Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 17. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						10) — ÞJÓDVIUINN — Sunnudagur 23. janúar 1955
Erich Maria REMARQUE:
Að elsha...
... ®g deyjtt
36. dagur
Hann gekk upp stigann. Það var dimmt í ganginum.
Kruse læknir átti heima á annarri hæð. Gráber mundi
varla eftir honum, en hann vissi að móðir hans hafði
' nokkrum sinnum gengið til hans. Ef til vill hafði hún
verið hjá honum nýlega og hann heföi heimilisfang
hennar.
Miðaldra kona með óskýra andlitsdrætti opnaði dyrn-
¦ ar. „Kruse? Ætlið þér að finna Kruse lækni?"
„Já".
Konan horfði þegjandi á hann. Hún hreyfði sig ekki
til að hleypa honum inn. „Er hahn heima?" spurði
Graber óþolinmóðlega.
Konan svaraði engu. Hún virtist vera' að hlusta á
eitthvað annars staðar í húsinu. „Eruð þér að finna
hann sem lækni?" spurði hún loks.
„Nei. í einkaerindum".
„Einkaerindum?"
„Já, einkaerindum. Eruð þér frú Kruse?"
„Guð forði mér frá því".
Gráber starði á hana. Fyrr um daginn hafði hann
rekizt á öll afbrigði varúðar, haturs og undanbragða,
en þetta var nýtt. „Heyrið þér", sagði hann. „Ég hef
engan áhuga á hvað ykkur hefur farið á milli. Ég þarf
að tala við Kruse lækni, það er allt og sumt. Getið
þér skilið það?"                                  ?
„Kruse býr ekki lengur hér", sagði konan hárri og
fjandsamlegri röddu.
„En nafn hans stendur þarna". Gráber benti á látúns-
plötu við dyrnar.
„Þessi plata hefði átt að vera tekin burt fyrir löngu".
„En hún er þarna. Eru einhverjir úr fjölskyldunni
hér enn?"
Konan svaraði engu. Gráber var nóg boðið. Hann var
að því kominn að segja henni að fara til fjandans, þegar
hann heyrði dyr opnast í íbúðinni fyrir innan hana.
Ljósgeisli féll fram í dimman ganginn. „Er einhver að
finna mig?" spurði rödd.
.  „Já", sagði Gráber og tefldi á tvær hættur.  „Mig
langar að tala við einhvern sem þekkir Kruse lækni.
í>að virðist ekki vera hlaupið aö því".
„Ég er Elísabet Kruse".
Gráber starði á konuna með óljósu andlitsdrættina.
Hún hvarf úr gættinni og fór inn í íbúðina. „Of bjart",
hvæsti hún í áttina til ljósgeislans. „Það er bannað
að nota svona mikið rafmagn".
Gráber stóð kyrr þar sem hann var. Stúlka um tvítugt
kom í áttina til hans yfir ljósgeislann. Andartak sá
hann bogadregnar brúnir, dökk augu og dimmbrúnt hár
sem féll óstýrilátt niður á axlir hennar — svo hvarf
hún inn í hálfrökkrið í anddyrinu og stóð fyrir framan
hann.
„Faðir minn stundar ekki læknisstörf lengur", sagði
hún.
„Ég kom ekki í lækniserindum. Ég kom til að fá frétt-
ir".
Svipur stúlkunnar breyttist. Hún tók viðbragð eins
og til að aðgæta hvort konan væri þarna enn. Svo opn-
aði hún dyrnar upp á gátt. „Komið inn", hvíslaði hún.
Hann gekk á eftir henni inn í herbergið sem Ijósið
kom úr. Hún sneri sér við og leit á hann. Augu hennar
vöru ekki lengur dökk; þau voru grá og skær.
„En ég þekki þig", sagði hún. „Gekkstu ekki í skóla
hérna".
„Jú. Ég heiti Ernst Gráber".
Nú mundi Gráber eftir henni líka. Hún hafði verið
mögur telpa með of stór augu og of mikið hár. Móðir
hennar hafði dáið ung og hún hafði flutt til ættingja
sinna í öðru þorpi. „Hamingjan góða, Elísabet", sagði
h£fnn. „Ég þekkti þig ekki. Það hljóta að vera sjö eða
átta ár síðan við höfum sézt. Þú hefur breytzt mjög
mikið".
„Þú líka".
á seyöi hér?" spurði Graber. „Þín er gætt eins og hers-
höfðingja".
Elísabet Kruse hló snöggt og beizklega. „Ekki eins og
hershöföingja heldur eins og fanga".
„Hvað þá? Pabbi þinn —"
Elísabet Kruse tók viðbragð. „Bíddu", hvíslaði hún og
gekk framhjá honum að borði sem á var grammifónn.
Hún setti hann af staö. Hohenfriedberger marsinn
glumdi við. „Svona", hvíslaði hún. „Nú geturðu haldið
áfram".
Gráber leit skilningssljór á hana. Böttcher hafði haft
rétt fyrir sér; allir borgarbúar virtust vera orönir sturl-
aðir. „Hvað á þetta að þýða?" spurði hann. „Stöðvaðu
þetta. Ég er búinn aö fá nóg af hergöngulögum. Segðu
mér heldur hvað er hér á seyði. Hvers vegna ertu
fangi?"
Elísabet gekk til hans. „Konan þarna frammi er að
hlusta. Hún er slefberi. ess vegna setti ég grammifón-
inn af stað." Hún stóð fyrir framan hann og dró nú
andann ótt og títt. „Hvað um föður minn? Hvað veizt
þú um hann?"
„Ég. Ekki neitt. Ég ætlaði bara að leggja spurningu
fyrir hann. Hvað í óskópunum hefur komið fyrir hann?"
„Hefur þú ekkert frétt af honum?"
„Nei. Ég ætlaði að spyrja hann hvort hann vissi
heimilisfang móður minnar. Foreldra minna er saknað".
.  „Er það allt og sumt?"
Graber starði á Elísabetu. „Það er nóg fyrir mig",
sagði hann svo.
Eftirvæntingarsvipurinn hvarf af andliti hennar. „Það
er satt", sagði hún þreytulega. „Ég hélt þú kæmir með
fréttir af honum".
„Hvað hefur komið fyrir föður þinn?"
„Hann er í fangabúðum. Hann hefur verið þar í fjóra
mánuði. Hann var svikinn. Þegar þú talaðir um frétt-
ir hélt ég að þú vissir eitthvað um hann".
„En ég hefði sagt þér það undir eins".
Elísabet hristi höfuðið. „Ekki ef það hefðu verið
smyglaðar fréttir. Þá hefðirðu orðið að vera varkár".
Varkár, hugsaði Gráber. í allan dag hefur þetta orö
Glens og gaman
Úr afmælisgrein um stórskáld-
ið:
Hænsnarækt hefur verið einn
af strengjunum á hörpu hans.
Móðir skipstjórans átti að
skíra nýja skipið hans sem
skyldi hlaupa af stokkunum
í dag. Hún var ákaflega ó-
styrk á taugunum fyrir þessa.
merkilegu athöfn. Að lokum
sneri hún sér að forstjóra
skipasmíðastöðvarinnar og-
spurði:
Hvað þarf ég að slá hart með>
flöskunni til að skipið hlaupi
að stokkunum ?
Ég heyri að fjölskyldu þinni.
hafi hætizt nýr meðlimur,
sagði hátíðlegur kennari við>
einn nemanda sinn.
Nýr og nýr ekki, það getur
maður náttúrlega sagt, svar-
aði nemandinn og var merki-
legur með sig: öskrið í hon-
um virðist samt óneitanlega
benda til þó nokkurrar
reynslu.
Hvað    olli    sprengingunni'.
heima hjá yður?
Púður á bindinu mínu.
Hún:  Skyldirðu  líka  elska.
mig þegar hár mitt er orðið
grátt?
Hann: Hef ég ekki alltaf elsk-
að þig, hvernig svo sem hárið-
á þér hefur skipt litum?
H'
eiinilisþáttur
Matarceði barnanna
ovani, sem fullnægir aðeins aug-
Þau stóðu hvort andspænis öðru. „Hvað er eiginlega{unum en ekki maganum.
Það er ekki nóg að leita uppi
þær fæðutegundir sem innihalda
flest vítamín í skammdeginu,
heldur skiptir mjög miklu máli
á hvern hátt matarins er neytt,
ekki sízt fyrir börnin.
Morgunmáltíðin hefur mikla
þýðingu fyrir börnin. Þess þarf
því að gæta að barnið fái nægan
tima til að neyta þessarar mál-
tiðar. Flýtismáltíðir geta orsak-
að taugaveiklun. Kennið börnun-
um að tyggja matinn vel — það
er hlutverk tannanna, ekki þarm-
anna. Ef skólabarn fer of seint
á fætur og móðirin rekur á eft-
ir því meðan það borðar, verður
barnið órólegt og gleypir mat-
inn ótugginn. Afleiðingin verður
oft magapína, sem getur orðið
að alvarlegra meini, ef þetta er
endurtekið of oft. Það er líka
mikilsvert að maginn fái hvíld
að lokinni máltíð. Fækkið eða
sleppið alveg óþörfum eða ó-
hollum millimáltíðum — kaffi
með brauði — tei — sódavatni
— sælgæti o. s. frv. og ef þið
gefið barninu ávexti þá gerið
það strax að máltíð lokinni, en
ekki hálftíma eða klukkutíma
seinna. Maginn þarf að fá frið
til að melta matinn.
Og loks nokkur orð um víta-
mín á þessum sólarlausu mán-
uðum. Daglegt magn af A, D og
C vítamínum er nauðsynlegt. Úr
grænmeti fáum við einkum A,
B og C vítamín. Kartöflur eru
helzti C vítamíngjafinn í dag-
legri fæðu okkar. B vítamín fá-
um við úr brauði. Helztu D
vítamín, eggjahvítuefnin og enn-
Nýju skórnir
Maður er búinn að fá sér nýja
sjaldhafnarskó. Manni er sárt um
skóna og tímir ekki að fara í
þá fyrr en maðúr fer út eitt-
hvert kvöldið og afleiðingin er
iðulega sú, að skemmtunin er
eyðilögð fyrir manni vegna þess
að nýju skórnir eru þrengri en
maður bjóst við.Þvi getur það
verið góð hugmynd að ganga
nýju skóna til heima. Ef maður
hefur gengið í þeim innanhúss
nokkra klukkutíma veit maður
nokkurn veginn hvernig þeir eru
á fæti. Oft eru nýir skór dálítið
óþægilegir fyrst í stað án þess
þeir séu beinlínis þröngir og þá
getur verið gott að ganga þá til
í heimahúsum, þar sem hægt er
að fara úr þeim þegar þeir
kreppa að fætinum, í stað þess
að fara í þeim í veizlu eða sam-
kvæmi,  sem  getur orðið hrein-
fremur A og B vitamínin fáum
við úr kjöti og fiski, innmat og
eggjum.
Og loks þarf að taka skeið af'
þorskalýsi á hverjum degi fram
á vor. Það heldur sleni og kveft
i hæfilegri fjarlægð.
Þrjár aðalmáltíðir þarf barnið
að fá, á morgnana, um hádegið
og á kvöldin og millimáltíð síð-
degis. Ef þessari reglu er haldið  asta kvöl fyrir bragðið.
er engin hætta á að barnið sæki
í  sífellu  í matarskápinn,  vegna
þess að það sé svangt. Það er
•  UTBREHHÐ
• ÞJÓÐVILJANN
Röndóttur
hálsklútur
Það er komið í tízku að binda
hálsklúta í hálsmálið á kjólum.
og peysum. Það er hlýtt og get-
ur verið fallegt. Þetta er hentug
tízka þegar peysur eru orðnar
of víðar í hálsinn og hægðar-
leikur að leyna þeim galla undir
hálsklútnum og á myndinni er
sýnt dæmi um þetta. Þar er háls-
klúturinn prjónaður í tveim
litum, og fallegast er að velja
liti sem fara vel við peysuna.
Trefillinn þarf að vera vel lang-
ur, svo að hægt sé að hnýta
hann í lausan hnút eins og sýnt*
er á myndinni', og garnið má
ekki vera of gróft því að þá
verður hnúturinn of ofboðslegur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12