Þjóðviljinn - 30.11.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.11.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 30. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 C1* — — ■ ■■■ — ■ ■ ■■ — Sameiningarflokkur al- þýðu — Sósíalistaflokkur- inn sendir þér sínar beztu heillaóskir á sextugsafmœl- inu og þakkir fyrir þá ára- tuga fórnfúsa baráttu fyrir rétti og valdi hins vinnandi manns sem þú hefur háð í verklýðshreyfingunni, sam- vinnusamtökunum og á Al- þingi Islendinga. Alþýða Is- lands mun lengi minnast hetjulegrar baráttu þinnar, þegar hörðust voru átökin í stéttabaráttu hinnar ungu alþýðuhreyfingar og verka- lýður Vestmannaeyja vann með harðfengi fyrstu sigra sína undir forustu þinni og félaga þinna. Miðstjórn Sósíalistaflokksins I Vestmannaeyjum stendur eitt hús, sem í mínu ungdæmi var kallað Bolsastaðir! Bolsar voru slæmir menn. í Rúss- la.ndi brenndu þeir kirkjur og misþyrmdu prestum á hrylli- iegan hátt. Hérlendis voru þeir að vísu ekki eins afleitir en nógu slæmir samt. Þeir æstu verkalýðinn upp, heimt- uðu hærra kaup og vildu taka allt af þeim sem eitthvað áttu. Og svo framvegis. Ja, hvílíkir menn. Það hlaut næstum að vera einhver óvenjuslæmur bolsi, að hús hans væri kennt við þessa voðastefnu. Já, Isleifur Högnason, húsbóndinn að Bolsastöðum var óveiju- „slæmur" bolsi. Hann lét sér ekki nægja að fara hamför- um í verkalýðsfélagi og heimta hærra, kaup handa körfunum og gangast fyrir verkföllum, heldur þurfti hann að rugla fólkið á sviði verzlunarmála og hann ham- aðist í pólitíkinni, á fundum, í bæjarstjóm, á þingi — ja, það vom meiri lætin. ísleifur Högnason var um áratugi meðal fremstu for- ingja íslenzks verkalýðs. Hann stóð í þeirri baráttu meðan hún var hörðust, oft í fámennum hópi verkfalls- varða, sem ekki einasta máttu þola aðkast og háðglósur, heldur og líkamlegar mis- þyrmingar stundum. Geklt jafnvel svo langt, að skotið var af byssu að Isleifi, þar sem hann sat á skrifstofu sinni — hvaða hlutverk sem þeirri byssukúlu var annars ætlað. Raunar fer varla milli mála, til hvers verið er að skjóta á menn úr byssum, svona yfirleitt. — Hverja þýðingu starf ísleifs og sam- herja hans hefur haft á frumbýlingsárum verkalýðs- hreyfingarinnar, svo og á ár- um kreppu og atvinnuleysis, getur hver maður sagt sér sjálfur. Þá var ísleifur frumkvöð- ull samvinnuhreyfingarinnar í Vestmannaeyjum og einn af ötulustu forystumönnum þeirrar stefnu í landi hér. Hann stjórnaði með prýði kaupfélaginu „Drífandi" í Eyjum, meðan sætt var fyrir íhaldssjónarmiðum stjórnar- innar. Kaupfélag verkamanna í Vestmannaeyjum var stofn- að 1931 fyrir forgöiigu Isleifs, og veitti hann því forstöðu á annan tug ára. Óx það stöð- ugt og dafnaði undir stjóm hans og varð höfuðvígi alþýð- unnar í Ej-jum í verzlunar- málum. Jafnframt. þeim umfangs- miklu störfum, sem liér voru nefnd, gegndi ísleifur jafnan forystuhlutverki í stjómmála- baráttunni. Hann átti um langt skeið sæti í bæja rstjórn Vestmannaeyja, ávallt í flokki hinna róttækustu og annaðist þá rnörg umfangsmikil nefnd- arstörf. Oft var hann þá einn síns liðs, en stóð jafnan traustan vörð um liagsmuni alþýðunnar gegn ofríki kaup- manna og atvinnurekenda og meiri hlu ta valdi bæja rstjómar- innar. ísleifur var einn af þrem fyrstu fulltrúum rót- tækrar islenzkrar alþýðu (á- samt Brynjólfi Bjamasyni og Einari Olgeirssvni) á Alþingi. Var það flestra mál, jafnt samherja sem andstæðinga, að eigi heíði íslenzk alþýða getað valið sér betri foringja, að því er snerti mannkosti og hæfileika. Oft og lengi kom það í hlut Isleifs að bera veg og vanda af í-itstjóm og útgáfu Eyjablaðs- ins og annarra málgagna al- þýðunnar í Eyjum. Hér hefur verið drepið á nokkur af hinum margþættu st.örfimi ísleifs Högnasonar — og aðeins á þvi skeiði ævi hans sem mér er kunnast. meðan hann dValdist í Eyjum. Geri ég ekki ráð fyrir, að hann kunni mér neinar þakkir fyrir skrif þetta né kæri sig um lof- ræður — hann er ekki maður slíkra hluta.. En samt þykir mér vel við eiga — og raun- ar ekki hægt að kornast hjá — úr því minnzt er á ísleif sextugan, að honum séu þökk- uð hans miklu og góðu störf í þágu alþýðunnar. Henni hef- úr hann helgað líf sitt og starfskrafta og unnið málstað hennar meira gagn en flesta grunar — sízt hann sjálfan. Siíkt má ekki gleymast. Óverðugt væri að minnast á langan starfsferil Isleifs Högnasonar í þágu íslenzkrar alþýðu og flytja honum þakkir fyrir, án þess að minnast um leið hinnar ágætu konu hans, Helgu Rafnsdóttur. Ekki ein- asta það, svo sem títt er um góðar konur, að hún hafi stutt mann sinn og styrkt og verið honum góður og uppörfandi félagi í störfum hans, heldur hefur hún og sjálf tekið virk- an þátt í hagsmuna-og stjórn- málabaráttu alþýðunnar á margvíslegan hátt.. Hennar störf í þeini baráttu eru kapí- tuli útaf fyrir sig og hann ekki smár. Það er því tvöföld ástæða til að færa einnig henni verðugar þakkir. Bið ég að lokum þau ágætu Bolsastaðahjón velvirðingar á þessum fáu og fátæklegu orð- um — en þau eiga að tjá einlægar þakkir mínar fyrir á- nægjulegar stundir samveru og samstarfs og innilegar af- mælisóskir. Arni úr Eyjum. Kæri ísleifur minn. Mikið er að vita h\'að tíminn getur liðið fljótt. Það er nú bráðum hálfur annar áratug- ur siðan kynni okkar hófust að róði með óvæntri samsetu á hinu háa Alþingi, þar sem þú stóðst öndverður í andskota- í'lokkinum miðjum, meðan ég lyppaðist niður í sætið milli þeirra Péturs ®g Vilmundar, yfirkominn af hita og svækju á sál og líkama. Svo vorum við búnir að lifa hálfa öld áður en við vissum af og nú taka tug- irnir við hver af öðrum — eða ertu kannski ekki sextugur í dag? Þannig er mannlífið. Og ekki vil ég fortaka að mér sé einskonar fróun i þeirri stað- reynd að þú verður þó ævin- lega eilítið eldri en ég. Þannig er manneðlið. Og nú eru meira að segja liðin þrjú ár siðan við flugum saman, ásamt fleiri góðum fé- lögum, austur í morgunsárið — yfir fjöll og firnindi, skóga, sléttur, eyðimerkur, unz múr- inn mikli hlykkjaðist eins og slanga fyrir sjónum okkar og fyrirheitna landið blasti við. í því ógleymanlega' æfintýri upp- götvaði ég ekki einungis dýrð mannsins í heild þegar hann fagnar nýrri tilveru að unnum sigri — ég sannreyndi einnig með nýjum hætti þinn per- sónulega kjarna: djúpsetta þrá þína eftir réttlátu samfélagi, heitan og einlægan samfögnuð þinn með hinum kúguðu, sem risnir voru til einhuga lífsvit- undar, vökulan og óþreytandi á- huga þinn fyrir smáu og stóru í forkunnlegri nýbyggingu kín- verska alþýðulýðveldisins. pað var stórkostlegt ferðalag. Það var eins og við værurn al- staðar umkringd fögnuði eilífr- ar æsku. Þá var nú ekki verið að telja höfuðhárin né sýta lit þeirra. Þá varstu ekki þess- legur að standa nær sextugu, enda virtist mér „sú Iitla“ ekki gefa þér þannig lagað auga, þrátt fyrir föðurlega tilburði þína, þar sem þið svifuð um hinar sólvermdu götur Kanton- borgar með glóð suðræns him- ins yfir höfðum ykkar. En af því verður ekki fleira sagt hér —- því skal ekki einu sinni verða hvíslað i eyra þiniiar yndislegu konu. Nú vill svo einkennilega og giftusamlcga til að á þessum afmælisdegi þínum eru á förum héðan af landi miklir aufúsu- gestir þaðan að austan: full- veðja snillingar í dáðustu forn- list þjóðar sinnar sem fært hafa okkar þjóð heim sanninn um ekki aðeins kínverska há- mennt, heldur og kínverska ástúð og ríkan viija til frið- vænlegra menningarskipta. Ég, sem þekki hug þinn til gest- gjafa okkar forðum, veit að meiri afmælisgleði gat þér ekki hlotnazt. Og kunnugir vita skerf þinn til þess að slíkt niætti takast. Aðra verðleika þína munu þessar fáu línur ekki rekja — það munu aðrir mér hæfari gera. Langa baráttu fyrir mál- stað álþýðunnar mun sigur hennar, einnig hér, að Ivktum umbuna. Ég vildi aðeins á þess- um mörkum ævi þinnar mega senda þér og þínum hugheilar árnaðaróskir f.yrir margar góð- ar og glaðar stundir í ykkar ranni. Fimmtugur, sextugur, sjötugur: hárin og árin skipta minnstu máli, ísleifur minn — það sem máli skiptir er að hita- magn fari um önd þegar hug- sjónir rætast, að geta orðið ungur og nýr við það að sjá sannleikann brjótast gegnum þjáningu og dauða sem fyllra og fegurra líf. — Gambí, góði bingdáti! Jóhannes úr Köthun. í dag er afmælisdagur ís- leifs Högnasonar. Af því tilefni rifjast upp í huga mér fjöl- margir atburðir liðinna daga, þar sem við rauðliðarnir í Eyj- um, í mismunandi stórum hóp- um, unnum að framgangi á- hugamála okkar, fögnuðum unnum áfanga eða auðguðumst að lífsreynslu í ósigri, en burð- arásinn í allri starfseminni var jafnan afmælisbarn þessa dags. Þegar kynni okkar ísleifs hófust, hafði hann þegar marga hildi háð og á ýmsu gengið um sigursæld hinnar kornungu verklýðshreyfingar, sem hann stóð í brjóstvörn fyrir. Kaup- mannavald það, er við var að etja, hafði lítinn skilning sýnt hinu vaknandi þjóðfélagsafli, verklýðshreyfingunni, en þar á móti orðið allvel ágengt i að æsa óframsýna liðsmenn sína til bardaga i vinnudeilum. Ég hafði, þegar ég var á barnsaldri, séð ísleif bíða lægra hlut í verkfallsslag, eins og það var kallað. — Ekki datt mér þá í hug að maðurinn mundi reyna öðru sinni að leggja til slikra átaka. En nú, þegar ég þekki ísleif, veit ég, að enginn ósigur getur liindrað hann í þvi að berj- ast til þrautar fyrir málstaA alþýðunnar — vígiínan getur sveigzt íram og aítur — það getur skipzt á vörn og sókn, en baráttan heldur áfram. Tveir eru einkum þeir kost- ir i fari ísleifs Högnasonar, sem ég dái. Annar er sá, hve vel hann kann að taka ósigrí og hef ég þegar nefnt af því dæmi. Hinn er dugnaður hans og þrek. Á þeim árum, sem ég hóf samstarf við ísleif, þá var hann kaupfélagsstjóri við velstætt og upprennandi félag, vann þar alla daga af kappi og áhuga meira en nú tíðkast almennt hjá forstjórum. Það mundi vissulega marg- ur hafa látið þar við sitja og þótt hinn nýtasti maður. En það gegndi hreint ekki því máli um ísleif. Á kvöldin safnaðist að hon- um einn starfshópurinn af öðr- um til að sinna þeim verkefn- um, sem að kölluðu hverju sinni í bæjar-, verklýðs- og þjóðmálabaráttunni. Ég minnist þess t. d. að eitt kvöldið unnum við að því fjór- ir saman að fjölrita Eyjablaðið, málgagn okkar í Eyjum, en það kom þá jafnan út fjölritað oft vel vandað að frágangi og myndskreytt — því ísleifur er ágætur teiknari. Þegar því verki var að ljúka upp úr miðnætti hafði það bor- ið inn í orðræður okkar, að þýzkt skemmtiferðaskip með mörg hundruð farþega væri væntanlegt til Eyja þó næsta morgun. ísleifur lét þá strax orð liggja að því, að ó slíku skipi mundi einkum ferðast yfirstéttarfólk þriðja ríkisins, sem kynni vet blóðveldi Hitlers og hefði ekki þungar áhyggjur af aðföruin þeim, sem þýzk verkalýðshreyf- ing var beitt eða leiðtogar hennar. Taldi hann vel þess vert, að lofa þeim, er þar færu á skrautfleyi, sjá, að einnig hér væri hryðjuverkum nazista mótmælt. Var nú vakið upp í nokkr- um húsum, þar sem ungir og ósporlatir félagar okkar bjuggu. Síðan voru móluð víg- orð á húsveggi við landtöku- stað og einnig ó breiða lérefts- borða — og að morgni þöndu ósofnir menn út kröfuna um frelsi til handa þýzkum verka- lýðsleiðtogum og heillaóskir til þýzka kommúnistaflokks- ins. Auðvitað varð úr þessu felu- leikur við lögregluna, því þá taldi hún ekki meiri þörf á að grípa aðra menn en þá er sýndu Hitler virðingarleysi. Og þennan dag vann ísleif- ur enn í sínu kaupfélagi — hvort hann hefur tekið sér fri næsta kvöld, það veit ég ekki. I dag er svo Isleifur Högna- son sextugur og það er liðin tylft ára síðan við Vestmanna- eyingar hættum að njóta starfs- krafta hans. En í dag munu margir Eyja-menn minnast hans með hlýjum hug og árn- aðaróskum. Karl Guðjónsson í dag er ísleifur Högnason sextugur og á ég bágt með að trúa því, að rúm þrjátiu ár séu liðin frá því er ég fyrsfc var svo lánsamur að njóta vin- áttu hans. Munu allir, sem Framhald á 9. síðu. Isleiíur Hösnason sextusiur í dag

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.