Þjóðviljinn - 23.01.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.01.1955, Blaðsíða 3
Fréttabréf úr Kópavogi Uppeldisstöð hreppstjórans og blaðaskril síðustu doga 21.1.1955. JÆJA Jón minn, það má nú varla minna vera en ég skrifi þér nokkrar línur á þessu nýja ári og bæti með því fyrir van- ræksluna á því glataða ári. Það er og því meiri ástæða til þess að skrifa þér, þar sem við Kópavogsbúar erum enn einu sinni orðinn blaðamatur og væri ekki nema sanngjarnt að við hefðum einhverjar tekjur af því að vera svona eftirtektarverðir menn á blaðamannamælikvarða. Já þú lest auðvitað fleiri blöð en þín eigin svo þú hefur náttúrlega séð bæði Mánu- dagsblaðið og Vísi þar sem okkar er getið allríflega og nú sé ég í gær að blaðið þitt var svo sem komið með í leik- inn. Ég sezt nú eiginlega við þetta pennapár vegna þessara skrifa vegna þess, að ég er hálfhræddur um að eftir að þessi árétting kom frá Hafn- arfjarðarlögreglunni geti svo farið að ýmsar illar getgátur komizt af stað í garð hrepp- stjórans okkar, því þessi löggi getur mjög hreppstjór- ans okkar, rétt eins og hann sé ekki maður til að hafa reglu á sínu Alþýðuflokks- heimili. Þær eru nefnilega al- veg nægar getsakirnar á þenn- an blessaðan mann hér heima fyrir þótt ekki sé verið að ýta undir það á prenti. Það læðist svo sem hér með veggj- um, að hann sé einn heljar- mikill afvegaleiðari ungdóms- ins, reki nokkurskonar ,,Búlu“ að amrískri fyrirmynd í skjóli sinnar löggæzlu og annað það- an af verra. Já það er ekki að spyrja að illkvittni manna. En sannleikurinn er alltaf sagna beztur og oftast lygi- legri en mestu lygalaupar geta látið sér detta í hug, þannig er það líka með hrepp- stjórann okkar, hann er eng- inn lögverndaður glæpamað- ur, nei þetta er alveg ein- stakur maður og hefur fórnað sér á margvíslegan hátt fyrir okkur Kópavogsbúa og skeytt þar hvorki um skömm né heiður en stundað sitt starf af alveg dæmafárri alúð og árvekni og alveg sérstaklega hefur honum verið umhugað um æsku þessa hreppsfélags. Hann hefur stundum lagt á sig að smala tíu tólf ára strákhvolpum með aðstoð hafnfirzkrar lögreglu og ek- ið þeim suður í Hafnarfjörð til yfirheyrslu og verndað þá um leið fyrir öllum afskiptum Bamavemdamefndar því eins og við vitum þá er það nú svona, þegar einn maður er svona hjartahlýr, þá vill hann ekki vera að blanda þar í öðrum aðilum. En eins og vor Herra tyftar oss börnin sín eins hefur hreppstjórinn lagt á sig að eltast á eigin spýtur við þessa gemlinga og sýnt þeim þann hafnfirzka stein svo þau mættu skilja hvað þeirra biði ef þau gættu sín ekki. EG er ekki að segja neitt ósatt með þessu og get nefnt þér dæmi. Mig minnir það hafi verið árið 1950 sem nokkrar stúlkur í saumalæri gripu í tómt er þær vildu taka kápur sínar og hrópuðu því á hjálp hreppstjórans okk- ar, sem brá skjótt við eins og hann er alltaf vanur, því hann er Vestfirðingur í húð og hár og vanur þvi að gera hvern hlut strax. Kápumar fundust í einni kompu skólans og fjármunir vasanna á tvist og bast um ganga hússins. Til þess að hafa upp á þessum pörapiltum hreinsaði hrepp- stjórinn meirihlutann af pott- ormum Digranesvegarins og var svo nærgætinn að hann lét ekki sumar mæðumar vita heldur tók þessa gemlinga á götunni, svo hrösun þeirra væri ekki á annarra vitorði en hans og ók þeim suður í Hafnarf jörð með aðstoð þeirra ágætu manna úr Hafnarfirði sem aðstoðuðu hann við smöl- unina. Þar sýndi hann þess- um rollingum hvemig fert fyrir þeim sem ekki gæta sín. Að vísu var enginn þessara smádrengja viðriðinn kápura- ar, en uppeldisstarf hrepp- stjórans okkar var það sama og heim skilaði hann bömun- um svo mæður þeirra þyrftu ekki að vera alltof hræddar um þau. Hann hefur verið með afbrigðum þolinmóður við þetta uppeldisstarf sitt og ætíð vakað yfir þessum götu- lýð sem myndast í svona þorpi og verið fljótur ,að grípa þessa drengi og halda rétt yfir þeim, oft án vitund- ar heimilanna til þess að firra þau óþarfa áhyggjum. Núna um daginn sótti hann einn tíu ára drenghnokka þar sem hann var heima hjá sér og þegar móðirin spurði hvað hreppstjórinn okkar vildi með drenginn, rétt eins og hún tryði honum ekki fyrir hon- um, þá svaraði hreppstjórinn okkar af sinni alþekktu hóg- værð, að það væri leyndarmál sitt og drengsins. Þarna sérðu hve nærgætinn hann er. Hann var svo sem ekki að koma upp um drenginn við móður- ina, nei, sagðist bara ætla með hann í yfirheyrslu og ekki var hann að blanda Barnaverndarnefnd í málið, nei, nei, hann var ekki að úthrópa þetta í fleiri en þörf var á. Sjálfur ók hann drengnum til Hafnarf jarðar og til þess að geta sjálfur skilað honum heim aftur til sinnar móður lét hann dreng- inn biða eftir sér á meðan hann sinnti sínum erindum í nokkra klukkutíma, hvað vit- anlega gerði drengnum ekk- ert til því hreppstjórinn okk- ar hefur oft mörgu að sinna og ekki þurfti móðirin svo sem að vera hrædd um dreng- inn í höndum hans. NEI, sannleikurinn er sá, að við eigum afburðayfirvald og mér finnst illa gert að vera að tala um það, að það sé eitthvert öryggisleysi í því fyrir bömin, að hreppstjórinn okkar hirðir þau til yfir- heyrslu þegar hann telur þess þörf og er ekki á sífeldum hlaupum til Bamaverndar- nefndar til þess að láta hana fylgjast með slíkum yfir- heyrslum. Það var nú einn svo frekur, sem var að tala við mig um daginn, að hann fór að vitna í barnavemdar- lögin, 19. gr., en þar segir: — Ef brot em framin, sem böm innan 16 ára em við- riðin, ber löggæzlumanni og dómara þegar í stað að til- kynna það barnaverndarnefnd og veita henni þess kost að fylgjast með rannsókn máls og láta nefndarmenn, fulltrúa eða annan starfsmann vera viðstaddan yfirheyrslu. Getur dómari krafizt þessa, ef hon- um þykir þörf. Já, þetta segja barnaverndar- lögin, en þessi maður, sem var að vitna í þau vissi bara ekki, að hreppstjórinn okkar er betri en öll barnavemdar- lög, því hann er sjálfur barna- vemdarlögin holdi klædd. — Hann framkvæmir þau á sinn hátt og er þar ekkert aðf blanda inn í allra handa fólki, sem svo kannski skilur ekk- ert hvað við á í okkar héraði. EN það var með þessa „Búlu“, sem sumir kalla svo. Það er nú satt að segja alveg fáheyrt vanþakklæti við mann eins og hreppstjórann okkar, hvernig sumt fólk læt- ur út af því húsi. Það er bara eins og það sjái rautt ef minnzt er á það hús. Nú skal ég segja þér hvað þetta er, sem fólkið er að kalla „Búlu“ og þá muntu sjá hvílíkur ein- stæður maður hreppstjórinn okkar er. Jæja, svona er þá sagan. Hér var fyrir nokkmm ámm stofnað Alþýðuflokksfélag Kópavogshrepps og hrepp- stjórinn okkar er sannur Al- þýðuflokksmaður með öllum beztu einkennum þess flokks. Hann sá því brátt, að það var ekki gott fyrir slíkan flokk að vera [húsnæðislaus, svo hann réðst í það fyrirtæki, að vísu í nafrii félagsins, að koma upp félagsheimili Al- þýðuflokksfélagsins við Kárs- nesbraut 21. Lagði hann þar allt sem hann gat af sínum litlu efnum því annars hefði þetta ekki orðið neitt, því svona félög eiga aldrei neitt, eins og þú veizt, nema vafa- söm nöfn á skrá, sem s\ro kannski tilheyra öðmm flokk- um ef nákvæmlega er tarið í eymamarkið við kjörborðið. ----- Sunnudagur 23. janúar Nú, eftir að Félagsheimili Al- þýðuflokksins var orðið starf- hæft, sá hreppstjórinn okkar strax að ekki var betra hægt við það að gera, en halda þar dansskemmtanir fyrir ung- linga hreppsins einu sinni og tvisvar í viku, því við hrepps- búar eigum ekkert félagsheim- ili eins og Alþýðuflokkurinn hér. Hreppstjórinn okkar sá í hendi sér að unglingarnir héma voru í hálfgerðu reiði- leysi, og þar sem hann var sjálfur yfirvald staðarins, þá hóf hann brátt að halda þar dansleiki þá sem ég gat um. Þá gat hann haft eftirlit með æskunni, þvi hann hefur alltaf haft velferð hennar fyrir aug- um. Þarna lofaði hann svo unglingunum okkar að vera við dans og dufl svo þau gætu notið lystisemda lifsins undir verndarvæng sjálfs lög- gæzluvaldsins og þyrftu ekki að vera í blóra við neinn. Þama hafa svo unglingarnir okkar verið undanfarin ár, flestir á aldrinum tólf til sex- tán ára. Þeir hafa setið þama í tóbaksreyk og drukkið sína gosdrykki, oft blandaða. — Hreppstjórinn okkar telur bezt að unglingarnir kynnist lífinu af eigin raun, en ekki af sögusögnum annarra, enda hefur hann sjálfur alltaf vak- að yfir þvi að mátulega væri drukkið og duflað svo ung- lingamir okkar færu sér ekki að voða, en hafi of mikið ver- ið að gert hefur hann notið aðstoðar löggæzluþjóna til þess að kenna þessu ungviði hvernig fer ef út af er bmgð- ið. Við höfum yfirleitt getað gengið að ungviði okkar vísu þama í iFélagsheimili (A.1- þýðuflokksins og er það ekki lítið atriði á þessum tímum þegar þið Reykvíkingar hafið aldrei hugmynd um hvar ykk- ar unglingar em niðurkomnir. Og hreppstjórinn okkar er Framhald af 1. síðu. gengislækkunar, tekur undir ofbeldishótanir auðmannastétt- arinnar. Þó vita aðstandendur blaðsins fullvel að þessi of- beldishótun styðst ekki við neinar hagfræðilegar röksemd- ir. Dagsbrúnarmenn eru um 3000 taisins. Sé reiknað með að kaup þeirra sé 36.000 kr. á ári myndi t.d. 20% kaup- hækkun nema 7.200 kr. á mann eða rúmlega 21 millj. króna á alla meðlimi Dags- brúnar á ári. Sú upphæð er nálægt því helmingur a£ hreinum gróða Landsbank- ans á einu ári; hún er senni- lega enn minna brot af hreiniun gróða olíuhring- anna, þannig mætti telja upp gróðafyrirtækin eitt af öðru. Hví skyldi það þurfa að valda gengislækkun þótt þessir fjármunir yrðu færð- ir til frá gróðafyrirtækjuin til verkafólks; og hvaða „glundroði og efnahagslegt öngþveiti“ skyldi stafa af því? Langar til að kljúfa. Röksemdir Þjóðvamarflokks- ins eru blekking, en með þeim gengur flokkurinn til opin- skárrar aðstoðar við stjómar- flokkana. Jafnframt — segir Frjáls þjóð — „heitir Þjóð- 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 ekki alltaf að spyr ja um þenn- an bjánalega aldur, sem eng- inn vill kannast við, og þann- ig herur hann forðað mörg- um krakkanum, sem þið kall- ið, frá því að ljúga til um aldur sinn. Hreppstjórinn okk- ar hugsar fyrir öllu, líka þ\ú smáa. — Hugsaðu þér, hvað heldurðu að hafi svo skeð í fyrra? Ja, það er von þú rek- ir upp stór augu, það var hvorki meira né minna en það, að eitthvert pakk hér í hreppnum fór og kærði þessa starfsemi hreppstjórans okk- ar fyrir Barnaverndarnefnd. Hugsaðu þér aðra eins ósvífni. Til allrar hamingju var þetta óvenjuskynsöm barnaverndar- nefnd, sem þá var starfandi, hún sagði bara hreppstjóran- um okkar frá þessari frekju og sat svo eina skemmtun, og lagði svo auðvitað blessun sína yfir hið fórnfúsa starf hreppstjórans. SVONA skynsamar eiga barnaverndarnefndir að vera, finnst þér ekki? Eg' minntist á það áðan, að hrepp- stjórinn okkar hefði önglað þessu heimili upp. Nú skal ég segja þér sönnur á því. Þeg- ar hann Guðmundur Hagalíu var með sprellið fyrir kosn- ingarnar í fyrra, þá klofnaði Alþýðuflokksfélagið, já, það er nú of mikið að segja klofn- aði, því Guðmundur klýfur aldrei neitt, hann dreymdi bara að hann ^eri stór og svo hélt hann að hann v-æri stór og ætlaði að kjöldraga hreppstjórann okkar, en það varð óvart Hagalín, sem var kjöldreginn og hreppstjórinn okkar hélt bæði félaginu og húsinu. En þegar farið var að gera upp hag félagsins kom það á daginn að það átti alis ekki húsið, heldur hreppstjór- varnarflokkur Islands á alla stuðningsmenn sína og velunn- ara innan verkalýðssamtak- anna“ að snúast gegn kaup- hækkunum verkafólks. Ef hægt væri að taka áskorun þessa ai- varlega jafngilti hún beinni klofningsstarfsemi á sama tíma og mest veltur á að verkalýðshreyfingin standi sameinuð. Hins vegar verður hún ekki tekin alvarlega vegna, þess að Þjóðvarnarflokkurinn á engin ítök innan verkalýðs- hreyfingarinnar sem betur fer. En söm er gerð forsprakk- anna, og mun nú flestum ljós- ara en áður hlutverk þeirra í stjórnmálabaráttunni á íslandi. Ekki á valdi verklýðs- hreyfingarinnar. Tal Þjóðvarnarmanna um lækkun dýrtiðar er einnig bor- ið fram í blekkingarskyni. Slik lækkun er ekki á valdi verka- lýðshreyfingarinnar, hvorki að framkvæma hana né að tryggja að við hana sé staðið. Það er pólitískt mál ríkisstjómarinn- ar. Að sjálfsögðu munu verka- lýðssamtökin taka hverri slíkri kjarabót fegins hendi og taka tillit til hennar í kröfum sínum — en verkalýðurinn lætur ekki segja sér fyrir verk- um um það að hann sé eina stétt landsins sem ekki megi fá hærra kaup. Framhald á 11. síðu. Þjóðvörn gegn kauphækkun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.