Þjóðviljinn - 08.01.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.01.1955, Blaðsíða 12
Skóli ísaks Jónssonar, Bólstaðahlíö 20 Skóli fsaks Jónssonar var vígður i gær Þar rúmast 400 börn á aldriniim 6-8 ára Vígsluhátíð Skóla'. ísaks Jónssonar var haldin í gær. Skólinn sem er við Bólstaðahlíð 20, var tekinn í notkun í haust og sækja hann 400 böm á aldrinu 6—8 ára. Skólabyggingin, ásamt skólaáhöldum, kostaði 1 millj. 450 þús. kr. DJÓÐVILJINN Laugardagur 8. janúar 1955 — 20. árgangur — 5. tölublað V-þýzkri herstofnun hraðað eftir mætti Aform uppi um a§ mynda þegar her at- vimmhermanna undir stjórn nazista — Fi’éttaritari brezka blaðsins The Times í Bonn símar blaði sínu, að þar séu uppi ráðagerðir um að hraða eftir mætti stofnun hins nýja þýzka hers og mynda þegar í stað her sjálfboðaliða undir stjórn foringja úr her Hitlers. Skólanefnd bauð allmörgum til vígslunnar. Fyrst sungu börn úr einum bekk skólans undir stjórn kennara síns, Helgu Magnúsdóttur. Þá flutti Sveinn Benediktsson fram- kvæmdastjóri, formaður skóla- nefndar, ræðu þar sem hann rakti gang skólamálsins og byggingarinnar, en næstur fhitti Isak Jónsson skólastjóri ræðu um skólann og kennslu- störf sín. Að ræðum þessum loknum fluttu menntamálaráð- herra og borgarstjóri skólanum heillaóskir. Tiklrög skóla- stofnunarinnar. I skólanum eru sem fyrr segir 400 börn, 6-8 ára. Er þeim kennd háttvísi, lestur, stafsetning, skrift, reikningur, átthagafræði, að tala rétt mál, föndur o. fl. óþarft ætti að vera að kynna skólastarf ísaks Jónssonar, en fyrir tæpum 30 árum fór hann utan til að kynna sér aðferðir Sovétstjórnin hefur mótmælt þeirri ákvörðun Iraks að slíta stjórnmálasambandi við Sovétrík- in og segir hana runna undan rifjum vesturveldanna. Þrettándafagn- aður ÆFR í skíðaskákuum í kvöld Lagt verður af stað í Skálann, frá Þórsgötu 1 kl. 6 í kvökl. DAGSKRÁ: 1. BRENNA og flugeld- ar. 2. Tvísöngur með gítar- undirleik 3. Upplestur 4. Spurningaþáttur 5. Harmónikuleikur 6. Félagsvist 7. DANS. Miðar verða seldir í skrifstofu ÆFR, Þórsgötu 1, kl. 2 til 6 í dag, sími 7511. við lestrarkennslu. I Svíþjóð kynntist hann hljóðaðferðinni og gerðist síðan forgöngumað- ur hennar hér á landi. Var þessi lestrarkennsluaðferð tek- in upp í Kennaraskóla fslands 1932. Frá 1926 til 1945 rak fsak Jónsson smábarnaskóla fyrir eigin reikning, og var hann síðast í Grænuborg, en í fe- brúar 1945 kallaði hann for- eldra barnanna á fund og skýrði frá því að hann gæti ekki starfrækt skólann lengur, sökum hallareksturs. Foreldrar barnanna í skóla hans vildu með engu móti að skólinn væri lagður niður, og fyrir 9 árum, 7. janúar 1946 var ákveðið áj foreldrafundi að efna til sjálfs- i eignarstofnunarinnar Skó'a ís- aks Jónssonar, sem hefði það að markmiði að halda uppi skóla fyrir börn á aldrinum 6-8 ára. Fer 5 manna skóla- nefnd með yfirstjórn skólans og eru þrír þeirra kosnir af for- eldrum þeirra barna sem eru í skólanum, en tveir með hlut- faJlskosningu af bæjarstjórn Reykjavíkur. Sami foreldra- fundur- ákvað að byggja skóla- hús svo fljótt sem auðið væri og voru hafin samskot og stofn fjárgjöld í því augnamiði. Árið 1952 fékkst fjárfesting- arleyfi og ágæt lóð hjá bæn- Á sumardaginn fyrsta 1953 var byrjað að grafa fyrir grunni skólahússins. Nákvæm- lega ári síðar var flaggað á byggingunni til merkis um að mæniás og sperrur hússins Framhald á 3. síðu. lÆÍÍar Karvoi aðj steypa | ÖSafi Thors? j í kvöld heldur $jálfstæðis- : : flokkurinn í Keflavík árshátíð ■ : sína og standa að henni öll j ! sjálfstæðisfélögin á staðnum. j 5 Verður þingmaður flokksins j : og forsætisráðherra, Ólafur j : Thórs æðsti prestur samkom- j : unnar. 5 Ólafur Thórs verður að láta j : sér nægja fremur þröng húsa- j ■ kynni, í Bíókjallaranum í j : Keflavík, en á sama tíma j j heldur annar íhaldsforingi, j £ Karvel Ögmundsson annað • : „gleðirí", býður hann til j ; grímuballs og hefur ekki val- j ■ ið húsnæðið af verri endanum, j j býður hann sínum gestum í j j hið rúmgóða samkomuhús í j j Njarðvík. j Einhverntíma hefðu það j 5 þótt tíðindi að Karvel, hinn j j alkunni vikadrengur Ólafs j ■ Thórs á Suðurnesjum, færi í j j samkeppni við sjálfan foringja j í flokksins, en Karvel mun ■ j þykja þjónustan laklega laun- j j uð og tilhlýðilegur frami veitt- j j ur seint. Mun hann nú vilja j j sýna að það geti fleiri leikið j • foringja en Ólafur Thórs.! Fréttaritarinn segir, að fregnir um þessi áform hafi vakið mikinn ugg meðal mamia í Vestur-Þýzkalandi, enda þótt í það hafi verið látið skína, að slíkur atvinnumannaher egi að- eins að vera til bráðabirgða, meðan beðið er eftir þjálfuðu liði herskyldra manna. Herskyldir menn í þjónustu fyrst árið 1958. Fréttaritarinn segir, að í (Bonn sé talið, að ekki verði unnt að koma upp vesturþýzk- um her herskyldra manna fyrr Dauðaslys í fyrradag varð það slys í Silf- urtúni við Hafnarfjörð að 6—7 ára gömul telpa varð fyrir bíl og beið bana. Varð slys þetta í móti tré- smíðaverksmiðjunni í Silfurtúni. Mun telpan hafa hlaupið út á göt- una meðfram bil er þar stóð og beint fyrir bíl er var á ferð eftir götunni. Fransld togara- skipstjórinn dæmdur f gær var kveðinn upp í Saka- dómi Reykjavíkur dómur í máli skipstjórans á franska togaranum Cabillau B 2398, sem tekinn var í landhelgi s.l. þriðjudag. Var skipstjórinn dæmdur í 74 þús. kr. sekt til Landhelgissjóðs íslands og afli og veiðarfæri gert upptækt. Skipstjórinn áfrýjaði dóminum. Hinn heimsfrægi fiðlusnill- lingur Isaac Stern, sem hér hef- ur leikið á vegúm Tónlistarfé- lagsins, mun leika í dag í há- tíðasal háskólans fyrir háskóla- kennara, stúdenta og gesti þeirra. Tónleikarnir hefjast kl. 3 og er aðgangur ókeypis. en í fyrsta lagi á árinu 1958, jafnvel þó að Parísarsamning- arnir verði endanlega fullgiltir og gangi í gildi þegar í vor. Fyrst þurfti að fá lögin um almenna herskyldu samþykkt og það getur ekki orðið fyrr en einhvern tíma í sumar. Síð- an þurfi að velja foringjaefni handa hinum nýja her og senda þau til þjálfunar í herjum ann- arra atlanzríkja og loks sé eft- ir að hyggja 500 herbúðir handa nýliðunum. Þjálfun þeirra muni taka 18 mánuði og henni verði ekki lokið fyrr en árið 1958. Það verður árgang- urinn frá 1936, sem fyrst verð- ur kallaður til vopna. Cruewell eða Manteuffel. Enn hefur ekki verið ákveð- ið hver verður yfirmaður hins nýja þýzka hers, en talið er víst, að það verði annaðhvort Cruewell hershöfðingi, sem var nánasti aðstoðarmaður Romm- els í eyðimerkurstríðinu, eða Manteuffel hershöfðingi, annar af hershöfðingjum Hitlers, sem er nú einn af þingmönnum „Frjálsa lýðræðisflokksins" og framsögumaður hans í hermál- um. Talið er líklegt að einn af kunnustu kafhátaforingjum Hitlers muni verða skipaður yf- irmaður hins nýja þýzka flota. Brezkir skipaeig- endur mótmæla kolakaupum Samtök brezkra skipaeig- enda gáfu í gær út yfirlýsingu, þar sem mótmælt er þeirri á- kvörðun brezku stjórnarinnar að kaupa 250.000 lestir af kolum frá Bandaríkjunum. Kol þessi eru keypt samkvæmt bandarískum lögum um gagn- kvæmt öryggi og eru þau greidd með sterlingspundum í stað dollara. f lögunum er það ákvæði, að helming alls varnings sem seldur er sam- kvæmt þeim verður að flytja með bandarískum skipum, og hafa samtök skipaeigenda í ýmsum löndum V-Evró'iu áð- ur mótmælt því. um. Jólafagnaður í Skóla ísaks Jónssonar Hagerap ísakseii skífulagnmgam, kaus nýlega í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Sjómanna- félagar, fellið stjórn bænda, forstjóra, hreppstjóra, sútara, skífulagningameistara, skósmiða, beykja o.fl. Kjósið B-lista, lista starfandi sjómanna. Kosning fer fram daglega í skrifstofu Sjómannafélags Re.vkjavíkur frá klukkan 10 til 12 og 3 til 6.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.