Þjóðviljinn - 11.01.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.01.1955, Blaðsíða 1
VIUIN Þriðjudagur 11. janúar 1955 — 20. árgangur — 7. tölublað Gúðmundur J. Guðmundsson iiningarmenn taka við st jórn Fulltríiaráðs verk lýðsfélaganna; kosnir me ð 71 atkvæði gegn 51 Hœgnmenn hafna samstarfi um stjórn fulltrúaráSsins Aðalfundur Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík var haldinn í gærkvöld í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Var fundurinn fjölsóttur og fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf. í aðalstjórn full- trúaráðsins voru kjörin Björn Bjarnason, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, Guðgeir Jónsson, for- maður Bókbindarafélags Reykjavíkur, Guðrún Finnsdóttir, formaður A.S.B., Helgi Arnlaugsson, íormaður Sveinafélags skipasmiða og Guðmundur J. Gtiðmundsson, fjármálaritari Dagsbrúnar. Með þessari stjórnarkosningu er lokið fjögurra ára meirihlutaaðstöðu afturhaldsins í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík. ! Fundurinn hófst með því að fráfarandi formaður Fulltrúa- ráðsins, Óskar Hallgrímsson, flutti skýrslu stjórnarinnar. Síð- an voru lesnir reikningar 1. maí 1954 og reikningar Fulltrúaráðs- ins fyrir 1953. Fjárhagur Full- trúaráðsins hefur farið batnandi sl. ár þar eð það hefur fengið aukinn hluta af skatti félaganna til Alþýðusambandsins. Er reikningarnir höfðu verið samþykktir hófst stjórnarkjörið. Eðvarð Sigurðsson gerði grein fyrir uppástungum einingar- manna og gat þess að hann og Snorri Jónsson, er báðir áttu Ræddu Hamniarskjöld og Sj'ú Enlæ aðild Kína að SÞ? Ekki minnzt á bandarísku fangana í tilkynningu um fund þeirra í gær lauk fjögurra daga viöræöum framkvæmda- stjóra SÞ og forsætisráöherra Kína í Peking. „Strokum,'ði:r“ situr heima Tran Van Li, borgarstjóri stórbcrgarinnar Hauoi í oorðurhiuta Viet Nam, kall- aði blaðamenn á sinn fund í gær. Var erindið að biðja þá að ganga úr skugga um fið hann væri ekki flúinn á náðí.r Frakka í hafnarborg- irmi Haiphong, sem verður í höndum þeirra t.i) vors. Fréttaritarar í Haiphong höfðu haft eftir frönskum hernaðaryfirvöldum að borg- arstjórinn liefði strokið fr’> Hanoi og í fvrradag til- kynnti levnilögrcg'a stjórnar skjólstæðinga Frakka í suð- urh'uta Viet Nam að hún gæti s'aðfest að borgarstjór- inr væri strokinn og kominn til Haiphong. -J ■ Eftir fundinn í gær var gefin út í Peking og aðalstöðvum SÞ j í New York tilkynning þar sem segir, að þeir Dag Hammar- skjöld framkvæmdastjóri og Sjú Enlæ ráðherra hafi „kannað mál sem varða viðleitni til að draga úr viðsjám i heiminum". Þeir álíta að viðræðurnar hafi verið gagnlegar og „vona að þau sambönd haldist, sem komið hef- ur verið á“. I tilkynningunni er ekki minnzt á tilefni farar Hammar- skjölds til Feking, bandarísku flugmennina 11 sem kinverskur herréttur hefur dæmt til fang- elsisvistar fyrir þátttöku í njósn- um. Krafa þings SÞ um að þeir verði iátnir lausir var tilefni Kínafarar hans. j Franska fréttastofan AFP full- yrti í gærkvöld, að eitt um- ræðuefni þeirra Hammarskjölds j oa Sjú Enlæ hefði verið aðild, Kina að SÞ. Búizt er við að, i Hammarskjöld komi heim til New York í vikulokin. sæti í fráfarandi stjórn, hefðu lagt til við stjórnarfélaga sína að þeir kæmu sér saman um samstarfsstjórn fyrir Fulltrúa- ráðið á þeim grundvelli, að ein- ingarmenn ssm nú eru í meiri- hluta hefðu 3 fulltrúa í stjórn- inni og til viðbótar þeim yrðu áfram í stjórninni fulltrúar frá Sjómannafélagi Reykjavíkur og Verkakvennafélaginu Fram- sókn. Tillögum þessum hefði ver- ið fálega tekið í stjórninni og hefðu þá fulltrúar þessara tveggja félaga verið beðnir fyrir bein skilaboð til stjórna sinna um samstarf á þessum grund- velli. Enn hefði ekkert jákvætt svar borizt frá stjórnum þessara félaga, en Eðvarð sagði að tilboð einingarmanna stæði enn, og ef þessi félög væru nú reiðubúin að tilnefna sitt hvorn fulltrúann í stjórnina, ættu þau þess kost. Síðan lagði hann fram tillögur um eftirtalda menn í stjórn: Björn Bjarnason, Guðgeir Jóns- son, Guðrúnu Finnsdóttur, Guð- mund J. Guðmundsson og Helga Arnlaugsson, en gat þess um leið að hann væri reiðubúinn að breyta þeim ef samstarf gæti tekizt. Fulltrúar Sjómannafélagsins og Vkf. Framsóknar létu ekkert til sín heyra en Óskar Hallgríms- son lagði fram tillögur hægri- manna og vísaði á bug samstarfi við einingarmenn. Ilófust síðan kosningar og urðu úrslit þau að einingarmenn voru kosnir með 71 atkv. en hægri menn fengu 51 atkv. Er þetta stórglæsilegur sigur ein- ingarmanna. 1 varastjórn voru kosnir (sjálfkjörnir) Guðjón Jónsson, frá Fé'agi járniðnaðarma.i 'a. Jónas Hallgrímsson, frá Verka- mannafélaginu Dagsbrún rg Halldóra Guðmundsdóttir frá Félagi netavinnufólks. Látinna foiusiumanna minnzt Á fundinum var minnzt Sig- urjóns Á Ólafssonar, fj'rrver- Helgi Arnlaugsson andi formanns Sjóm.fél. Rvík- ur og Þuríður Friðriksdóttur formanns Þvottakvennafélags- ins Freyju, en báðir þessir látnu forystumenn íslenzkrar verkalýðshreyfingar höfðu um áratuga skeið átt sæti í Full- trúaráðinu. Heiðruðu fulltrúar minningu þeirra með því að rísa úr sæt- um. Guðgeir Jónsson Björn Bjarnason Sorra. Fulltmaráðsins Eftir fundinn hélt hin ný- kjörna stjórn fund og skiptl með sér verkum á þessa leiðs Björn Bjarnason formaður, Guð- mundur J. Guðmundsson vara- formaður, Guðgeir Jónsson rit- ari, Helgi Arnlaugsson gjald- keri, Guðrún Finnsdóttir 111 eð« stjórnandi. Stjórn Iðju endurkosin — Eignir íélagsins eru nú að verðmæti um 150 þús. krónur Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks var haldinn a sunnudagurinn, 9. jan., í Gamla bíói. Var stjórnin öll end- urkosin einróma. Formaður félagsins, Björn Bjarnason, flutti skýrslu stjóm- arinnar um störf félagsins á liðna árinu. Reikningar félags- ins sýndu að eignir þess nema nú 149.667 kr., og tekjuafgang- ur varð á árinu 32.733 kr. I stjórn Iðju voru kosin: Formaður: Bjöm Bjamason. Varafonn: Amgrímur Ingi- mundarson. Ritari: Halldór Pét- ursson. Gjaldkeri: Guðlaug Vil- hjálmsdóttir. Meðstjórnendur: Pálína Guðfinnsdóttir, Sigur- björn Knudsen, Rannveig Guð- mundsdóttir. Varastjóm: Fanney Vil- hjálmsdóttir, Tómas Sigurjóns- son, Jóhann V. Guðlaugsson. 1 trúnaðarmannaráð félagsins voru kosin: Helgi Ólafsion, ITrefna Dagbjar'sdóttir, Vil- ’-org Tómasdótt'r, Hal'dór H. SnæhóJm; varamenn: Sigurður VrJdimrrsoou. Ingibjörg Sveins- dóttJr. In^ibergur Kristjánsson, Bergþór ívnrsson. E-idurskoðendur vom kosn- ir: Svala Beek og Oddgeir Jóns- son. Fundurinn samþykkti að hækka árgjald félagsmanna í'. 90 kr. fyrir konur og 150 kr_ fyrir karlmenn. Dularíull • r r / ö. 9 9 (esti I fyrrakvöld biðu tvær konur og 20 manns særðust þegar fjórum hanclsprengj- um var lient inn í fuílt kvik- myndahús í borginni Ancona á Italíu. Sumir krikmynda- hússgestir fullyrða, að einn- ig hafi verið skotið a£ skammbyssuin. Lögreglan boínar eltki hið minnsta í hvað vakað liefur fyrir tilræðismönnunnm. —> Hún hefur 40 af kvikmynda- hússgestuninn í hakli en er engu nær og heí'ur iieitið tvegg.ja milljóna líra verð- launum fyrir upnlýsingar um sprengjukastið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.