Þjóðviljinn - 23.01.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.01.1955, Blaðsíða 7
Eftir að ólánsamur einstaklingur af ætt bláfisksins, sem áJítinn var löngu útdauður, var svo óheppinn að lenda á fiskmarkaðinum í Anjouan fyrir nokkjum árum, hafa þeir sem eftir lifa af ættinni ekki haft stundlegan frið fyrir vísindamönnum hvaðanær\-a úr heiminum. ltalskur \ásindamaður hefur meira að segja kornið ein- um bláfiskanna að óvörurn með djúpmyndavéi sinnl eins og stóra myndin ber með sér. — Til hægri er likan af fiskinuni frá Anjouan. Hflfdjápsranosóknir Allt frá miðbiki seytjándu aldar hafa rússneskir sjófar- endur gert margar og mikils- verðar uppgötvanir á norður- hluta Kyrrahafs. Árið 1648 sigldi Semen, nokkur Desjneff fyrir norðausturodda Asíu, og eftir það hófust sjóferðir frá Hvítahafi til Beringshafs, og sannaðist þá að sund skilur álfumar Asíu og Ameríku. Á öndverðri átjándu öld var svo samin lýsing á norðurhluta Kyrrahafs og gerður uppdrátt- ur af því. Þetta gerði leiðangur sá, sem kenndur er við Bering, á árunum 1725—43. Hann gerði líka uppdrætti að báðum ströndum Beringshafs, strönd- um Alaska og Kúrileyja. Á fyrstu áratugum nítjándu aldar juku rússneskir sjófar- endur enn við frægð sína. Á árunum 1803—5 sigldu þeir Krusensjten og Lisjanovskij kringum hnöttinn og aftur árið 1816—17, en árin 1819—21 sigldu Bellingshausen og Lasar- ev kringum Suðurheimskauts- landið, og á árunum 1826—29 var farin rannsóknarferð, sem bætti miklu við þekkinguna á löndum og höfum, hét sá Lidke, sem þeirri ferð stjórnaði. Enn- fremur má nefna rannsóknar- ferð S. Makaroffs á skipinu „Vitias" árin 1886—89. Margar rannsóknarferðir Síðan hafa höfin sem liggja «ð hinu víðlenda Rússaveldi (síðar Sovétlýðveldunum) ver- ið rannsökuð af miklum dugn- aði. Það má minna á hinar mörgu rannsóknarferðir um Norðuríshafið, og rannsóknir á skipaleiðinni með ströndum Rússlands og Síberíu, og á Kyrrahafi. En merkilegastar munu vera taldar hafdjúpsrannsóknir Sov- étríkjanna í höfunum langt til austurs og á Kyrrahafi þar sem næst liggur Síberíu. Þessar rannsóknarferðir eru gerðar út af hafrannsóknadeild rússnesku akademíunnar, og skipið, sem til þess er ætlað, heitir „Vítías“. „Vítías“ er 5 500 smálesta skip, og hið fullkomnasta, eink- um til rannsókna á hafdýpi hvar sem er á hnettinum, og búið öllum hinum nýjustu og fullkomnustu tækjum til líf- fræði-, vatnsfræði- og vatns- efnafræðirannsókna, og einnig til jarðfræðirannsókna. Mörg af þessum tækjum eru fundin upp og smíðuð í Sovétríkjunum. Á skipi þessu geta 60 vísinda- menn starfað saman í hóp, og hafa þeir til umráða 14 rann- sóknarstofur. Þess er fyrst að gæta, að þrír fjórðu hlutar af yfirborði jarðarinnar eru þaktir sjó, og honum víðast djúpum, og að í þessu mikla ríki fer margt fram, sem mönnum er ekki kunnugt um, þekking manna á útböfunum og þeim voldugu öflum, sem þar eru að verki, er enn býsna takmörkuð. Áhuginn á hafrannsóknum fer sívaxandi, ekki einungis í Sovétríkjunum, heldur í flest- um löndum. Á síðustu árum hafa verið farnar fjórar ferðir á stóran mælikvarða til að rannsaka höf jarðarinnar, ein frá Sovét, önn- ur frá Danmörku (Galathea), hin þriðja frá Svíþjóð (Alba- tros), og hin fjórða frá Bret- landi (Shallenger 11). Stórauknar hafrannsóknir munu auka óhemju við þekk- ingu í liffræði, jarðfræði, jarð- efnafræði, landafræði, lofts- lagsfræði o. fl„ auk þess sem Petta er eini fiskui-inn, sem fundizt hefur af nýrri og áður óþekktri ætt djúpsævarfiska. Hann hefur veriS kallaður „Galatheathainna“, kenndur við danslta hafrannsóknarleiðangnrinn fræga. Takið eftir hinu lýsandi liffæri i kjaftl fisksins, en með þvf lokkar hann tU sin bráðina. Sunnudagur 23. ianúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 hún eykur að sjálfsögðu við sjálfa þekkinguna á höfunum. Það eru djúphafsrannsókn- irnar sem eru eftirlæti þessara vísindamanna, og er þá miðað við meira dýpi en 7000 metra, enda þótt slík hafdýpi séu að- eins að flatarmáli tíundi hluti af hafsbotninum samanlagt. Þessir pyttir þykja hinir fróð- legustu, bæði frá sjónarmiði jarðfræðinnar og dýrafræðinn- ar. Pyttir þessir eru 19 að tölu, og langflestir (15) í Kyrrahaf- inu, einkum vestast í þvi. Flest- ir þeirra eru yfir 10000 m að dýpt. Fjórir hinir dýpstu eru frá 10 863 m til 10 382 m (við Filipseyjar, Japan, Kamtsjaka). Hvernig stendur nú á áhuga manna á rannsóknum á hinu dýpsta hafdýpi? Því er til að svara, að þarna sé lykillinn að sögu úthafanna og landanna. Með jarðskjálftadýptarmælin- um er unnt að ákveða þykkt jarðlaga á hafsbotni, og einnig hefur tekizt að ákveða aldur þeirra, og hefur þessi vitneskja aukið stórum við þekkingu á höfum og löndum á ýmsum öldum jarðsögunnar. Jarðlög, sem myndazt hafa á þanna hátt, að foksandur eða ryk hefur safnazt saman, hafa -ataíSK^S spor í hafrannsóknum, árangur- inn af ferðinni varð með af- brigðum mikilsyerður. Þess er fyrst að geta, að gerð var allnákvæm ákvörðun um dýptina á mestöllu þessu svæði, með aðstoð bergmáls- dýptarmælis, svo að langt fór fram úr eldri athugunum. Mesta hafdýpi, sem mælt var á „Vítíasi" árið 1953, var 10 382 m, eða 1 870 m dýpra en það sem „Túskanóra" hafði mælt dýpst. Það kom þannig í ljós, að hylur þessi var einn hinn allra dýpsti sem til er. Allar mishæðir á hafsbotninum komu skýrt í ljós, og einnig breyting- ar allar sem á þeim verða. Ekki er enn lokið þeim breytinga- ferli. Landskjálftar og eldgos valda miklu um þær, og eru tíð einkum norðantil og verð- ur þar tíðum mikið rask, svo DjúpsíPvarfiskurinn lýsir í myrkri með „ljóskerinu“ framan á hausnum. Taltlð eftir liinu örsmáa karldýri, sem er fast við boi kvendýrsins. öll orðið til á botni úthafanna, og einkum þar sem dýpst er, en síðan hefur botninn hafizt og orðið að þurrlendi og jafn- vel hálendi, en fram að þessu hefur ekki verið ljóst, hvernig þessi jarðlög hafa orðið að því sem þau eru nú. Hafrannsóknir nútímans hafa leyst þessa gátu. Rannsóknir á dýralífi haf- djúpanna eru gagnmerkar, því að þarna hafa varðveitzt ýms- ar tegundir, fornar að gerð, sem útdauðar eru annars stað- ar, og auk þess sem þetta hef- ur mikla þýðingu fyrir dýra- fræðina, leysir það marga gát- una, sem jarðfræðingar hafa glímt við. I Nýfundinn hylur Rannsóknarferð „Vítíasar" árið 1953 var farin í þeim til- gangi að rannsaka hylinn mikla við Kamtsjaka og Kúrileyjar, svo nákvæmlega sem unnt væri, en hann nær alla leið frá Beringseyjum til Hokajdo. Ár- ið 1864 tókst amerísku rann- sóknarskipi að mæla 8 512 metra dýpi í stórhyl þessum, og var þetta lengi álitið vera hið mesta dýpi á þessum slóð- um, og kallaðist Tuskarahylur, eftir nafni skipsins. Fjórtánda ferð „Vítíasar“ markaði stórt að nemur mörgum hundruðum • metra, nýir gígar myndast og berglög koma upp. Einnig voru gerðar rannsókn- ir á sjóvatninu á ýmsu dýpi frá yfirborði til botns, bæði efnarannsóknir og strauma, straumhraði mældur og gagn- verkanir milli strauma yfir- borðsins og djúpsins, og jarð- laganna á botninum. Uppgötvun dýralífs Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós óhemju þekkingu varð- andi dýralíf hafdjúpanna. Slætt var með vörpu á 6 000 m dýpi, og með ágætum árangri. Stundum tókst að slæða á allt að því 10 000 m dýpi, og náðust djúpfiskar sem aldrei hafa sézt fyrr, bæði smáir fiskar og rán- fiskar sporðlangir, ginvíðir og hvasstenntir. Flestir hafa þess- ir djúpfiskar Kyrrahafsins ÖU einkenni annarra djúphafsfiska, sem lifa í órofa myrkri allt ár- ið og grafarþögn undir óhemju þrýstingi. Sumir eru augnalaus- ir, en hafa næma fálmara. Aðrir hafa afarstór augu, lík- ust safnglerjum í stjörnukíkj- um, enn aðrir hafa „stöngul- augu“. Þessar rannsóknir sem gerð- Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.