Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 17. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Sunnudagur 23. janúar 1955
Eftir að ólánsamur einstaklingur af ætt bláfisksins, sem álitínn
var löngu útdauður, var svo óheppinn að lenda á fiskmarkaðinum
í Anjouan fyrfr nokkrum árum, hafa þelr sem efOr llfa af œttinni
ekki  haft  stundlegan  frið  fyrir  vístndamönnum  hvaðanæva  úr
heiminum. ítalskur visindamaður hefur meira að segja komið ein-
um  bláfiskanna  að  óvörum  með  djúpmyndavél  sinnl  eins  ogr
stóra myndin ber með  sér.  — TU hægri er  líkan af fiskinum
írá Anjouan.                                     '
Hnf4júpsrniinsokiiir
AUt frá miðbiki seytjándu
aldar hafa rússneskir sjófar-
endur gert margar og mikils-
verðar uppgötvanir á norður-
hluta  Kyrrahafs.   Árið  1648
sigldi Semen, nokkur Desjneff
fyrir norðausturodda Asíu, og
eftir það hófust sjóferðir frá
Hvítahafi  til  Beringshafs,  og
„ sannaðist þá að sund skilur
álfurnar Asíu og Ameríku. A
öndverðri átjándu öld var svo
samin lýsing á norðurhluta
Kyrrahafs og gerður uppdrátt-
ur af því. Þetta gerði leiðangur
sá, sem kenndur er við Bering,
á árunum 1725—43. Hann gerði
líka uppdrætti að báðum
ströndum Beringshafs, strönd-
um Alaska og Kúrileyja.
Á fyrstu áratugum nítjándu
aldar  juku  rússneskir  sjófar-
endur enn við frægð sína. Á
árunum 1803—5 sigldu þeir
Krusensjten og Lisjanovskij
kringum hnöttinn og aftur árið
1816—17, en árin 1819—21
sigldu Belhngshausen og Lasar-
ev kringum Suðurheimskauts-
landið, og á árunum 1826—29
var farin rannsóknarferð, sem
bætti miklu við þekkinguna á
löndum og höfum, hét sá Lidke,
sem þeirri ferð stjórnaði. Enn-
fremur má nefna rannsóknar-
ferð S. Makaroffs á skipinu
„Vitias" árin 1886—89.
Margar rannsóknarferðir
Síðan hafa höfin sem liggja
eð hinu víðlenda Rússaveldi
(síðar Sovétlýðveldunum) ver-
ið rannsökuð af miklum dugn-
aði.  Það  má  minna  á  hinar
Þetta er eini fiskurinn, sem fundizt hefur af nýrri og áður óþekktri
ætt djúpsæyarfi&ka. Hann hefur verið kallaður „Galatheathauma",
kenndur við danska hafrannsóknarleiðangurinn fræga. Takið eftlr
hinu lýsandi liffæri í kjafti fisksins, en með þvf lokkar hann
tU híii bráðina.
mörgu rannsóknarferðir um
Norðuríshafið, og rannsóknir á
skipaleiðinni með ströndum
Rússlands og Síberíu, og á
Kyrrahafi.
En merkilegastar munu vera
taldar hafdjúpsrannsóknir Sov-
étríkjanna í höfunum langt til
austurs og á Kyrrahafi þar sem
næst liggur Síberíu. Þessar
rannsóknarferðir eru gerðar út
af hafrannsóknadeild rússnesku
akademíunnar, og skipið, sem
til þess er ætlað, heitir „Vítías".
„Vítías" er 5 500 smálesta
skip, og hið fullkomnasta, eink-
um til rannsókna á hafdýpi
hvar sem er á hnettinum, og
búið öllum hinum nýjustu og
fullkomnustu tækjum til líf-
fræði-, vatnsfræði- og vatns-
efnafræðirannsókna, og einnig
til jarðfræðirannsókna. Mörg
af þessum tækjum eru fundin
upp og smiðuð í Sovétríkjunum.
Á skipi þessu geta 60 vísinda-
menn starfað saman í hóp, og
hafa þeir til umráða 14 rann-
sóknarstofur.
Þess er fyrst að gæta, að
þrír fjórðu hlutar af yfirborði
jarðarinnar eru þaktir sjó, og
honum víðast djúpum, og að í
þessu mikla ríki fer margt
fram, sem mönnum er ekki
kunnugt um, þekking manna á
útriöfunum og þeim voldugu
öflum, sem þar eru að verki,
er enn býsna takmörkuð.
Áhuginn á hafrannsóknum
fer sívaxandi, ekki einungis í
Sovétríkjunum, heldur í flest-
um löndum.
Á síðustu árum hafa verið
farnar fjórar ferðir á stóran
mælikvarða til að rannsaka höf
jarðarinnar, ein frá Sovét, önn-
ur frá- Danmörku (Galathea),
hin þriðja frá Svíþjóð (Alba-
tros), og hin fjórða frá Bret-
landi (Shallenger 11).
Stórauknar hafrannsóknir
munu auka óhemju við þekk-
ingu í líffræði, jarðfræði, jarð-
efnafræði, landafræði, lofts-
lagsfræði o. fl., auk þess sem
hún eykur að sjálfsögðu við
sjálfa þekkinguna á höfunum.
Það eru djúphafsrannsókn-
irnar sem eru eftirlæti þessara
vísindamanna, og er þá miðað
við meira dýpi en 7000 metra,
enda þótt slík hafdýpi séu að-
eins að flatarmáli tíundi hluti
af hafsbotninum samanlagt.
Þessir pyttir þykja hinir fróð-
legustu, bæði frá sjónarmiði
jarðfræðinnar og dýrafræðinn-
ar.
Pyttir þessir eru 19 að tölu,
og langflestir (15) í Kyrrahaf-
inu, einkum vestast í því. Flest-
ir þeirra eru yfir 10000 m að
dýpt. Fjórir hinir dýpstu eru
frá 10 863 m til 10 382 m (við
Filipseyjar, Japan, Kamtsjaka).
Hvernig stendur nú á áhuga
manna á rannsóknum á hinu
dýpsta hafdýpi? Því er til að
svara, að þarna sé lykillinn að
sögu úthafanna og landanna.
Með jarðskjálftadýptarmælin-
um er unnt að ákveða þykkt
jarðlaga á hafsbotni, og einnig
hefur tekizt að ákveða aldur
þeirra, og hefur þessi vitneskja
aukið stórum við þekkingu á
höfum og löndum á ýmsum
öldum jarðsögunnar.
Jarðlög, sem myndazt hafa á
þanna hátt, að foksandur eða
ryk hefur safnazt saman, hafa
ÞJÓDVIUINN — (T
.««.  i*iirf3rl
*mmr^mi ¦ m
spor í hafrannsóknum, árangur-
inn af ferðinni varð með af-
brigðum mikilsyerður.
Þess er fyrst að geta, að
gerð var allnákvæm ákvörðun
um dýptina á mestöllu þessu
svæði, með aðstoð bergmáls-
dýptarmælis, svo að langt fór
fram úr eldri athugunum.
Mesta hafdýpi, sem mælt var
á „Vítíasi" árið 1953, var 10 382
m, eða 1 870 m dýpra en það
sem „Túskanóra" hafði mælt
dýpst. Það kom þannig i ljós,
að hylur þessi var einn hinn
allra dýpsti sem til er. Allar
mishæðir á hafsbotninum komu
skýrt í ljós, og einnig breyting-
ar allar sem á þeim verða. Ekki'
er enn lokið þeim breytinga-
ferli. Landskjálftar og eldgos
valda miklu um þær, og eru
tíð einkum norðantil og verð-
ur þar tíðum  mikið rask,  svo
Djúpsævarfiskurinn  lýsir  í  myrkri  með  „ljóskerinu"  framan  á
hausnum. TakiS eftir hinu örsmáa karldýrl,  sem  er fast við  bol
kvendýrsins.
öll orðið til á botni úthafanna,
og einkum þar sem dýpst er,
en síðan hefur botninn hafizt
og orðið að þurrlendi og jafn-
vel hálendi, en fram að þessu
hefur ekki verið Ijóst, hvernig
þessi jarðlög hafa orðið að því
sem þau eru nú. Hafrannsóknir
nútímans hafa leyst þessa gátu.
Rannsóknir á dýralífi haf-
djúpanna eru gagnmerkar, því
að þarna hafa varðveitzt ýms-
ar tegundir, fornar að gerð,
sem útdauðar eru annars stað-
ar, og auk þess sem þetta hef-
ur mikla þýðingu fyrir dýra-
fræðina, leysir það marga gát-
una, sem jarðfræðingar hafa
glímt við.
i
Nýfundinn hylur
Rannsóknarferð „Vítíasar"
árið 1953 var farin í þeim til-
gangi að rannsaka hylinn mikla
við Kamtsjaka og Kúrileyjar,
svo nákvæmlega sem unnt
væri, en hann nær alla leið frá
Beringseyjum til Hokajdo. Ár-
ið 1864 tókst amerísku rann-
sóknarskipi að mæla 8 512
metra dýpi í stórhyl þessum,
og var þetta lengi álitið vera
hið mesta dýpi á þessum slóð-
um, og kallaðist Tuskarahylur,
eftir nafni skipsins. Fjórtánda
ferð  „Vítíasar"  markaði  stórt
að nemur mörgum hundruðum*
metra, nýir gígar myndast og
berglög koma upp.
Einnig voru gerðar rannsókn-
ir á sjóvatninu á ýmsu dýpi
frá yfirborði til botns, bæði
efnarannsóknir og strauma,
straumhraði mældur og gagn-
verkanir milli strauma yfir-
borðsins og djúpsins, og jarð-
laganna á botninum.
Uppgötvun dýralífs
Þessar rannsóknir hafa leitt
í ljós óhemju þekkingu varð-
andi dýralíf hafdjúpanna.
Slætt var með vörpu á 6 000 ra
dýpi, og með ágætum árangri.
Stundum tókst að slæða á allt
að því 10 000 m dýpi, og náðust
djúpfiskar sem aldrei hafa sézt
fyrr, bæði smáir fiskar og rán-
fiskar sporðlangir, ginviðir og
hvasstenntir. Flestir hafa þess-
ir djúpfiskar Kyrrahafsins öU
einkenni annarra djúphafsfiska,
sem lifa í órofa myrkri allt ár-
ið og grafarþögn undir óhemju
þrýstingi. Sumir eru augnalaus-
ir, en hafa næma fálmara.
Aðrir hafa afarstór augu, lík-
ust safnglerjum í stjörnukíkj-
um, enn aðrir hafa „stöngul-
augu".
Þessar rannsóknir sem gerð-
Framhald  á 8. síðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12