Þjóðviljinn - 11.03.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.03.1956, Blaðsíða 1
 Sunnudagur 11, marz 1956 — 21, árgangur — 60, tölublað Réttarrannsókn í málum sex fjármálamanna af sjö Iokið Rannsóknin hefur nóð til víxla, sem eru samtals að fjórhœð 6.6 millj. króna — 107 vitni ieidd Dómsrannsókn í málum sex fjármálamanna af þeim sjö, sem grunaöir hafa verið um okurlánastarf- semi, er lokiÖ og verða nú öll málsgögn send dóms- málaráðuneytinu til ákvörðunar um frekari aðgerðir. Rannsókn í málum þessum hófst hinn 21. nóvember s.l. að tillögu nefndar þeirrar, er Alþingi kaus til að rannsaka okurstarfsemi, og hefur staðið yfir óslitið síðan. Er þetta ein af umfangsmestu málsrannsókn- um, hér á landi hin síðari ár. Þórður Björnsson, fulltrúi sakadómara, sem haft hefur ransóknina með höndum, skýrði blaðamönnum frá þessu í gær og gaf stutt yfirlit um málið. Sjö fjármálamenn Strax og sakadómaraembætt- inu bárust fyrirmæli um rann- sóknina var framkvæmd hús- rannsókn hjá þeim, sem rann- sóknamefnd Alþingis hafði bent á og grunaðir voru um okur- lánastarfsemi, og þar tekin skjöl er talin voru geta veitt upp- lýsingár um málið. Dómsrann- sóknin hefur síðan verið byggð á sömiunargögnum þeim, sem fundust við húsrannsóknirnar, og skýrslu okurnefndar. í skýrslu nefndarinnar voru 7 menn kærðir og hefur mál hvers þeirra um sig síðan verið rannsakað sérstaklega. Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá eru mennimir þessir: Sigurður Bemdsen fjármáiamaður, Guð- jón Hólm lögfræðingur, Brandur Brjmjólfsson lögfræðingur, Jón Magnússon f jármálamaður, Hörð- ur Olafs'son lögfræðingur, Hjálm- týr Sigurðsson dyravörður í Út- vegsbankanum og Elias Hólm ieynivínsali. Víxlar að fjárhæð 6,ti niillj. króna Dómsskjöl í málum mánna þessara eru orðin 274 talsins, þar aí hefur verið lagður fram 161 víxill að fjárhæð alls 4,8 millj, króna. Rannsóknin hefur og náð til allmargra víxia, sem ekki hafa verið tök á að leggja fram vegna þess að iangflestir þeirra hafa verið glataðir, þann- ,ig að fjárhæð allra víxla sem rannsóknin hefur snúizt um Hussein Jórdanskonungur hef- hefur hafnað tilmælum um að koma á fund leiðtoga Egypta, Sýriands og Saudi-Arabíu í Kaíró, en segist hins vegar muni þiggja efnaliagsaðstoð af þeim, ef hún sé engum skilyrðum bundin. nemur 6,6 millj. króna. Auk víxlanna hafa verið lögð fram 45 tryggingabréf, þar sem fasteignir eru settar að veði fyr- ir víxlunum. Dómsútskriftirnar allar nema samtals rösklega 600 vélrituðum fólíósíðum. 107 vltni leidd Alls liafa 107 vitni verið leidd í málunum, þar af allir sam- samþykkjendur víxlanna. Meira en helmingur vitnanna hefur komið tvisvar fyrir dóminn og mörg oftar. Við rannsókn hefur komið í ijós að sumir af þeim vixlum, sem lagðir hafa verið fram í má'iunum, eru vöruvixlar til innheimtu hjá þeim mönnum, er þeir fundust hjá. En til flestra vixlanna hefur verið stofnað vegna peningalána í sambandi við húsbyggingar eða bílakaup. Margir oi-ðir að sæta okurkjörum Samþykkjendur víxlanna, víx- ilskuldaramir, hafa borið nokkuð sitt hvað um lánskjörin. Sumir telja sig ekki hafa verið beitta neinu okri, aðrir eru í vafa, en margir haf-a ákveðið borið að þeir hafi orðið að sæta okri. Er okur þetta mismunandi mik- ið; okurvéxtimir hafa komizt upp í 76%. Hinir kærðu hafa allír mót>- mælt því að hafa lánað íé með okurkjörum og í flestum tilfell- um halda þeir því fram að þeir hafi tekið 7—8% ársvexti af þeir hafa veitt, lánsupphæðinni í lánunum, sem og 2 % af þóknun. Þannig stendur staðhæfing gegn staðhæfingu, sagði Þórður Björnsson að lokum, því að ná- lega aldrei hafa aðrir menn ver- ið viðstaddir, þegar lán hafa verið veitt, en skuldari og lánar- drottinn. Þrýstíloftsflugvél fórst á Keflavik- urflugvelli nugmanitiitum var bjarg* að mikið slösuðum f gær fórst þrýstiloftsflugvéi í Iendingu á Keflavíkurflugvellij, en svo vel tókst tíl að flugmann- inum varð bjargað. Sveit þrýstiloftsflugvéla frá Bandaríkjaher var á leið frá Bandaríkjimum til Evrópu. Ein. flugvélanna ætlaði að lenda á Keflavíkurflugvelli, en þau xhis- tök urðu að tvær flugvélar lentu samtímis. Sakaði aðia ekki, en þrýstiloftsflugvélin sem tun get- ur eyðilagðist í lendingunni, en liðsforingja er nærstaddur var tókst að ná flugmanninum út úr vélinni áður en hún brann, Er flugma&uiinn mikið slasað- ur, en þó hugað líf. Hann var fluttur í sjiikrahús í ISnglandi. H. C. Hansen forsætisráðherra Dana, og föruneyti lians fór í gær flugleiðis frá Stalingrad til | Bakú við Kaspíahaf. Þeir fórust með Verði t»eir fimm menn sem fórust með v.b. Verði voru ílestir fjölskyldumenn og allir héöan úr bænum. Þeir voru: Nói Jónsson, Hólmgarði 29, 41 árs, lætur eftir sig konu og tvö ung börn. Hermann Sigurðsson, Sólvalla- götu 41, 34 ára, lætur. eftir sig konu og tvö böm. Hermann Dagbjartsson, Selbúð 7, rúmlega tvítugur, lætur eftir sig eitt barn. Hákon J. HáJkonarson, Rauða- hvammi við Baldurshaga, 24‘ ára, lætur eftir sig konu og 4 börn öll ung, það elzta 4ra ára. Sveinbjörn Sigvaldason, mý- fluttur í Garðahrepp en átti áð- ur heima hér í bænum. Hann var 30 ára ókvæntur og bam- laus. Tveir bændafnndir sinn á hvornm landsenda krefjast vinstra samstarfs Skora á vinstri flokkana 4 að mynda ríkisstjórn og semja um starfsgrundvöll fyrir næstu kosningar Kraía vinnandi íólks í sveitum og við sjó um samvinnu vinstri flokkanna verður æ háværari. Tveir bændafundir, sinn á hvorum enda landsins, annar í Breiðafirði, hinn á Fljótsdalshéraði, hafa nýlega lýst yfir að „núverandi á- stand í stjómmálum þjóðarinnar sé algerlega óviðunandi fyrir allt frjálslynt vinstra fólk í landinu .... eina færa leiðin til þess að afstýra stóráföllum fyrir þjóðfélagið sé að vinstri ilokkarnir 4, Framsókn, Alþýðuflokkurinn, Sósíalista- flokkurinn og Þjóðvarnarflokkurinn taki höndum saman og myndi ríkis- stjórn". Fyrri bændafundurinn var haldinn að Reykhólum í A- Barðastrandasýslu 5. þ.m. en hinn að Egilsstöðum á Fljóts-; dalshéraði 7. þ.m. Samþykktir. fundanna hafa verið sendir for- i mönnum allra framangreindra fjögurra flokka, 4lyktun Barðstrendinga Ályktun fundarins að Reylc- hólum er þaunig: „Fundur undirritaðra kjós- enda í ReykjáneskjördeUd, Austur-Ba rða stra ndasýsl u á- l.vktar: Vegna þess ófremdarástands sem mi ríkir í íslen/.kum stjórn- máhun, tel.jum við undirrltaðir kjósendur Alþýðuflokksins, Framsókiuirt'lolvksins, Sósíal- istaflokksins og Þ.jóðvarnar- flokksins, að nauðsyn beri til nú þegar að knýja fram algjiira stefnnbreytingu, og ósknm því eindregið eftir: 1) Að Framsóknarflokkurinn rjúfi nú þegar stjóruarsam- starf við Sjálfstæðisflokk- inn 2) Að niyndnð verði samstjórn allra 4 flokka, enda verði tryggt — eftír því sem unnt er — að sn stjórn sitji kjör- tíimibilið á enda. 3) Takisf ekki stjórnarmyndun, verði nú þegar — með fullri tillitssenii allra 4 flokka ■ háfinn umlirbúningur að samstarfi í kosningum og miðist það samstarf einung- is %ið að seni allrn fiestir fulltrúar hinna vinnandi stétta í landinu nái kjöri, enda komi þeir frambjóðend- nr einir til greina, sem vitað er að eindregið eru fylgjandi vinstri samfylkingu*'. Fundarstjóri var Tómas Sig- urgeirsson og fundarritari Jens Guðmundsson, Alyktun Héraðsbúa Ályktun fundarins að Bgils- stöðum 7. þ.m. er þannig; „Almennur fundur kjó-enda. haldiun að Egiisstoðum 7. marz 1956 telur að núverandi á- stand í stjórnmálum þjóðarinn- ar sé algerlega óviðuir mli fyrir allt frjálslynt vinstra fólk í landinu. li,iinduriim litur svo á að eina færa leiðin til þess rð afstýra stóráföllum fyrir þjóðfélagið sé að vinstri flokkarnir 4, Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn, Sósíalistaflokku rinn og Þjóðvarnarflokkiirimi taki böndum saman og myndi rik- isstjórn, þar sem þessir fiokkar allir liafi mjög margt sameig- inlegt og stefni raunar allir að Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.