Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardaginn 22. janúar 1955
Þegar ég var unglingur,
skömmu eftir síðustu aldamót,
sá ég í íyrsta sinn Jón halta.
Mér varð seði starsýnt á mann-
iarí. í raun og veru var ekki
xétt að kalla hann haltan, því
baltur ver hann ekki, heldur
bjagaður. Hann mun hafa verið
nokkuð krepptur um hnén og
hann seig mjög niður, þegar
hann gekk, og nugguðust hné-
l'iðirnir saman og fæturnir
ynynduðu þá skálínu, útávið,
irá hnéliðum. Hann gekk við
gildan sterkan staf í hægri
hendi en veifaði þeirri vinstri
út frá sér líkt og væng, til þess
að halda jafnvægi. Höndin
hvíldi þungt á stafnum og var
sem hann ýtti sér áfram, ská-
halt sitt á hvað, en gæti lítt
eða ekki lyft fótunum.
Ekki gat hann gengið í.þýfi
eða snjó en á sléttum velli mið-
sði honum furðanlega, enda' h'ár
hugurinn harín hálfa leið, því
hann var hinn mesti hörku- og
>iappsmaður.
Hann var tæplega meðalmað-
ur á hæð en sýndist lægri vegna
þess, hve hann seig niður, er
hanrí gekk.
Hann  var  fölur  yfirlitum.
Augun  gráblá  og  hvöss  undir
miklum   brúnum,   og   háu,
...hvelfdu enn. Skeggið skolbjart,
. alskegg. Hárið  svart  og  mjög
hrokkið.
Hann var greindur maður og
, iróður um margt, sagði skýrt
og skipulega frá, en var stirð-
. ynæltur og seinmæltur og lýtti
það mjög frásagnarhátt hans.
Þegar þar við bættist mikil ná-
kvæmni í frásögn, þar sem öllu
var haldið tii haga, gat verið
nokkuð erfitt að halda athygl-
inni vakandi og hlusta á sögu-
3okin.
Hann var góður lesari, röddin
hrein og sterk. Skrifaði skýra
rithönd en fremur stirða, ætíð
, Ekrifaði hann á hné sínu, eins
og var háttur þeirra manna,
sem enga fengu tilsögnina og
höfðu hvorki borð né stól, en
urðu að sitja á rúmum sínum,
oft við lélega birtu. Hann staf-
setti mjög rétt, ekki vissi ég,
hvort hann hafði lært íslenzka
• málfræði eða stafsetningarregl-
- ur, hygg ég að kunnátta hans
hafi fremur byggzt á athygli
hans á því, hvernig bækur voru
ritaðar, svokölluðu sjónminni.
Heikningsmaður var hann góð-
•ur, hafði af sjálfsdáðum numið
"1. og 2. heftið af reikningsbók
Eiríks Briems, og eitthvað
kunni hann í flatar- og þykkt-
armálsfræði. Hugarreikning iðk
aði hann mikið og lék sér að'
allerfiðum úrlausnarefnum, var
skarpur og minnið gott að muna
tölur. Hann fékkst við barna-
. kennslu á vetrum um. nokkurra
ára skeið, kenndi lestur, skrift,
¦ xeikning og kver og biblíusög-
r 'ur. Honum mun hafa leiðst sá
starfi, kosið fremur önnur störf,
en vegna fötlunar hans voru
ekki mörg störf við hans hæfi.
.Ekki var hann hlífisamur
við sig eða börnin. Settist á
rúmið hjá þeim á morgnana og
byrjaði yfirheyrslur, meðan þau
íágu í rúminu vegna húskulda
i baðstofunum. Þegar þau voru
komin á fætur og höfðu etið
xnorgunverð byrjaði aðalkennsl-
an, með 5 mínútna hléum,
fram á kvöld. Gaf þó frí í
rökkrinu til útiveru, ef veður
2eyfði, annars þreyttur hugar-
reikningur,  sagðar  þjóðsögur
Björn Magnússon:
og ævintýri og bornar upp gát-
ur til úrlausnar.
Námstíminn í senn 4—8 vik-
ur, kannski numið meira en á
heilum vetri nú. En námsefnið
fábreyttara. Þó svona mikið
væri á börnin lagt, bar ekki á
námsleiða, því námstiminn var
stuttur, aðeins 1—2 mánuðir á
vetri.
Hann yar áhugasamur og
verkígjarn eins og sagt varum
Skallagrím, en vegna fötlunar
sinnar gat hann vart unnið
nema í-sæti sínu eða á hnján-^
um, .þannig þakti: hann túna-
slétfur, hlóð veggi,- ef -honurn
var rétt hleðsluefnið: stein-
arnir, strengirnir eða hnaus-
arnir. Hann reyndi að ganga að
slætti og þótti það skemmti-
legasta verkið því honum flug-
beit, en sá var annmarki á því
að sláttulandið varð að vera vel
slétt. Og ekki gat hann staðið
við að brýna, varð hann þá að
fleygja sér niður og brýna liggj-
andi, þó á votlendi væri. Hann
reyndi að saxa hey úr görðum,
en gat ekki reist föngin upp
eða borið þau í sæti. Vetrar-
vinna var honum hægari. Hann
leysti hey úr tóftum og lét í
meisa. Tætti ull og vann úr
hrosshári reiptögl og , gjarðir,
prjónaði  úr  bandi  sokka  og
vettlinga. Raulaði þá jafnan
fyrir munni sér eða kvað rím-
ur.Aldrei heyrðí ég hann kvarta
yfir kjörum sínum. Til þess
mun hann hafa verið of stoltur,
vitað sem var að ekki yrði úr
bætt. Átti líka því láni að f agna
að dvelja langdvölum hjá góðu
fólki, sem ætlaði honum ekki
meiri vinnu en hann orkaði.
Eina skepnu átti hann, sem hon-
um þótti mjög vænt um; var
það sótrauð .h*fyssa, þægilega
vjljug, traus| og fótviss og svo
ferðmikil og föst á skeiði að
frábært má telja.
Henni reið hann á milli kunn-
ingjanna. Láta varð hann á
bak og taka af baki, spenna
hann við hnakkinn með leður-
ólum, girða hryssuna með tveim
gjörðum, svo að hnakkurinn
hallaðist ekki út á hliðarnar,
á hverju sem gengi.
Jóni þótti gott í staupinu, þó
ekki gæti hann talizt drykkju-
maður. Væri hann hýr af. víni
og sætur á Rauðku sinni, yar
stutt á milli skeiðsprettanna,
fékk hún þá að taka á sínum
beztu kostum. Kvað hann þá
gjaman við raust rímur af hetj-
um og bardagamönnum, því
það var eðli hans að láta ekki
hlut sinn en bjóða örlögunum
byrginn, þó ekki væru þau
honum mjúklát. Á honum sönn-
uðust þessar ljóðlínur: Knap'-
inn á hestbaki er kóngur um
stund; kórónulaus á hann ríki
og álfur.
Hann var hetjudýrkandi.
Ekki var hann við konu
kenndur um ævina. Má vera að
honum hafi verið farið eins og
Þorgeiri Hávarðssyni, sem ekki
hafði gert til að hokra að kon-
um. Þekkti líka sína líkamlegu
vankanta, sem háðu honum á
svo marga vegu. En aldrei varð
ég var þeirrar lífsbeiskju og ill-
kvittni né öfundar yfir annara
kjörum, þeirra, er betur máttu,
sem talin er einkenna marga,
sem nátyúran* ..hefur ¦ gert að
olnbogabörnum.
.¦¦•.-
<•>¦
rii4r
sýna í
Framsóknarf Iokkurinn verður að
verki að hann vilji vinstri samvinnu
Haldi hann sfefnu sinni óbreyffri gefur
hann meS engu mófi falizf vinsfri flokkur
Tíminn hefur ræ.tt æði mik-
ið um yinstri samvinnu að
undanförnu og borið fram
ýms sjónarmið, og hefur
margt af því umtali verið
rakið hér ¦ í blaðinu. Sumt af
því hefur verið næsta frá-
leitt, eins og t.d. þær bolla-
leggingar að Framsókn og
hægri  hluti  Alþýðuflokksins
<8>
Aðvörun  til hrærivélakaupenda — Nauðsynlegur
smáhlutur— Böggull íylgir skammriíi —
X — 3 HEFUR sent Bæjar-
póstinum eftirfarandi ..bréf
um reynslu sína í sambandi
við. hrærivélar eða réttara
sagt í sambandi,. við öflun
varahluta í þær. X — 3 skrif-
ar:
„Kæri Bæjarpóstur! Mig lang-
ar að koma með smáaðvörun
til þeirra sem eru í hrærivéla-
kaupahugleiðingum. Sumar
húsmæður, eða að minnst
kosti. þær, sem eiga „Sun-
beam"hrærivélar, kannast við
smáplasthettu, sem er neðan
á öðrum þeytara vélarinnar.
Hann hefur meðal annars því
hlutverki að gegna að hann
orsakar það, að skálin snýst
á meðan þeytararnir eru í
gangi. Sem sagt, að það er
alveg nauðsynlegt að þessi
plasthnúður sé á öðrurh þeyt-
aranum. Annars er vélin því
nær ónothæf. En þessi litli
plasthnúður eyðist, þannig að
skipta  þarf  um  hnúð   að
. minnsta kosti á eins og hálfs
árs fresti með hæfilegri notk-
un. Nú um daginn ætlaði ég
að fara og kaupa slíkan
hnúð niður í Raftækjaverzlun
í Bankastræti, þar sem vélin
var keypt. En þá segir af-
greiðslustúlkan mér, að þessa
hnúða sé ekki hægt að fá
sérstaka, heldur verði að
kaupa eitt sett (tvo þeytara)
til þess ef hægt á að
vera að nota vélina áfram.
Afgreiðslustúlkan sagði, að
reynt hefði verið að fá hnúða
þessa frá verksmiðjunni, sem
framleiðir vélarnar en svarið
hefði verjð að það yæri ekki
hægt. Svo að þetta er , ekki
umbqðsm.önnunum hér að
kenna. , En svona ;nokkuð er
hæpinn „bissness" af verk-
smiðjunnar hálfu. Auðvitað
er þetta gert til að gróðinn
verði meiri, því að þeytara-
settið kostar milli 50 og 60
krónur, en hnúðurinn mundi
ekki kosta meira en svo sem
eina til tvær krónur. Að vísu
er þetta að nokkru leyti mín
sök, að ég skyldi ekki kynna
mér betur allt í sambandi við
varahlutina og fá mér þá
aðra tegund af hrærivél, ef
varahlutasala og öflun er þá
í betra lagi annars staðar. En
það er erfitt að vara sig á
svona nokkru, og þess vegna
er það vinsamleg ábending til
þeirra sem ætla að fá sér
hrærivél, að athuga vel áður,
hvort nokkur slík innásvik eru
í tafli. — X—»"
gætu myndað „vinstri stjórn"
saman með því að hagnýta.
sér á réttan hátt ranglátt
kjördæmaskipulag og hrifsa
völdin í andstöðu við mikinn
meirihluta kjósenda. Önnur
skrif blaðsins hafa verið
glögg og lærdómsrík, svo sem
lýsingar þess á íhaldinu,
yinnubrögðum þess og von-
um um einræðisvald að suð-
uramerískri fyrirmynd.
En í öllu þessu umtali Tím-
ans hefur eitt skort. Blaðið
hefur ekki minnzt á að hyerju
leyti Framsóknarflokkurinn
verður að breyta vinnubrögð-
um sínum og afstöðu til þess
að geta talizt vinstri flokkur
og geta orðið aðili að vinstra
samstarfi. Skal blaðinu nú
bent á tvö atriði sem máli
skipta í því sambandi, til þess
að. það geti haldið umræðun-
um áf ram á skynsamiegri for-
sendum.
Eitt helzta einkenni á
. yinstri floHk er að hann hafi
jákvæða afstöðu til hugðar-
mála vinnandi alþýðu og
styðji þau í störfum sínum.
Sú var tíð að Framsóknar-
flokkurinn hafði þessa stefnu,
en þeir tímar eru því miður
löngu liðnir. Núum langt ára-
bil hefur Framsóknarflokkur-
inn yfirleitt . beitt sér gegn
baráttumálum verklýðssam-
takanna á mjög. neikvæðan
hátt. Þannig má minna á að
í umræðunum um vinstri
stjórn 1942 strandaði sam-
komulag á því að Framsókn-
arflokkurinn var ófáanlegur
til þess að fallast á kjara-
bætur til verkalýðsins í land-
inu. Það má minna á það að
í umræðunum um stjórnar-
myndun 1944 gerði Framsókn-
arflokkurinn það að aðalatriði
að kaup verkafólks yrði ekki
hækkað og neitaði að taka
þátt í stjórn upp á önnur
býti. Svo harðvítug var þá
andstaða   flokksins   gegn
allur þingmannaflokkurinn
sat hjá í atkvæðagreiðslunni
um almannatryggingalögin —
nema Páll Hermannsson, sem
nú á ekki lengur sæti á þingi.
Þannig mætti lengi telja upp
dæmi . um vinnubrögð sem
ekki eru sæmandi neinum
vinstri flokki.
Annað megineinkenni vinstri
flokks er að hann berst fyr-
ir sjálfstæði og fullveldi þjóð-
ar sinnar. Einnig á þessu
sviði á Framsóknarflokkur-
inn sér góða fortíð — en það
er því miður fortíð. Þó hélt
fjokkurinn það lengi velli að
allir þingmenn hans greiddu
atkvæði með því að þjóðar-
atkvæði yrði um Keflavíkur-
samninginn. Fulltrúar flokks-
ins í utanríkisnefnd voru
einnig andvígir þátttökunni í
Atlanzhafsbandalaginu, og
nokkrir þeirra greiddu at-
kvæði á móti eða sátu hjá.
En þar með ér einnig upp tal-
ið. Forusta flokksins hefur
gleypt við hernáminu, tekið
fyllsta þátt í framkvæmd þess
og stjórnar nú ásókninni í
hermangaraféð.
Þessi tvö atriði ættu að-
standendur Tímans að hug-
leiða í sambandi við frekari
umræður um vinstri sam-
vinnu. Þau eru ekki rifjuð
upp hér til þess að ýfa göm-
ul ágreiningsmál —: það er
ekki brýnast eins og nú
standa sakir, heldur vegna
hins að á þessum sviðum verð-
ur Framsóknarflokkurinn að
breyta stefnu sinni ef hon-
um er nokkur alvara með
vinstri samvinnu. Slík sam-
vinna er ekki fólgin í orðum
og umtali, heldur verkum í
þágu íslenzkrar alþýðu. Ef
Framsóknarflokkurinn heldur
stefnu sinni óbreyttri getur
hann ekki talizt vinstri flokk-
ur og er þar af leiðandi óhæf-
ur til vinstri samvinnu. Þetta
er sjálfur kjjami málsins og á
kjarabótumvinnandi.fólks að.., honum veltur frekari þróun.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12