Þjóðviljinn - 14.01.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.01.1955, Blaðsíða 10
?ÍT'í$Vtt*<3ftí;Æ T-TTrrmrnini ................ n 30) —rr ÞJÓÐVILJINN —r.Pöstudagur 14. janúa.r 1955 S - ' 't % V Erich Maria REMAKQUE: r--------------------------' Að elsha... .. . og deyjia <__________________________j ***... 28. dagnr voru galopnar. Gráber hljóp þangað. „Varaðu þig,“ hrópaði einhver. „Farðu varlega. Hvert ertu eiginlega að fara?“ Hann svaraði engu. Allt í einu.mundi hann ekM leng- ur hvar hús foreldra hans átti að vera. Öll þessi ár hafði hann séð það fyrir sér, hvern einasta glugga, útidyrnar, tröppurnar — en þetta kvöld var hugur hans allur kom- inn á ringulreið. Hann vissi ekki einu sinni hvorum megin við götuna hann stóð. Gráber starði gegnum húsdymar. Hann sá neðri hluta af stiga. Hann leitaði að húsnúmerinu. Loftvama- vörður kom aðyífandi. „Hvað ert þú að gera hér?“ „Er þetta númer átján? Hvar er númer átján?“ „Átján?“ Vörðurinn lagfærði á sér hjálminn. „Hvar er átján? Þú hefur auðvitað ætlað að segja, hvar var átján?“ „Var?“ „Auðvitað. Ertu augnalaus?“ „Er þetta ekki átján?“ „Var ekki átján! Var! Það er ekki til lengur. Var er rétta orðið.“ Gráber þreif um jakkalöf mannsins. „Heyrðu,“ sagði hann ofsalega. „Ég er ekki hingað kominn til að hlusta á brandara. Hvar er átján?“ Vörðurinn leit á hann. „Slepptu mér strax ellegar ég blæs í flautuna og kalla á lögregluna. Þú hefur ekkert hér að gera. Það er verið að hreinsa þetta svæði. Þú verður tekinn fastur.“ „Þeir taka mig ekki fastan. Ég er að koma af víg- stöðvunum.“ „Að hugsá sér! Og hvað er þetta hérna annað en víg- stöðvar?“ Gráber sleppti manninum. „Ég á heima í númer átján,“ sagði hann. „Hakenstrasse átján. Foreldrar mín- ir eiga heima þar —“ „Það á enginn heima í þessari götu lengur." „Enginn?“ „Enginn. Ég ætti að vita það. Ég átti heima héma sjálfur." Ma;ðurinn lét allt í einu skína í tennumar. „Átti heima! Átti heima!“ hrópaði hann. „Það hafa verið gerðar sex loftárásir héma á tíu dögum, þú her- maður af vígstöðvunum. Og á meðan hafið þið verið að slæpast. Heilir og ósærðir eins og allir geta séð. Og konan mín? Þarna —“ Hann benti á húsið, sem þeir stóðu hjá. „Hver á að grafa hana upp? Enginn! Dauð! Þaö er tilgangslaust úr þessu, segja leitarmennirnir. Of * . - ■ mikið af brýnum verkefnum annars staðar! Of'margar bölvaðar skýrslur og bölvuð skjöl og bölvaðar skrifstof- ur sem þarf að bjarga." Hann rak tekið andlitið framaní Gráber. „Viltu fá að vita nokkuö, hermaður? Enginn hefur hugmynd um það sem er að gerast fyrr en það kemur niður á honum sjálfum. Og þá er það of seint. Hermaður af vígstöðvunum!“ Hann spýtti. „Þiö hug- rökku hermenn á vígstöðvunum með öll ykkar heiðurs- merki. Átján er þarna fyrir handan. Þar sem þeir eru að grafa.“ Gráber skildi við manninn. Þar sem þeir eru að grafa, hugsaöi hann. Þar sem þeir eru að grafa! Þetta er ekki satt! Ég vakna bráðum í kjallaranum. Ég vakna í kjall- aranum í nafnlausa rússneska þorpinu og þar er Imm- ermann bölvandi og Múcke og Sauer. Þetta er Rúss- land en ekki Þýzkaland. Þýzkaland er heilt og óskadd- að — Hann heyrði hróp og glamur í skóflum, svo sá hann mennina við rústahrúguna. Vatn fossaði úr brotinni vatnsleiðslu í götunni. Það glampaði á það í bjarmanum frá daufum ljósunum. Hann hljóp til manns sem var að gefa skipanir. „Er þetta átján?“ „Ha? Farðu burt héðan. Að hverju ertu að leita?“ „Ég er að leita að foreldrum mínum. í númer átján. Hvar eru þeir?“ „Maður minn, hvernig ætti ég að vita það? Er ég guð?“ „Var þeim bjargað?“ „Spurðu annars staðar. Það kemur okkur ekki við. Við gröfum fólk aðeins upp.“ „Er fólk grafið þarná undir?“ „Auðvitað. Heldurðu að við séum að grafa að gamni okkar?“ Maðurinn sneri sér aftur að þeim sem voru að grafa. „Hættið. Þögn! Willmann, sláðu!“ Verkamennirnir réttu úr sér. Það voru menn í peys- um, menn í óhreinum hvítum skyrtum, menn í gömlum samfestingum, menn í hermannabuxum og borgara- jökkum. Þeir voru óhreinir og andlið þeirra vot. Einn þeirra kraup niður í hrúguna, hélt á hamri og sló hon- um í pípu sem upp úr stóð. „Þögn,“ hrópaði verkstjór- inn. ! Það var þögn. Maðurinn með hamarinn lagði eyrað ! að pípunni. Andardráttur mannanna og suðið í múrryk- inu heyrðist. Úr fjarlægð heyrðist í sjúkrabíl og slökkvi- tækjum. Maðurinn með hamarinn barði aftur. Svo rétti hann úr sér. „Þeir svara enn. En þeir slá hraðar. Það hlýtur að vera orðið loftlítið.“ Hann barði nokkrum sinnum mjög hratt eins og til að svara. „Byrjið,“ hrópaði verkstjórinn. „Lengra 1 þessa átt! Til hægri! Við verðum að reka pípumax í gegn, svo að þeir fái loft.“ Gráber stóð enn við hlið hans. „Er þetta loftvarna- skýli?“ „Auðvitað. Nema hvað? Heldurðu að nokkur gæti hreyft hönd né fót ef hann væri ekki í skýli?“ Gráber kingdi. „Er það fólk héðan úr húsinu? Loft- vamarvörðurinn sagði að ekkert fólk væri hér lengur.“ „Vörðurinn er með lausá skrúfu. Það er fólk þarna niðri að berja og það er okkur nóg. Okkur stendur á sama hvað það á heima.“ Gráber tók af sér bakpokann. „Ég er sterkur. Ég get Eg sé að nafnið þitt er nefht í tveimur nýútkomnum bók- um. Ha, hva, hvaða bókum? Símaskránni og útsvars-- skránni. Eiginkonan við sjóveikan manninn: Hertu nú upp hug- ann, vinur minn. Sérðu ekki skipið þama? Eiginmaðurinn: Eg vil ekki sjá skip, en segðu mér þegar þú sérð bíl. í=5SSS=a Skipstjórinn: I>að er engin björgunarvon. Innan stundar verður skipið sokkið og við öil drukknuð. Sjóveikur farþegi: Guði sé lof! Skósmiðurinn: Héraa eru þá stígvélin sem þér pöntuðuð fyrir næstu pólferð yðar:, þau hafa rejmzt sæmilega sem ég gerði síðast? Landkönnuðurinn: Ágætlega — ég hef aldrei étið betri stígvél í neinni rannsóknar- ferð. Heimilis- þ á 11 u r Enginn þarf að efast um að niðursuðuvörur geta sparað húsmóðurinni mildð um- stang og ekki er vanþörf á því, sérstaklega þegar jafn- mikið er um að vera og ver- ið hefur undanfarið. Mynd- irnar hér að ofan sanna þetta áþreifanlega. Ljósa- pera var bundin um aiuian úlnlið húsmóðurinnar og Ijósrákirnar á myndunum sýna hreyfingar hennar. Myndhi til vinstri sýnir þær hreyfingar sem þurfti til að matbúa gulrætur og græn- ar baunir, en á þeirri til hægri var grænmetið niður- soðið, enda hreyfingamar mun færri og umstangið minna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.