Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 17. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						16) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 23. janúar 1955
&
þJÓflVIUINN
Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurlnn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (éb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, lvar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 tfnur).
Askriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — LausasöluverS 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Reyslan er ólýgnust
Afturhaldsblöðin láta sér nú mjög tíðrætt um það hversu
gagnslaus og skaðleg sé öll kjarabarátta. Var þar fremstur
í flokki Benjamín Eiríksson, fulltrúi Alþjóðabankans
bandaríska, og hélt þessari skoðun fram í tveimur greinum,
sem höfðu á sér yfirskin fræðimennskunnar en voru að
efni til aðeins ómengaður áróður í þágu auðstéttarinnar.
Eigi að draga einhverja skynsamlega ályktun af þessum
skrifum Benjamíns, er það sú, að meðan ríkisvaldið er í
höndum auðmannastéttarinnar er því að sjálfsögðu beitt
til þess að ræna aftur þeim kjarabótum sem verklýðshreyf-
ingin hefur áunnið sér í baráttu sinni. Þetta eru sannindi
sem allir þekkja, og er skemmst að minnast þess að stjórn-
arvöldin hafa nú svikið öll þau loforð sem þau gáfu eftir
desemberverkföllin miklu 1952.
" En af þessu verður auðvitað ekki dregin sú ályktun að
verklýðshreyfingin eigi að gefast upp, eins og Benjamín
Eiríksson heldur fram. Þvert á móti þarf þessi staðreynd
að verða verkalýðnum hvatning til þess að láta miklu
rneira að sér kveða á sviði stjórnmálabaráttunnar, enda
fer skilningur á því nú vaxandi dag frá degi. Kosningarn-
ar til Alþýðusambandsþings og þingið sjálft sýndu póli-
tískan samstarfsvilja verkafólks, og sama þróun kemur
fram í stjórnarkosningum verklýðsfélaganna. Það eru t. d.
engin smáræðis tíðindi að stjórn Dagsbrúnar skuli nú sjálf-
kjörin, eftir að hávaðasöm átök hafa verið í félaginu um
hverjar kosningar í heilan áratug. Þessa pólitísku ein-
ingu þurfa verklýðssamtökin að efla af miklu kappi, þannig
að hún birtist á sem ótvíræðastan hátt í næstu kosningum
til þings og bæjarstjórna.
En sú kenning er ekki heldur rétt að verklýðssamtökin
eigi aðeins að hugsa um þessa pólitísku baráttu og bíða
þess að þau fái úrslitaáhrif á stjórn landsmálanna. Þau
verða látlaust að heyja kjarabaráttu sína. Og í þeirri bar-
áttu ráða þau yfir valdi samtaka sinna, ómótstæðilegasta
valdi þjóðfélagsins, ef verklýðssamtökin eru einhuga. Því
valdi verða verklýðssamtökin látlaust að beita til þess að
knýja fram betri samninga við atvinnurekendur, hærra
kaup og aukin fríðindi, bæði til þess að vega upp árásir
ríkisvaldsins og til þess að sækja fram.
Það er herfileg falskenning að þessi kjarabarátta sé
haldlaus, allar kjarabætur séu étnar upp jafnóðum og verra
en það. Það þarf ekki annað en að líta yfir reynslu verk-
lýðshreyfingarinnar hérlendis til þess að komastað raun
um það. Kjör almennings hafa batnað geysilega á öllum
sviðum, aðeins vegna þess að verklýðshreyfingin hefur beitt
valdi samtaka sinna, og það hefur aftur haft í för með
sér stórfellda framþróun í þjóðfélaginu; atvinnurekendur
hafa verið knúðir til að síauka véltæknina- Vald verklýðs-
hreyfingarinnar er orðið svo mikið að auðmannastéttin
hefur ekki þorað að beita ríkisvaldi sínu til þess að ræna
kjarabótunum jafnóðum aftur, af ótta við að þá myndi
pólitískur skilningur verkalýðsins aukast svo mjög að ekki
yrði við neitt ráðið. Og jafnvel þótt það dæmi væri búið
til að ríkisvaldinu væri beitt til þess að ræna hverjum ávinn-
ingi, myndi hvert verkfall engu að síður færa kjarabætur
fram að þeim tíma að ríkisvaldið væri búið að svara, og
síðan yrði að hefjast handa á nýjan leik. En slík keppni
myndi fljótlega verða auðmannastéttinni örlagarík.
Það er ekkert nýtt að því sé haldið fram að kjarabarátt-
an sé tilgangslaus eða að ríkisvaldið hóti refsiráðstöfunum,
gengislækkun og öðru slíku. Það hefur verið gert alla tíð
frá því að verklýðssamtök hófust á íslandi. Reynslan er
hins vegnar ólygnust ura það hvernig félagsskapur alþýð-
unnar hefur eflzt og styrkzt við hverja raun, kjör al-
menníngs hafa batnað og réttindi aukizt. Og þannig mun
*nn verða.
Ævintýrið
Bidstrup teiJmaði
SKAK
Ritstjórij Buðmundur Arnlaugsson
Norsk skák, ungversk skák og tvö dœmi
Haave varð skákmeistari Nor-
egs árið 1954. Hann varð efst-
ur níu þátttakenda á skákþingi
Noregs og hlaut 6 vinninga.
Hér fer á eftir ein af skákum
hans úr mótinu.
Barda — Haave
1. d2—d4 d7—d5 2. c2—c4
d5xc4 3. Rgl—f 3 a7—a6 4. a2—
a4 Rg8—f6 5. e2—e3 Bc8—g4
6. Bflxc4 e7—e6 7. Rbl—c3
Rb8—c6 8. o—o Bf8—b4 9.
Bfl—e2 o—o 10. h2—h3 Bg4—
f5 11. Be2—d3 Dd8—c7 12.
Bd3xf5 e6xf5 13. Ddl—c2
g7—g6 14. b2—b3 Bb4—d6 15.
Bcl—b2 Rc6—b4 16. Dc2—e2
c7—c6 17. Hal—dl Ha8—d8
18. Rf3—d2 Bd6—b8 19. Rb2—
a3 De7—c7 20. f2—f4 a6—a5
21. Rd2—c4 Hf8—e8 22. Rc4—
e5^Rf6—d5 23. Rc3xd5 Rb4xd5
24. De2—d2 f7—f6 25. e3—e4
f5xe4 26. Re5—g4 e4—e3 27.
Dd2—e2 h7—h5 28. Rg4—e5
f6xe5 29. f4xe5 Rd5—c3
30. De2—c4f Rc3—d5 31.
Hdl—el He8—e5 32. Hfl—
f6 He5—f5 33. Hf6x
f5 Dc7—h2t 34. Kgl—fl
Dh2—hlt 35. Kfl—e2 Dhl—
g2t 36. Ke2—d3 Dg2—d2t og
hvítur gafst upp.
Honfi — Köberl. Búdapest 1954
l.e2—e4 d7—d6 2. d2—d4
Rg8—f6 3. Rbl—c3 g7—g6 4.
Bcl—g5 Bf8—g7 5. f2—f4
o—o  6.  Ddl—d2  a7—a6  7.
o—o—o b7—b5 8. e4—e5
b5—b4 9. e5xf6 b4xc3 10.
Dd2xc3 e7xf6 11. Bg5—h4
Rb8—d7 12. f4.—f5 Rd7—b6
13. Bfl—d3 Bg7—h6t 14.
Kcl—bl Ha8—b8 15. b2—b3
Rb6-d5 16. Dc3—el Hf8—e8 17.
Del—a5 Rd5—eS 18. Hdl—•el
Bc8xf5 19. Bd3xf5 Hb8—b5
20. Da5xa6 Hb5xf5 21. Da6—e2
He8—e6 22. Rgl—f3 Dd8—a8
23. Hhl—gl Hf5—a5 24. a2—
a4 d6—d5 25. De2—d3 Ha5xa4
26. b3xa4 Da8xa4 27. Bh4—gð
f6xg5 28. HelxeS He6—b6t
29. Kbl—cl g5—g4 30. Hgl—
el g4xf3 31. g2xf3 Hb6—e6 32.
Kcl—dl Da4^-alt 33. Kcl—d2
Dalxelt Gefst upp.
dæminu. Það sér hver maður,
að örðugt er að gera dæmi á
þennan hátt úr garði, og
um léttleikann er bezt að láta
lesendur .sjálfa dæma. Hér
kemur það þá, tvö dæmi í einu;
Skákdœmi
Sveinn Halldórsson hefur á
ný sýnt skákdálkinum þá vel-
vild að senda honum dæmi til
birtingar. Það er tileinkað
Sveini Kristjánssyni taflmeist-
ara og er all nýstárlegt, því að
taflstaðan er þannig, að hvor
sem leika á mátar í þriðja leik.
„Dæmið hefur ekkert til síns
ágætis annað en það, að vera
sjaldséð að hugmyndinni til,
það er allt of létt og mjög
veigalítið, en mér lánaðist ekki
að gera þessa frumsmíð betur
úr garði" skrifar höfundur með

'WB   'WB.
vm.__'mk
wm  mz  w§ k i
®;Æ
w,........B
"<&  Wéai*.Wm  'WB
cm
_jijm.& «  «  ^
ABCDEFGH
Hvor, sem á leikinn, mátar í 3..
leik.
Og svo ein klassísk tafllok,.
rúmlega hálfrar aldar gömul:
Emanuel  Lasker  (Deutsches
Woohenschach 1890)'.
ii§  wm,  wm  m
W%>   %M   W^,   WB, ^
m . m.
¦ ¦ ¦ t
m  wm.
ABCDBFGH
Hyítur á að vinna.
Lausnir á 2. blaðsíðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12