Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 21. janúar 1955
Erich Maria REMARQIJE:
Að elsha . . .
... og deyja
34. dagur
„Það er ekki neitt. Það er Ernst Graber. Sonur Páls
Grábers".
Setustofan lyktaði af gólfbóni. Gólfdúkurinn var
spegilgljáandi. í gluggakistunni stóðu blómapottar með
blómum í og það var eins og smjör drypi af blöðunum.
Á veggnum bakvið sófann var mynd í ramma: „Drottinn
blessi heimilið" var þar útsaumað með rauðum stöfum.
Ziegler kom fram úr svefnherberginu. Hann var bros-
andi. Gráber sá að hann var taugaóstyrkur. „Maöur veit
aldrei á hverjum er von", sagði hann. „Við bjuggumst
sannarlega ekki við þér. Kemurðu af vígstöðvunum?"
„Já. Ég er að leita að foreldrum mínum. Húsið þeirra
varð fyrir sprengju".
„Legðu frá þér bakpokann", sagði frú Ziegler. „Ég
ætla að hella upp á könnuna. Við eigum enn ögn af
góðu kaffi".
Gráber bar bakpokann sinn fram í anddyrið. „Ég er
svo óhreinn". sagði hann. „Hér er allt svo hreint. Maður
er orðinn óvanur því".
„Það skiptir engu máli. Fáðu þér sæti. Þarna, í sóf-
anum".
Frú Ziegler hvarf fram í eldhúsið. Ziegler leit vand-
ræðalegur á Gráber. „Jahá —" sagði hann.
„Hefurðu nokkuð frétt um foreldra mína? Ég get ekki
fundið þá. Þeir vita ekkert á upplýsingaskrifstofunni.
Þar er allt á ringulreið".
Ziegler hristi höfuðið. Kona hans birtist aftur í dyr-
unum. „Við förum aldrei út nú orðið", sagði hún fljót
„Við vitum ekkert. Okkur þykir það leitt, Ernst. En
þannig er það".
„Ég skil þaö. Þökk fyrir kaffið". Graber gekk í átt-
ina til dyra.
„Hvar heldurðu til?" spurði Ziegler allt í einu.
„Ég á eftir aö finna mér samastað. Og það er alltaf
hægt að fá inni \ herskálunum".
„Við höfum ekkert rúm", flýtti frú Ziegler sér að
segja og leit á mann sinn. „Herstjórnin hlýtur að hafa
séð fyrir vistarvevum handa húsnæðislausum hermönn-
um í leyfi".
„Já, auövitað", svaraði Gráber.
„Ef til vill gæti hann skilið bakpokann sinn hér eftir
þangað til hann fær einhvers staðar inni, mamma",
sagði Ziegler. „Hann er þungur".
Graber sá augi^aráð konunnar. „Það er óþarfi", svar-
aði hann. „Ég er vanur að bera hann".
Hann lokaði dvrunum og gekk niður stigann. Loft-
ið var þungt og hvimleitt. Zieglerhjónin voru hrædd við
eitthvað. Hann vissi ekki hvað. En frá 1933 höfðu mörg
tilefni gefizt til ótta.
Loose fjölsyldan átti heima í stóra hljómleikasalnum
í Harmony liöllinni. Salurinn var troðfullur af beddum
og dýnum. Á veggjunum héngu nokkrir fánar, haka-
krossskreytingar með slagorðum og olíumálverk af for-
ingjanum í stórum gylltum ramma — menjar frá fyrri
hyllingarsamkomum. Alls staðar voru konur og börn.
Milli rúmanna voru töskur, pottar, olíUvélar, nýlendu-
vörur og alls konar húsgagnasamsafn.
Frú Loose sat hijóðleg á svip á rúmi í miðjum saln-
um. Hún var föl, klunnaleg kona með úfið hár.
„Foreldrar þínir?" Hún starði á Graber sljóum augum
og hugsaði sig um drykklanga stund . „Dánir, Ernst",
tautaði hún að lokum.
„Hvað segirðu?'
„Dánir", endurtók hún. „Hvað annað?"
Lítill einkennisklæddur drengur kom hlaupandi til
Grabers. Hann ýtti honum frá sér. „Hvernig veiztu
það?" Allt í einu tók hann eftir því að hann var búinn
að missa röddina. Hann kingdi. „Hefurðu séð þau?
Hvar?"
Frú Loose hristi höfuðið þreytulega. „Það var ekki
hægt að sjá neitt, Ernst. Það var bara eldur og óhljóð
Glens og gaian
Ja, ég mundi nú svo sem vel
eftir afmælisdeginum þínum
sagði eiginmaðurinn við konuna
sína sem var heldur súr á svip-
inn; en ég vildi ekki sýna þér
ókurteisi með því að minna þig
á að nú værir þú orðin einu
ári eldri en til dæmis í fyrra-
dag.
Tveir herramenn voru kynntir
hvor fyrir öðrum. A spurði B
hvaða starf hann hefði.
Eg er doktor, svaraði B.
í  læknisfræði  eða  heimspeki
spurði A.
Læknisfræði, svaraði B.
í hvaða líkamshluta? spurði A.
í nefsjúkdómum, svaraði B.
Hvorri nösinni? spurði A.
Heimspekingur frá Asiu var
eitt sinn boðinn til New York
að halda þar nokkra fyrirlestra
um sérgrein sína. Fyrsta dag-
inn sem hann dvaldist í heims-
borginni fór gestg.iafi hans með
hann eftír neðanjarðarbrautinni.
Þeir hlupu af miklum hraða
niður langa stiga, ruddust gegn-
um mannfjölda á brautarpöll-
unum og stukku inn í lestina
um leið og hún rann af stað.
Heppnir vorum við, sagði gest-
gjafinn, þarna græddum við
tvær mínútur.
Og hvað eigum við að gera
með þær? spurði heimspeking-
urinn.
Utbreiðið
Þjóðviljann
mælt. „Viö höfum ekki gert það lengi. Við fréttum
næstum ekkert, Ernst".                ,
„Og þið hafið þá alls ekki hitt þau? En þið hljótið
að hafa hitt þau einhvern tíma".
„Það var fyrir löngu. Það eru einir fimm eða sex
mánuðir síðan. Og þú —" Hún þagnaði.
'   „Og hvað þá?" spurði Gráber. „Hvernig leið þeim þá?"
'   „Jú. Foreldrum þínum leið vel", svaraði konan. „En
síðan hefur auðvitað —"
„Já —" sagði Graber. „Ég er búirm að sjá það. Á víg-
stöðvunum höfðum við einhverja hugmynd um að loft-
árásir væru gerðar á borgirnar heima, en þetta datt
okkur aldrei í hug".
Hjónin svöruðu engu. Þau horfðu ekki á hann. „Kaff-
ið verður tilbúið rétt strax", sagði konan. „Þú drekk-
ur með okkur kaífisopa, er það ekki? Það er alltaf hress-
andi' að fá heitt kaffi".
Hún lagði bolla með bláu mynstri á borðið. Gráber
horfði á bollana. Heima hjá honum höföu verið til svip-
aðir boílar. Af einhverjum ástæðum hét þetta lauk-
mynstur. „Jahá —" sagði Ziegler aftur.
„Haldið þið að foreldrar mínir hafi farið burt úr
i borginni?" spurði .Gráber.
„Það má vel vera. Mamma, er ekki eitthvað eftir af
kexinu sem Erwinkom með? Komdu með það handa
herra Gráber".
„Hvaö er að frétta af Erwin?"
„Erwin?" Það kom allt í einu skelfingarsvipur á gamla
manninn. „Allt ágætt. Allt ágætt".
Konan hans kom inn með kaffið. Hún setti stóran
tinkassa á borðið. Hann var með hollenzku vörumerki.
Það voru fáar kexkökur eftir í honum. Frá Hollandi,
hugsaði Gráber. Hann hafði líka fyrst í stað komið
með ýmislegt me'ö sér heim frá Frakklandi.
Konan hvatti hann til að fá sér kex. Hann tók sér
köku með bleiku kremi. Það var ellibragð af henni.
Gamla fólkið fékk sér ekkert. Það drakk ekki kaffi held-
ur. Ziegler sló fir.grunum viðutan á borðplötuna.
„Fáðu þér meira", sagði konan. „Viö höfum ekki upp
á annað að bjóða. En þetta er gott kex'V
„Já, ágætt. Þökk fyrir. Ég var búinn að borða."
Graber gerði sér ljóst að hann gat ekkert fræðzt af
þessu fólki. Ef til vill víssi það ekkert. Hann reis á fæt-
ur. „Gætuð þið sagt mér hvar ég ætti helzt að reyna
að afla mér upplýsinga?"
<s>-
Pliseríngar uppúr og níSrúr
í nýju kjólatízkunni ber
nokkuð á plíseruðum kjólum,
sem líta aJIt öðru vísi út en
kjólarnir með ísettum plíser-
ingum, sem við höfum yfirieitt
átt að venjast. Þessir kjólar
eru með mjög smáum og fín-
gerðum plíseringum, sem gefa
því nær enga aukavídd í kjól-
inn, heldur undirstrika vaxtar-
lagið og falla alveg að.
Hér eru myndir af tveimur
slíkum kjólum. Á ljósa kjóln-
um ná plíseringarnar frá beru-
stykki og niður úr. Aðeins erm-
arnar, berustykkið og hnappa-
listann að framan eru slétt.
Þetta er smekklegur kjóll og
eins látlaus og frekast verður
á kosið.
Dekkri kjóllinn er í raun-
inni ekki plíseraður í venjuleg-
um skilningi. Það er jersey-
kjóll, stroffprjónaður, sem
virðist úr farlægð vera plíser-
Hvítt Hermelín
Hvítt hermelín virðist ætla
að ryðja sér til rúms í skinna-
tízkunni. En það er ekki allt
hermelín sem ber það nafn.
Flest er ekki annað en hvítt
kanínuskinn. Hvíta skinnið er
notað í kraga og uppslög á
kjóla, kápur og dragtir úr
dökkbláum, svörtum og koks-
gráum efnum.
Hvítt tweed nýjasta nýtt
Nýjasta tweednýjungin er
hvítt tweed sem notað er í stór
efnismikil pils, notuð við ljósa,
daufa liti sem betri síðdegis-
kjólar. Hvíta tweedið er að
vísu ekki mjallahvítt, nánast
reyklitað.
aður. Jerseyefni af þessu tagi
eru farin að koma á markað-
inn og sjálfsagt getum við
bráðlega farið að kaupa það í
metramáli. Það getur verið fal-
legt en það útheimtir fallegan
vöxt. Báðir kjólarnir eru úr
Jardin des modes.
MUV
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12