Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Föstudagur 21. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Ekki mun neinni ljóðabók ís-
lenzkri hafa verið ákafar og
almennar fagnað en „Svörtum
fjöðrum", árið 1919, fyrstu bók
Davíðs Stefánssonar frá Fagra-
skógi, og fáar haft meiri áhrif
á íslenzka ljóðagerð. Hinn bráð-
;geri höfundur var aðeins tutt-
ugu og fjögra ára að aldri,
bóndasonur norðan úr Eyja-
firði og hafði nýlokið stúdents-
prófi, en áður átt við þungbæra
vanheilsu að stríða árum sam-
-an.
Ástsældir og áhrif „Svartra
fjaðra" eru bæði eðlileg og auð-
skilin. Ljóðin eru ekki aðeins
kveðin af margvíslegri snilli,
þau voru framar öllu nýstár-
leg, ný að stíl og formi, mál-
íari, hugsun og efni. Davíð
Stefánsson bannfærði alla
fyrnsku í máli, allar kenningar
og heiti, málskrúð og óeðlilega
röð orða, orti alþýðlega og ljóst
•og oftlega nálægt mæltu máli,
•en virti um leið aldagamla ljóð-
hefð þjóðarinnar, kveðskapur
hans er í ætt við þulur og
þjóðkvæði, viðlög og forna
dansa. Og hið unga skáld lýsti
tilfinningum sínum í ljóði af
heitari ástríðu, meiri dirfsku
en áður voru dæmi til, kvæðin
eru þrungin ákafri lífsþrá,
skáldið vill teyga af brunni
ásta og nautna, gefa sig á vald
hinu iðandi lífi. Margt er næsta
ungæðislegt og vanþroska í
kvæðum þessum, en einlægni
skáldsins þarf hvergi að efa,
þar fylgir hugur máli. Og í
„Svörtum fjöðrum" eru sum
fegurstu og frumlegustu kvæði
Davíðs fram á þennan dag,
„Mamma ætlar að sofna",
„Abba-labba-lá", „Moldin ang-
ar" —, svo að dæmi séu nefnd.
Davíð Stefánsson var o'rðinn
mikilsvirtur andlegur forystu-
maður þótt ungur væri að ár-
um, og höfðingi nýrrar kynslóð-
ar skálda — skálda sem dáðu
hann af heilum hug, stældu
hann eða ortu í anda hans.
Æskudraumar * skáldsins
höfðu rætzt. Á næstu árum
kannar Davíð Stefánsson hinn
stóra heim, nýtur líf sins, þrosk-
ar gáfur sínar og list. Og hann
lætur skammt stórra högga á
milli, gefur út „Kvæði" árið
1922, „Kveðjur" 1924 og „Ný
kvæði" 1929. Hann varð þjóð-
skáld í fyllstu merkingu orðs-
ins, vegur hans óx með hverri
nýrri bók, og svo óvenjulegrar
hylli naut skáldskapur hans
meðal lærðxa og leikra um land
allt að helzt verður jafnað við
ástsældir Hermanns Wilden-
vey í Noregi, en þeir eru að
íleiru líkir, Hermann og Davíð.
En framar öllu var Davíð
átrúnaðargoð æskulýðsins á
þessum árum, unga kynslóðin
dáði hann umfram aðra menn,
1 augum hennar var hann mik-
ill undramaður, sönn fyrir-
mynd. Hann var farandskáld-
ið sem er ekki fyrr kominn
heim til ættjarðarinnar en
hann siglir að nýju; hann var
glæsimennið sem vinnur ástir
íagurra kvenna hvar sem hann
ier — um sólheít lönd suðurs-
ins eða íslenzka dali; hann var
hinn djarfi uppreistarmaður
gegn borgaralegu siðgæði og
boðberi frjálsra ásta, gleðimað-
urinn sem tæmir bikarinn hik-
laust í grunn og skeytir því
engu þótt frómar sálir hneyksl-
ist og fórni höndum; hann var
ýmist hinn öruggi heimsmaður
Davíð JStefÁnsson
frá Fagraskógi sextugur
Davíð Stefánsson
í glaumi stórra borga eða
fjallasveinninn hrausti sem
hræðist ekki öræfi og klungur;
hann átti að sjálfsögðu við
hæfilegt mótlæti að stríða og
þungar sorgir, en sigraðist á
þeim öllum; hann vas ekki rík-
ur að veraldarauði, en átti það
sem æskan taldi öllu dýrra:
leiftrandi skáldgáfu og mikla
frægð.
Nú á ég skip og skjöld,
himininn yfir höfði mér
og höfin breið og köld,
og strengina sem ég stilli
undir stjörnunum í kvöld.
Davíð Stefánsson hefur gefið
út þrjár ijóðabaekur síðan, „í
byggðum" 1933, „Að norðan"
1936 og loks „Nýja kvæðabók"
árið 1947. Kvæði hins fullorðna
skálds  vöktu  ekki  jafnmikla
hrifningu sem hin fyrri, enda
ekki nýstárleg lengur, og marg-
ur saknaði funa æskuáranna,
ólgunnar sem áður bjó skáld-
inu í brjósti. Satt er það, mörg
kvæðanna í þessum bókum
virðast fremur ort af íþrótt og
leikni en knýjandi innri þörf,
og láta lesandann lítt snortinn,
en þar eru líka fegurstu kvæði
skáldsins, fullkomin listaverk,
látlaus, innileg, seiðljúf og hlý,
kvæði eins og „Yngismey", „Til
Unu" og „Morgunsöngur litlu
systranna við brunninn", ljóð
sem allir hljóta að dást að og
unna.
Davíð Stefánssyni eru mis-
lagðar hendur eins og skáldum
'er títt, og ég hlýt að játa að ég
ann lítt mörgum kvæðum hans,
meðal annars ýmsum þeim sem
lengst eru og fyrirferðarmest og
ætlað að flytja stærsta speki.
Mörg sögukvæða hans kann ég
ekki að meta, þó að önnur séu
eftirminnileg og snjöll, og sama
máli gegnir um kvæði hans um
drauga, sjórekin lík og önnur
áþekk og óhugnanleg fyrir-
brigði, en þau hefur skáldið
mörg ort um ævina, og svo
mætti lengur telja. Davíð hefur
oftlega kveðið um þjóðfélags-
mál á síðari árum og stundum
af miklum þrótti, hann hefur
sagt kúgurum og blóðsugum
vægðarlaust til syndanna og
haldið á lofti málstað fátækr-
ar alþýðu, enda er samúð hans
rík méð öllum sem þjást og
bera skarðan hlut frá borði.
En hlutverk siðameistarans og
umbótamannsins fer honum
ekki vel, ádeilan er ekki hans
sterka hlið, og er það sízt að
lasta. Davíð Stefánsson er
framar öllu Ijóðrænt og róm-
antískt skáld og túlkandi eigin
kennda, syngur fegurst um ein-
falda hluti og óbreytta og það
sem honum er nánast og kær-
ast: sól og vor og ástir kvenna,
blóm og börn, fuglana í loftinu
og hina grænu jörð. Hann er
sannur sonur fjarða og dala,
rætur hans standa djúpt í ís-
lenzkri mold; hann skynjar
fegurð náttúrunnar næmum
taugum, og fortíð þjóðarinnar,
sögur hennar og fræði, búa
honum í brjósti. Átthögunum
er hann tengdur órjúfandi
böndum og þeim eru sum beztu
ljóð hans vígð, það mun ekki
ofmælt að kenna megi norð-
lenzkan hreim í kvæðum hans:
Við bæjarvegginn bind ég
þveng um ökla,
er börnin sofna fyrir nopðan
jökla.
Auk ljóðanna hefur Davíð
Stefánsson birt eina langa
skáldsögu og fjögur leikrit og
hafa öll verið sýnd á leiksviði.
Eitt þessara verka ber mjög af
hinum, „Gullna hliðið", hinn
þjóðlegi, gamansami og hug-
næmi sjónleikur sem nýtur svo
einstæðrar hylli á landi hér að"
helzt verður að jafna við ljóð
skáldsins sjálfs, og er eina leik-
ritið sem íslenzkir leikarar
hafa sýnt á erlendri grundu.
Það er viðeigandi og vel til
fundið að sýna „Gullna hliðið"
á afmæli hins ástsæla þjóð-
skálds — enn einu sinni mun
Kerlingin klífa torsóttar leiðir
og líta dýrlegar lendur Himna-
föðurins, enn mun ást og fórn-
arlund hinnar góðu og einföldu
alþýðukonu frelsa sál hins
syndum spillta bónda úr klóm
Óvinarins og blærinn syngja í
björkunum í Bláskógahlíð.
A. Hj.
1
Davíð Stefánsson:
Höfðingi smiðjunnar
Hann stlngur stálinu í eldinn.
Hann stendur við aflinn og blæs.
I»að brakar í brennandi kolum.
I belgnum er stormahvæs.
I smiðjunni er ryk og reykur,
og ríki lmiis talið snautt
Hann stendur við steðjann og lemur
stálið lílóaiull rautt.
Hér er voldugur maður að verki,
með vit og skapanoi mátl.
Af stálinu stjömur hrökkva.
1 steðjanum glymur hátt.
Málmgnýinn mikla heyrir
hver maður, sem veginn fer.
Höndin, sem hamrinnm lyftir,
er hörð og æðaber.
Hann réð sinum raðum sjálfur.
Hann ræklr sín skyldustörf.
I»ott likaminn sortni af sóö,
er salin hrein og djörf.
Fast er um tangirnar tekið,
en tungunni lítið beitt
Hart dynja höggin á steðjann,
unz höndin er dauðaþreytt.
Hann tignar þau lög, sem lífið
með logandi eldi reit.
Hann lærðl af styrkleika stálsins.
að standa við ÖU sín heit
Hann lærði verk sin að vanda
og verða engum til meins.
I»á værl þjóðinni borgið,
ef þúsundir gerðu eins.
Allt, sem úr tré er unnið,
mun eyðast og falla að jörð.
ÖIlu, sem gert er úr grrjóti,   j
granda sprungur pg skörð.
Gler glatast og birotnar,
en gullið i ságinn fer ....
Stálið er málmurinn mikli; .
sem meistarinn valdi sér.
'   -  .
Höndin, sem hamrinum lyftir,
er hafin af innri þörf,
af liknsamri lund, sem þráir
að létta annarra störf.
Sá fagrt framtíðardraumur
er falinn í verkum hans,
að óbornir njóti orku
bins ókunna .verkamanns,
Hann vinnur myrkranna milli.
Hann mótar gloandi staL
Það lýtur hans vilja og valdl,
hans voidugu, þöglu sál
Sú hönd vinnur heilagan starfa,
sú hugsun er máttug og sterk,
sem meitlar og mótar í stálið
sinn manndóm — sín kraftaverk.
»*.*^^***>40'mm**~~^^m^~~~.*mm****m^~~<m<^<mmmmim~~~^^-~~^~~-~-~*
*^~-m-^^<m-m*mm m m
m<m>my<mm<tm
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12