Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardaginn 22. janúar 1955
&
JMÓOVIUINN
Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Hræsiiiiiiii engin takmörk sett
Sú var tíðin að Sjálfstæðisflokkur íslenzku auðstéttar-
jnnar og braskaranna var ekkert að fara í launkofa með
afstöðu sína til framfara- og menningarmála. 'Hann
barðist hart og opinskátt gegn öllum hagsmunamálum
vinnandi fólks og sýndi hverskonar umbótaviðleitni full-
an fjandskap. Skýrt dæmi um þetta eru ummæli Bjarna
Benediktssonar í ræðu er hann flutti í Nýja bíói í árs-
byrjun 1938 og birt var í Morgunblaðinu 18. janúar. Þessi
þáverandi íhaldsborgarstjóri Reykjavíkur var að svara
ásökunum út af aðgerðarleysi í húsnæöismálum reyk-
vískrar alþýðu og komst m.a. svo að orði:
„Við Sjálfstæðismenn teljum það yfirleitt ekki vera í verka-
! hring hins opinbera að sjá fyrir þessum þörfum manna".
Þessi ummæli Bjarna Benediktssonar voru skýr og ó-
tvíræð og í samræmi við raunverulega stefnu Sjálfstæðis-
flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hafði barizt gegn verka-
mannabústöðunum og jafnan, þegar hann þorði og gat
því við komið, staðið gegn öllum kröfum almennings
um úrbætur á húsnæðisskortinum. Það sem áunnizt
hefur í þeim efnum að bæta húsnæði almennings og
aðstöðu að öðru leyti, hefur því fengizt fram þrátt fyrir
óvilja og andstöðu hins ráðandi flokks í bæjarmálunum.
Kröfur fólksins hafa neytt íhaldið til undanhalds. Ótt-
inn við almenning hefur knúið íhaldið til aö láta af þeirri
opinskáu andstöðu, sem Bjarni Benediktsson túlkaði af
svo mikilli hreinskilni í ræðunni sem Morgunblaðið birti.
En það „gengur grátlega seint" að bæta úr þörfum
aímennings í húsnæðismálum og á öðrum sviðum með
því að þurfa að kenna íhaldinu í hverju máli og knýja
það nauðugt til undanhalds og aðgerða. Með því veröa
íramkvæmdirnar smáar og seinlegt að fá fram þá úr-
lausn málanna sem varanleg er og viðhlítandi. Ástandið
í húsnæðismálunum í dag er skýrasta sönnunin. Enda
þótt íhaldið hafi verið hrakiö á nokkurt undanhald frá
þeirri stefnu sem Bjarni Benediktsson markaði 1938,
mun láta nærri að um 8 þúsund Reykvíkingar verði enn
að sætta sig við ófullnægjandi og heilsuspillandi hús-
næði, þar af búa ekki færri en 3 þúsund manns í hinum
köldu og óvistlegu herskálum frá stríðsárunum.
Þetta er afleiðing þess að íhaldið hefur drepið allar
xaunhæfar tillögur í húsnæðismálum, hindrað meö
meirihlutavaldi í bæjarstjórn og áhrifum á Alþingi að
herskálunum og öðru heilsuspillandi húsnæði yrði út-
rýmt með markvissum og skipulögðum aðgerðum stjórn-
arvalda ríkis og bæjar.
Og svo þegar frosthörkur vetrarins opinbera þann glæp sem
traminn er gagnvart börnum, konum og gamalmennum með
'því að neyða fólk til að búa í þessum óhæfu íbúðum, og þess
er krafizt af formanni Samtaka herskálabúa á bæjarstjórnar-
fundi í fyrradag að bæjarfélagið komi til hjálpar, þá ber þetta
sama íhald, í persónugerfi Gunnars Thoroddsens borgarstjóra,
sér á brjóst, segjandi: Það er ekki skynsamlegt að verja stór-
um f járhæðum í viðhald og upphitun á herskálaíbúðunum, það
er miklu skynsamlegra að nota féð til að byggja varanlegar
tbúðir yfir fólkið!
Já, hræsni og yfirdrepsskap þessara herra virðast
''lítil tákmörk sett. Sama bæjarstjórnaríhaldið sem hefur
hindrað byggingarframkvæmdir í stað herskálanna í
heilan áratug, finnur það allt í einu út að það sé skyn-
samlegra að byggja íbúðir yfir fólkið heldur en verja fé
til að afstýra neyðarástandi þegar það blasir ekki aðeins
við heldur er orðin áþreifanleg og ómótmælanleg stað-
reynd. Þá þykir gott að viðurkenna þörfina á íbúðabygg-
ingum í stað herskálanna — en vitanlega til þess eins að
afsaka þá ómannlegu og óverjandi afstóðu að neita rannsókn
á ástandinu og hindra tafarlausa hjálp til viðgerða og upp-
liitunar á herskálaíbúðunum.
Þannig koma ekki aðrir fram undir neyðarkringumstæðum
en þeir sem eru fulltrúar menningarsnauðrar og spiUtrar auð-
stéttar, sem hefur glatað því mannlega eðli að finna til með
irteðbræðrum sínum og vilja rétta hjálparhönd á neyðarstund.
Það er kannski táknrænt að sjálfum sér kjósa þessir sömu
iulltrúar ekki lakari hlut í húsnæðismálum en svo, að þeim
þykir fært og tilhlýðilegt að fóðra íbúðir sínar innan með siiki!
Maó Tsetúng, forseti Kína (t.v.) heilsar Nehru, forsœtisráðherra Indlands, í Peking.
Vaxandi áhrifa Kína gætir
h-        "  A       m.        A ¦¦¦¦¦'¦
varvetna i Austur-Asiu
Bandarikjastjórn er oð gefasf upp á oð
neita oð viSurkenna kinversku byltinguna
För ýmissa fremstu manna
brezka Verkamannaflokks-
ins til Kína síðastliðið sumar
undir forystu flokksforingjans
Attlees vakti heimsathygli.
Minni gaumur hefur verið gef-
inn ferðalagi tíu óbreyttra,
brezkra þingmanna um hið
mikla Asíuríki. í þeim hópi
voru þó menn kunnugir Kína
frá fyrri tíð og standa því vel
að vígi að dæma um það sem
gerzt hefur þarna eystra síðan
borgarastyrjöldinni lauk á meg-
inlandinu fyrir fimm árum og
stjórn kommúnista og banda-
manna þeirra tók að byggja
upp hið nýja Kína. Einn úr
þeim hópi ferðalanganna, sem
svona er ástatt um, Verka-
rfiannaflokksþingmaðurinn Ern-
est Thornton, skrifaði rétt fyr-
ir áramótin grein í frjálslynda
borgarablaðið      Manchester
Guardian. Hann ber þar saman
það sem hann kynntist nú í
Kína og það sem hann hafði
séð þar áður, síðast 1946. Hann
kom víða á sömu staði í báð-
um ferðum og á því gott með
að gera beinan samanburð.
A' lyktunarorð Thorntons eru á
þessa leið: „Eg fæ ekki
varizt þeirri skoðun, að það
yfirgnæfandi fylgi sem núver-
andi stjórn nýtur eigi ekki
styrk sinn að þakka þjálfun
í pólitískum kennisetningum
heldur jákvæðum, hagnýtum af-
rekum ... Okkur var sagt að
framleiðslan í Kína væri orðin
langtum meiri en nokkru sinni
fyrr (og ég trúi því). Þessi
endurreisn og útþensla er
máske einhver sú tilkomumesta
sem nokkru sinni hefur átt sér
stað í heiminum, og hún hefur
náðst þrátt fyrir viðskiptabann
af hálfu hins vestræna heims
— án þátttöku brezks, banda-
rísks eða þýzks fjármagns og
tækniþekkingar. Er þetta ekki
stórviðburður á öndverðum síð-
ari helmingi tuttugustu aldar?
Mér er það efst í hug að árang-
ursrík sókn Kínverja til iðn-
þróunar við fullan fjandskap
Vesturveldanna muni hafa
meiri áhrif á stjórnmálaþróun-
ina annars staðar í Asíu en
nokkur kommunistískur undir-
róður gæti haft".
iCJvo mörg eru þau orð hins
*J brezka þingmanns. Fregnir
sem borizt hafa frá ýmsum
Asíulöndum upp á síðkastið
benda eindregið til þess að spá
hans um víðtæk áhrif framfar-
anna í Kína sé þegar farin að
rætast. Skömmu eftir að Nehru,
forsætisráðherra      Indlands,
kom heim úr ferðalagi til Kína
síðastliðið sumar, tók hann að
boða róttæka stefnubreytingu í
efnahagsmálum Indlands. Nehru
sagði blaðamönnum, að hann
hefði sannfærzt um það í Kína
*að sósialistískir framleiðslu-
hættir væru árangursríkastir
þegar þjóð sem dregizt hefur
aftur úr í verklegum efnum vill
iðnvæðast sem skjótast. Hann
benti á, að það sem, af er fimm
ára áætlun Indlands hefur iðn-
framleiðslan aukizt um 5% að
meðaltali á ári en hliðstæð
aukning í Kína hefur verið 30%
síðustu tvö ár. Nehru hefur
unnið bráðan bug að því að fá
þingið til þess að setja lög sem
heimila þjóðnýtingu stóriðju-
fyrirtækja og allra helztu
banka landsins. Jafnframt hef-
ur hann knúið flokksbræður
sína á þingi Þjóðþingsflokksins,
marga sárnauðuga, til að sam-
þykkja að stefnt skuli að sósíal-
istískum framleiðsluháttum í
Indlandi.
Japan er eina landið í Asíu
sem iðnvæddist nokkurn
veginn samhliða ríkjum Vestur-
Evrópu og Norður-Ameríku.
Landþrengsli heimafyrir og hrá-
efnaskortur varð hernaðarsinn-
unum sem stjórnuðu landinu á
fjórða áratug þessarar aldar
hvöt til þess að hefja herferð-
ina gegn Kína, sem hafði þegar
allt kom til alls þau áhrif helzt
að styrkja aðstöðu kínversku
byltingaraflanna, sem tóku for-
ystuna í þjóðfrelsisbaráttunni
gegn innrásarhernum. Síðan
heimsstyrjöldinni síðari lauk
hafa stjórnendur Japans hall-
azt að . Bandaríkjunum en nú
verður vart stefnubreytingar í
Tokyo. íhaldsmaðurinn Joshida
hefur hröklazt frá völdum fyr-
ir íhaldsmanninum Hatojama,
sem fann fyrirrennara sínum
það helzt' til foráttu að hann
væri of leiðitamur Bandaríkja-
mönnum og hefði vanrækt að
koma á eðlilegu stjórnmála- og
viðskiptasambandi við Kína og
Sovétríkin.
Oambúð stjórnanna í Tokyo
'^ og Peking hefur verið freð-
in en nú er hún að þiðna, segir
Robert Guillain, hinn glögg-
skyggni fréttaritari franska
borgarablaðsins Le Monde í
Japan, í blaði sínu 14. janúar.
Hann rekur þar, hvernig virð-
ing Japana fyrir hinu nýja
Kína hefur aukizt hröðum
skrefum á undanförnum árum.
Þeim hlýnar um hjartarætur að
sjá Asíuþjóð, sem í heila öld
var fótaþurrka stórvelda Ev-
rópu og Ameríku, hrista af sér
mókið og taka í lurginn á yfir-
gangsseggjunum. Það að Banda-
ríkjamenn neyddust til að
semja frið í Kóreu og ósigur
franska hersins í orustunni um
Dienbienphu í Inró Kína færði
Japönum heim sanninn um að
hið nýja Kína er orðið stór-
veldi sem taka verður fullt til-
lit til. Því er nú svo komið
að margir hinir römmustu
íhaldsmenn meðal japanskra
atvinnurekenda kref jast þess að
fullt viðskipta- og stjórnmála-
Framhald á 8. síðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12