Þjóðviljinn - 26.06.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.06.1956, Blaðsíða 6
#): — ÞJÖÐVU^jrNN — Þriðjudagur 26: júiií 1956 s*3FT- Þiqðuiliinn Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Kosningaúrslitin l/'osningaúrslitin sýna hví- líkt rót hefur verið á hugum almennings fyrir iþessar kosningar og ríður ;tiú á miklu að menn dragi íéttar ályktanir út af því, £em gerzt hefur. 4 lþýðubandalagið kemur út úr þessum kosning- um sem hinn sterki banda- iagsflokkur verkalýðs og ;millistétta, annar fylgis- .rnesti flokkur landsins, þrátt fyrir allan þann .hamagang, sem beitt hefur verið til að reyna að hindra Jpá sameiningu alþýðunnar, sem fram er að fara með xnyndun Alþýðubandalags- ins. Höfuðlærdómurinn, sem draga verður af þessum kosningum, er að yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar krefst þess eindregið og undanbragðalaust að ame- ríski herinn sé tafarlaust látinn hverfa úr landi. Það iylgi sem veitt hefur Mræðslubandalaginu að- stöðu til að vinna nokkur þingsæti af Sjálístæðis- ílokknum, er einmitt veitt með tilliti til þeirrar yfir- lýsingar Hræðslubandalags- Jns að það muni tafarlaust segja hernámssamningnum upp og láta herinn hverfa af landi burt. Það er ein- kennandi fyrir hið ólíka þjóðfélagsástand, sem nú xíkir annarsvegar á Reykja- xiesi og í Reykjavík, en hinsvegar annarsstaðar á iandinu, að á fyrra svæði sikuli Sjálístæðisflokkurinn rneð hernámsstefnu sinni vinna á, en allstaðar ann- arsstaðar á landinu skuli hann tapa, bæði vegna her- .aámsstefnu sinnar og al- xnennrar fjandskaparstefnu xíkisstjórnarinnar gagnvart almenningi. W^lokkar Hræðslubandalags- ins standa nú frammi jfyrir því að verða að gera alvöru úr þessu höfuðkosn- ingaloforði sínu: að 'láta herinn fara, — eða standa íið öðrum kosti sem svik- arar við þann almenning, sem tekið hefur kosninga- toforð þeirra hátíðlega. 1 lþýðubandalagið og verk- lýðssamtökin munu beita öllum sínum áhrifum fil þess að knýja það fram <eð loforðin uni r undan- bragðalausan brottflutning hersins verði efnd. Allir iþeir, sem hafa einlægan á- huga fyrir þessu máli þurfa að taka höndum saman um að fylgja fram hinum J^fir- Sýsta vilja fólksins í mál- Einu. Þeir, sem fylgt hafa Þjóðvarnarflokknurh, er nú féll út úr þinginu, ættu ekki sízt að sjá nú að nauð- synlegt sé að vinna saman með þeim, er barizt hafa gegn hernáminu og líta ekki bara á það mál sem kosningamál. Öllum þeim, sem fylgzt hafa með í bar- áttunni gegn hernáminu, á að vera ljóst hve varlega ber að treysta hægri foringj- um Framsóknar og Alþýðu- flokks til framkvæmda í því máli. Tjá er það engum efa bund- * ið að í úrslitum þessara kosninga felst krafa vinn- andi stéttanna í landinu um róttæka stefnu í þágu al- þýðu, en gegn auðmanna- klíku Reykjavíkur og yfir- ráðum hennar yfir þjóðar- búskapnum. Alþýðubanda- lagið gerði stórhuga og djarfa stefnuskrá Alþýðu- sambandsins að sinni og Hræðslubandalagið þorði ekki annað en taka undir það. Nú kemur að degi efndanna. Því verður held- ur ekki gleymt að jafnvel gengislækkuninni og kaup- bindingunni voru forustu- menn Hræðslubandalagsins að neita í angist síðustu dagana — og ýmsir hafa trúað þeim. Það er heldur engum efa bundið að sjálf kosn- ingaúrslitin gera það nauð- synlegt að gripið verði til ráðstafana til að tryggja lýðræði og jafnrétti manna. Það að einn flokkur, — þó í tvennu lagi sé, — skuli með misnotkun kosninga- laga»og broti á stjórnarskrá, geta náð tæpum helmingi þingsæta með sínum þriðj- ungi kjósenda, sýnir að við svo búið má ekki standa, ef halda á lýðræðið í heiðri í landinu. lL/fargt fleira er það, sem ■*-" athuga þarf og athugað verður síðar í sambandi við kosningarnar. lyTú bíða verkalýðs lands- ’ ins þau verkefni að efla Alþýðubandalag sitt, sem staðizt hefur svo vel storma kosninganna, og gera það í senn að hinum eina verkalýðsflokki lands- ins og koma ennfremur á því samstarfi verklýðs og millistétta til sjávar og sveita, sem óhjál^væmilegt er, ef alþýðunni á að vegna vel. T\ýrmætasta reynsla kosn- inganna er sú að verka- lýðurinn getur sameinazt í einu Alþýðubandalagi og ætlar að gera það. si.lt£á Minningarorð: Bjjarni Ásgeirsson, sendiherra j • .. ...... ... Fœddur 1. ágúst 1891 - Dáinn T5.]úni 1956 Föstudaginn 22. júní s.l. var Bjami Ásgeirsson sendiherra jarðsunginn frá dómkirkjunni í Reykjavík að viðstöddu miklu fjölmenni, og jarðsettur að Lágafelli í Mosfellssveit. Bjarni var fæddur og upp- alinn í Knarrarnesi í Álftanes- hreppi á Mýrum, sonur merk- ishjónanna Ragnheiðar Helga- dóttur frá Vogi og Ásgeirs Bjamasonar bónda í Knarrar- nesi. Bjarni naut í æsku upp- fræðslu í Verzlunarskóla fs- lands og síðar í búnaðarskól- anum á Hvanneyri, en að því loknu við framhaldsnám í bú- vísindum í eitt ár utanlands. Knarramesheimilið var dugnaðar-, rausnar- og menn- ingarheimili, og mun Bjarni hafa búið að vegarnestinu það- an alla ævi. Þegar ég nú lít yfir farinn veg, þá minnist ég þess sem drengur á Ökrum, þegar Bjarni frá Knarrarnesi fór að vekja á sér athygli sem upprennandi æskumaður á Mýrum. Þar fóru saman góðar gáfur og glæsimennska. Hann lét öll framfara- og menning- armál til sín taka, og margra augu beindust að þessum æskumanni. Á þessum árum var hann brautryðjandi í ung- mennafélagshreyfrngunni, og vel andlegum og líkamlegum í- þróttum búinn. Þá ritaði Bjarni talsvert í Skinfaxa og stóð að timaritinu ,,Rétti“ með Þórólfi frá Baldursheimi, en útkoma þess rits var merkilegur við- burður í íslenzkri bókmennta- og menningarsögu. Þegar Pétur í Hjörsey dró sig í hlé frá þingstörfum árið 1927 þá varð Bjarni þingmaður Mýramanna og var það óslitið til 1951 er hann gerðist sendiherra og fluttist úr landi. Bjarni gegndi fjölmörgum fleiri trúnaðarstörfum. Var í stjóm Búnaðarfélags fslands í i milli tuttugu og þrjátíu ár, bankastjóri Búnaðarbankans um skeið, í bankaráði Lands- bankans, formaður yfirfast- eignamats ríkisins, og gæzlu- stjóri Söfnunarsjóðs. Þá var Bjarni Ásgeirsson afvinnu- og landbúnaðarijáðherra á árun- um 1947—1949, Hér er aðeins stiklað á stóru í starfssögu Bjarni Asgeirsson Bjarna Ásgeirssonar, því auk þess sat hann í fjölda nefnda og lengst af í sveitarstjóm á meðan hann bjó hér heima. Jafnhliða þessum umfangs- miklu storfum var Bjarni bóndi frá árinu 1915—1951, fyrst í Knarrarnesi og síðar á Reykjum í Mosfellssveit. Bjarni kvæntist 1918 eftirlif- andi konu sinni Ástu Jónsdótt- ur frá Hlíðarhúsum í Reykja- vík, fósturdóttur Guðnýjar Jónsdóttur og Jóhannesar Hjartarsonar sem allir eldri xReykvíkingar þekkja. Frú Ásta og Bjarni eignuðust fimm mannvænleg börn og eru fjög- ur þeirra á lífi. Böm þeirra eru þessi: Jóhannes verkfræð- ingur, Ásgeir og Jón bændur á Reykjum og Guðný. Eg get ekki skilizt svo við þessi fá- tæklegu. orð, að ég ekki minn- ist mannsins Bjarna Ásgeirs- sonar. Á milli heimila foreldra okkar voru sterk tengsl er byggðust á frændsemi og vin- áttu. Mér er því rík í huga mynd Bjarna Ásgeirssonar sem æskumanns með eldheitar hug- sjónir og trú á lifið. Síðar lágu svo leiðir okkar Bjarna saman sem_. fulltíða manna. Við mætt- umst sem stjórnmálalegir and- stæðingar við þrennar alþing- iskosningar í Mýrasýslu. Bjarní Ásgeirsson var góður andstæð- ingur, hógvær í dómum . og skemmtilegur á fundum. Þó kynntist ég Bjarna bezt, þegpr vjð að loknum deilum á fund- um áttum kveldstundir saman og ræddum í bróðerni. Og eng- an hef ég hitt skemmtilegrí í slíkum samræðum, heldur en Bjarna Ásgeirsson, því hann átti fljúgandi gáfur og var skáldmæltur vel. Sumar fer- skeytlur Bjarna eru svo hnittn- ar og snilldarlega gjörðar að þær munu lifa ennþá langa ævi, enda hafa þær flogið landshornanna milli. Þegar Bjarni Ásgeirsson var skipaður sendiherra þá þótti mér það vel ráðið, því ég álít að fáir íslendingar hafi fæðst með svo góðum „diplomatí^k- um“ hæfileikum sem hann. Enda mun það vera samdóma álit fslendinga er heimsótt hafa sendiherrann í Ösló, þeg- ar Bjarni gegndi því starfi, að það sæti væri vel skipað, pg þó var nú heilsan farin að bila. Þrátt fyrir öll‘þessi umfangs- miklu opinberu störf, þá var ást Bjarna til moldarinnar pg gróðursins einn allra sterkasti þátturinn í sálarlífi hans. Með Bjama Ásgeirssyni er hniginn til moldar kjarnakvistur af sterkum stofni og drengur góð- ur. Eg þakka þér kynnin, Bjarni, og góða ferð til gróð- urríks starfs. Konu Bjarna Ásgeirssonar, frú Ástu Jónsdóttur og börn- um þeirra og skyldmennum, votta ég mína innilegustu sam- úð. Jóhann J. E. Kútd Eflir vin okkar Högna Sigurjónsson Stundum verður manni að staldra við atburði þessa æv}n- týris — eða draums — er við köllum svo óskáldlegu nafni: tilvera. . . Of oft er það þó sveipað grárri birtu í huga okkar, æv- intýrið mikla, — rétt eins og það sé ekkert ævintýr, og at- burðir þess gerast án þess við veitum því athygli; þannig berast sálir okkar í reykfyllt- um klefum eitthvað út í busk- ann, og við heyrum ekki gjálfr- ið við steindan bóg nökkvans, né sjáum kjölinn rista teikn í bláa móðuna. Stundum feykir samt gustur- inn hurðinni upp á gátt og hvíslar söknuði í eyru okkar. Þá verður okkur að hlusta á hin undarlegu orð, og kannski hrynja nokkur tár niður kald- an vanga. Þú leggur spilin á borðið og lætur kyljuna vísa þér leiðina. Þá verður þér skyndilega ljós fegurð ævin- týrisins, gleði og sorg; og sem þú beygir þig yfir borðstokk- inn og finnur anda hið þunga brjóst nökkvans mikla, meðan þú horfir svörtum augum djúpt niður í blámann og hugleiðir hin undarlegu orð er vöktu þig af sígarettudvalanum: — fæ ég jþá aldrei séð vin minn framar? — — — þá finnst þér um stund sem sál þín sé eyð.ileik þrungin. Við íslendingar í Vínarborg áttum því láni að fagna að kynnast Högna Sigurjónssyní náið. Enginn má við að hafna vináttu slíks manns er sam- einaði í svo ríkum mæli gáfur og góðleik. Það mætti skrifa langa grein um verðleika þessa horfna vinar okkar, en slíkt myndi vera honum harla ógeð- fellt, hlédrægari og skrumlaús- ari mann höfum við naumást þekkt. £>ó getum við ekki stillt okkur um að minnast aftur; á hann í því eina ljósi er við sjá- um mikilleik manna í: hann var góður maður. Slíkur mun hann fylgja okkur til hinzta skrefs. Ekkju, syni, föður, bróður, og þeim öllum er áttu vináttu hans, vottum við okkar dýpstu samhryggð. 21/6 1956, ú íslendingaf í Vínarborg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.