Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 14. janúar 1955
arinnar til' * lliaP m s^tiar samg©sigtir miiii
Danska dagblaðinu Poli-
t5ken bárust í liaust mörg
bréf frá lesendum vegna
UTnræðna um afstöðu
Banmerkur til þýzkrar
hervæðingar og inngöngu
Þýzkalands í Atlanzhafs-
bandalagið,
Telur blaðið að grein
þessi lýsi þeim megin-
síioðunum sem fram hafi
komið í bréfunum, og
lætur sér þvi nsegja að
birta hana — sem sýnis-
horn bréfanna. Greinin er
eftir frú Esther Brinck,
skrifstofustjóra.
'Því var haldið fram í þing-
umræðunum um endurhervæð-
ingu Þýzkalands og inngöngu
þess í NATO, þegar Jörgen
Jöfgensen kennslumálaráðherra
stakk upp á þjóðaratkvæða-
greiðslu, að málið væri of flók-
ið til að hægt væri að bera
það  undir  þjóðina.
Segja má að greinin um þjóð-
aratkvæðagreiðslu    í    nýju
stjórnarskránni okkar sé í fram-
kvæmd algjörlega þýðingarlaus,
úr  því  að  hægt  er  að  bera
svona  röksemdir  á borð -með
jákvæðum  árangri. Ef undan-
skildar  eru  þær  sérstöku að-
stæðúr sem nefndar eru í 20.
kafla laganna er aðeins hægt að
efna til þjóðaratkvæðagreiðslu
um mál, sem búið er að ræða í
þinginu  sem  lagatillögur  og
hafa náð samþykki. Þá á þjóð-
in heimtingu á, ef minnst 30%
þingmanna krefjast þess, að fá
að láta í ljósi álit sitt pg segja
af eða á um hvort lögin eigi að
öðlast gildi. — Þar sem vænta
má að flest þau lög sem þjóð-
inni gæti verið akkur í að láta
í  Ijósi  beina  skoðun  sína  á,
séu  í  mörgum  greinum  og
mætti þar af leiðandi telja of
flókin fyrir alþýðu manna, má
iíklega slá því föstu, að héreftir
verði  þjóðin  ekki  spurð,  þótt
verið sé að leiða til lykta áríð-
andi'mál, sem ekki koma 'þeim
flokksstefnuskrármálum við, er
ráðandi voru um afstöðu kjós-
enda við  næstliðnu  þingkosn-
ingar. Dönsk  alþýða  kýs  sér
sjálf  fulltrúa á  þing,  en  við
skulum vera sammála um, að úr
því er  hún  ekki höfð  með í
ráðum. — Já-atkvæðismennirn-
ír á þingi afsökuðu sig með að
þeir gerðu 'það „grátandi" (med
fclödende hjerte) og líkum orða-
tiltækjum; en hví þá ekki að
láta alþjóð bera með sér svona
þunga ábyrgð?
En hitt er þýðingarmeira, að
stjórnin og stuðningsflokkar
hennar nota þvæld orðatiltæki
við röksemdaleiðslur um þetta
tnál, eins og það að greiði Dan-
jnörk atkvæði gegn inngöngu
Þýzkalands í NATO og verði
sjálfa að ganga úr því, muni
tiún standa uppi ein, verða ein-
angruð. .Mér er ekki ljóst hvort
síðasta orðið hafi eingöngu átt
að eiga við fjárhag þjóðarinnar.
En ætli þátttakendur A-banda-
lagsins myndu ekki vilja .halda
áfram að kaupa góðu landbún-
aðarafurðirnar okkar og aðrar
JÚtflutningsvörur, þótt við stæð-
tim utan bandalagsins? Og ætli
tþeir myndu  ekki  samt  vilja
selja okkur sínar vörur? Nú
var orðatiltækið einnig notað
þannig að skilja mátti að hér
væri um að ræða að Danmörk
mynd verða af vernd hinna, ef
til árásar kæmi af Rússa hálfu.
En þeh-rar verndar njótum
við hvort eð er ekki, þótt við
séum í A-bandalaginu! Eða hef-
ur sáttmálanum verið breytt
svo með leynd í grundvallarat-
riðum, án þess danska þjóðin
og danska þingið hafi verið
látið vita, áð ákvæðið í 5. gr.
sé úr gildi fal!ið? En þar segir
að sé um árás á eitt þátttöku-
landanna að ræða skuli hin
bera þær ráðstafanir, sem hvert
þeirra um sig álítur nauðsyn-
legar til endurheimtingar og
varðveitingar öryggis norður-
atlanzhafssvæðisins. Hví varð
enginn til þess að benda á þetta
ákvæði? Þetta ákvæði er gott,
að minnsta kosti að því__leyti
að það ,tryggir að Danmörk
þarf ekki að veita t. d. Tyrk-
landi aðstoð, ef um árás á það
land væri að ræða; en því er
ekki að leyna, að þetta ákvæði
felur einnig í sér að enginn,
enginn er skyldugur að veita
Danmörku aðstoð ef á hana
yrði ráðizt.
Ráðstjórnarríkjunum er inn-
an handar að koma undir sig
Danmörku á tveim sólarhring-
um eða minna, jafnvel þótt
hér væri þýzkt lið til að vernda
okkur (ég skal sitja á mér að
nota orðið innan gæsalappa).
En er nokkur sem lætur sér í
alvöru detta í hug, að eitthvert
hinna     A-bandalagsríkjanna
myndi álíta það nauðsynlegt
vegna öryggis norðuratlanz-
svæðisins að frelsa Danmörku
og fara í stríð okkar vegna?
5. grein A-bandalagssáttmál-
ans ber það með sér, að sá sátt-
máli tryggir okkur enga vernd.
I sáttmála Sameinuðu þjóð-
anná er aðilum heitin vernd.
Samkvæmt þeim sáttmála ætt-
um við þá að vera tryggð gegn
árás að austan. En auðvitað
ekki gegn „vernd" samherja
okkar, Þjóðverja. Við erum ekki
tryggð gegn árás af hálfu
Þýzkalands, hvorki af Samein-
uðu þjóðunum né A-bandalags-
ríkjunum.
Við getum treyst eða treyst
ekki á aðstoð Sameinuðu þjóð-
anna, eftir geðþótta, eða trúað
því að takast mætti að fá málið
tekið á dagskrá yfirleitt; en á
meðan við ræðum málefnislega
um hlutina þ. e. a. s. reiknum
með að það sem skrifað standi
gildi — því annars má gefa
allt upp á bátinn, og kannski að
svo sé einmitt — þá hljótum
við að viðurkenna, að okkur er
heitin vernd Sameinuðu þjóð-
anna, en ekki A-bandalagsins.
Mér er allri lokið, er ég heyri
því haldið fram að bezta leiðin
til að styðja lýðræðis- og friðar-
öfl Þýzkalands sé að efla völd
hernaðarsinna landsins. „Ég er
ekki að segja" skrifar Heinrich
Heine (endursagt eftir minni
úr Deutschland, Religion und
Philosophie, von Kant bis
Hegel) „að ekki séu margir
Frakklandsvinir í Þýzkalandi.
Gallinn er bara sá, að það eru
ekki þeir, sem eiga vopnin."
Þýzka þjóðin er ósvikin
stríðsþjóð, getur að lesa í
danskri landfræðikennslubók
frá millistríðsárunum. Það er
erfið fortíð, sem lýðræðið á við
að stríða; ætli það mætti telj-
ast stuðningur við þýzku jafn-
slaridreg annaría Norðurlanda
Eftirfarandi tillaga varðandi bættar samgöngur milli
fslahds og annarra Norðurlanda hefur veriö flutt á þingi
Norðurlandaráðsins, og eru flutningsmenn försetar ráðs-
jns Siguröur Bjarnason, Einar Gerhardsen, Erik Eriksen
og Nils Herlitz.
Mynd þessi er tekin á hernáms-
árunum í Danmörku og sýnir
þýzkan hcmann á heimleið, hlað-
inn bögglum. Hún þykir táknræn
um hinar skef jalausu gripdeildir
Þjóðyerja í Danmörku sem og
öðrum hernumdum löndum. Og
nú er verið að biðja nágranna-
þjóðir Þjóðverja að gefa ræningj-
unum aftur vopn í hendur.
aðarmennina og opinberan
vilja þeirra, að endurvekja
þýzkan hernaðaranda?
Enn hræðilegri er sú siða-
kenning, sem betur fer alveg
ný hér í Danmörku, sem nú er
hampað af æðstu mönnum
þjóðarinnar úr ræðustóU þings-
ins, sú, að sé manni um megn
að reisa rönd við framgangi
hins illa, sé eins gott að
leggja því lið.
Esther Brinck
Greiðar samgöngur milli
hinna norrænu landa eru
frumskilyrði náinna kynna
og hverskonar viðskipta þeirra
.náskyldu þjóða, sem, byggja
þau. Vegna legu Danmerkur,
Noregs, Svíþjóðar og Finn-
Iánds eru ferðalog mjög auð-
veld milli ¦¦ -þessara- lánda.
Öðru máli gegnir um mögu-
leikana. til þess að ferðast til
og frá Islandi. Sökum fjar-
lægðar landsins bljóta ferða-
lög þangað að vera miklum
mun dýrari.
Þrátt fyrir bættar sam-
göngur við ísland í lofti hin
síðari ár brestur verulega á,
að samgöngur milli þess og
hinna Norðurlandanna séu
nægilega góðar til þess, að
fólk þaðan geti heimsótt það
í stórum stíl.
Samgöngum á sjó milli
Norðurlandanna og Islands er
nú þannig háttað, að eitt ís-
lenzkt skipafélag, Eimskipafé-
lag Islands, heldur uppi reglu
bundnurn farþegaflutningum
á sjó milli Kaupmannahafnar
og Reykjavíkur allt árið. Fer
skip þess vanalega tvær ferð-
ir í mánuði á sumrin en þriðju
hverja viku á vetrum. Þá
hefur Skipaútgerð ríkisins
stundum sent skip fáeinar
ferðir á sumri með ferðafólk
til Noregs, Svíþjóðar og Dan-
merkur. Hafa nær eingöngu
Islendingar notað þær ferðir.
Loks hefur Sameinaða
gufuskipafélagið í Kaup-
mannahöfn haldið uppi bein-
um ferðum til Islands með
viðkomu í Færeyjum.
Fyrir síðustu styrjöld hélt
Bergenska gufuskipafélagið
einnig uppi ferðum milli Nor-
egs og Islands. En þær ferðir
féllu niður í stríðinu og hafa
ekki verið teknar upp síðan.
Norsk skip hafa þó einstöku
sinnum komið með hópa
norskra ferðamanna til Is-
lands  hin síðari ár.
Sést af þessu, að samgöng-
ur á sjó milíi Noregs og Sví-
þjóðar' annarsvegar og ís-
lands hinsvegar eru mjög lé-
legar.
I lofti halda Islendingar
uppi allgóðum samgöngum.
við Skandinaviu. Tvö ís-
lenak flugfélög, Flugfélag Is-
lands og Loftleiðir, halda
uppi ferðum á sumrum til
Kaupmannahafnar, Stafanger,
Osló og Gautaborgar. Þá
koma flugvélar Pan Ameri-
can Ainvays við á Islandi á
ferð sinni milli Helsingfors
og New York með viðkomu í
Stoklthólmi og Osló. A yetr-
um eru ferðir hinna íslenz;ku
flugvéla nokkru strjálli.
Meginhluti ferðafólks frá
Islandi leggur leið sína tii
Norðurlanda. Á Norðurlönd-
um ríkir einnig áþugi fyrir
i'erðalögum til Islands. Til
þess að auðvelda almenningi
meðal þessara þjóða að ráð-
ast í slíkar ferðir, þarf að-
gera ýmsar ráðstafanir, m.a.
bæta samgöngur á sjó, örfa
flugferðir og veita auknar
upplýsingar um margt, sem
lýtur að ferðalögum um land-
ið. Virðist ekki óeðlilegt, að
Norðurlandaráð stuðli að því,
að samstarfsgrundvöllur þjóða
þess verði treystur með sem
nánustum kynnum fólksins í
löndum þeirra. Framtíð allrar
samvinnu þjóða í milli veltur
á gagnkvæmum skilningi al-
mennings á sjónarmiðum, lífs-
Framhald á 11. síðu.
Framkoma leikhúsgesía — Fólk sem kann ekki að
þegja — Mas og hávaði meðan á forleik stendur —
Orðsending til H.J.H.
HANNES VIRÐIST hafa held-
ur lítið álit á siðmenningu
reykvískra leikhúsgesta. Hann
hefur skrifað Bæjarpóstinum
bréf það er hér fer á eftir:
— Hannes skrifar:
„Eitt
er það sem mig langar til að
minnast á við þig, Bæjar-
póstur góður. Mér finnst
nefnilega hegðun leikhúsgesta
iðulega stórlega ábótavant, og
á ég þá einkum við það, að
það virðist miklu fremur
regla en undantekning að fólk
heldur áfram að tala og
pískra, þótt forleikur leikrits
sé hafinn og gildir þetta bæði
þegar hljómsveit leikur á und
an sýningu og leikin er af plöt
um einhver tónlist sem stend-
ur I sambandi við efni leikrits
og blæ. Mér hefur löngum
gramizt þetta en bjóst við að
þessu yrði öðru vísi háttað
þegar óperurnar yrðu sýndar.
Og þangað fór ég vonglaður
um að mega sitja innanum að-
dáendur góðrar tónlistar, sem
kynnu a.m.k. að þegja. En
nei, ónei, það var öldungis
sama sagan, allan forleikinn
var pískur og kjaftagangur í
salnum, skráf í bréfum og
leikskrám, brauk og braml.
Það var ekki fyrr en Guð-
mundur Jónsson stakk sér
fram fyrir tjaldið að sæmi-
lega viðunanleg þögn sló á
fólk og ekki varð steinhljóð
fyrr en tjaldið var dregið frá.
Þótti mér þó hart að f ólk sem
kemur til að hlýða á söng og
tónlist skyldi ekki hafa rænu
á að halda sér saman meðan á
forleiknum stóð og sömuleiðis
þegar á sýninguna leið og
maður fór að heyra utanað
sér ýmis konar athugasemd-
ir um söngfólkið á sviðinu. Og
það skyldi þó aldrei vera að
margir hefðu meiri áhuga á
því hvernig Guðrúnu Á. fer
svart hár en hvernig hún
syngur, og meiri áhuga á um-
máli Ketils og Guðmundar
Jónssonar en söng þeirra? —
Vonandi stendur þetta til bóta
þannig að maður geti í fram-
tíðinni fengið að hlusta a.m.k.
óperuforleik í friði fyrir há-
vaða, pískri og skráfi annarra
leikhúsgesta. — Vinsamlegast
— Hannes."
LOKS HEFUR Bæjarpósturinn
verið beðinn fyrir athuga-
semd í tilefni af bréfi H.J.H.
um sunnudagsferð sína í bíó.
Vill dyravörður sá er á var
minnzt frábiðja sér þau um-
mæli að hann hafi verið „af-
myndaður af reiði og gremju"
o.s.frv. Og það ætti ekki að
gefa tilefni til árása í blöð-
um að dyravörður sem þarf
að hleypa stórum barnahóp
inn í kvikmyndahús á örstutt-
nm tíma reyni að koma í veg
fyrir handalögmál og óspekt-
ir meðal barnanna, því sjaldn-
ast eru þau í fylgd með full-
orðnum. Dyravörður sem léti
reiði og gremju ráða, gerðum
sirium yrði ekki langlífur í
starfi sínu" og H.J.H. ætti að
íhuga betur orð sín áður en.
hann sendir þau á þrykk.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12