Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Sunnudagur 16. janúar 1955 — 20. árgangur — 12. tölubiað
e  r
sf fiS að faka upp
iBasamband við Y-ÞýxkaEand
Gerir oð skilyrSi oð hœtt verSi wð hervœBingu og
$ameina<5 Þýzkaland verSi óvopnoð og hlutlaust
Sovétstjórnin lýsti yfir í gær, að hún væri reiðubúin
að taka upp stjómmálasamband og eðlileg-viðskipta-
tengsl við stjórn Vestur-Þýzkalands. Hún setur það
skilyrði, að hætt verði við hervæðingu Vestur-
Þýzkalands, sem ráð er gert fyrir í Parísarsamning-
unum og unnið verði að sameiningu þýzku lands-
hlutanna á grundvelli frjálsra kosninga í öllu land-
inu.
Fréttamenn í Moskva voru í
gær kallaðir á fund blaðafull-
trúa utanríkisráðuneytisins, og
las hann yfirlýsingu sovét-
stjórnarinnar upp fyrir þá.
Sameining Þýzkalands
mikilvægasta verkefnið
f yfirlýsingunni segir, að sam
eining þýzku landshlutanna sé
nú mikilvægasta verkefnið á
sviði alþjóðamála. Brýna nauð-
syn beri til að haldin verði ráð-
stefna stórveldanna fjögurra
til að leysa það verkefni.
Hins vegar er tekið fram, að
ef Parísarsamningarnir verði
fullgiltir og hervæðing Vestur-
Þýzkalands þar með endanlega
ákveðin, væri tilgagngslaust að
halda slíka ráðstefnu. Sovét-
ríkin myndu þá einbeita sér
að því að treysta tengsl sin við
Austur-Þýzkaland og önnur
friðelskandi ríki í Evrópu.
Um tvær leiðir að velja
Þá segir, að þjóðir Evrópu
hafi nú um tvær leiðir að velja.
Annaðhvort  verði  Þýzkaland
sameinað á grundvelli frjálsra
alþýzkra kosninga og taki upp
eðlilegt samband við öll önnur
ríki. Það muni þvi aðeins tak-
ast, að hvorugur þýzki lands-
hlutinn taki þátt i hernaðar-
bandalögum sem beint er gegn
öðrum ríkjum. Verði þessi kost-
ur ekki tekinn, verði Vestur-
Þýzkaland hernaðarsinnum að
bráð og taki þátt í fyrirætlun-
um og undirbúningi að nýrri
styrjöld. Engum blöðiun er um
það að fletta, að verði þetta
ofan á, verður tilgangslaust að
reyna samninga milli stórveld-
anna.
Sósíaldemokratar vilja
taka boðinu
Formaður vesturþýzkra sósí-
aldemokrata lýsti yfir í gær,
að taka bæri tilboði sovétstjórn
arinnar. Hann sagði að flokk-
urihn myndi berjast tíl hins
ýtrasta gegn fullgildingu Par-
ísarsamninganna og sagði það
glapræðislegt að virða að vett-
ugi hótanir sovétstjórnarinnar
um að hún myndi ekki ganga
til samninga, ef Vestur-Þýzka-
land verður hervætt.
Kosið kl. 1—9 e.k
Stjórnarkosningin í Vörubíl-
stjóraíélaginu Þrótti heldur á-
fram í dag frá klukkan 1 tll
9 e. h. og er þá lokið. í gær
aðstöðu  í  samvinnu  við  önn-
kusu 166 af 271 á kjörskrá.
Kosningin í félaginu einkenn-
ist af einbeittum ásetningi fé-
lagsmanna að lyfta félaginu úr
því ófremdarástandi sem núver-
I andi stjórn hefur komið því I
! og freista að skapa því virka
aðstöðu í samvinnunni við önn-
ur verkalýðsfélög.
Vegna skrifa Morgunblaðsins
vilja stuðningsmenn B-listans
láta þess getið að þeir em
l>ess vissir að félagsmenn Þrótt-
ar láta ekki blekkjast af þeim.
gífurlegu rakaleysum sem þar
eru að finna og þar af leiðandi
munu þeir ekki eltast við þær
með svarskrifum, en láta með-
limina sjálfa dæma um „afrek"
þeirra manna, sem undanfar-
andi ár hafa stjórnað félaginu.
Fram til starfa, Þróttarfélag-
ar, að sigri B-listans.
nnafundiir í
naoraini ræir sam
VerSur fa&Idinn 19. þ.m. að frumkvæði Alþýðusam
bandsins og Fulltruaráðs verkalýð
Miðstjórn Alþýðusambands íslands og stjórn Full-
trúaráðs verkalýðsíélaganna í Reykjavrk haía boðað
til almenns íormannaiundar verkalýðsfélaganna í
Reykjavík og nágrenni miðvikudaginn 19. þ.m. til
þess að ráðgast um uppsögn kaup- og kjarasamn-
inga félaganna við atvinnurekendur.
Fundurinn verður >haldinn í
Baðstofu iðnaðarmanna og hefst
kl. 8.30 síðdegis. Hefur stjórnum
verkalýðsfélaganna þegar verið
sent boð um fundinn.
Til þess er ætlazt að einn full-
trúi frá hverju sambandsfélagi
sæki fundinn og munu formenn
félaganna  í  flestum  tilfellum
Landssmiðjan í Reykjavík
hefur smíðað þurrkara og
annað í margar síldarmjöls-
verksmiðjur. Á 3. síðu Þjóð-
viljans í dag er grein um
Landssmiðjuna í tilefni af
25 ára afmæli fyrirtækisins.
verða fulltrúar þeirra á fundin-
um.
Samningsuppsögn möguleg
um mánaðamótin
Flest verkalýðsfélögin hafa nú
samninga til 3ja máhaða' i senn
og er uppsögn möguleg með eins
mánaðar  fyrirvara.  Næst  geta
ar á Suð
StöSugar larBhrœringar fundust í
Reykjavik og nágrenni allan gœr

Ráðherranefnd efnahagssam-
vinnustofnunar Evrópu sam-
þykkti í gær, að Gre'ðslubanda-
lag Evrópu, sem átti að hætta
30. júní nk, skyldi starfa áfram
í eitt ár. Þá var ákveðið að
stofna nýjan gja'deyrissjóð, er
taka á við af Greiðslubandalag-
inu, þer'ar tími þykir kominn
til að afnema allar hömlur á
gjaldeyrisviðskiptum milli að-|
ildarríkjanna.               |
í aær fundust í Reykjavík og víðar á Suðvestur-
landi tveir allsnarpir landskjálftakippir og land-
skiálftamælar Veðurstofunnar sýndu nær stöðugar
iarohræringar í allan gærdag.
ÞjóSvi'jínn -ítti í gærkvöld
tal við Eystein Tryggvason,
veðurfræðing. en hinn hefur
umsjón með landslcjálftamælun-
um. Hann skýrði svo frá að
einhverra jarðhræringa hafi
orðið vart í fyrrinótt, en í gær-
dag  hafi  hræringarnar  verið
nær stöðugar. Fundu menn í
Rpykjavík og viðar hér á Suð-
vesturlandi kippi öðru hverju
en mestar voru jarðhræring-
arnar þó mHi klukkan 15 og
16. Tveir mestu landskjálfta-
kippirnir fundust i Reykjavik
kl.  15:04  og  15:43.  A  sama
tíma urðu menn einnig va.rir
jarðhræringa í Hafnarfirði,
Krvsuvík, Grindavík og Helga-
fe'lssveit  á  Snæfellsnesi.
Upptök landskjálf tauna munu
vera á að gizka í 30 km fjar-
lægð frá B«ykjavik í suðvestri.
Telur Eysteimi óhætt að full-
yrða að þetta scu mestu land-
skjálftar, sem fundizt hafi á
Suðvesturlaudi sl. þrjú ár, eða
síðan 1952.
samningar gengið úr gildi 1,
marz og þarf þá að segja þeim
upp fyrir 1. febrúar n. k. Nokk-
ur félög hafa þegar sagt upp,
þar á meðal Samband matreiðslu-
og framreiðslumanna, sem á nú
í samningum við skipafélögin,
Félag atvinnuflugmanna og Flug-
virkjafélag íslands. Mjólkur-
fræðingafélag íslands samþykkti
og að segja upp samningum sín-
um á aðalfundi félagsins í fyrra-
kvöld.
Þegar um jafn þýðingarmikið
mál er að ræða og samningsupp-
sögn er að sjálfsögðu nauðsyn-
legt að sem flest félög hafi sam-
ráð og má því vænta almennrar
þátttöku í fulltrúafundi sam-
bándsins og fulltrúaráðsins.
Óbreytt
veðurspó
Samkvæmt upplýsingum,
sem Þjóðviljinn fékk hjá
Veðurstofunni í gærkvöid,
er ekki sjáanlegt að neinar
brejiingar verði á veðrinu
næstu dægur og mega menn
því enn búa \ið norðlæga
átt og kuldatíð.
I gær var svipað frost um
land allt, 10—12 gráður með
ströndum fram en nokkru
meira í innsveitum. I Reykja
vík var 12 stiga frost kl.
17 en annars var þá minnst
frost í Stykkishólmi, 10 stíg,
en mest í Möðrudal, 19 stig.
/
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12