Þjóðviljinn - 14.01.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.01.1955, Blaðsíða 7
 -Föstudagur 14. janúar 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (7 Suxnaiið 1952 íór sendineínd íslenzkra verkamanna til So- vétríkjanna og ferð- aðist bar um í boði rússneskra verka- manna. Einn þeirra var Ami Guðraunds- son bílstjóri og er hér birt ferðaminn- ing eftir hann úr för þessari. Morguninn 14. maí 1952 vöknuðum við i Hótel Moskvu kl. 5:30 og vorum lítið syfj- uð, þó seint væri farið að sofa kvöldið áður, vegna þess að sum af okkur vor- um þá í hinu fræga Bolsoj- leikhúsi að sjá óperuna Fást eftir Gounod. Nú var ferðinni heitið suð- ur að Svartahafi til Jalta og áttum við að fljúga suður til borgarinnar Simferopol og þaðan í bíl yfir þveran Krímskagann til Jalta, sem er um 120 km. Eftir að við höfðum gleypt í okkur árbít, sem var brauð og nokkur egg, ásamt kaffi og öðru tilheyrandi, stigum við í bílana, sem fluttu okk- ur á flugvöllinn, en það er um 35 km. leið. Það var ek- ið liratt, því fáferðugt. var svo snemma á götum Moskvu- borgar, en þegar komið var út fyrir borgina stóðu bíl- arnir á rúmum 100 km hraða. Vegurinn er góður, breiður og eggsléttur, asfaltborinn, með- fram honum eru með nokkru millibili ýms listaverk til yndisauka þeim sem ferðast þarna um. Á krossgötum rétt utan við borgina er Árni Guðmundsson geysistór mynd gerð úr mosa- ik af þeim Lenín og Stalín, að tala saman, eins og þeir voru á fyrstu árum eftir bylt- inguna. Getur enginn farið þessa leið, án þess að veita þessu lista.verki eftirtekt. Þar næst blasir við vegfarendum hvert stórmálverkið eftir ann- að, auglýsingar um þær framleiðsluvörur, sem fram- leiddar eru bæði í þessu hér- aði, og svo víðsvegar í Ráð- stjórnarlýðveldunum, en lang- mest eru myndirnar af alls- konar aldinum, mjólkur- og kjötvörum, svo og margs- konar léttum ávaxtavínum, sem mikið er framleitt af víða í Ráðstjórnarríkjunum. Þeir sögðu að þau hefðu dug- Hressingarhœli verkamanna á Svartahafsströnd. að bezt til að útrýma drykk ju- skap í löndum sósíalismans. Fólkið er málað í fullri stærð að háma í sig þetta góðgæti, og geislar af því ánægjan og lífsgleðin, til að sýna ágæti þessara vara. Skammt utan við borgina er allstórt svæði, sem eru garðlönd borgarbúa, nokkurs- konar Kringlumýri Moskvu- borgar, þar sem fólkið sem býr inni í borginni hefur kál- garðsholu og ræktar handa sér kartöflur og kálmeti. Landinu er skipt í ferstrenda reiti með mjóum gangstígum á milli, þar eru engir kart- öfluskúrar eða neinskonar kumbaldar aðrir, sennilega finnst þeim lítil prýði í þeim. Við vorum búin að sjá það áður á sunnudegi, þegar fólk- ið vann S þessum görðum sín- um, í sumum heilar f jölskyld- ur. Það hafði sömu vinnuað- ferðir og lengst af hafa tíðk- azt hér í smágörðum, það stakk upp með sltóflum og mokaði götur og bar með sér kassa eða önnur ílát með út- sæðinu. Landið meðfram veginum er með lágum ásum, eins og landið er þarna allstaðar. Það skiptast á víðlendir akr- ar, skógar og þorp með all- löngu millibili. Húsin standa í röðum þar sem þau eru nýleg, öll af sömu gerð og stærð, hvítkölkuð tígulsteins- hús með rauðum asbestþök- um. En þar sem húsin eru gömul, standa þau í óreglu- legri þyrpingu, mörg þeirra eru skreytt með ýmiskonar tréskurðarmyndum. Gamal- dags skrautlegar kirkjur, sum- ar með marga turna, standa í flestum þessara þorpa, þrátt fyrir guðleysi íbúanna sem mikið er á lofti haldið, eins og allir þekkja. Víða var fólk að stinga upp kálgarða, sem voru við hús- in, einnig var einn og einn nautgripur tjóðraður á þess- um blettum hér og þar eða ein og ein geit. Það eru grip- ir sem eru séreign fólksins, en tilheyra ekki samyrkjubú- inu sjálfu. Staðið var yfir kúahjörðum í grennd við þorpin, einnig sáust þar svína- hópar, voru þau flest svart- flekkótt. Víða með veginum voru langar raðir af trjá- plöntum, sem voru að reyna að teygja sig, mjóar og veik- byggðar, upp í sólina og dag- inn, og annarstaðar þannig ræktuð tré, sem voru orðin há og beinvaxin og laufið farið að springa út á krón- um þeirra. Alít í einu þegar ég var að virða þetta fyrir mér, ekur bíllinn inn á hlið- arveg, þar sem er þéttur og stórvaxinn skógur á báðar hendur, og eftir fáar mínút- ur rennur bíllinn upp að flug- stöðinni, sem er stór og rúm- góð bygging. Margt fólk var á stöðinni og beið eftir að fljúga eitthvað langt eða skammt, en hvert það ætlaði er ekki gott að segja, flest virtist það vera verkafólk, sem væri að fara í leyfi, senni- lega til einhverra hinna frægu hvíldarheimila. Ekki sást þarna -neinn lier- maður utan tveir eða þrír yfirmenn eftir búningur.um að dæma. Mikill flugvéladynur var í lofti, því flugvélar komu og fóru í sífellu. Eftir hálfrar klukkustund- ar bið var okkur sagt að okkar flugvél væri tilbúin, og gengum við út á flugvöllinn bak við flugstöðina að grárri fjórtán manna flugvél sem við stigum þegar upp í. Flug- völlurinn er geysistór og all- staðar meðfram flugbrautun- um eru grænar eggsléttar grasflatir, annars er næsta umhverfi flugvallarins skóg- lendi og svo akrar. Klukkan er átta og flugvélin rennur ofur hægt út á einn braut- arendann og stanzar þar, unz merki er gefið frá flugstöð- inni að nú megi hún hefja sig til flugs, og beið hún þá ekki boðanna. Hreyflarnir fá fullt benzín, flugvélin titrar, og hún þýtur af stað eftir brautinni með ofsahraða og þungum gný, og fljótlega er hún laus við jörð og líður mjúldega upp í loftið, en nið- urundan lá landið flatt með ökrum og skóga.rbeltum, hús- um og þorpum. Fórvitin augu okkar stara niður út mn gluggana, því skyggni var gott þó ekki væri sólskin. F gið var yfir Moskvu og útborgir hennar, alstaðar nið- urundan var að sjá iðandi líf, næturróin var liðin, nýr dagur var risinn, með öllum sínum hraða og önnum. Flug- vélin stefnir í suðurátt yfir óendanlegu og tilbreytingar- litlu landi með samyrkjubú- um, ökrum og skógum. Sum- staðar voru tjarnir, og lækir sem liðuðust um sléttuna. Reykirnir stigu léttir og svíf- andi upp úr reykháfum hús- anna á samyrkjubúunum, konumar voru auðsjáanlega komnar á fætur og voru að hita morgunkaffið. Sumstað- ar sáust rykstrókar þar sem bílar þutu eftir moldarveg- unum á milli akranna. Nú var allt orðið baðað í sól og nautgripir og annar fénaður var á beit, eða flat- magaði í sólarhitanum, og.lét sér líða vel, rétt eins og við sæjum íslenzkan búsmala úti í sveit. á íslandr baka sig . í miðsumarblíðunni. Friður og ró hvildi yfir fólki, það má að minnsta kosti ekki til þess hugsa að það fái ekki að vinna í frið að veigengni sinni og þjóðarinnar. Þegar flogið hafði verið klukkutíma og kortér vorum Árni Guðmundsson: Skógi klœdd fjöll og raforkuver. við yfir landi, sem var öllu leyti eins og það sem lýst hefur verið, að öðru leyti en því, að þarna var allinik- ið af snjó í öllum giljadrög- um og allir skurðir virtust fullir af leysingarvatni. Þar næst flugum við yfir landi sem var að mestu skóg- laust og kom þar vel í Ijós hin fræga svarta mold Úkra- ínu, hveitiakrarnir voru ekki farnir að breyta lit eftir sán- inguna. Landið var með lág- um ásum og standa hús sam- yrkjubúanna víða í röð hvert sínu megin við læki sem renna eftir slökkunum. Sá er helzti galli á því að ferðast í flugvél að landió sém flogið er yfir sýnist oft miklu flatara og svipminna en það er í raun og veru. Við flugum yfir borg meS torgum, beinum götum og vegum, sem kvíslast í allar áttir, og bílar og fólk, sem er þar á ferð, en eins og maurar, sem keppast við að komast hver fram fyrir ann- an, þarna sáum við leikvang með knattspyrnuvelli og nokkrir menn voru þar á hlaupum, sennilega á æfingu, þótt við sæjum ekki boitann. Við nálguðumst nú borgina Karkoff, en þar var ákveðið að lenda, því auk okkar Is- lendinganna og fjögurm Rússa, sem 'voru í fylgd með okkur, voru tveir farþegar sem ætluðu ekki lengra. Allt í einu lækkar flugmaðurinn flugið og við fáum hellu fyr- ir eyrun. Flugmaðurinn hnit- ar nokkra hringi yfir borg- inni, svo okkur gafst gott tækifæri, að virða hana fyrir okkur með bein og breið stræti, lystigarða og stórar og tilkomumiklar byggingar. Öll hefur hún verið endur- byggð síðan styrjöldinni lauk, því Þjóðverjarnir lögðu borg- ina svo að segja í rust á stríðsárunum, og sáupi við> þess nokkur merki í gapandi húsarústum í nágrenni flug- vallarins. Flugvælin rennur eftir flug- brautinni og hoppaði lítils- háttar er hún snertir jörð„ síðan fer hún hægt upp aó flugafgreiðslunui. Við stig'um út úr vélinni og gengum ina í flugstöðina, þar sem okkur var boðið að drekka bjór eða hvað helzt við viklum, jafnvel vodka, ásamt brauði, ávöxtum og öðru góðgæti, Við vorum fegin að fá sval- andi drykk, því veðrið var heitt og mollulegt. Sumir nota tækifærið og skrifa kort til' að senda heim. Þegar við kærðum okkur ekki um meira af drykkjar- föngum, gengum við út og settumst á bekki undir sól- hlífum í trjálundi rétt við -húsið, en það var ekki til setu boðið, því varla höfðum við sezt þegar við vorum kölluð í flugvélina aftur. Það var haldið áfram í suðurátt,, áfram í meiri hita og sterkari sól. Enn horfðum við niður og virtum fyrir okkur þetta frjó- sama land, með endalausa breiðu akra, túna og þorpa, Þegar klukkan er 12:45 flug- um við yfir hina miklu stíflu. í Dnépurf'jótinu, raforkustöð- ina frægu og borgina Dnépro- petrofsk. Allt var þetta nýtt Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.