Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Laugardagur 22. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3t
Filmía sýnir f rœgar kvik-
myndir um nœstu helgar
KvikmyndasýningafélagiS Filmía hefur nú ákveðið
hvaöa myndir þaö sýni það sem eftir er vetrarins, og eru
þar margar frægar og góöar myndir — enda er sýning
slíkra mynda eina markmið félagsins.
Fyrst í röðinni er myndin
Maðurinn frá Aran, ensk mynd
gerð árið 1933, leikstjórn og
myndataka: Róbert Flaherty.
Þessi mynd verður sýnd í dag og
á morgun í Tjarnarbíói. Um
myndina segir svo m.a. í sýn-
ingarskrá félagsins:
„Aran er smáey við strönd
frlands. Þangað sendi kvik-
myndafélagið „Gaumond-British"
Flaherty  einan  síns  liðs  með
myndavél í hendi. Þar dvaldist
Flaherty tvö ár meðal fólksins
og tók þátt í baráttu þess fyrir
nauðþurftum lífsins". Maðurinn
frá Aran er sem sé fræðslumynd,
en Flaherty er talinn einn af
meisturum hennar.
Vegna rúmleysis í blaðinu í
dag er ekki hægt að greina frá
öðrum myndum Filmíu að sinni,
en væntanlega vinnst rúm til þess
innan  tíðar.
Tvær mill jóiiir tr jáplantna
Núverandi stjórn Félags bifvélavirkja talið frá vinstri: Lárus Guðmundsson varafor-
inaður, Karl Árnason gjaldkeri, Valdimar Leonharðsson fopnaður, Finnbógi Eyjólfs-
son aðstoðargjaldkeri og Sigurgestur Guðjónsson ritari.
Félag bifvélavirkfa tuttugu ára
Félag bifvélavirkja heldur hátíðlegt 20 ára afmœli sitt stóðum einir í því verkfaiii. Það
í kvöld. Raunverulega munu samtök bifvékcmrkja nokkru stoð í 72 da§a — °s vannst.
éldri, en formlega er félagið talið stofnað 1935.
Þegar bifvélavirkjun var lögfest sem iðngrein fengu 20
menn próf og full réttindi, auk nokkurra sem þá fengu
meistararéttindi pegar í byrjun, en nú munu veru hér í
bœ 130 tU 150 manns í stéttinni og bílaviðgerðir unnar
á 20 til 30 stöðum í bœnum.
Þjóðviljinn hefur hitt Valdimar
Leonhardsson, sem verið hefur
formaður Félags bifvélavirkja
næstum frá stofnun félagsins, eða
frá 1937 og rabbað við hann um
samtökin á liðnum árum.
—  Þið eigið 20 ára afmæli
þessa dagana?
— Já, við teljúm félagið stofn-
að 17. jan. 1935. Við eigum fund-
argerðir frá þeim tíma. En sam-
tökin voru eldri, en ákaflega ó-
formleg. Fyrir 1930 vottaði
fyrir samtökum meðal bifvéla-
virkja til að fá lagfærðan vinnu-
tíma.
7
Meðan menn stóðu á löppum
—  Var ekki ákveðinn vinnu-
tími?
— Nei, þá var engin skilgrein-
ing á eftirvinnu Qg dagvinnu og
vinnutími óákveðinn, þannig að
menn unnu meðan þeir stóðu á
löppunum. En fyrir atbeina fyrstu
samtakanna var vinnutími fast-
ákveðinn.
Iðnréttindi viðurkennd.
— Eftir að samtök hefjast var
farið að vinna að því að fá iðn-
ina viðurkennda. Þá stóðu allir
saman um það sem við bifvéla-
virkjun fengust, bæði verkstæða-
eigendur og launþegar, en það
var lóks 1935 að iðngreinin var
viðurkennd.
Fyrsta sveinsprófið í bifvéla-
virkjun fór fram 1936. Þá fengu
20 menn próf. Fyrsti nemandinn
í bifvélavirkjun útskrifaðist 1939.
Stéttin mótast
— Þú sagðir að bæði atvinnu-
rekendur og launþegar hefðu
verið saman?
1— Já, til að byrja með voru
allir í félaginu, en þegar iðnin
hafði verið viðurkennd fóru að
koma fram raddir um að fá
kjarasamninga  við  atvinnurek-
endur. Urðu þessar kröfur brátt
háværari. Kosin var samninga-
nefnd, en allt stóð þó í sama
farinu, því erfitt var að beita
félagssamtökunum þar sem
vinnuveitendur og launþegar
voru í sama félaginu. Var séð
að við svo búið mátti ekki
standa, en skriður komst ekki á
það mál fyrr en félagsfundur
1937 samþykkti að atvinnurek-
endur gætu ekki verið í félaginu.
— Þú varst formaður þá?
— Já, það var fyrsta verkefnið
mitt að stjórna þeim fundi þar
sem þetta var ákveðið.
Kostaði 5 vikna verkfall
að ná samningum.
— Ög þá hafið þið gert samn-
inga við atvinnurekendur?
— Já, þá fór svolítið að ganga
í því máli.Við gengum í Alþýðu-
sambandið um vorið. En samn-
ingar við atvinnurekendur lágu
ekki á lausu og lauk svo að
við urðum að gera verkfall til
þess að fá samninga. Stóð það í
5 vikur.
Samtök félagsmanna í þessu
I fyrsta verkfalli voru með af-
i brigðum góð. Hafðist það líka
upp úr verkfallinu að samning-
ar voru upp teknir um kaup og
kjör og félagið viðurkennt samn-
ingsaðili eins  og  önnur  verka-
Hafið  þið  oftar  staðið í
-verkföllum?
— Já, við höfum lent í deilum
með öðrum félögum. Síðustu
samningana gerðum við 10. júlí
í fyrrasumar og þá í samfloti
við járnsmiði og blikksmiði, og
við hugsum okkur að halda því
samstarfi áfram þar sem um
skyldar starfsgreinar er að ræða.
Há félagsgjöld
— Þið hafið há félagsgjöld?
—  Já, við höfum hækkað fé-
lagsgjöldin á síðustu árum. Þann-
ig hefur okkur tekizt að koma
upp myndarlegum félagssjóði er
styrkir félagsmenn í sjúkdómum
og slysatilfellum.
¦— Og fræðslustarf?
—  Jú, við höfum haft smá
fræðsluerindi á fundum, í sam-
starfi við aðra járniðnaðarmenn
og höfðum þannig erindi og
fræðslukvikmyndir með járn-
smiðum  í  fyrra.
— Þið eruð vaxandi stétt.
—  Já, nemendur eru margir
og fjöldi manna í iðngreininni
fer vaxandi.
50 ára saga
—   Bifvélavirkjar eiga yíst
nokkuð langa forsögu áður en
iðnin er viðurkennd?
— Saga bílanna hér á landi —
og þá jafnframt viðgerða á þeim
er víst orðin 50 ára. Það mun
hafa  verið  1904—5  að  veittar
; voru í fjárlögum 2 þús. kr. til
j Thomsens til að kaupa „útlendan
I mótorvagn og reyna hann á ak-
I vegum  hér".  Snemma  sumars
Framhald af 12. síðu.
og hlotið samþykki  þáverandi
landbúnaðarmálaráðherra  Her-
manns Jónassonar.
Svipað og innflutningur viðar
er nú.
Þótt þjóðin sé fámenn ætti
hún vel að geta afkastað því
verki að gróðursetja 2 millj.
trjáplantna á hverju vori. Það
verk mun vera 8 þús. full dags-
verk eða 200 manna vinna í 40
daga.
I þessu sambandi er þess að
að gæta, að þegar tímar líða
og sá skógur hefur náð að vaxa
verður árlegt viðarmagn er vex
af slíkri gróðursetningu svipað
og árlegur innflutningur nú á
timbri. Það er því til mikils að
vinna.
Flmmfaldast á 5 árum
Árið sem það framtíðarmark
var sett að plantá árlega ekki
minna en 2 millj. plantna, eða
1950 voru gróðursettar 225
þús. trjáplöntur úr gróðrar-
stöðvum. Síðan hefur verið
gróðursett sem hér segir:
árið 1951 532 þús. trjáplöntur
árið 1952 643 þús. trjáplöntur
árið 1953 767 þús. trjáplöntur
árið 1954 1000 þús. trjáplöntur
Plöntuframleiðslan í gróðr-
arstöðvunum hefur því fimm-
faldazt á 5 árum  .
1
Ónóg f jármagn.
Á sömu árum hafa fjárfram-
lög til skógræktar að sjálf-
sögðu vaxið og voru þannig
veittar 2 millj. 150 þús. kr. á
síðasta ári en var 1951 aðeins
1 millj. 150 þús. En þrátt fyrir
það er ekki unnt að koma
plöntumagninu verulega yfir 1
millj. á ári fyrir þetta fram-
lag eitt. Skógræktin hefur
fleiri verkefnum að sinna en
plöntuframleiðslunni      einni
saman, eins og viðhaldi skóg-
ræktargirðinga og annarra
eigna, en til þess þarf mikið fé.
Fræ er alltaf dýrt, því það
verður að sækja til norðlægra
staða. Veðrátta hér er rysjótt
og umhleypingasöm og hlýtur
plöntuuipeldi því óhjákvæmi-
lega að kosta mikið fé.
lýðsfélög,   þótt   samningarnir I 1904 kom svo bíllinn og atti að
væru ekki að öllu eins góðir og | geta  farið  40_50  ^  á  klst
Honum  var  eingöngu  ekið um
hjá þeim félögum er beztum
samningum höfðu náð og lengst
voru  komin.
Sjötíu og tveggja daga
verkfallið
¦— Það hefur oftar reynt að
samheldni ykkar en í þessu
fyrsta verkfalli, mig rámar eitt-
hvað í hart og langt verkfall hjá
ykkur fyrir nokkrum árum.
— Já, það var árið 1949. Það
var deila um kauphækkun. Við
götur Reykjavíkur, því vegir ut-
an bæjarins voru þá engir. 1908
kom svo bíll til Akureyrar og
var notaður lítilsháttar í Eyja-
firði 1908—1909, en vegir voru
slæmir í Eyjafirði í þá daga og
bíllinn var svo seldur til Kaup-
mannahafnar 1910.
Svo komu þeir Jón Sigurðsson
og Sveinn Oddsson með Fordþíl
frá Bandaríkjunum 1913 og síðan
fer bílum fjölgandi hér á landi.
Gerbreytt vinnubrögð
—  Hafa ekki vinnubrögðin
breytzt mikið frá því fyrst?
—  Jú, þau hafa gerbreytzt.
Elzta bifreiðaverkstæðið, verk-
stæði Páls Stefánssonar var
stofnað 1914, — og stóð þá við
Lækjartorg þar sem Útvegsbank-
inn er nú. Þegar félagið var
stofnað voru helztu verkstæðin
hjá Páli Stefánssyni, Jóhanni Ól-
afssyni og Sveini Egilssyni. Nú
er unnið að bílaviðgerðum á 20
—30 stöðum í bænum.
Vinnuhættir og vinnupláss
hafa gerbreytzt á síðustu árum.
Mörg verkstæði hafa nú full-
komnar vélar og vinnupláss. Nú
eru líka allar vinnuaðgerðir sem
þörf er á framkvæmdar hér.
Síðustu árin hafa k'omið stórir
dísilbílar og stórvirkar vinnuvél-
ar, er heyra undir starfssvið
bifvélavirkja og kröfur til af-
kastagetu verkstæðanna vaxið
mjög, og þá um leið atvinnumögu-
leikar.
•
Það er óþarfi að spyrja Valdi-
mar um kunnáttu og leikni stétt-
arinnar, og slíkt er vitanlega
misjafnt í öllum stéttum, en það
orð fer af íslenzku bifvélavirkj-
unum að þeir geti stoltir horft
framan í stéttarbræður sína í
hvaða landi sem vera skal. —
Þjóðviljinn óskar bifvélavirkjum
til hamingju með afmælið.
J. B.
[
Vaxandi þáttur skógræktar-
félaganna.
Undanfarin ár hefur þáttur
skógræktarfélaganna í skóg-
ræktarmálum sífellt farið vax-
andi. Jafn yfirgripsmikið mál
og skógrækt á Islandi er, verð-
ur heldur ekki af hendi leyst
svo viðunandi sé, nema með
nokkrum fórnum og framlög-
um flestra landsmanna. Skóg-
ræktarfélögin, sem nú eru 28
talsins, leggja árlega fram
mikla vinnu í þágu skógrækt-
armála og mörg þeirra afla líka
mikilla f jármuna.
Merki Landgræðslusjóðs
Af því hve mikið af skóg-
ræktarstarfinu verður að byggj-
ast á frjálsum framlögum ein-
staklinga fór stjórn Land-
græðslusjóðs þess á leit við
fjármálaráðherra að leyft yrði
að innheimta allt að 20 aura
aukagjald af hverjum pakka
af nokkrum tegundum af sígar-
ettum. Fjármálaráðherra féllst
á tillöguna og var hún sam-
þykkt við afgreiðslu síðustu
fjárlaga. Jóhann Möller for-
stj. Tóbakseinkasölunnar hefur
reynzt þessu máli mjög hlið-
hollur, — og stjórn Sambands
smásöluverzalan hefur sam-
þykkt fyrir sitt leyti að taka
enga álagningu af þessu tillagi
til sjóðsins.                  /
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12