Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Þriðjudagur 25. janúar 1955 — 20. árgangur — 18. tölublað
Parísaibúai diukkna
Talið var í París í gær að 20
menn hefðu drukknað þar und-
anfarna daga. Hefur Signa flætí
yfir bakka sína og lagt heil
hverfi undir vatn. Flóðið er nS
að sjatna.
Fulltrú0' á Kvennaráðstefnu Alþýðusambandsins.
kaup fyrir sörnu vinnu
hvar semer á landinu
Fyrsfa kvennaráSstefna sem AlþýSusam-
bandið boSar til umrœSna um launa-
jafnréfti karla og kvenna
Fyrsta kvennaráðstefna er Alþýðusamband ís-
lands boðar til umræðna um launajaínrétti kafla
og kvenna var haldin í Reykjavík dagana 22. og
23. janúar. Flestir íulltrúar af Austfjörðum, Norð-
urlandi og Vestfjörðum, sem tilkynnt höfðu þátt-
töku í ráðstefnunni urðu veðurtepptir og gátu ekki
mætt. Forseti ráðstefnunnar var kjörin frú Herdís*
Ölafsdóttir frá Akranesi og ritari Halldóra Guð-
mundsdóttir, Reykjavík.
Áheyrnarfulltrúar sátu ráð-
stefnuna frá Kvenréttindafélagi
íslands, Menningar- og friðar-
samtökum íslenzkra kvenna og
Mæðrafélaginu. Forseti Alþýðu-
sambandsins, Hannibal Valdi-
marsson, setti ráðstefnuna og
flutti framsöguræðu um kaup og
kjaramál kvenna, en síðan var
kjörin nefnd til að undirbúa
fundarályktun. Þessar konur
voru kosnar í nefndina: Jóhanna
Egilsdóttir, Reykjavík, Sigurrós
Sveinsdóttir, Hafnarfirði, Birg-
itta Guðmundsdóttir, Reykjavík,
Rannveig Guðmundsdóttir, Rvík,
Herdís Ólafsdóttir, Akranesi,
Helga Þorgeirsdóttir, Rvík, Ólöf
Friðfinnsdóttir, Vestmannaeyjum,
Halldóra Guðmundsdóttir, Rvík,
Jóna Guðlaugsdóttir Keflavík.
Til áframhaldandi undirbún-
ings aðgerða í kjaramálum
kvenna í samstarfi við Alþýðu-
sambandsstjórn kaus ráðstefnan
fasta nefnd, sem skipuð verður
fulltrúum frá samtökunum í öll-
um landshlutum.
Að umræðunum loknum var
svohljóðandi álykíun gerð:
„Kvennaráðstefna ASÍ, haldin
í Reykjavík dagana 22. og 23.
janúar 1955, lýsir því yfir, að
hún telur algert jafnrétti kvenna
og karla í launa- og kjaramál-
um  vera  þnð lokatskmsrk.  sem
verklýðssamtökin hljóti að
keppa eftir að ná með hverjum
þeim úrræðum, sem samtökin
geta beitt í því skyni.
Þá telur ráðstefnan nauðsyn-
legt, að samtímis sé barizt fyrir
því á Alþingi að fá fullt launa-
jafnrétti kvenna og karla víður-
kennt í landslögunum.
Kvennaráðstefnan fagnar þvi,
að fengizt hefur viðurkennt í
kjarasamningum, að greiða beri
konum sama kaup og körlum við
nokkur tilgreind erfið störf.
Að öðru leyti telur ráðstefnan
launamisrétti það, sem nú ríkir
milli kynjanna alveg óþolandi og
felur stéttarfélögum, fulltrúaráð-
um og sambandsstjórn að gera
þegar tilraun til að ná þeim
bráðabirgða áfanga, að kvenna-
kaupið verði hvergi lægra en
90% af karlmannskaupi.
Telur ráðstefnan einsætt, að við
öll léttari störf, sem konur
vinna eins vel og karlmenn og
skila eins miklum vinnuafköst-
um og þeir, beri að borga sama
kaup án tillits til þess, hvort
Framhald á 11- ='ð"
refst vií-
na vlð sovétstióraina-
Vesturþýzk bíöð gagnrýna afstöðu
ftdenauers
Erich Ollenhauer, foringi þýzkra sósíaldemókrata, skor-
aði í gær á Adenauer forsætisráöherra aö beita sér fyrir
viðræðum við sovétstjórnina um síðustu tillögur hennaij
um sameiningu Þýzkalands.
Ollenhauer hefúr sent Aden-
auer bréf, þar sem hann vekur
athygli hans á því að í síðustu
orðsendingu sinni hafi sovét-
stjórnin fallizt á alþjóðlegt eftir-
lit með kosningum um állt
Þýzkaland. Heitir hann á forsæt-
isráðherrann að krefjast þess af
Vesturveldunum að þau taki
upp samninga við Sovétríkin á
þessum grundvelli áður en samn-
ingarnir um. hervæðingu Vestur-
Þýzkalands hafa verið samþykkt-
Vitelir um
samninga í Eyjuro
Vestmannaeyjum í gær.
Frá fréttaritara.
Hér eru byrjaðar samningavið-
ræður niilli fulltrúa Verkalýðs-
félags Vestmannaeyja og at-
vinnurekenda og hafa peir síð-
arnefndu fengið hingað sér til
fulltingis Barða Friðriksson,
stai-fsmann Vinnuveitendasam-
bands fslands.
Verkalýðsfélagið sagði upp
samningum frá 1. nóv. s. 1, þann-
ig að þeír voru raunverulega úr
gildi 1. des. en samningaviðræð-
ur hafa legið niðri þar til nú.
Verkakvennafélagið Snót hefur
nýlega snúið sér til atvinnurek-
enda með ósk um að viðræður
verði teknar upp um breytingar
á sammngum til samræmis við
hækkanir sem ýmis önnur félög
hafa fengið.
ir. Við verðum að taka Rússa a
orðinú og ganga úr skugga um,
hvort þeim er alvara, segir Ollen-
hauer.
í útvarpsræðu á laugardaginrí
hafnaði Adenauer algerlegá boði
sovétstjórnarinnar og sagði að
viðræður við hana mættu allá
ekki hefjast fyrr en búið væri
áð hervæða Vestur-Þýzkaland,
Vesturþýzk blöð taka ræðu for-
sætisráðherrans illa. Borgara-
blaðið Frankfurter Rundschau
segir að hann hafi reynt að fela
fyrir þjóðinni ýmis þýðingar-
mestu atriðin í sovéíorðsending-
unni. Slíkt sé óafsakanlegt. Þjóð-
verjar verði að krefjast þess af
Vesturveldunum að þau gangi úr
skugga um, hvað fyrir sovét-
stjórninni vaki. Sérhver sóma-
kær, þýzk ríkisstjórn verði að
knýja þá kröfu fram.
SovéUán
til Finnlan-ds
í gær var undirritaður i
Moskva samningur um við-
skipti Finnlands og Sovétríkj-
anna á þessu ári. Finnar
selja Sovétríkjunum vörur
fyrir 36.000 milljónir marka,
Annar samningur var einnig
undirritaður um lánveit-
ingu Sovétríkjanna til Finn-
lands. Nemur lánið 2.300 millj.
marka og geta Finnar fengið
upphæðina í gulli, dollurum eða
hvaða gjaldeyri sem þeir helzt
vilja. Lánið á að endurgreiðast
á 10 árum.
Eisenhower biður þingið að heimila
íhlutun í borgarastyrjöldina í Kína
Kínverjar staöráðnir að ná Tairmi3 segir Sjú Enlæ
Eisenhower forseti bað í gær Bandaríkjaþing að veita
sér heimild til aö láta herafla Bandaríkjanna hlutast um
borgarastyrjöldina í Kína með því að koma til liðs við
Sjang Kaisék.
1 boðskap sem forsetinn sendi
þinginu í gær segir hann, að
atlögur hers Kínastjórnar und-
anfarið gegn nokkrum smáeyj-
um á valdi Sjangs geri það
nauðsynlegt að allur vafi verði
tekinn af um afstöðu Banda-
ríkjanna.
„Öryggi og rétttndi USA"
Eisenhower segir að tilraun
K'íiftS'-iómnr Hl ,ið ná  Tf'van.
sem er rúma hundrað kíló-
metra frá meginlandi Kína en
yfir 10.000 kílómetra frá
Bandaríkjunum, væri „augljós
ógnun við Bandaríkin og allt
Kyrrahafssvæðið". Þing og
stjórn Bandaríkjanna verði því
að taka af skarið og gera lýð-
um ljóst að gripið verði til
vopna ef þörf gerist ,,til að
tryggja rétttndi og öryggi
R^ „/|p ríV iíí rtrift".
Árás á meginlandið hótað
Biður forsetinn því þingið að
lýsa yfir, að honum sé heimilt
að beita bandarískum herafla
eins og honum sýnist „gegn
árás eða aðgerðum sem virðast
vera hluti af eða undirbúningur
undir árás" á Taivan, Takitsu
eyjarnar á sundinu milli henn-
ar og meginlands Kína „eða
stöðvar og svæði sem þeim til-
heyra".
Fréttamenn í Washington
segja, að þetta orðalag sé haft
svo að forsetanum sé heimilt
að láta gera árás á liðsam-
rlri-tf,  á mí»<rH'f»w??  Kínit  þðtt
atlaga gegn Taivan sé ekld haf-
in, og eins tíl þess að heim-
ildin nái til eyjanna Kvimoj
og Matsu örskammt frá megin-
landinu án þess að þær séq
nefndar.
Ýfirlýsing Sjú
Um sama leyti og Banda-
ríkjaþingi var fluttur boðskap-
ur Eisenhowers birti útvarpið
í Peking yfirlýsingu frá Sjú
Enlæ forsætisráðherra. Segir
hann, að Bandaríkjastjórn tali
nú um að láta SÞ koma á
vopnahléi með Sjang Kaisék og
Framhald  á 3.  síðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12