Þjóðviljinn - 27.09.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.09.1958, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: Þorsteins Erlingssonar Á þessum degi er mér það efst í hug, hvemig Þorsteinn Erlingsson hóf íslenzkt ljóð- mál til nýrrar dýrðar í kvæð- um sínum og hvernig hann ruddi braut nýjum hugsunum á ísíandi. Grundvöllur allrar fegurðar í Þyrnum er hin alskíra hugs- un, hin umsvifalausa setning: Það er líkt og ylur í / ómi sumra braga ........ hann langar svo oft heim á Þórsmörk til J>ín .;.. f garðinum úti var einfaldur steinn / og einsömul rós fyrir framan. Hér eru eng- ar myndir, ekkert táknmál; orðin búa ekki yfir neinum undirmálum, þau koma til dyr- anna eins og þau eru klædd. Það er varla fjarri sanni að auðugt talmál hafi verið hug- sjón Þorsteins um fagurt ljóð- mál — það er að segja: hann vildi nota þau orð ein sem voru á vörum manna, hann vildi skipa þeim í eðlilega talmáls- röð, hann ástundaði náttúrleg- ustu setningaskipan sem á verður kosin. Honum þótti lít- il fremd að fyrna mál sitt og Jjóðstíl. .... ég hef af á- settu ráði reynt að hlúa að minnar aldar máli“, segir hann í bréfi til Sigurðar Guðmunds- sonar skólameistara, „og fyrn- ingar á tungunni hafa engum manni orðið skart á okkar dög- rim nema Guðbrandi ..........“ Hann breytti samkvæmt kenn- ingu sinni. Unnandi fornkvæð- anna komst það lengst í fyrn- ingu tungunnar að nota fáein gömul konungsheiti í Jörundi: vísi, dögling, sikling; skip heit- ir fley i eftirmælunum um Sig- urð Vigfússon; sjór heitir víð- jr í Tömdum svönum. Nýgerv- jngar eru að sama' skapi fá- gætir í Ijóðum Þorsteins. í kvæðinu Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd kemur orðið aljörð fyrir, og það er líklega frumsmíð hans. En það er ekki einhlítt að ala með sér hugsjón einfald- leikans; mönnum verður einn- ig að endast máttur til að koma henni í verk. Daglegt mál verð- ur ekki skáldskaparmál, fyrr en á þeirri stundu sem höf- undur ljóðsins sveigir það und- ir viljta sinn og fyrirætlun; hann kýs orðunum stað, velur þeim hrynjandi. Hér er ræð- unni komið að bragfimi Þor- steins, hagmælskunni. Þorstein rekur aldrei í vörðurnar að ríma. hann þarf sjaldnar en önnur skáld að kúga hrynjand- ina til hlýðni við Ijóðstafasetn- inguna, bragur hans er lang- oftast áreynslulaus. Ýmsir láta rím og stuðla yrkja fyrir sig, þannig að hagmælskan verður sýndin einber; og stundum má greina í ljóðum íslenzkra skálda, hvernig form ljóðsins tekur ráðin af hugsun þeirra. En Þorsteinn verður að minnsta kosti svo sjaldan fyrir þvílík- um áföllum, ,að vart er umtals- mál. Bragur hans hefur ein- att á sér það yfirbragð hins algera, að þar verði engu breytt til bóta — sköpunar- verkið ber það snið, sem skap- arinn ætlaði því áður en hann hófst handa. En fullkomleik- inn í brag Þorsteins ber ekki svip listrænnar ofvinnslu. Þvert á móti: hann sýnist að- eins tilviljun, hann kemur eins og af sjálfum sér — eins og sumarlitimir í Esju eða morg- unljósið fyrir sólarupprás. Vissulega hefur það oft kost- að skáldið ærna fyrirhöfn að ná þeim einfaldleik máls og brags, sem er auðkenni hans; en það kemur lesandanum ekki við. Höfundi ber ekki að yrkja erfiðislaust, en hann á að sýn- ast hafa gert það; listin á að vera meðvitundarlaus. Engu höfuðskáldi íslendinga hefur auðnast á borð við Þorstein að láta list sína ganga dulda sjálfrar sín. íslenzku ljóðmáli skilar fram um stóran áfanga með 1. út- gáfu Þyrna; málsmeðferð Þor- steins vísar fram á við, til seinni tíma. Árangur hans verð- ur enn ljósari en ella, ef við minnumst ekki höfuðskáld- anna á lokatugi aldarinnar: Steingríms, Matthíasar, Grön- dals, Grims. Orðfæri Stein- gríms er að sönnu með auð- kenndari nútíðarbrag en hinna þremenninganna, enda svipar Þorsteini helzt til hans; en á hinn bóginn var hagmælsku hans stórlega áfátt, og fékk málfar hans oftlega að kenna á því. Gröndal og Matthías voru báðir miklir orðamenn; en þeir voru báðir of eyðslusam- ir á orð, sáðu þeim til beggja handa eins og verðlitlu glingri. Mál þeira beggja brast stíl og festu. Grímur er miklu mark- vísari í notkun orða, og mál hans mjög sniðfast. En hann gróf ekki nýja brunna, heldur jós af fornum lindum; mál hans er aristókratískt bókmál og verður seint við alþýðuskap. En Þorstemn Erlingsson kom ungur og nýr og lyfti smáorð- um hversdagsins til skáldlegr- ar vegsemdar í fimlegasta brag, sem kveðið hafði við siðan á dögum Jónasar Hallgrímsson- ar. Hann gaf litlum orðum jstórt gildi, léði alþýðllegum hugtökum upphafna merkingu. Iíann mjókkaði bilið milli alþýðumáls og skáldskaparmáls með því að hefja alþýðumálið, göfga það og hreinsa. Það eru tveir hátindar í íslenzku ljóð- máli á 19. öld: kvæði Jónasar og Þyrnar Þorsteins. Fyrir mál- snilldina standa þessi tvö skáld nær nútíðarfólki en öll önn- Ur skáld á íslandi í hundrað ár. Þeir sem trúa á mátt skáld- skaparins spyrja sig margsinn- is: hve mörgum hefur gefizt dýpri ást á íslandi fyrir Dal- vísur Jónasar og Lágnætti Þorsteins? En kvæði Þorsteins Erlings- sonar táknuðu einnig tímamót i hugsunarsögu þjóðarinnar; hann varð frumkvöðull nýrrar skoðunar á stjómmálum og trúmálum. Hann gerðist á nómsárum sínum í Kaup- mannahöfn sósíalisti og guð- leysingi, og hann hvikaði aldrei síðan frá þeim viðhorfum er hann þá markaði sér. Hinar nýju hugmyndir hans í stjórn- málum og trúmálum birtust almenningi fyrst í Örlögum guðanna og Örbirgð og auði, sem Sunnanfari flutti í sept- ember 1892. Bæði þau kvæði birtust í 1. útgáfu Þyrna; og þar eru einnig Vestmenn og Brautin, sem mega líklega kallast mestu þjóðfélagskvæði Þorsteins. Brautin er ekki að- eins eitthvert alfegursta kvæði hans bæði um málfar og kveð- andi, heldur lýsir hann þar framtíðarhugsjón sinni um líf- ið í mannheimi ennþá tærar og skírar en nokkurstaðar ella. í kvæðinu binzt tregi yfir þeim fómum, sem fólkið hefur hlotið að færa áður en það komst „til áfangans, þar sem við stöndum“, fögnuði þeirrar dýrðar sem bíður ,,að entum þeim klungróttu leiðum“; og það er einmitt þetta bandalag fagnaðar og trega, sem Ijær kvæðinu undursamlega töfra. Blóð foringjans hefur að sönnu oft skolað klappirnar á fjöll- unum, en flokkur hans brauzt áfram yfir firnindin, „því frels- ið er allt, sem hann varðar“. Að lokum nær hann til fyrir- heitna landsins, „þar sannleiki ríkir og jöfnuður býr“. En hug- sjón Þorsteins er raunsæ í bezta skilningi. Það hefur stundum borgið baráttugleði sósíalískra frumherja, að þeim virtist nokkru skemmra í raun- hlítan árangur en á daginn kom. En Þorsteinn ól ekki með sér neinar tyllivonir um skjót- an ávöxt baráttunnar: Við lif- um það kannske ekki landið að sjá, / því langt er þar eftir af vegi — en hann lætur ekki hugfallast fyrir því. Honum var ljóst sögulegt hlutverk al- þýðustéttanna, er svo hefur löngum verið kallað með réttu; hann var þess fullviss, að sósí- alisminn væri borinn til sigurs. Þessvegna hélt hann áfram og kvað: Og þó að þú hlæir þeim heimskingjum að, sem hér muni í ógöngum lenda, þá skaltu ekki að eilífu efast um það, að aftur mun þar verða haldið af stað, unz brautin er brotin til enda. i Þetta var kvæði um hina torveldu sigurgöngu fólksins; og að baki hugmyndum þess fólst djúp- hugsað kenningakerfi, alþýðu- hreyfing í mestu löndum Evr- ópu og ennþá víðar: sósíalism- inn og hin sósíalíska verklýðs- hi-eyfing. En Islendingar höfðu engin kynni af sósíalisma á síðasta áratugi 19. aldar; boðskapur, sem grundvallaðist á sósíalísk- um hugmyndum um framvindu sögunn.ar og skipan þjóðfélags- mála, hlaut að fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim enn um sinn. Og þeir létu einnig sem vind um eyru þjóta útskýr- ingar Þorsteins á undirrót verkfalla, orsökum styrjalda og eðli nýlendukúgunar, sem hann flutti í Bjarka á Seyðisfirði síðustu árin fyrir aldamót. Það verður jafnvel ekki betur séð en forvígismönnum hinnar rís- andi verklýðshreyfingar hafi ekki verið ljóst hvert lið þeim mátti vei'ða að Þoi'steini; og svo mikið er víst að þáverandi forustumenn Dagsbrúnar höfn- uðu tilboði hans að veita rejfk- vískum verkamönnum pólitíska fræðslu. Hann segir í fyrir- lestri, sem hann flutti í Dags- brún í árslok 1912: vita margir menn í þessu fé- lagi, að ég hef boðið fram þá litlu fræðslu sem ég gat veitt, ef menn hefðu séð sér gagn í því að þiggja það“ Hvaða fi’æðslu hefur hann í huga? Það sést á öðrum stað í fyrirlestr- inum. Hann vildi koma verka- mönnum ,.í skilning um orsak- ir þess, sem gerist kringum þá á félagslífs. og viðskiptasvið- inu — hvað veldur dýi'leika á nauðsynjum þein-a, gróðafikn og samtökum auðmanna og ó- framsýni og samtakaleysi á hinu leitinu. Fræða þá um hvað veldur atvinnuleysi o.s frv. Það eru jafnan sömu mein- semdirnar". En Þorsteini hverfðist ekki hugur, þó landar hans sýndu hugsjónum hans tómlæti Ár- ið áður en hann lézt skrifaði hann minningargrein um þýzka sósíalistaforingjann Bebel — og þakkar honum það manna mest að verkamenn og iðnaðarmenn í ýmsum löndum séu nú .að „búa sig undir að geta tekið við stjórn auðsins og ríkjanna af hinum og það sem fyrst. Og svo vel er þetta á veg komið, að þeir, sem löndum og' löggjöf ráða, vita, að úr þessu líður ekki á löngu, þangað til þeir verða að láta af hendi völd sín, einmitt í hendur sósíaldemó- ki'ata“ (en svo nefndust sósíal- istar einu nafni á þessurn tíma). Þorsteinn Erlingsson var aldrei eini sósíalistinn á ís- landi. En með kvæðum hans og greinum hefst boðskapur sósíalismans í fullri alvöru hér á landi, og hefur ekki orðið lát á síðan Sjálfur sætti hann þeim örlögum frumherjans að tala fyrir daufum eyrum, vita sæði sitt falla í grýtta jörð. Menn skelltu skolleyrum við sósíalískri boðun bans; sjálfum skildist honum senn, að þjóðfé- lagið gat ekki veitt sósíalisma viðtöku að svo stöddu. En þeir, sem bera hag islenzkrar alþýðu fyrir brjósti, eiga ævjnlegt hald og traust í kvæðum Þor- steins og greinum; og' trúfesti hans mætti verða ýmsum verklýðsforingjum mætara leiðarljós en stundum hefur •orðið raun á. Sú hugsjón er sæl, sem átt hefur slíkan mann Andúð Þorsteins á ki'istinni kirkju og boðun hennar er al- kunn; vantrú hans á tilvist guðs og handleiðslu æðri mátt- arvalda er á hvers m.anns vit- orði. Hann var þó alinn upp í guðsótta og góðum siðum og var rétttrúaður ungur maður í skóla. Nú verður fei'ill hans frá auðsveipri guðstrú til 'is- kaldrar guðsafneitunar ekki framar rakinn spor fyrir spor. En í Örlögum guðanna birtist guðleysi hans fullmótað og end- anlegt í kvæðinu var felldur dauðadómur yfjr kóngum og keisurum, yfir kirkju og krjst- indómi, yfir Kristi klerkanna og Jehóva Gamlatestamentis- ins — yfir sjálfum almáttugum guði, skapax-a himins og jarð- ar. Höfundur hlakkaði yfir ó- förum þeirra, og það var sigui'- hreimur í rödd hans: Því kóngar að síðustu komast i mát, og kei&arar náblæjum falda, og guðirnir reka sinn brotha'tta bát á blindsker í hafdjúpi alda. í kvæðinu felst þó ennþá meira en guðsafneitunin einber. Það er einnig spásögn um endalok allra trúarbragða. er sú hugmynd, sem hvergi kemur þó fram berurn orðunx, að guðir séu aðeins manna- setningai> — einn guðinn leys- ir annan af hólmi fyrir atbeina dauðlegra manna á jörð Siðari Framhald á 11. síðu. ,Og það Sjálfur grundvöllur kvæðjsins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.