Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 17. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						sundir Parísarbúa flýja
heimili sín vegna flóða
VatnsborS Signu og Marne hœkka stöB-
ugt - FlóSgaroar láta undan
Vatnavextir halda áfram í fljótunum Signu og Marne,
sem renna gegnum París og hafa þau flætt svo yfir
fcakka sína, að þúsundir manna hafa orðiö' að yfirgefa
heimili sín.
Mest hafa flóðin orðið í suð-
austurúthverfum borgarinnar, en
þar rennur Marne í Signu. f út-
hverfihu St. Maur, sem Marne
rennur um, lét varnargarður í
gær undan þunga vatnsins og
varð af mikið flóð. A. m. k. 5000
manns í þessum borgarhluta varð
að yfirgefa heimili sín og marg-
ir björguðust nauðulega. Her-
menn og sjálfboðaliðar unnu að
því í allan gærdag að koma
fólki, sem hefst við á húsþök-
um, til hjálpar.
I
Vatnsborðið
7 m. hærra en vanalega
f  vesturúthverfum  borgarinn-
Bæjarráð samþ.
uppdrætti að stór-
byggingu Á.V.
Eins og kunnugt er hefur Á-
fengisverzlun ríkisins í undir-
búningi að reisa stórhýsi mikið
yfir starfsemi sína. Hefur fyrir-
tækið fengið úthlutað lóð 'í
þessu skyni við Suðurlandsbraut,
skammt frá Grensásvegi. Hefur
Gunnlaugur Halldórsson arki-
tekt unnið alllengi að uppdráttum
að byggingunni. Uppdráttur
arkitektsins var lagður fram á
fundí bæjarráðs 21. þ. m. og
samþykkti bæjarráð hann fyrir
sitt leyti.
ar hefur einnig orðið mikið tjón
af völdum flóða, þó ekki eins
mikið og í austurhlutanum.
Vatnsborð Signu, sem renn-
ur um miðbik borgarinnar,
hækkar stöðugt og er óttazt að
það muni halda áfram að hækka.
Um miðjan dag í gær var það 7
metrum hærra en vanalega og
hafði hækkað um metra á einum
sólarhring.
í miðbikinu hafa mörg þúsund
kjallarar fyllzt af vatni og
skemmdir hafa orðið á ýmsum
sögufrægum byggingum, þ. á. m.
Notre Dame og Dómshöllinni.
I
Renaultverksmiðjur
í hættu
X gær leit út fyrir að flóðið
myndi ná til Renaultbílasmiðj-
anna, stærstu verksmiðja Frakk-
lands, sem eru í einu úthverfi
Parísar. Gerðar voru ráðstafan-
ir til að bjarga þúsundum ný-
smíðaðra  bíla  undan  flóðinu,
Innrásarliðið
umkringf
Stjóm Costa Rica tilkynnti í
gær, að her hennar hefði nú al-
gerlega umkringt innrásarliðið
og myndi það bráðlega úr sög-
unni. Engir bardagar hafa verið
háðir í landinu að heita síðan
stjórnarherinn tók hafnarbæinn
La Cruz á vesturströndinni.
Árangur af tillögu Petrínar Jakobsson:
Póst- og símamálastjórniiiiii
fengin lóð undir nýii síma-
híis við Suðurlandsbraut
Á fundi bæjarráðs 21. þ.m. var samþykkt að úthluta
póst- og símamálar,tjórninni byggingarlóö fyrir nýtt síma-
hús. Er lóðin við Suöurlandsbraut, næst fyrir vestan
lóð Gísla Jónssonar & Co.
Þessa afgreiðslu á erindi póst-
og símamálastjórnarinnar má
efalaust þakka því, að Petrína
Jakobsson hreyfði málinu á síð-
asta bæjarstjórnarfundi. Flutti
hún tillögu um að borgarstjóra
yrði falið að beita sér fyrir því
yið póst- og símamálastjórnina að
komið yrði upp útibúum frá póst-
húsinu í fjölmennustu úthverf-
unum og ennfremur að ráðin yrði
bót á símaskortinum í bænum.
Viðbragð borgarstjóra varð hins-
vegar það að telja sig hafa of
mikið að gera til að sinna þessum
rjauðsynjamálum. Flutti hann
tillögu um almenna áskorun á
póst-  og  símamálastjórnina  um
aðgerðir í þessum efnum. Var
sú tillaga samþykkt einróma, en
ekki mun borgarstjóra hafa lit-
izt á að senda hana áleiðis til
réttra aðila án þess að hafa
áður afgreitt lóðarumsókn
símamálastjórnarinnar.
Elliði landar 183
tonnum
Siglufirði
Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Togarinn Elliði kom hingað í
gærmorgun  með  183.2  tonn  af
fiski.  Aflinn  fór  allur í  herzlu
og frystingu.
S
Frá Andspyrnuhreyfingunni
Aðalfundur Andspyrnuhreyfingarinnar er í dag, og
hefst kl. 4 síðdegis í fundarsalnum í Þingholtsstræti 27
II. hæð. Félagar og fulltrúar eru beðnir að fjölmenna.
Skilið undirskriftagögnum, ef þið hafið ekki skilað list-
um áður.
en  ekki  var
myndi takast í
víst  hvort
tæka tíð.
það
Batnandi ástand
annars staðar
Annars staðar í Frakklandi
þar sem komið hefur til flóða
undanfarið eru þau nú í rénun.
Siglingar eru nú hafnar aftur á
Rínarfljóti, sem hefur verið ó-
fært skipum í nokkra daga.
Mynd af Guðm.
Kamban til Þjóð-
leikhússins
Á síðastliðnu sumri tjáði Einar
Jónsson, myndhöggvari, þjóð-
leikhússtjóra að hann hefði í
hyggju að gefa Þjóðleikhúsinu
höggmynd af Guðmundi Kamban,
sem hann hafði þá nýlokið við.
Styttu þessari hefur verið val-
inn staður í kristalsal hússins og
var hún afhjúpuð þar fyrir
skömmu.
Arabaríki gegn
stríðsbandalagi
Forsætisráðherrar fimm ríkja
Arababandalagsins, Egypta-
lands, Saudi-Arabíu, Sýrlands,
Jórdaníu og Líbanons, komu
saman á fund í Kairó í gær.
Nasser, forsætisráðh. Egypta-
lands, boðaði til fundarins sem
& að fjalla um hernaðarbanda-
lag það sem stjórnir Tyrk-
lands og íraks ætla að gera
með sér. Egypzk blöð hafa
ráðist mjög heiftarlega á þetta
fyrirhugaða bandalag.
Kvöldvakan
um Þórberg
Það er í kvöld kl. 9 sem
kvöldvaka Landnemans úr
verkum Þórbergs Þórðarsonar
hefst í Tjarnarkaffi. Björn
Þorsteinsson flytur kafla úr
ritgerð um Þórberg, en síðan
tekur við samfelld dagskrá úr
verkum meistarans, og flytja
hana ágætir upplesarar, þar á
meðal Karl Guðmundsson leik-
ari.
Aðgöngumiðar eru seldir í
dag í skrifstofu Æ.F.R., Þórs-
götu 1, kl. 2-7, og við inngang-
inn.
ÞJÓÐVIUINN
Sunnudagur 23. janúar 1955 — 20.  árgangur — 17.  tölublað
landaríski Rauðikrossinn
vlll kosta KínaferSir
En BaiuUríkjastjórn lætnr á sér skilja að
hún mnni neita um iararleyii
Rauði Kross Bandaríkjanna hefur boðizt til að greiða
ferðakostnað þess fólks sem þiggja vill boð kínversku
stjórnarinnar um að koma til Kína og heimsækja ætt-
ingja sína, sem þar eru í fangelsi.
Stjórn Rauða Krossins seg-|
ist fús til að borga einhvern
hluta ferðakostnaðar með flug-
vélum til Kína og aftur heim,
eða jafnvel allan kostnaðinn,
ef aðstandendur fanganna geta
ekkert lagt fram sjálfir.
Einn af þingmönnum repú-
blikana sagði í gær, að hann
myndi bera fram á þingi tillögu
þess efnis, að ríkið stæði
straum af hóflegum kostnaði
vegna ferðalaga þeirra, sem
vilja taka boði kínversku
stjórnarinnar.             ,
Tilkynning kínversku stjórn-
arinnar og Sameinuðu þjóð-
anna um þetta boð hefur kom-
ið mjög flatt upp á ráðamenn
í Washington og hafa þeir enn
ekki viljað taka af skarið um
það hvort aðstandendum fang-
anna verður veitt leyfi til far-
arinnar eða ekki. Þó hafa tals-
menn utanríkisráðuneytisins
látið í það skína að stjórnin sé
ekki hlynnt því, að boðinu sé
tekið.
Noregsstjórn
skipuS i gœr
í gær var skipað í embætti í
hinni nýju stjórn Einars Ger-
hardsens í Noregi. Halvard Lange
verður áfram utanríkisráðherra
en Nils Handal tekur við emb-
ætti landvarnaráðherra af Nils
Langhelle. Trygve Bratteli íét
af embætti fjármálaráðherra eins
og búizt hafði verið við og ýms-
ar aðrar breytingar urðu á
stjórninni.
Kjarnorkufundur
í Genf í ágúst
Nefnd sú, sem siðasta þing SÞ
skipaði til að annast undirbún-
ing að alþjóðaráðstefnu um frið-
samlega hagnýtingu kjarnork-
unnar, tilkynnti í gær að ákveðið
hefði verið að ráðstefnan yrði
haldin í Genf og kæmi saman
8. ágúst n.k.
Ófœrðin á fjallvegunum
Framhald af 1. síðu.
báðum hliðum í gærmorgun til
að ryðja Krýsuvíkurleiðina. Hún
var ekki farin í fyrradag og þvi
skóf af henni snjóinn. Var hún
snjólítil í gærmorgun, nema tálm-
ar í Stöpunum við Kleifarvatn
og austur á Vindheimaheiði (í
Ölvesi). Var leiðinni haldið op-
inni í gær og verður hún einnig
f arin fyrst um sinn.
Austan i'jalls,
Allir bílar sem fluttu mjólk frá
Selfossi í gær komust leiðar sinn-
ar til Reykjavíkur, en minni
mjólk mun hafa borizt til Selfoss-
búsins vegna þess hve færð hefur
þyngst í uppsveitum Árnessýslu
og bilar töfðust í fyrradag vegna
blindu og ófærðar.
,Hvalf jarðarleiðin Iokuð.
Hvalfjarðarleiðin var með öllu
lokuð í gærmorgun og það svo
rækilega að byrja varð strax í
Mosfellssyeit . að ryðja hana.
Mjólk kom því engin um þá leið
í gærmorgun.  '
Kongressflokkurinn lýsir ein-
róma samþykki sínu við ufan-
ríkisstef nu Nehrus
Þing Kongressfiokksins í Indlandi samþykkti í gær
einróma ályktun, þar sem lýst er yfir trausti á utanríkis-
stefnu stjórnar Nelirus.
1 ályktuninni er sérstaklega
tekið fram, að flokkurinn fylgi
fast eftir þeirri kröfu Nehrus,
að hætt verði framleiðslu
kjarnorkuvopna og öllum til-
raunum með þau.
Starfsmenn Vegagerðarinnar
byrjuðu strax í gærmorgun að
ryðja Hvalfjarðarleiðina beggja
megin f rá og var unnið af kappi
í gær og þeirri vinnu haldið á-
fram í nótt og góðar vonir um að
vegurinn verði fær í dag.
Suðurnesjavegur
Suðurnesjavegur tepptist í
fyrrakvöld serh fyrr segir, en
umferð hefur verið haldið uppi
eftir að starfsmenn Vegagerðar-
innar opnuðu leiðina aftur í
fyrrinótt. Vegurinn til Grindavík-
Ur og Sandgerðisvegurinn voru
hinsvegar ófærir í gær. .
Borgarfjörður.
Vegir í Borgarfjarðarhéraði
voru að þyngjast í gær og sums-
staðar nokkrar tálmanir, t. d. var
ófært út úr Borgarnesi í gær-
morgun. Stykkishólmsvegurinn
var ófær þegar hjá Borg á Mýr-
um.
Holtavörðuheiði.
Holtavörðuheiðin hefur verið
ófær, eins og frá var sagt í gær.
og snjóalög eru þannig nú og
djúpur og laus snjór, að ekki er
unnt að draga bíla yfir ófær-
urnar eins og gert hefur verið
áður í vetur, fyrr heldur en eitt-
hvað breytist aftur.
I
Él i nótt
í gærkvöldi spáði Veðurstofan
éljagangi í nótt, en þó ekki mik-
illi snjókominu. í dag var búizt
við suðaustanátt, en ekki gert
ráð fyrir snjókomu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12