Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Sunnudagur 30. janúar 1955 — 20. árgangur — 24. tölublað
Bústaðadeild
Fundur verður annað kvöld kl.
8.30 að Þórsgötu 1. Áríðandi að
allir mæti. — Stjórnin.
Þúsundir fögnuðu skipverjunum af Agíi rauða
Öll jb/Óð/n bakkar mönnunum er unnu jboð frábœra afrek oð b)arga beim
Þúsundir Reykvíkinga fögnuðu skipverjunum er
björguðust af Agli rauða, þegar þeir komu til
Reykjavíkur í gær.
Ægir, en hann ílutti skipbrotsmennina hingað,
lagðist að Faxagarði um kl. hálíþrjú í gær og var
bryggjan þá öll þakin fólki sem komið var til að
íagna því að hafa heimt skipverjana lifandi úr hinni
miklu þrekraun.
Djúp alvara hvíldi þó yfir mannfjöldanum, al-
vara er tjáði s'amhryggð fólksins vegna hinna 5
vösku manna er fórust.
öll þjóðin þakkar þeim mörgu mönnum er lögðu
fram krafta sína til að vinna það afrek að bjarga
þeim 29 mönnum er hér voru að stíga á land.
Slysavarnafélagið hafði stór-
an bíl tilbúinn á bryggjunni
til að flytja skipbrotsmennina,
en mannf jöldinn stóð svo þétt
að það tók nokkurn tíma að
rýma til svo þeir ættu greiðan
gang í bílinn.
Fáklæddir og berfættir
í hríð og stórsjó
Einn skipbrotsmanna var
borinn upp á bryggjuna, en
gekk síðan. Er hann með kal-
sár á fótum. Hafa skipverjarn-
ir gengið í gegnum mikla þrek-
raun er þeir urðu að hafast all-
ir við í brúnni og kortaklef-
anum í 18 stundir samfleytt
meðan sjórinn gekk yfir skipíð.
Höfðu þeir orðið að bregða við
fáklæddir og voru sumir ber-
fættir er þeim var bjargað upp
á grýtta ströndina í hríðar-
veðri.
Frábær framganga
Austfirðinganna
Skipstjórinn á Ægi rómaði
mjög þrekvirki björgunar-
manna og yasklega framgöngu
allra þeirra er að björguninni
unnu, en einkum þó Austfirð-
inganna en hópur manna af
Goðanesinu var með Magnúsi
Gíslasyni skipstjóra og Vest-
firðingunum um borð í And-
vara er hann fór í briminu eins
nálægt hinu strandaða skipi
og framast varð komizt, og áð-
ur hefur verið sagt frá. A ann-
an tug skipverja af Austfirð-
ingi fóru með björgunarsveit-
inni ísfirzku er fór á land á
Hesteyri og bjargaði frá landi.
Hver og einn er að björguninni
vann lagði fram alla krafta
sína til að vinna hið frábæra
afrek.
öll þjóðin þakkar þeim
mönnum.
Þakkarorð
Skipbrotsmennirnir voru flutt-
ir í húsakynni Slysavarnafé-
lagsins, en þar veittu slysa-
varnakonur kaffi. Guðbjartur
Ólafsson froseti Slysavarnafé-
lagsins bauð skipbrotsmennina
hjartanlega velkomna úr binni
miklu raun. Þvínæst bað hann
menn að minnast þeirra fimm
félaga er féllu í valinn. Risu
menn úr sætum. — Þá ræddi
hann um hið erfiða starf sjó-
mannsins og fórnir sjómanna-
stéttarinnar. ísland er því að-
eins byggilegt að sjórinn sé sótt
ur, sagði hann og lagði áherzlu
á að slysavarnirnar væru enn
efldar. Síðan þakkaði hann i
nafni  Slysavarnafélagsins  öll-
Rcykvíkíngar fagna skipverjunum af Agli rauða.
um  er
unnið.
að björguninni  höfðu
Verður ekki tjáð
með orðum
Þá fluttu stutt ávörp frú
Guðri'm Jónasson forseti
Kvennadeildarinnar, frú Bodil
Begtrup sendiherra Dana, er
þakkaði björgunarmönnunum.
Vigelund formaður Færeyinga-
félagsins er þakkaði björgun-
armönnunum í nafni Færey-
inganna, Eysteinn Jónsson ráð-
herra og loks Henry Hálfdáns-
son er flutti þakkir stjórnar
Bæjarútgerðar Neskaupstaðar,
ættingja og Austfirðinga.
Öll þjóðin vakti með eftir-
væntingu meðan á björgumnni
stóð, en enginn landshluti mun
hafa verið eins milli vonar og
ótta og fólkið á Austur-
landi og í Færeyjum. Þakk-
læti þessa lólks til björgunar-
mannanna, og samhryggðin
með þeim er þarna misstu ást-
vini sína verður ekki tjáð með
.orðum.
Gúmmíbátur af brezku togumnum
fannst á Halamiðum í gærdag
Talið sýnt að mönnunum hafi ekki unnizt tími
til að komast í hann áður en togarinn sökk
Togarinn Hallveig Fróðadóttir fann í gær gúmmí-
bát á reki sem talinn er vera úr brezka togaranum
Roderigo, er fórst s.l. miðvikudag við Vestfirði.
Gúmmíbáturinn var uppblásinn en tómur og þyk-
ir sýnt að togarinn hafi sokkið aður en mönnunum
gafst tóm til að komast í gúmmíbátinn.
Hallveig fánn bátinn um 90
mílur út af ísafjarðardjúpi,
66.45 gráður norður, 24,40
gráður vestur, en það er á
Halamiðum, eða það sem sjó-
menn munu kalla „upp af Hal-
anum".
A bátnum eru einkennisstaf-
ir brezks firma, en vitað var að
togarinn Roderigo hafði slíkan
gúmmíbát innanborðs. ÍBátar
þessir eru 2y2 m. í þvermál.
Þóttust sjá flak norður
af Ströndum
Flugvélar leituðu enn í gær
á þeim slóðum sem brezku tog-
ararnir fórust. Voru aldrei
færri en 3 flugvélar að leitinni
í einu. Töldu flugmennirnir sig
hafa séð eitthvert rekald
skammt norður af Geirólfsgnúp
á Ströndum, en brezkir togarar
voru næst þeim stað ogbrugðu
við til að athuga það nánar.
— -Það er alls ekki víst að rek-
ald þetta standi nokkuð í sam-
bandi við hina \horfnu togara,
heldur gæti þarna verið um
venjulegt timburrekald að
ræða.
Seint í gærkvöldi barst
Slysavarnafélaginu fregn
um að brezku togararnir er
fóru að hyggja að brakinu
sem flugvélarnar sáu, hafi
ekki getað konúzt að því
þar sem það er komið mjög
nálægt landi.
SlysavamafélagiS hefur
beðið fólkið í Reykjafirði,
nyrsta bæjarins á Ströndum
að ganga með f jörunni í dag
og athuga um brak þetta.
Lík færeyska sje-
mannsins func
í gærkvöld barst Slysavarna-
félaginu tilkynning 'um að vél-
bátur frá Hnífsdal hefði fundið
á reki í ísafjarðardjúpi lík eins
manns. Er það talið vera af
færeyska sjómanninum sem tók
út af Agli rauða meðan á björg-
uninni stóð. Að vísu þekkti eng-
inn likið, en þetta er ráðið af
giftingarhring hins látna, en inni
í  honurh  stendur: Din  Olöfa.
fsafjaríarraásói
þakkað
Henry Hálfdánsson skrifstofu-
stjóri Slysavamafélagsins. hefur
beðið Þjóðviljann að færa ísa-
fjarðarradíói þakkir Slysa-
varnafélagsins fyrir frábæra
þjónustu og dugnað undanfarna
daga og nætur meðan á björg-
unarstarfinu stóð.
Einnig þakkar hann flugmönn-
unum af KeflavikurflugvelH sem
unnið hafa að leit hinna horfnu
brezku togara.
A morgun hefst í London
fundur forsætisráðherra brezku
samveldislandanna. Talið er víst
að Taivanmálið verði ofarlega
á dagskrá og búizt við að Nehru
muni leggja fram tillögur ind-
versku stjórnarinnar um lausn
þess.
Áskorun Iðju, félags verksmiðjufólks:
Verkalýðsf lokkarnir vinni sam-
an að hagsmunamálum alþýðu
Félagið s'amþykkir að segja upp samningum frá 1. marz
Fundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks, samþykkti í gær að segja upp samn-
ingum við atvinnurekendur frá 1. marz n.k.
Ennfremur samþykkti fundurinn þessa tillögu:                          \
„Fundur í Iðju félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, haldinn 29. jan. 1955,
skorar á stjórn Alþýðusambands íslands að hún beiti sér fyrir samstarfii
verkalýðsflokkanna að hagsmunamálum, alþýðunnar í landinu".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12