Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						3.0) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 9. janúar 1955
Erich Marla REMABQTJE:
Að eláka»*.
... og degja
'24. dagur
að skilja þetta. Þessa stundina er hermönnum í leyfi
ekki heimilt að fara til Kölnar".
„Ekki heimilt?" spurði járnsmiðurinn fyrrverandi.
„Hvers vegna?"
„Ertu orðinn vitlaus, maður? Hverjir heldurðu að eigi
að spyrja spurninga? Þú eða yfirvöldin?"
Kapteinn kom aðvífandi og hvíslaði einhverju að
liðsforingjanum. Hann kinkaði kolli. „Menn með leyfi
' til Hamborgar og Elsass gangi fram", skipaði hann.
Enginn gekk fram. „Menn í Rínarhéruðin verði kyrr-
ir! Hinir mega fara. Til vinstri snú! Gangið fram og
takið á móti gjafabögglunum ykkar".
Þeir  stóðu enn  einu  sinni  á járnbrautarstöðinni.
Mennirnir frá Rínarhéruðunum komu  eftir stundar-
korn. „Hvað var á seyði?" spurði bassinn.
„Þið heyrðuð það sjálfir".
„Þú mátt ekki fara til Kölnar? Hvert ætlarðu þé að
fara?"
„Til Rothenborgar. Þar á ég systur. Hvern fjandann«>
á ég að gera í Rothenborg? Ég á heima í Köln. Hvað
er um að vera í Köln? Hvers vegna má ég ekki fara
til Kölnar?"
„Varaðu þig," sagði einhver og leit á S.S.mennina tvo
sem stikuðu frqfmhjá á járnuðum skóm.
„Til fjandans með þá. Hvað á ég að gera í Rothen-
borg? Hvar er fjölskylda mín? Hún var í Köln. Hvað er
að gerast þar?"
„Ef til vill er fjölskylda þín líka í Rothenborg".
„Nei, hún er ekki þar. Hún á ekkert innhlaup þar.
Konan mín og systir þola ekki að sjást. Hvað gengur á
• í Köln?"
Járnsmiðurinn starði á hina mennina. Hann var með
tárin í augunum. Þykkar varir hans skulfu. „Hvers
vegna megið þið fara heim en ekki ég? Eftir allan þenn-
an tíma. Hvað hefur komið fyrir? Hvað hefur orðið um
konuna mína og börnin? Elzti strákurinn minn heitir
Georg. Hann er ellefu ára. Hvað hefur komið fyrir?"
*¦ „Heyrðu", sagði bassinn .„Þú getur ekkert gert í
þessu. Sendu konunni þinni skeyti. Láttu hana koma
til Rothenborgar. Annars færðu alls ekki að sjá hana".
„Og férðalagið? Hvér borgai* þáð? Ög hvár á hún að
vera?"
„Ef þeir hleypa þér ekki til Kölnar, þá leyfa þeir
konunni þinni ekki að fara þaðan", sagði sá rottulegi.
,,Það er áreiðanlegt. Þannig eru reglurnar".
Járnsmiðurinn opnaði munninn en sagði ekki neitt.
Eftir nokkra stund spurði hann: „Hvers vegna ekki?"
„Reyndu að ráða fram úr því sjálfur".
Járnsmiðurinn leit í kringum sig. Hann leit af einum
á annan. „Það getur ekki verið að allt sé í kaldakoli.
Það er óhugsandi".
„Vertu feginn að þeir sendu þig ekki beint á víg-
stöðvarnar aftur", sagöi bassinn. „Það hefði vel getaö
komið fyrir, fyrst heimkynni þín eru lokuð".
Gráber hlustaöi þegjandi. Hann fann að hann skalf,
og kuldinn kom ekki utan frá. Einu sinni enn gerði hið
draugalega og óskiljanlega vart við sig, Þetta dularfulla,
sem hafði ásótt haim svo lengi en yrði þó aldrei skilið
til fulls, sem haföi hundrað óljós andlit og þó ekkert
andlit. Hann horfði á teinana. Þeir lágu í áttina til
heimkynnanna, öryggis, hlýju og friöar, hins eina sem
eftir var. Og nú var eins og eitthvað utahaðkomandi
hefði slegizt í förina með honum, sem lét ekki hræöa
sig burt.
„Leyfi", sagði maðurinn frá Köln beizklega. „Þetta er
leyfið mitt! Og hvað nú?"
Hinir horfðu á hann og sögðu ekkert. Það var eins
og dulinn sjúkdómur hefði allt í einu komið í ljós hjá
honum. Hann var saklaus, en það var eins og hann
væri brennimerktur, og ósjálfrátt fjarlægðust þeir hann.
Þeir voru fegnir að hafa ekki orðið fyrir þessu sjálfir,
en þeim var þó ekki óhætt enn — og þess vegna fjar-
lægðust þeir hann. Ólánið var smitandi.
Lestin rann hægt inn í vagnaskýlið. Þar var glugga-
laust og síðasta ljósglætan hvarf.
Daginn eftir . hafði landslagið breytzt. Það sást
greinilega gegnum morgunmistrið. Gráber sat nú við
gluggann og þrýsti andlitinu að rúðunni. Hann' sá
plægt Iand og akra, með snjóflekkjum hér og þar og
undir þeim sáust rákimar eftir plóginn og fölgrænar
rúgspírur. Engir sprengjugígir. Engin eyðileerging. Flat-
ar, ósnortnax sléttur. Engar víggirðingar. Engar skot-
grafir. Sveit.
Svo kom fyrsta þorpið. Kirkja og á henni glampandi
kross. Skólahús með vinalegum vindhana. Ölstofa og
fólk fyrir framan hana. Opnar húsdyr, vinnustúlkur
með sópa á lofti, vagn, fyrstu sólargeislar sem spegluð-
ust í óbrotnum rúðum. Heil þök, óskemmd hús, tré
með öllum sínum greinum, götur sem voru meira en
nafnið eitt og börn á leið í skóla. Graber hafði ekki séð
börn óralengi. Hann tók andann á lofti. Það var þetta
sem hann hafði beðið eftir. Þarna var það. Þrátt fyrir
allt.
„Þetta lítur strax öðru vísi út, finnst ykkur ekki?"
sagði liðþjálfi við hinn gluggann.
Allt öðru vísi".
Mistrið hvarf smám saman. Skógar komu í ljós við
sjóndeildarhringinn. Skyggni varð gott. Símavírar fóru
að fylgja lestinni. Þeir hækkuðu og lækkuðu — línur
og nótur í óendanlegu, óheyranlegu lagi. Fuglar flögr-
uðu upp af þeim eins og söngvar. Landslagið var frið-
sælt. Drunur vígstöðvanna voru langt að baki. Engar
flugvélar. Graber fannst sem hann hefði verið á leið-
inni vikum saman. Jafnvel minningin um félagana var
orðin óljós.
Glens og gaman
Ungi maðurinn hafði lokið há-
skólaprófi í viðskiptafræðum,
og hafði nú ekki hug á öðru
en neyta þekkingar sinnar í
þágu þjóðfélagsins. En það
virtust ekki ýkjamikil not
fyrir starfskrafta hans. Einn
daginn er hann svo kominn á
biðstofu í miklu fyrirtæki og
ætlar að tala við forstjórann
sjálfan. Sendisveininn í fyrir-
tækinu ber þar að, og stanz-
ar hann snöggvazt í biðstof-
unni. Ungi maðurinn tekur
hann tali og spyr hvort hann
haldi að hann muni geta feng-
ið eitthvað að gera hjá for-
stjóranum.
Það er ekki ósennilegt: ef ég
fæ ekki kauphækkun í næstu
viku, hef ég sagt að ég fari.
Hvað  sagðirðu  þegar  hann
hótaði að kyssa þig ?
Ég sagði að ég hefði gaman
af að sjá hann gera það.
Og hvað gerði hann?
Hann leitast alltaf við að gera
það sem ég hef gaman af.
Saumarðu sjálf?
Ef maður saumar föt handa
sér og börnunum safnast fljótt
saman talsvert af sniðum og
tízkublöðum, og bezt að getr
geymt þessa hluti þar sem auð
velt er að ganga að þeim. Flest-
ir vilja geyma og eiga góð o{?
hentug snið. Á myndinnj er
skáphurð útbúin á þann- hátt a?
Svunta og handklæði
í senn?
með ásaumuð hliðarstykki úr
frotté, sem hægt er að þurrka
sér um hendurnar á í skyndi,
án þess að þurfa að leita að
handklæðinu, sem er ekki allt-
af við höndina.
Engin ringulreið
á tvinnanum
Hér er hugmynd sem að-
eins borgar sig að gera að veru-
leika, ef maður saumar mjög
mikið. Það er bretti undir
tvinnakefli og það er auðvelt
að búa það til með því að festa
stóra nagla í allþykka fjöl.
Þetta er tilvalið verkefni handa
stórum snáða sem langar tij.
að  búa  til  gjöf handa móður
hún  er  geymslustaður  fyrii
snið og tízkublöð.
Húsmóðir er iðulega trufluð
í vinnu sinni og verður að
þurrka sér um hendurnar í
flýti. Oft verður manni það á
að þurrka sér á svuntunni*og
það er ekki alltaf jafn heppí-
legt, nema svuntan sé til þess
gerð. Hér er mynd af venju-
legri  bómullarsvuntu  sem  er
sinni. Tvinnakeflin fara vel á
nöglunum og ef brettið á að
vera reglulega skrautlegt er
hægt að mála það í fallegum
lit.
Borð sem hægt er að breyta hœðinni á er til margra
hluta nytáamlegt. Hér er sýnt hvernig sama borðið er
ágœtt matborð fyrir einn með borðplötu á stœr&cvið
stóran bakka, en pó er mun hœgara að sitja við pað en
halda á bakka á hnjánum. Þegar borðið er lœkkað er
pað ágœtt til að vinna við og leggja frá sér hluti á.
Iinnuraaróþi^
SJ.EÉI
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12