetur Við höfura haldið 2 smá innanfélagsmót í vetur og hef- ur árangur orðið þessi: Fyrra mótið: Hástökk án atrennu vann Guðm. Lárusson 1.45 en Guðm. tognaði svo í stökki þessu í magavöðvunum' að hann hefur ekki æft í des. Hann er nú orðinn góður. Hörður Haralds- son varð annar, stökk 1.40. Hástökk með atrennu: Sigurð- ur Lárusson 1.74, ágætur ár- angur þar sem Sigurður er kornungur og stutt síðan hann byrjaði að æfa. Annar Karl Bemdsen 1.65. Hörður Haralds 1.60 og Andrés Bjarnason 1.60. Langstökk án atr.: Hörður Haralds 2.98, Karl Bemdsen 2.89 og Andrés Bjarnason 2.87. Á síðara mótinu stökk Hörð- ur 1.48 í hástökki án atr., og í hástökki með atr. stökk Gísli Guðmundsson 1.78. Aðalsteinn Kristinsson varpaði kúlu (kúl- an var of létt) 17.05. Að mörgu að vinna Framtíðaráform höfum við að sjálfsögðu mörg. I fyrsta lagi að reyna að ná til sem flestra ungra manna og fá þá til að æfa sér til gagns og gamans. Ennfremur undirbúningur undir hin venjulegu mót. Við höfum líka frétt að bórizt hafi boð erlendis frá að senda ís- lenzka íþróttamenn á erlend mót og svo er landskeppnin við Hollendinga sem talin er að á komist. Ef vel er æft eru e.t.v. möguleikar á að Ármenn- ingar komizt í slika flokka. Við vinnum líka að því að undirbúa gagnkvæmar heim- sóknir og ferðalög. Hvenær það kemst á getum við ekki sagt um ennþá. Jafnframt leggjum við áherzlu á að senda flokka um landið og þá sérstaklega þá sem ekki komast að í ferðir til útlanda. Landskeppnina þarf að undirbúa vel Eins og ég sagði áðan hef ég það fyrir satt að af lands- keppni við Hollendinga verði i sumar. Þar þarf að vanda vel til undirbúnings og byrja strax. Frjálsíþróttasambandið þarf að ákveða daginn strax. Skrifa. öllum efnilegum iþróttamönn- um, sem til greina koma, og skýra þeim frá því hvað til standi og hvetja þá til að undirbúa sig sem bezt. Stjórn F.R.l. þarf eftir því sem hún getur að fylgjast með í félög- úm, og það mundi hafa sín góðu áhrif ef formaður þess gæti komið á æfingar og rætt við piltana með hvatningarorð- um. Ég held að hvorki sé æski- legt né að félögin hafi efni á að taka út nokkra beztu menn- ina til séræfinga, Þau þurfa að hafa þá sjálf. Þeir draga að sér ungu mennina. Ég tel rétt fyrir F.R.Í. að tryggja sér þá t.d. laugardags- eftirmiðdaga til samæfinga eða innanfélagsmóta fyrir alla þá sem þar geta mætt. Æfingar þessar eða mót færu því fram undir yfirstjóm F.R.I. Þar væri t.d. ákjósanlegt tækifæri til að æfa skiptingar í boð- hlaupum og þar hefur stjóm F.R.l. gott tækifæri til að fylgjast með þjálfun og áhuga íþróttamannanna. Æfingar þessar væm auðvitað opnar öll- um þeim sem þangað vildu koma og aðstöðu hafa til þess í samráði við F.R.I. Þetta ætti líka að sameina þá sveit sem valin verður til að keppa við Hollendingana. Svo þetta: F.R.I. verður að leggja áherzlu á að íþróttavöllurinn á Melun- um verði betur lagfærður fyrir frjálsar íþróttir en s.l. sumar, og þá sérstaklega hlaupabraut- in. Bjartsýnn með framtíðina Það hefur verið mikið rætt hér og ritað um afturför í frjálsum íþróttum, og sé gerð- ur samanburður á okkur í dag og t.d. Norðmönnum og Dön- um sem við sigruðum sællar minningar, þá lítur svo út, en ég tel að mönnum sjáist yfir það að þessum þjóðum, sérstak- lega Norðmönnum, hefur farið svo mikið fram að undrum sæt- ir en það nálgast fremur að við höfum staðið í stað síð- ustu árin. Ég er sannfærður um að í vissum greinum fá- úm við fram afreksmenn sem taka þeim fram, sem við höf- um áður átt. Ég byggi það á því að allmargir piltar hafa áttað sig á því að leggja verð- ur meiri rækt við undirbúnings- þjálfunina. Að dálítið meiri æf- ing gefur betri árangur. Ég sé því enga ástæðu til að vera svartsýnn. Landskeppnin, ef úr verður, er eitt atriðið til að ná þessu „dálítið meiru“. Ég álít að við getum sett saman gott landslið ef allir þeir gömlu, góðu sem voru með s.l. sumar æfa af krafti áfram og þeir mörgu efnilegu menn sem fram komu í fyrra og nú hafa í fyrsta sinn tækifæri til að berjast fyrir gamla Frón. I þessu máli má enginn láta sitt eftir liggja. TAKIÐ EFTIR Ég hefi opnað trésmíðavinnustofu í húsakynnum Fjölnis við Norðurbraut í Hafnarfirði. — Sími 9421, Framkvæmi alla venjulega verkstæðisvinnu, svo sem: smíði glugga, hurða, innréttinga, stiga o. fl. AÐALSTEINN JÓNSSON Athragið Buðir vorar eru opnar til kl. 7 í kvöld. Á morgiui, íaugardag, lokað kl. 1. Gerið helgarinnkaypigi fímanlega

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.