Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						— ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 8. janúar 1955
þJÓOVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Préttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ölafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
j   Réttlæti stjórnarf lokkanna
Bæjarstjórnaríhaldið lagði í fyrradag blessun sína yfir
£>é ákvörðun meirihluta bæjarráðs að úthluta launaupp-
bótum bæjarins til fastra starfsmanna á þann veg, að
liálaunamennirnir fá margfaldar uppbætur á við þá sem
eru á lægri launaflokkum. Ákvörðun íhaldsins er að allir
íái launauppbæturnar í sama hlutfalli á grunnlaun en
í>að þýðir að þeir sem eru í hærri launaflokkunum^ fá
"þúsundir króna á sama tíma og láglaunafólkinu eru rétt-
»r nokkur hundruð króna, þ.e. algiörar smánarbætur.
Þetta er sama aðferðin og ríkisstjómin viðhafði við
¦úthiutun launauppbóta til starfsmanna ríkisins. Sósíal-
istaflokkurinn barðist gegn þessu fyrirkomulagi. bæði á
Alþingi og í bæjarstjórn Reykjavíkur. Tillaga hans var
að launauppbótunum yrði úthlutað^ í sama hlutfalli og
áður var meðan 10—17% uppbæturnar voru í gildi.
Varatillaga flokksins var um stighækkandi upobætur
eftir launaflokkum, sem tryggt hefði það sjálfsagða og
Téttláta sjónarmið að láglaunafólkið fengi bætur sem
<eínhverju munaði og rétti hlut þess að nokkru. Slíkt
snáttu hvorki stjórnarflokkarnir á þingi né bæjarstjórn-
aríhaldið í Reykjavík heyra nefnt. Á báðum stöðum voru
tillögurnar felldar með þeim árangri að starfsmenn rík-
Ss og bæjar fá nú að þreifa á „réttlæti" íhalds og Fram-
sóknar í framkvæmd.
Að ríkisstjórn og bæjarstjórnarmeirihluti íhaldsins í
Reykjavík skuli treysta sér til að beita opinbera starfs-
inenn svona augljósu ranglæti á sér ekki nema eina
skýringu. Opinberir starfsmenn hafa falið einum vika-
iiprasta þjóni afturhaldsins forustu málefna sinna. Eng-
inn þarf að efast um að Ólafur Björnsson prófessor hef-
nr lagt fullkomna blessun sína yfir þessi vinnubrögð
sLjórnarvaldanna. Að öðrum kosti hefðu þau ekki verið
tormuð. Starfsmenn ríkis og bæjar hafa því fengið enn
eina sönnun þess hve heillavænlegt það er að hlíta for-
sjá þessa vikapilts afturhaldsins í hagsmunamálum sín-
lim.
I   Hjúkrun en ekki fangavist
Samband bindindisfélaga í skólum hefur fyrir nokkru snúið
a£r til bæjarstjómar Reykjavíkur með eindregna áskorun um að
!komið verði upp hjúkrunar- og gæzlustöð fyrir þá menn, sem
teknir eru úr umferð vegna ölvunar. Sigurður Guðgeirsson,
bæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins flutti málið í tillöguformi inn í
hæjarstjórn í fyrradag. Lagði hann til að bæjarráði og borgar-
Etjóra yrði falið að vinna að því í samráði við lögreglustjóra
©g dómsmálastjórnina að bráðabirgðahúsnæði yrði útvegað í
þessu skyni meðan ekki hafa verið gerðar ráðstafanir til að
leysa málið til frambúðar.
Á þessu stigi var afgreiðslu málsins frestað og mun bæjar-
Stjórnin fjalla bráðlega um það að nýju, þegar fengin er um-
Bögn lögreglustjóra en hjá honum hefur málið verið í athugun
um nokkra hríð.
Hér hefur verið hreyft miklu og aðkallandi vandamáli sem
ekki þolir neina bið. Aðbúnaður drukkinna manna sem teknir
eru í vörzlu lögreglunnar í Reykjavík er og hefur lengi verið
einn svartasti bletturinn á bæjarlífi höfuðstaðarins. Engin að-
Sstaða er til að meðhöndla þessa menn, sem í raun og sannleika
eru sjúklingar, þann'ig að viðunandi sé. í þess stað hefur eina
úrræðið verið að kasa þeim í þrönga klefa í kjallara lögreglu-
stöövarinnar. Þar fá svo hinir ölvuðu og sjúku menn að dúsa,
án nokkurs verulegs eftirlits hvað þá hjúkrunar og er alkunn-
ugt hvað af því hefur hlotizt í einstökum tilfellum.
Á þessu þarf að verða algjör breyting og það án tafar, áður
en r.ieiri vandræði og hörmungar hljótast af. Menn sem eru ofur-
ölvi þurfa gæzlu og hjúkrun en ekki fangavist í dimmum kjall-
ara eins og nú er eina úrræði lögreglunnar. Hér hefur því verið
hreyft máli sem þarf að ná frani að ganga og er þess að vænta
fið um það verði allir aðilar sammála og samtaka.
Panama - landið sem lifir á
bandarískri hernaðarvinnu
Bofnlaus stjórnmálaspilling; atvinnuvegir
i kalda koli, alþý&a býr vi& sulf og seyru
CJíðdegis á sunnudaginn sat
*í? Jose Anto'nio Remon, for-
seti Panama, ásamt nokkrum
vinum sínum og lífvörðum að
sumbli í bás í forsetastúkunni
á skeiðvellinum skammt utan
við Panamaborg. í Mið-Ame-
ríku eins og víðar þykir mörg-
um vel eiga við að skála fyrir
nýbyrjuðu ári en Remon forseti
hafði einnig aðra ástæðu til að
tæma fagnaðarbikaT í vinahópi.
Einn af veðhlaupahestum hans
hafði nefnilega unnið veðreið-
arnar fyrr um daginn og fært
eiganda sínum riflega uppbót á
forsetalaunin. En skyndilega
rauf hjáróma hljóð ölteitina.
Handvélbyssa tók að snarka úti
á myrkvaðri hlaupabrautinni og
kúlunum úr henni rigndi yfir
Remon og sessunauta hans.
Forsetinn og einn lífvörðurinn
hnigu niður helsærðir. Skot-
hríðin utan af skeiðvellinum
hætti eins snögglega og hún
hófst. Einn tilræðismanna
fannst fallinn fyrir skamm-
byssukúlum lífvarðanna í for-
setastúkunni en hinir eru enn
ófundnir þótt hverjum sem
kemur upp um þá hafi verið
heitið  1.600.000  króna launum.
¦pLJorð Remons forseta hefur
¦"-" beint athygli manna að
landi hans, einu smáríkjanna í
Mið-Ameríku. Það nær yfir
mjósta kafla eiðisins sem tengir
Norður- og Suður-Ameríku og
er 75.000 ferkílómetrar að flat-
armáli. Landsbúar voru 805.285
við manntal árið 1950. Þeir eru
flestir kynblendingar indíán-
anna sem byggt hafa landið frá
örófi alda, Spánverja sem lögðu
það undir sig og svertingjanna
sem þeir fluttu inn til að þræla
á plantekrum sínum. Frá því
íbúar Mið- og Suður-Ameríku
brutust undan Spánverjum
þangað til 1903 var Panama
hluti af ríkinu Kólumbiu. Á
síðustu áratugum nítjándu ald-
ar var byrjað að grafa þar
skipaskurð milli Atlanzhafs og
Kyrrahafs og um aldamótin
komst skurðgröfturinn í hendur
Bandaríkjamanna. Bandaríska
ríkisstjórnin ágirntist land-
ræmu meðfram skurðinum en
stjórn Kólumbíu þvertók fyrir
að láta hana af hendi. Þá voru
gerðir út erindrekar, vel birgir
af dollurum og vopnum. A
skammri stund tókst þeim að
koma svo ár sinni fyrir borð
að uppreisn gegn Kólumbíu-
stjórn brauzt út í Panama.
Lýstu uppreisnarmenn yfir rík-
isstofnun og forsprakkar þeirra
gerðu samning við Bandaríkja-
stjórn. Samþykktu þeir að
Bandaríkjunum væri afhent 16
km breið landræma meðfram
skipaskurðinum til eignar og
umráða um aldur og ævi. Þessa
gjöf þakkaði Bandaríkjastjórn
með því að tilkynna Kólumbíu-
stjórn, að bandarískum flota og
landher værí að mæta ef hún
reyndi að ráða niðurlögum upp-
reisnarmanna. Smáríkið varð að
beygja sig fyrir ofureflinu en
ekki viðurkenndi Kólumbía til-
veru Panama sem sjálfstæðs
ríkis fyrr en 1921, enda fékk
stjórn hennar þá greiddar 25
milljónir dollara í sárabætur
úr bandaríska ríkissjóðnum.
Oanama varð því til með all
* sérkennilegum hætti og
segja  má  með  sanni  að saga
Erlend
tíðindi
ríkisins hafi verið eins og til
var stofnað. Hefði Bandaríkja-
stjórn ekki ágirnzt land undir
flotastöðvar og herbúðir við
skipaskurðinn mikla myndi rik
ið Panama aldrei hafa orðið til.
Landsfeður Panama réðu landið
undan Kólumbíu fyrir banda-
rískt mútufé og allt til þessa
dags er höfuðatvinnuvegur
landsbúa vinna við hinn banda-
ríska skipaskurð og herstöðvar
Bandaríkjastjórnar þar um
slóðir. Hermangið og þjónustu-
störfin fyrir Bandaríkjamenn
hafa drepið eðlilega atvinnuvegi
Panama í dróma. Landið er
frjósamt en landbúnaðurinn í
slikum lamasessi að flytja verð-
ur inn flest matvæli. í frum-
skógunum er gnægð verðmætra
viða en skógarhögg er lítt
stundað. Eini iðnaðurinn sem
nokkuð kveður að er bruggun
áfengis fyrir hið fjölmenna,
bandaríska setulið á skurðar-
svæðinu.     Viðskiptajöfnuður
Panamaskurð og herstöðvarnar
fá fjórum til fimm sinnum
lægra kaup en bandarískir
verkamenn við sömu störf.
Stjórnarfarið í Panama hefur
verið eftir öðru. Stjórnar-
skráin mælir svo fyrir að for-
seti skuli kjörinn til fjögurra
ára en varla nokkur þeirra
manna, sem tekið hafa við for-
setaembættinu, hefur haldið því
kjörtimabilið á enda. Það 51
ár, sem ríkið hefur verið við
lýði, hafa 28 menn setið á for-
setastóli. Panama hefur hvorki
landher né flota en vopnað lög-
reglulið ræður lögum og lofum
í stjórnmálum eins og öðru.
Remon hinn myrti hófst. til
valda vegna forystu sinnar í
þessu lögregluliði. Árið 1941
lét hann fyrst til sín taka með
því að reka Arnulfo Arias úr
forsetaembættinu. Arias var
hlynntur Möndulveldunum. og
þegar Bandaríkin voru komin í
styrjöldina kærðu ráðamenn
þeirra sig ekki um að hafa slík-
an mann við völd á svona hern-
aðarlega þýðingarmiklum stað.
Remon hefur hinsvegar alltaf
verið í miklu vinfengi við fyrir-
liða Bandaríkjamanna á skurð-
arsvæðinu, sem sáu lögreglu-
liði hans fyrir vopnum.
TVTæstu árin lét Remon sér
¦'•' nægja að stjórna bak við
tjöldin en eftir forsetakosning-
arnar árið 1948 tók hann aftur
í taumana. Diaz Arosemana,
sem þá var lýstur sigurvegari
með litlum mun yfir Arias sem
aftur var kominn fram á stjórn-
málasviðið, dó ári eftir að hann
f-i British
PACtrtc oceAtt
Kort af Mið-Ameríku. Panama er par syðsta ríkið milli
Costa Rica og Kólumbíu. Panamaskurðarsvœðið (Canal
Zone á kortinu) sem Bandaríkin ráða algerlega sker
landið í tvennt.
Panama mun vera sá óhag-
stæðasti í heimi, árið 1952 nam
innflutningurinn sex sinnum
hærri upphæð en útflutningur-
inn. Bandaríska auðfélagið
United Fruit á mikið af bezta
landbúnaðarlandinu. Kjör al-
mennings eru hin verstu, barn-
dauði í borgunum er frá 50 til
100 af þúsundi og enn meiri úti
á landsbyggðinni. Verkamenn
frá Panama sém vinna í þjón-
ustu   Bandaríkjastjórnár   við
tók við embætti. Daniel Chamis
varaforseti kom þá til valda en
þrem mánuðum síðar hrakti
Remon hann úr embætti. Á-
stæðan var, að hann vék lög-.
regluforingjanum frá störfum
þegar hann neitaði að fram-
fylgja dómsúrskurði um að
leysa upp einokunarhringa í
samgöngum og öðrum atvinnu-
greinum, sem æðstu yfirmenn
lögreglunnar höfðu komið á og
Framhald á 11. siðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12