Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Laugardagur 22. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11
BlóSsunnudagurinn 22. janúar
i
Framhald af 7. síðu.
offs í Suður-Rússlandi lentu
í miklum kaupdeilum árið
1903 og um stund mátti líta
það kostulega sjónarspil, að
lögregluyfirvöld Hans Hátign-
ar urðu að draga taum þeirra
gegn atvinnurekendum. I þess-
ari verkfallsbaráttu missti
lögreglan öll tök á verka-
mannafélögunum og hún varð
sem skjótast að afklæðast
gerfi verkalýðsleiðtogans. En
árið 1904 reyndi keisara-
stjórnin að ná tangarhaldi á
verkamannasamtökum Péturs-
borgar, en þar var að rísa
upp miðstöð rússneskrar stór-
iðju — Pútíloffverksmiðjurn-
ar.
Sársem nú gerðist handbendi
lögreglunnar í verkalýðsmál-
um Pétursborgar, hét Gapon,
og vár prestur að atvinnu. I
byrjun árs 1904' stöfnaði hann..
„Hið rússneska félag 'verk-'
smiðjufólk's í Pétursborg" o'g
varð þáó". brátt injög' fjöl-'
mennt og starfaði í 11 deild-
um. Um áramótin 1904/05
lagði verkalýður Pétursborg-
ar niður vinnu og tóku 150
þúsund verkamanna. þátt í
verkfallinu. Gapon prestur og
lögregluspæjari leitaðist. við
að sveigja verkfallið inn á
„rétta" braut og glæða keis-
arahollustuna í hugum Pét-
ursborgarverkámanna. Gapon
var málsnjall maður í alþýð-
legum stíl og hafði sérstakt
lag á að tala við verkamenn
með þeirra. eigin tungutaki.
Hann naut því mikils trausts
og fyrir h.ans áeggjan fóru
verkamenn Pétursborgar til
Vetrarhallarinnar á fund keis-
arans. Þegar för þeirra lauk
með blóðsúthellingu varð Gap-
on skelfingu lostinn og hróp-
aði: „Við eigum engan keis-
ara lengur. Blóðflaumur skil-
ur keisarann og fólkið. Lifi
frelsið!"
Það kom nú í ljós sem oft-
ar, að hinar sundurleitu
stjórnardeildir keisaradómsins
kunnu lítt að samhæfa stjórn-
arstefnuna. 1 sama mund og
lögregluyfirvöldin og forsæt-
isráðherrann, Witte greifi,
vildu vinna ástir verkalýðsins,
hugðust háttsettir menn við
hirðina gefa skrílnum ráðn-
ingu. Keisarastjórninni v^.r
vel kunnugt um, að verka-
mannaförin var í undirbún-
ingi, og ekkert hefði verið
auðveldara en að afstýra
henni. En stjórnin stofnaði til
blóðbaðs, af ráðnum hug. Keis-
arinn .-hafði horfið frá Pét-
ursborg til Tsarskoje Seló, en
Vladímír stórfursti, frændi
hans, stjórnaði atlögunni á
hendur hinum varnarlausa
lýð.
En sjaldan hefur glæpur kom-
ið tilræðismönnunum svo í
koll sem atlagan gegn kröfu-
göngu 'verkamanna i Péturs-
.borg. Það var engu líkara en
verkalýður Rússaveldis hefði
tekið hamskiptum á einni
nóttu.
Verkamenn Póllands lýstu
þegar yfir allsherjarverkfalli,
og nú flæddi verkfallsaldan
yfir öll helztu iðjuhéruð keis-
araveldisins: í janúarmánuði
1905 einum saman lögðu 500,
000 verkamenn niður vinnu.
Én þessi verkföll voru með
öðrum hætti en títt var "um
verkföll annars staðar í Evr-
ópu um þessar mundir.  Þau
hefjast venjulega með kröfum
um bætt kjör og kaup, en áð-
ur en varði hafa þau breytzt
í pólitísk  verkföll  þar  sem
bornar  eru fram  kröfur- um
almfennan   kosningarétt   og
allsherjar  stjórnlagaþing.  Á
Tiokkrum  mánuðum  stofnuðu
rússneskir  verkamenn  alls-
herjarsamtök,  og  verkfalls-
hreyfingunni var stjórnað af
öflugri miðstjórnarnefnd.
Á  vormánuðum  ársins  1905
taka  rússneskir  þændur  að
bæra  á  sér.  Bændauppreisn-
irnar  samfléttast  verkfalls-
hreyfingu borganna. Stúdent-
ar um allt Rússland opna há-  •
skólasalina  fyrir  alþýðunni,
þúsundir ólæsra og óskrifandi
verkamanna  þyrpast  þangað
til að  hlýða  á  stjórnmálaer-
indi   verkalýðsleiðtoga   af
suridurleitúnr '' fíokkum..  '.Og
loks' "b'rást' megiriás  keisara-
va'idsiriö: Vrússrieski- .'he'rinn.
Floti jog landher Rússakeigara
höfðu beðið fullan ósigur fyr-
ir Japönum austur í Gulahafi
og  í Mandsjúríu,  og í  júní-
mánuði   gerðu   sjóliðar   á
Svartahafi,  flestir af bænda-
ættum  úr  Volguhéruðunum,
uppreisn gegn keisaranum og
leituðu  bandalags  yið  verk-
fallsmenn Ödessuborgar. Hið
heilaga, biðjandi og grátandi
Rússland hafði á örskammri
stund breytzt í ungt ljón, er
öskraði svo hátt, að undir tók
um allan heim,
Þegar  leið  að  haustnóttum
varð plógfar hinnar rússnesku
byltingar æ dýpra. Er bændur
höfðu  komið  korni  sínu  og
heyi í hlöðu hófu þeir nýjan
samblástur og sneru vopnum
sínum   gegn   aðalsmönnum
sveitanna.  3000  bændaupp-
reisnir voru skráðar í vestur-
og  suðurhéruðum  Rússlands
og   2000   gósseigandahallir
voru brenndar til ösku. í lok
októbermánaðar   skellur   á
allsherjarverkfall  er  lamar
allt samgöngu- og járnbraut-
arkerfi rússneska ríkisins. Um
sama leyti  skapa rússneskir
verkamenn fyrstu soyét sög-
unnar  —•  fulltrúaráð  verka-
manna í Pétursborg,. Ivanavo-
Vossnesensk,      Kostrómu,
Moskvu og viðar. Uppruna-
lega eru þessi ráð. . aðeins
verkfallsnefndir, en innan
stundar eru þau orðin. vísir
að nýju ríkisvaldi, er skipar
sér við hliðina á ríkisvaldi
keisaradómsins. Fulltrúaráð
. verkamanna í Pétursborg
stjórnaði allsherjarverkfallinu
og gaf út tilskipanir eins og
fullvalda þing: það lýsti yfir
prentfrelsi og framkvæmdi 8
stunda vinnudag. í lok árs-
ins 1905 breyttist byltingar-
hreyfingin í vopnaða uppreisn,
er stóð í níu daga í hinni
fornu höfuðborg ríkisins,
Moskvu. Hún. varð ekki brot-
in á bak aftur fyrr en keis-
arahollar     úrvalshersveitir
voru  sendar á vettvang.
Það vantaði ekki nema herzlu-
muninn,  að keisarastjórninni
yrði steypt af stóli í hinum
ferlegu ' sviptingum ársins
1905. í ágústmánuði neyddist
keisarastjórnin til undanhalds.
Þá gefur hún út.tilskipun um
stofnun rikisþings með ráð-
gefandi valdi og takmörkuð-
um kosningarétti verkamanna
og bænda. En fólkið hafði að
engu slíkar hundsbætur, og
þegar allsherjarverkfallið stóð
sem hæst, varð keisarastjórn-
in að slaka til á nýjan leik.
Hinn 30. október birti hún á-
varp keisarans til þjóðarinn-
ar. Þar var henni lofað ýms'
um frelsisréttindum, svo sem
persónulegri friðhelgi manna,
málfrelsi og fundafrelsi, og
ríkisþingi með löggjafarvaldi.
. Ennfremur var því lofað, að
kosningaréttur hinna afskiptu
,þjóðfélagsstétta' skyldi rýmk-
aður síðar meir eftir því sem
kostur væri á.
Þessi loðnu loforð keisarans,
sem síðar voru flest .svikin,.
sættu hina rússnesku borg-
arastétt  og stjórnmálaflokka
fyrirheit-ura sigur, þótt síðar
yrði.' Svo mikils háttar var
byltingin 1905, að án hennar
hefði byltingin 1917 aldrei átt
sigri að hrósa með þeim hætti,
sem raun varð á. Reynsla
þessarar byltingar var hinn
dýrmæti föðurarfur sigurveg-
aranna 1917.
1 þjóðfélagsbyltingum sög-
unnar reynir ekki aðeins á
einstaklingana, og kannski
ekki á þá fyrst og fremst. Það
reynir á stéttir þjóðfélagsins,
á orku .þeirra, sögulegt fra'm-
tak og getu. í rússnesku bylt-
ingunni 1905 birtust allar
stéttir. Rússlands í köldu
skini kastljósanna. Hver stétt
færði sönnur á sitt rétta inn-
ræti, birtist eins og hún var
samkvæmt sögulegu eðli sínu
og þjóðfélagsstöðu. Riissneska
byltingin var harður og misk-
unnarlaus leikstjóri.
Hún ¦ skipaði hverri stétt
fram á sviðið, þar sem hún
varð að leika sitt hlutverk án
fjaðraskrauts og farða. Þótt
byltingin væri stórbrotin og
ströng í sniðum eins og forn-
hennar við keisaradóminn, og'^grískt leikrit,  þá ferigu leik-
mátti þá þegar sjá það fyrir,
hvernig  þessi  nýja  yfirstétt
mundi snúast við vandamálum
hinnar  rússnesku  byltingar.
En keisarastjórnin hafði einn-
ig á öðrum sviðum aflað sér
nokkurra  setugriða.  1  sept-
embermánuði samdi  hún frið
við-Japani og gat endurskipu-
lagt hinar  sigruðu fylkingar
hers  síns  svo,  að  hún • gat
notað hann til þess að drekkja
byltingunni  heima  fyrir  í
blóði. Á næstu mánuðum fóru
refsihersveitir   keisarastjórn-
arinnar um uppreisnarhéruðin
og. slökktu elda byltingarinn-
ar. I annan stað fékk keisara-
stjórnin  geysistórt fjárlán  á
Frakklandi,   2,250  milljpnir
gullfranka,  og fyrir þetta fé
franskra  skattgreiðenda  og
sparifjáreigenda.gat hún fest
sig í sessi og.gengið af bylt-
ingarhreyfingunni dauðri,.
Nú voru gálgar reistir um allt
Rússland. og beztu synir þess
festir upp. Aðrir voru sendir
í  fanganýlendur  til  Síberíu,
enn aðrir urðu að flýja land
og áttu ekki. afturkvæmt fyrr
en .. 12,..árum síðar.  Keisara-
stjórnin skipulagði Gyðingaof-
sókuir til þess að draga at-
hygli  fólksins  frá  lífsvanda-
málum sínum. Þá var í Rúss-
landi stofnað til fyrstu sam-
taka þeirrar tegundar, er bar
öll einkenni þess nazisma og
fasisma, er síðar átti bjartri
framtíð  að  fagna  víða  um
lönd. Og þegar vestrænt lýð-
ræði minnist sögulegra afreka
sinna,  getur  það  hrósað sér
af að hafa borið  kostnaðinn
af gálgum og Gyðingaofsókn-
um  hinnar  spilltu  og merg-
fúnu rússnesku keisarastjórn-
ar.
Golgataganga verkamanna
Pétursborgar til Vetrarhallar-
innar 22. janúar 1905, þessi
þungu spor mörkuðu heila
veraldarsögu. Þeir hrundu af
stað hinni fyrstu rússnesku
byltingu. Sjálfir biðu þeir
lægra hlut, og bylting þeirra
var brotin á bak aftur. En í
óförunum  voru  fólgin  mikil
endur hennar ekki að njóta
forréttinda hinna forngrísku
leikara: þeir urðu að leika
grímulausir.
Þeir sem tóku þátt í hinum
mikla leik rússnesku bylting-
arinnar voru að því leyti verr
settir en venjulegir leikarar á
sviði, að þeir urðu að semja
leikmn um leið og þeir léku.
Þeir voru einnig flestir á einu
máli um efni leiksins, en þeir
gátu aldrei orðið ásáttir um,
hvernig honum skyldi ljúka.
Eitt  orkaði 'ekki  tvímæiis:
rússneska byltingin 1905 var
borgar'aleg lýðræðisbylting að
efni  og   inntaki.  Hlutverk
hennár  var  hið ' sama  og
stjórnarbyltingarinnar  miklu
á Frakklandi 1789: að afnema
einveldi  keisarans  á  stjórn-
málasviðinu   og  steypa  af
stóli  efnahagslegu  lénsveldi
rússneska. aðalsins  í  sveita-
byggðunum,  gefa   milljóna-
múg  bændanna  jarðnæði  og
létta af þeim byrðum gósseig-
endavaldsins. I Vestur-Evrópu
hafði þessi bylting farið fram
í flestum löndum með ýmsum
hætti, og var víðast langt um
liðið, Rússaveldi var eina ríki
Evrópu, sem  hafði staðið  af
sér þessa . borgaralegu  þylt-
ingu. Öllum kom saman.um,
að  Rússland, yrði  að  varpa
af  sér  þessum  drápsklyfjum
miðaldanna,  ef það  átti ekki
að  fúna  lifandi  andspænis
þeim vandamálum, er nútím-
inn  lagði  fyrir  það  til  úr-
lausnar.
Lenín og holsévíkar hans
fullyrtu frá upphafi, að rúss-
neski keisaradómurinn og þeir
þjóðfélagshættir, er hann
hvíldi á, yrðu ekki að velli
lagðir nenia með sameiginlegu
átaki hinna fjölm. almúga-
stétta, sem mest afhroð guldu
af keisaravaldinu og efna-
hagslegu og pólitísku skipu-
lagi þess. Þessar almúgastétt-
ir, verkamenn, bændur og
snauðir . smáborgarar báru
þyngsta hlekki allra stétta í
hinu rússneska tímavillta dýfl-
issuríki.  Þessar stéttir  einar
mundu fyrir hagsmuna sakie
og fjölmennis megna að lyfta
þessu sögulega Grettistaki:
að breyta hálfmiðaldalegu
keisaraveldi í borgaralegt
þjóðfélag nútímans. Stjórnar-
far það, er mundi rísa upp
úr slíkri byltingu, kallaði Len-
ín alræði verkamanna og
bænda í byltingarlýðræði.
Lenín var frá upphafi sann-
færður um að rússneska borg-
arastéttin væri þess alls ó-
megnug að leysa vandamál
sinnar eigin byltingar. Rúss-
neska borgarastéttin var síð-
borin, veikburða, sleit barn-
skónum um' það leyti, er
heimsborgarastéttin var að
því komin að slíta niður úr
þeim skóm, er. sagan hafði
gert henni á fæturna. Rúss-
neska borgarastéttin var f jár-
hagslega á framfæri hins al-
þjóðlega ' bankaauðvalds, lifði
á snærum keisarádómsins,
átti allt sitt líf undir víðáttu
þess veldis, er hann hafði
skapað. Hún var bundin snörr
um hagsmuhaþáttum við hið
keisaralega ríkisvald, fyrr eða
síðar hlaut riissneska borgara-
stéttin því að sættast við keis-
aradóminn, selja sögulegan
frumburðarrétt sinn fyrir
baunaskál, jafnskjótt og hún
tæki að óttast um efnahags-
legt vald sitt andspænis k'röf-
um og baráttu verkalýðsins.
Byltingin 1905 staðfesti í
reynd þessar hugmyndir Len-
íns um þróun Rússlands. Bylt-
ingin 1917 kvað upp úrslita-
dóminn í þessu efni.  .
Hálf öld er liðin síðan rúss-
neskur verkalýður hlaut póli-
tíska eldskírn sína fyrir.fram-
an múra Vetrarhallarinnar. í
dag minnast allir íbúar Ráð-
stjórnarríkjanna hinna fals-
lausu og umkomulitlu manna,
er vættu rússnesku fönnina
með blóði sínu þennan kalda
janúardag. Sá dagur varð
sumarauki þeirrar kynslóðar,
er nú byggir Rússland.
AILT
FYRIR
KjÖTVERZCANtR.
Til
iiggsi  leiðii

		
	N fi N k1 N ^^i^é«l 1 í|	T>7?vn
		lll'-'-
VI
V.
* -k A
KHAKI
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12