Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						4)
ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 9. janúar 1955
SKáK
Ritstj.: Guðmundur Amlaugsson
Hagsfætt skákár
Áiið sem leið var íslenzkum
skákmönnum merkisár. Þátt-
íaka íslendinga* í skákmótum
erlendis var meiri en hún heí-
ur nokkru sinni verið áður —
þeir sóttu f jögur skákmót utan-
lands — og áhugi almennings
á skákíþróttinni hefur aldrei
verið meiri né ánægjulegri. Ef
svo heldur áfram þarf ekki að
>víða um framtíðarhorfur ís-
3enzkrar skáklistar.
Þátttakan á erlendum skák-
imótum hófst þegar í ársbyrjun
xneð nýársmótinu í Hastings,
íem Friðrik Ólafssyni var boð-
ið til. Friðrik vann helming
skáka sinna. Mátti það teljast
ágætur árangur, því að mótið
var öflugt, talsvert örðugra
íyrir nýliða en mót næstu ára
á undan. Það Hastingsmót sem
nú stendur yfir er einnig mjög
Eterkt, þar keppa þrír stór-
rneistarar um forystuna: Smisl-
-jíl og Keres frá Sovétríkjun-
um og Unzicker frá Þýzkalandi.
í apríl sendu islenzkir stúd-
cntar sveit á alþjóðamót stúd-
enta í Osló. Sú sveit stóð sig
vel. Fyrir ofan hana urðu
Tékkóslóvakía, Sovétríkin og
Sngland, en íslendingar voru á
imdan Svíum, Norðmönnum,
Finnum, Ítalíu-Skotlandi og
Frakklandi.
í júnímánuði sótti svo Frið-
rik svæðakeppni (zonalturn-
ering) í Prag og Marianske-
Lazne. Skyldi hann hafa að-
stoðarmann í fyrsta skipti og
var Guðm. Pálmason ráðinn til
þeirrar farar, en auk þess var
annar áhugamaður um skák
:-néð í förinni á eigin spýtur:
3inar Þ. Matthíesen forrnað-
ur Taflfélags Hafnarfjarðar. En
'ftegar mótið hófst var Guðm.
Pálmasyni boðin þátttaka vegna
iorfalla annarra og áttu fsl.
dví tvo fulltrúa í stað eins.
Guðmundur varð 16. í röðinni,
f.afn skákmeistara Dana frá
íyrra ári, en Friðrik varð 6. og
:munaði aðeins hársbreidd að
hann kæmist áfram og fengi
þátttökurétt í keppni milli
iremstu manna frá hverju
svæði. Hann tefldi margar
lljómandi fallegar skákir er
vöktu mikla athygli. Nokkrar
jþær helztu hafa birzt hér í
báttunum og kemur ein til við-
botar í dag.
Loks sendu íslendingar sveit
lil þátttöku á ólympíuleiki
skákarinnar í Hollandi eins og
ilestum mun í fersku minni.
Á öllum þessum mótum var
irammistaða fslendinga betri
«n menn þorðu að gera sér
vonir um fyrirfram.
Spænskur leikur
(mótbragð Marsnalls).
Hv. Koskinen Sv. Friðr. Ólafss.
(Finnland)
1. e2—e4 e7—e5 2. Rgl—f3
Rb8—c6 3. Bfl—b5 a7—a6 4.
Rb5—a4 Rg8—f6 5. 0—0 Bf8
—e7 6. Hfl—el b7—b5 7. Ba4
—b3 0—0 8. c2—c3 d7—d5 9.
e4xd5 Rf6xd5 10. Rf3xe5
Rc6xe5 11. Helxe5 c7—c6 12.
d2—d4 Be7—d6 13. He5—el
Dd8—h4 14. g2—g3 Dh4—h3
Byrjunin er gamalkunn. Svart-
ur á hættuleg sóknarfæri fyrir
peðið sem hann hefur látið, svo
að vörnin er vandasöm. Hér er
stundum leikið 15. He4 og gæti
framhaldið þá orðið 15. He4 g5
16. Dfl Dh5 Í7. f3 Bh3. Skák
milli Pirc og Fuderer þar sem
svo var haldið áfram lauk í
jafntefli.
15. Bcl—e3 Bc8—g4 16. Ddl
—d3 Kg8—h8 17. Bb3xd5
c6xd5 18. Dd3—f 1 Dh3—h5
19.  Rbl—d2  f7—f5 20. f2—f4
Hvítur má vitaskuld ekki leyfa
f5—f4, svartur stefnir nú að
g7—g5, en betra er að undir-
búa þann leik en að ryðjast
fram strax.
20.... Ha8—e8 21. Rd2—b3
Staðan er erfið, en þetta er
áreiðanlega ekki bezt. Sennilega
var Df2 bezti leikurinn, hvítur
getur þá leikið Rfl siðar, ef
svo ber undir. Staða hans er
þá að vísu þröng, en svartur
á örðugt um vik að brjótast í
gegn.
21.... g7—g5! 22.. Be3—d2
He8—e4! 23. Rb3—c5 g5xf4!
•Wé  WM  Wk k
Æ.  m  mmt
I  «  w  Hl
'wæ i %m i m * w
/»////  1  íZrfi/  1  '/////>'/  1  w>W/ \\i.
WW  ð  %f\>  S  m//Á  ð WSfflí. •iU/
///%%  *  /h7J7/.  ™  ///¦¦>/. _**  '/'/////.  ^
ABCDEFGH
Sóknin hefur magnazt eins og
eldur í síðustu þrjá leikina.
Vonlaust er að þiggja skipta-
muninn: 25. Rxe4 fxe4 26. Bxf4
Bxf4 27. gxf4 hg8 28. Kf2
Dxh2t 29. Ke3 Bh3! og því
næst Hg3f.
24. Dfl—f2 f4xg3 25. h2xg3
Bg4—f3 26. Df2—h2 Dh5xh2f
27. Kglxh2 Hc4—h4f og hvít-
ur gafst upp, enda er ekki
seinna vænna, því að eftir 28.
Kgl Bxg3 verður hann mát.
Skákdæmið í dag er eftir Svein
Halldórsson.
		05
		<D
	- Gljúir mcI        V*l^^fci>^	
	-  Drjúgt           ^^&SÆ*!!®^!^	^     »
		r     1«
		i i   H

1
w w w w
A  B  C  D  E  P  G  H
Hvítur á að máta í 3, leik.
Lausn á 2. síðu.
UTVAMriMB
Bidstrup teiksiaSi
^tíCíM'0
f, ^
Öfugsnúnir dagar — Þegar mjólkirf^rnaf1! rriunni
manns — Bréí sem Bæjarpósíurinn á eliki '*— og
annað sem hann á
ÞAD ER STUNDUM talað um
óhappadaga, þegar helzt virð-
ist sem allt verði manni til
meins. En svo eru líka dagar,
sem maður getur ekki beinlín-
is kallað óhappadaga, það
væri of sterkt að orði kveðið,
en samt eru það" vandræðadag-
ar þegar allt gengur á afturfót-
unum fyrir manni. Þá segja
sumir að maður hafi farið í
öfugan sokkinn og aðrir að
maður hafi farið vitlausu meg-
in fram úr rúminu. Og þótt
maður hafi yfirleitt alls ekki
farið í sokka, sé allsendis
sokkalaus, og komist ekki fram
úr rúminu nema öðrum megin,
sömu megin • og alla hina dag-
ana, geta runnið upp yfir mann
slíkir vandræðadagar, og verst
er að geta engu og engum um
kennt. Það byrjar ef til vill á
því að maður sefur yfir sig.
Það er auðvitað ekki orð á
gerandi, enda alvanalegt í
svartasta skammdeginu hjá
fólki sem vantar eitthvað í
karakterstyrkinn. -Og til þess
að vakna almennilega meðan
kaffið er'að hitna fær maður
sér mjólkurglas, hellir mjólk í
glas . eða bolla , og ætlar að
teyga gómsæta nýmjólkina svo
að hún megi hressa mann og
styrkja á dímmum skammdeg-
ismorgni. Og svo er mjólkin
súr. . Hafið þið nokkurn tíma
verið búin að teyga úr hálfu
mjólkurglasi áður en þið upp-
götvið að þið eruð að drekka
gallsúra mjólk? Það er reynsla
sem setur svip sinn á daginn,
einkum þegar viðkomandi fær
ekkert eins viðurstyggilegt inn
fyrir sínar varir og súra mjólk.
Og þessi súri vökvi sem sloppið
hefur inn í innyfli manns ó-
áreittur mótar fyrir manni dag-
inn, setur svip sinn á skapið
og litar allt sem maður tekur
sér fyrir hendur. Og þegar
maður þrífur fagnandi bréf
merkt Bæjarpóstur, þykkt og
innihaldsríkt, og verður svo
fyrir þeirri sorglegu reynslu að
innihaldið er ekki bréf heldur
fréttatilkynning sem ekki kem-
ur Bæjarpóstinum neitt við,
nær ömurleiki dagsins hámarki
sínu (vonandi).
SVO HEFUR hlustandi sent
nokkrar línuí: í sambanfli við
útvarpssögur. Hann skrifar:
„Það. er regl«legt tilhlökkunar-
efni að eiga nú von á að heyra
Helga Hjörvar lesa hina ágætu
sögu Ólafs Jóh. Sigurðssonar,
Vorköld jörð. Eg hef orðið þess
var að alltof fáir hafa lesið
sögur þessa prýðilega höfund-
ar, sem ritar afburðafagurt mál.
Jt Það er mjög vel'til fundið hjá
. útvarpinu að kynna þetta verk,
það er ekki 'mirini ástæða til
að kynna verk núlifandi manna
en liðinna höfunda og það er
trú mín að saga þessi hljóti
vinsældir að verðleikum, enda
er upplesarinn ekki valinn af
verra taginu. Eg skora á alla'
sem íslenzkum bókmenntum
unna að hlusta á þessa nýju
útyarpssögu. Það verður eng-
inn svikinn á því. Með þökk
fyrir birtinguna. — Hlustandi".
$mt Gunnars
Framhald af 3. síðu.
skiptavini í nágrenni bókaverzl-
unarinnar, sem hafa lýst yfir
að þeir hafi haft margskonar
hagræði af verzluninni og vilji
sízt missa hana aftur. Ég hef
fengið umboð póststofunnar til
þess að selja frímerki, og póst-
kassi er skammt frá búðardyr-
unum. Ýmislegt fleira hef ég
reynt og mun reyna að gera til
hagræðis fyrir hverfisbúa. Það er
því engum til góðs eða gagns að
skrifa fréttagrein, svo sem þá
er Alþýðublaðið birti um mig.
Það er jafnan heillavænlegra
að stuðla að vináttu og samvinnu
heldur en blása að sundrung, og
óvináttu.
8/1 1955.
Gunnar M. Magnúss.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12