Þjóðviljinn - 27.01.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.01.1955, Blaðsíða 1
Ríkisstjórn Vestur-Þýzka- lands lýsti yfir í gær að hún fagnaði tilskipun Æðsta ráðs Sovétrikjanna um að lokið sé stríðsástandi við Þýzkaland. vSegir vesturþýzka stjórnin, að þetta sé skref í áttina til eðli- legrar sambúðar og stjórnmála- sambands milli Sovétríkjanna og Þýzkalands. Tveir brezkir tosarar íórust í gær út af Djúpi og Egiil rauði strandaður undan GrænnhUð Kl. 18.43 barst svo neyðar- skeyti frá Norðfjarðartogaranum Agli rauða um að skipið væri strandað undir Grænuhlíð og reyndist strandstaðurinn vera eina sjómíiu utan við Sléttu- tanga. Togararnir Elliði, Austfirðing- ur og Neptúnus svo og brezkur togari voru þarna í nánd og fóru þegar á strandstaðinn. Settu Elliði og Austfirðingur út báta og voru að koma að hinu strand- aða skipi er síðast fréttist, en töldu litlar likur til að björgun tækist frá sjó. Björgunarleiðangur frá Isafirði var á leið á strandstaðinn í gærkvöld Talið er víst að tveir brezkir togarar hafi f&rízt út af fsafjarðardjúpi í gær og Norðfjarðartogarinn Egill rauði strandaði undan Grænuhlíð, 1 sjómilu utan við Slttutanga. Björgunarleiðangur lagði af stað frá fsafirði í gærkvöld til þcns að gera tilraun til að bjarga sfcips- höíninni á Agii rauða. Ofsaveður var á miðunum út af Vestfjörðum í gær og sendi Slysavarnafélagið út aðvörun til skipa á þessum slóðum síðdegis. Um kl. 14 sendi fyrri brezki togarinn út neyðarskeyti og til- kynnti að sjór hefði fleigt skip- inu á hliðina. Eftir það hcyrðist ekkert til skipsins. Fóru fjórir brezkir togarar sem voru á ná- lægum slóðum á vettvang en urðu togarans ekki varir. KI. 16.12 sendi annar brezkur togari út neyðarskeyti og kvaðst kominn á hliðina og nokkru síð- ar arniað skeyti um að skipið væri að sökkva. Vestfirðir: Hvass norðaustan. Snjókoma. Vestfjarðamið: Norð- austan stormur. Snjókoma. Galt- arviti kl. 23: Norðaustan, 5 vind- stig. Mikill sjór. Hornbjargsviti: Austnoraustan, 8 vindstig. Haf- rót. Séðustu fréttir Fréttaritari Þjóðviljans á ísa- firði simaði um miðnættið að auk togaranna væri varðskipið Ægir komið á strandstaðinn. Björgunarsveitin frá ísafirði hafði einnig náð þangað á m.b. Heiðrúnu. Leizt mönnunum illa á björgunarmöguleika á sjó og voru uppi ráðagerðir um að Æg- ir reyndi að ná Iandi þama skammt frá. Heiðrún hafði feng- ið bát og fieka frá Austfirðingi. Ljóskösturum var varpað á Egil rauða og sáust skipverjar i brúnni og á hvalbaknum. Dagsimaneenii! Munið íundiim um uppsögn samninganna í kvöld Verkamaimafélagið Dagsbrún heldvr félagsfund í kvöld í Iðnó kl. 8.30. Fundarefnið er uppsögn samninga félagsins við atvinnurekendur. Er pað eina umrœðuefni fund- arins til pess að félagsmönnum gefist sem beztur kostur á að rœða petta mikla hagsmunamál sitt. Stjórn Dagsbrúnar skorar eindregið á félags- menn að hugsa málið vel, fjölmenna á fundinn, mœta stundvíslega og taka pátt í umrœðum um málið. Dagsbrúnarmenn. Munið að fundurinn er í kvöld í Iðnó. Kínverjar á Taivan vinna að flugvallargerð í skyldu- vinnu undir yfirstjóm verkfrceðingadeildar bandaríska hersins. Björgunarsveit frá ísafirði lagði af stað norður á strand- staðinn með m. b. Heiðrúnu kl. 21.43 og ætlaði að freista að komast í land innan við Sléttu- nes. Ekkert hafði heyrzt frá Agli rauða eftir kl. 7.30 síðdegis í gær. Veðurlýsing á þessum slóðum var á þessa leið í gærkvöld: Kjarnorkuvopi fií loftvorno Wilson, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði landvarna- nefnd fulltrúadeildar þingsins í gær að unnið væri að því af kappi að gera kjamorkuvopn, sem hægt væri að beita við loft- vamir. Fréttamenn geta þess til að hann eigi við kjarnorku- sprengihleðslur í flugskeyti gegn flugvélum. Bandaríkin sek um freklega áhluiun í borg- arastyrjöldina í Kína, segir Attiee Sjöundi floti Bandarikjanna hnappast saman út af ströndum Kina ÞaS liggur ljóst fyrir að aðgerðir Bandaríkjastjórnar em skýlaus íhlutun í innanlandsátök í Kína, sagði Clem- ent Attlee, foringi brezka Verkamannaflokksins og fyi’r- verandi forsætisráðherra, í gær þegar hótanir Eisenhow- ers um að beita herafla Bandaríkjanna til að hjálpa Sjang-Kaisék að halda Taivan og öðrum kínverskum eyj- um voru ræddar á þinginu í London. Að kröfu Attlees gerði Ant- hony Eden utanríkisráðherra grein fyrir afstöðu brezku stjórn- arinnar til síðustu atburða við Kína. Ráðherrann sagði að brezka stjórnin liti það mjög alvarleg- um augum að bardagar skyldu hafa blossað upp á þessum slóð- um. Æðsta markmið hennar væri að fá bundinn endi á vopnavið- skiptin. Engin lausn á þessum vandamálum myndi fást með valdbeitingu. Brezka þjóðin virðir Eisenhow- er forseta og treystir því að hann beiti ekki hervaldi nema um beina árás á Taivan sé að ræða, sagði Eden. Kína á rétt á sæti meðal SÞ Attlee svaraði Eden og sagði, að af Bandaríkjanna hálfu væri greinilega um að ræða íhlutun í kínversk innanlandsátök. Hann kvaðst vilja vekja athygli á, að hér væri um einhliða aðgerðir af hálfu Bandaríkjanna að ræða, SÞ ættu engan hlut að þeim. Fyrsta skrefið til að leýsa þessa flækja á íriðsamlegan hátt er að láta alþýðustjórn Kína fá sæti það hjá SÞ sem henni ber með réttu, sagði Attlee. Taivan og smáeyjarnar Eden hafði gert greinarmun í ræðu sinni á Taivan og smáeyj- unum skammt undan strönd Kína. Sagði hann að Taivan hefði ekki verið hluti af Kína um langan tíma. Öðru máli gegndi um smáeyjar eins og Kvimoj og Matsu, brezka stjórnin hefði alltaf viðurkennt að þær væru hluti af Kína og hún gæti vel skilið að stjórnin í Peking vildi Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.