Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Laugardagur 8. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5
V
tnisstyrjöld myndi líklega útrýma
nnkyniny álit dómbærustumanna
Verkefni hlutlausra rlkja oð hindra oð I odda skerist
milli stórveldanna, segir Bertrand Russell
Vonirnar um að íriður haldist í heiminum byggj-
öst á því að nógu möra ríki séu hlutlaus í átökum
stórveldanna og beiti áhrifum sínum til þess að
íá þau til að jaína deilumál sín með gagnkvæmum
tilslökunum. Þetta álit kom frarn í erindi sem enski
heimspekingurinn Bertrand Russell flutti nýlega í
brezka ríkisútvarpið.
Russell gerði það að tillögu
sinni, að ríkisstjórnir nokkurra
hlutlausra ríkja skipi nefnd
hinna færustu kjarneðlisfræð-
inga og  annarra sérfræðinga af
hlutlausum þjóðum. Verkefni
þessarar nefndar sé að semja
skýrslu um hverjar afleiðirigar
yrðu af ".styrjðld, þar sem vetn-
issprengjum væri beitt.
Það haf a verið
meiri
m
Lögreglan í borginni Austin
í Texas í Bandaríkjunum hefur
gefizt upp við að finna vitni að
áflogum í veitingahúsi þar,- sem
urðu manni að bana. Það er vitað
að meðan viðureignin stóð voru
50 manns í veitingahúsinu og
hafzt hefur uþp á þeim öllum, en
allir 'bera að þeir hafi verið
á náðhúsinu meðan rimman stóð
og því ekkert séð.
Russell, sem er kunnasti heim-
spekingur sem nú er uppi með
enskumælandi þjóðum, kvað það
verkefni hlutlausu ríkjanna að
benda stórveldunum í austri og
vestri á að líkur bendi til að
styrjöld sem háð v,æri með vetn-
issprengjum myndi hafa í för
með sér að mannkynihu yrði út-
rýmt.
Veínissprengjan og
mannkynið
Russell. kallaði erindi sitt
„Vetníssprengjan og hættan sem
yfir manrikyninu vofir". ,
Hann kvaðst tala sem einstak-
lingur og til annarra einstaklinga
„af lífverutegund, sem hefur átt
stórmerkan feril og sem enginn
okkar getur óskað eftir að hverfi
úr sögunni".
Markmið sitt sagði Russell
vera að opna augu landa sinna
fyrir þeim háska, sem mannkyn-
Fólk f ælist
sígarettuna
Bandaríkjamenn reyktu 5%
íærri sígarettur í fyrra en ár-
ið þar áður, segir tímarit aug-
lýsingahöfunda, Printers Ink.
Þetta er annað árið í röð sem
dregur úr sígarettureykingum.
Tímaritið segir, að engum
blöðum sé um það að fletta
að íullyrðingar lækna um að
samband sé milli sígarettu
reykinga og krabbameins í
lungum valdi breytingunni.
Árið 1952 urðu sígarettureyk-
ingarnar mestar eða 394.100.
000.000 stykki.
inu  væri  búinn  ef  til  vetnis-
styrjaldar kæmi.
Hinir dómbærustu menn,
sagði hann, eru samdóma um að
vetnisstyrjöld „myndi að öllum
líkindum gera útaf við mann-
kynið". Enginn veit, hversu vítt
banvænar, geíslavirkar agnir frá
vetnissprengingum geta borizt og
hver áhrif þær hafa til lang-
frama á lífið á jörðinni.
Uppdráttarsýki og úrkynjun
Vísindamennirnir óttast, sagði
Russell, -,að ef mar£ar ' vetnis-
sprengjur eru sprengdar „hljót-
ist af því allsherjar dauði —
skjótur hjá lánsömum minni-
hluta en hjá.miklum meirihluta
langdregnar kvalir uppdráttar-
sýki og úrkynjunar".
„Við hljótum", sagði Russell,
„að spyrja sjálf okkur: Hvaða
ráðstafanir er hægt að gera til
að hindra að komi til vopnavið-
skipta, sem ljúka myndi með ó-
farnaði allra aðila?"
„Ef ég stjórnaði hlutlausu
riki"
Hann hélt áfram: „Ef ég réði
yfir ríkisstjórn hlutlauss ríkis
myndi ég álíta það skyldu mína,
sem ganga yrði fyrir öllu öðru,
að sjá um að land mitt haldi
áfram að vera byggt mönnum.
Eina ráðið sem ég ætti völ
á til að tryggja þetta nokkurn
veginn, væri að greiða með öllu
móti fyrir bættri sambúð ríkj-
anna beggja vegna járntjaldsins".
Nýtt læknislyf var
102 möiuium að bana
Tveir franskir lyfjaframleiðendur
sóttir til saka
Hafin eru í París málaferli gegn tveim framkvæmda-
stjórum lyfjaverksmiðju, sem eru sakaðir um aö hafa
sent á markaðinn lyf, sem reyndist banvænt.
í fyrra tóku læknar víða í
Frakklandi að veita athygli dul-
arfullum  dauðsföllum,  og  kom-
Danskt sæði sent
A gamlársdag komu ráðunaut-
ur og dýralæknis frá sæðinga-
deild búnaðarskólans í Malling
á Jótlandi á afgreiðslu flugfé-
lagsins SAS í Árósum með geymi
fullan af hraðfrystu tarfasæði.
Sólarhring síðar átti þessi flutn-
ingur að vera kominn til Jóhann-
esarborgar í Suður-Afríku. Þar
sátti bóndi að nafni Tanning að
íaka á móti þessu danska sæði
en hann ætlar að nota það til
að kelfa kýr sínar.
Sæðið er úr Lassa, frábæru
kynbótanauti af jerseykyni, og
er f lutt út með leyf i danska land-
búnaðarráðuneytisins. Tanning
bóndi hefur áður fengið danskt
sæði og reynzt það vel. Með því
að hraðfrysta það er hægt að
flytia það Jifandi heimsálfanna á
rnilli.
Bíll knúiraimeð lof tskrúfu
Hraðskreiður og sparneytinn en skrúfan
er of hættuleg
Tveir  Argentínumenn  hafa  smíðað  hraðskreiðan
straumlínubíl, sem þeir knýja áfram með loftskrúfu.
Hreyfillinn er 90 hestafla
Chevrolet og hafður aftan í bíln-
um. Sex fleygreimar frá hreyfl-
Sjálfstætt fólk
á rússnesku
Danska blaðið Land og Folk
skýrir frá því að fyrra bindi
Sjálfstæðs fólks eftir Halldór
Kiljan Laxness sé koinið út á
rússnesku. Formála fyrir bók-j
inni skrifar hinn kunni, rúss-
neski rithöfundur Boris Pole-
voj.
Seinna bindið kemur út sið-
ar. Einnig segir blaðið að von
sé. á Ljósyíkingnum á rúss-
nesku.
inum snúa loftskrúfu sem stend-
ur aftur úr bílnum. Lengd bíls-
ins milli hjóla er þrír metrar og
breiddin 1,38 m.
Skrúfan getur knúið bílinn
áfram með allt að 170 km hraða
á klukkutíma og benzínnotkunin
er ekki nema 0.7 til 1 lítri á
hverja 10 km sem eknir eru.
Hraðinn og orkunýtingin eru
svona góð vegna þess að á yfir-
byggingu bílsins er alger straum-
línulögun.
Gallarnir á bílnum eru að
töluverður gustur er af skrúf-
unni og þar að auki er hún auð-
vitað lífshættuleg öllum þeim
sem nærri henni koma þegar
hún er á ferð. Litlar líkur eru því
á að skr.úfubíllinn verði nokkru
sinni meira en athyglisverð til-
raunasmíði.
ust brátt að raun um að þau
stóðu í sambandi við nýtt lyf.
Var það nefnt stalinon og aug-
lýst til notkunar við ígerðum og
kýlum. Strax þegar grunur féll
á lyfið bannaði heilbrigðismála-
ráðuneyti Frakklands sölu þess
og gerði allar birgðir af því upp-
tækar.
Við rannsókn kom í ljós að
í lyfinu er tin- og brennisteins-
upplausn. Læknar segja að það
hafi valdið heilameinum og fyrir
réttinum liggja læknisvottorð um
að það hafi valdið dauða að
minnsta kosti 102 manna.
Framkvæmdastjórarnir sem
létu framleiða stalinon, Georges
Feuillet og Leon Decoisy, eru á-
kærðir fyrir að hafa af gáleysi
valdið mönnum bana og heilsu-
tjóni.
UNESCO og
esperanto
Á þingi UNESCO, Fræðslu-, vís-
inda- og menningarstofnunar SÞ
í Montevideo nýlega var sam-
þykkt að veita alþjóðasambandi
esperantista — Universal Esper-
anto-Asocio — réttindi ráðgjaf-
arstofnunar gagnvart UNESCO.
Jafnframt samþykkti þingið að
Framhald á 8.  síðu.
KauphMíin
í Neiv Ymrh
Undanfarna daga hefur
mesta veröfall um fjölda
ára orðiö á kauphöllinni
í New YORK. Fulbright,
formaður bankamála-
nefndar öldungadeildar
innar, hefur líkt pví við
verðhrunið haustið 1929,
pegar botninn datt úr
fjármálalífi Bandarík)-
anna í upphafi krepp-
unnar miklu. Þingmaður-
inn boðar opinbera rann-
sókn á braskinu sem
valdið hefur verðfallinu í
petta skipti. — Myndin
var tekin í viðskiptasal
kauphallarinnar í New
York einn œðisdaginn í
október 1929, pegar milij-
ónarar urðu öreigar á
svipstundu og spákaup-
mennirnir stukku unn-
vörpum út um gluggavn.
á skýjakljúfunum við
kauphallargötuna V/all
Street.
_______.__j
Slg «t
ntettilraftn
Tvítugur, franskur svifflug-
maður, Bertrand Dauvin, beið
bana um daginn þegar hann var
að reyna að setja met í þol-
flugi í svifflugu. Vél hans Krann-
ich 3, féll til jarðar í Apilles-
fjollunum norður af Marseilles
tæpum tveim sólarhringum eftir
að hann hóf sig á loft. Talið er
að Dauvin hafi sofnað við stýrið.
Heimsmetið í þolflugi í svif-
flugu er 56 klukkutíma og 15
mínútur og á það annar Frakki,
Charles Atger.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12