Þjóðviljinn - 18.12.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.12.1958, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. desember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 * Litazt Eyvindur Eiríksson: ’ m á ísafirði Uppskipun úr togaranum Sólborgu á ísafiröi. Einhvern daginn dettur þér kannski í hug að skreppa til ísáfjarðar, lesandi góður. Þú athugar hvernig þú komist þangað sem þægilegast og ódýr- ast og kemst að raun um, að kostirnir eru þrír: Flugleið, landleið og sjóleið. Yfir sumar- tímann eru allar götur greiðar, en að vetrinum geta liðið svo dagar og vikur, að ekki gefi nemá sjóveg. Vegir eru á kafi í snjó og flug tefst vegna veð- urs, en strandferðaskipin setja ekki veður fyrir sig og halda áætlun hvernig sem viðrar. Farir þú landleiðina þá sezt þú upp í langferðabíl að morgni dags í Reykjavík og síðan er ekið um blómlegar sveitir og eyðilegar heiðar. Það er stanz- að öðru hverju til að borða og drekka og þess í milli hossast þú í rútunni og horfir á fjöllin koma og hverfa, á bóndabýli af öllum stærðum og gerðum þjóta framhjá, eða þá þú syngur lag og lag með samferðafólk- invj'. Tíminn líður, og undir kvöld silast bíllinn í lággíri nið- ur af Þorskafjarðarheiðinni og skilar þér að lokum til Melgras- eyrar við ísafjarðardjúp. Þar bíður póstbáturinn Fagranes, til að flytja þig og ferðafélagana síðasta spölinn til ísafjarðar. Eftir þriggja tíma stím er svo ferðin á enda Ætlir þú hins vegar loftleið- is, þá pantar þú far hjá Flug- félagi íslands og kemur þér síðan á tilsettum tíma út á flugvöll og' um borð í Katalín- una, sem þar bíður. Brátt byrjar þessi fulltrúi tækninnar að hósta og rymja og síðast að öskra, og með háhljóðum, verri en í nokkurri sængurkonu, dregur hann sjálfan sig upp í loftið .Síðan er flogið ofar skýj- um, og sé bjart yfir, horfir þú á landslagið, sem sífellt breytir svip. Fjöll og dalir, firðir og nes, gras og grjót og vatn end- urnýjast sífellt framundan og hverfa aftur fyrir vélina. Vél- in flýgur inn yfir Vestfjarða- hálendið og hrjóstrug og skor- in háslettan teygir sig í allar áttir. Og skyndilega opnast ísafjarðardjúp framundan og vélin lækkar nú mjög flugið. Nú er flogið út Djúpið, beygt inn yfir lágan háls og við blasir ísafjörður, milli brattra, gróð- urlítilla hlíða Vélin skellir sér í krappa beygju innst í firðin- um og lendir á spegilsléttum Pollinum. Hún leggst við dufl, hreyflarnir þagna, og brátt rennir farþegarferjan að síð- unni. Þegar búið er að skipta um farangur og farþega í vél- inni, skýrt báturinn síðasta spöl ferðarinnar upp að bæjar- bryggjunni. Þetta er að vísu ekki löng sjóferð, en samt má með sanni segja, að ekki verði komizt til ísafjarðar án þess að fara á sjó hluta af leiðinni, nema þá að labba sér yfir fjöll og firnindi. í síðasta lagi er svo hægt að fara með skipi og það hefur sína kosti, en líka galla. Þú ert auðvitað ekkert sjó- veikur og þú labbar um borð í Esjuna með tösku og tilheyr- andi. Þú færð þér að borða á leiðinni út úr höfninni og spjallar við ferðafélagana. Uti á flóanum tekurðu eftir því, að þér líður ekki sem bezt, Maginn er þungur, beltið er af þröngt og þér er alltof heitt. Þú ert ekki sjóveikur, nei nei, þér hefur liklega orðið hálfillt af matnum, hann var eitthvað svo sterkur, einkum súpan. Það skrítnasta er, að lasleikinn á- gerist með veltunni og virðist standa eitthvað í sambandi við hana. Þú ferð út á dekk og færð þér friskt loft, en það dugir ekki til og innan stundar ertu kominn í koju. Þegar kemur í Látraröstina ertu farinn að æla eins og múkki og biðja hann gvuð að hjálpa þér. Þetta líður samt hjá, og þú ert kominn upp á dekk, þegar siglt er fyrir Deildina. Að öllum líkindum grúfir myrkur yfir vötnunum og brátt skína ljósin í Bolungavík á stjórnborða. Framúndan blikkar Arnarnes- vitinn og litið eitt á bak skera geislar Æðeyjarvitans myrkrið. Bryggjuljósin í Hnífsdal taka nú að sjást og brátt ljósin í þorpinu. Nú er stutt eftir og götuljósin á ísafirði birtast eitt af öðru, unz öll eyrin blasir við uppljómuð. Brátt er slegið af ferðinni, lóðsinn stígur um borð og síðan er haldið áfram inn Sundin, alveg með fjörunni á bakborða og stýrt eftir ljós- um og baujum. Skipið fer í hálf- hring fyrir Suðurtangann og p nú blasir höfnin við, umkringd ljósum bæjarins á þrjá vegu. Skipið skríður hægt upp að Bæj arbryggjunni, kastlinurnar hvína, springurinn dreginn upp og síðan: „fast framan — fast aftan.“ Landgöngubrúnni er komið fyrir og nú getur þú axl- að þín skinn og gengið í land. Þetta gerir. þú, og stendur brátt á máðum plönkum gömlu staurabryggjunnar. Innfæddir glápa á þig eins og þeir séu al- veg gáttaðir á þessari furðu- skepnu, sem gerir sér leik að því að koma til ísafjarðar. Þú ert auðvitað heimsmaður og lætur glápið ekkert á þig fá, heldur spyrð eftir gistingu. All- ir boðnir og búnir til aðstoðar, því ísfirðingar eru manna greið- viknastir við ferðamenn, og einn labbar með þér upp á Hjálpræðisher. í þessu útibúi Drottins færðu svo „kost og lósí“. Það er að vísu ekki gefið, heldur selt, því að Drottinn virðist alltaf vera blankur. Lík- lega er Fjandinn alltaf að rukka hann um sektir vegna meiðyrða. Að lokum lest þú bænirnar sínar og sofnar, en ekki veit ég hvað þig dreymir. Nú ertu loksins kominn til hötfíuðborgar Vestfjarða, og vertu velkominn. Það er glaða sólskin og gott veður um morguninn, þegar þú vaknar, og þú gengur út til að skoða bæinn. Það er bezt að ég komi með þér og sýni þér helztu „s j ávirðulegheitin". Við göngum í hægðum okkar upp Hafnarstrætið, aðalgötu bæjarins. Það er vægast sagt holótt, og má með sanni segja, að holurnar verði ekki taldar í færri einingum en milljón. Meðfram því er hins vegar sóma gangstétt svo að ekki er því alls varnað, og fer svo um flest. Við eigum leið fram hjá kirkjugarðinum, sem er mjög gamall. Enginn veit nú lengur nein deili á þeim, sem þar eru elztir ábúendur, enda hafa þeir fyrir löngu sameinazt henni mömmu sinni gömlu, moldinni. Kirkjan el' einnig háöldruð, byggð úr timbri með hellulögðu þaki. Mörgum þeim, sem mest hafa viðskiptasambönd við Drottinn, finnst skömm til hennar koma nú orðið, og fyrir nokkrum árum gaf biskup Is- lands líkan af nýrri kirkju, vel stórri. Ekki er samt neitt farið að hugsa til byggingar á henni enn. Nú í haust hefur þó a'ð nokkru verið bætt úr þessari vanrækslu á málefninu, og keypt nýtt orgel upp á 200.000 í Mogganum 12. des. sl. birt- ist grein, sem heitir „Fram- sóknarmenn og sjávarútvegur- inn“ eftir Valgarð nokkurn Briem. Tjlefni greinarinnar er ræða, sem ungur Framsóknar- maður, Hörður Gunnarsson, hélt um „stuðning" Framsókn- ar við sjávarútveginn. Þykir Valgarði málflutningur Harðar ekki sem verstur, þótt fátt sé þar raka um margnefndan stuðning Framsóknar við út- veginn. Og raunar bregður Valgarð sjálfur fyrir sig svo haldgóðum málflutningi sem þessum: „En mér dettur í hug hvemig Herði Gunnarssyni hafi verlð innanbrjósts, er hann fletti ca. 40 síðum Alþingistíð- inda frá 1946 varðandi umræð- ur um staðfestingu á bráða- birgðalögum, er stjórtt Sjálf- stæðisflokksins gaf út (leturbr. Æskulýðssíðunnar) um kaup á 30 nýjum togurum fyrir lands- menn“ (Morgunbl 12. des. bls. 8). Ekki hefur þess heyrzt get- ið áður, að „stjórn Sjálfstæðis- flokksins" hafi gefið út bráða- kall, en hinu á að kasta að mestu, enda þögðu víst í því einar tvær nótur. Nýja orgelið kom í haust frá Þýzkalandi og maður frá verksmiðjunni á eftir til að setja það upp, og sjá um, að það blási ekki öfugt, það væri ekki svo gott. Mann- eyminginn varð steinhissa, þegar hann sá kirkjuna, og sagði, að þetta væri alltof lítil kirkja utan um svona stórt orgel, svo að líklega verður að byggja nýju kirkjuna hið bráð- asta. Stuttu ofar stendur sjúkrar húsið, reisulegt hús, byggt 1925. Norðan við það er íþróttavöll- urinn og ber þessi staðsetning vott um hagsýni ísfirðinga. Það vill oft brenna við, að pláss vanti á spítalanum og mætti frekar byggja við hann en að kaupa jólaskraut í kirkjuna. Skyndilegu leggur ókennilega lykt fyrir nef okkar. Hún er ekki beinlínis góð, en hún hefur sína þýðingu samt. Þetta er reykur úr íiskimjölsverksmiðj- unni Víkingi, sem er á Torf- nesi lítið eitt innar. Nefið er ekkert hrifið af peningalykt- inni, en ísfirðingar sætta sig við hana, þeir kunna manna bezt að meta hinar aðskiljan- legu lyktir af fiski. Við leggjum á brattann upp ingu, enda þótt slíkt kunni að vera óskadraumur Heimdell- inga. En svo mjög hrífst Valgarð af málflutningi Harðar, að hann á enga ósk heitari í lokin en að fá hann í Heimdall. Valgarð lýkur grein sinni þannig: „Hörður Gunnarsson hefur lesið sér til góðs, lagt djarfur út í vonlaust verk og ber sig vel með tóman bát að landi. Þessi maður á erindi í Heim- dall. Þar finnur hann menn með sama áhugamál, og þar verður honum vel tekið.“ Jú, ekki er að efa það að Heimdellingar eiga sömu á- hugamál og Hörður Gunnars- son: rakalausan málflutning, — eða leggja djarfir út í vonlaust verk og koma með tóman bát að landi svo stuðst sé við orða- lag Valgarðs Og mikil yrði gleðin í búð- um Heimdellinga, ef þeim bættist svo röksnjall maður sem Hörður Gunarsson. Skyldi hann ekki taka tilboðinu? Jón frá Pálmholti er fædd- ur 25. maí 1930 að Pálm- holti í Eyjafirði, sonur Kjartans Ólafssonar bónda, og konu hans Þuríðar Jóns- dóttur. Jón lauk gagnfræðaprófi að Laugum í Þingeyjarsýslu og var um tíma óreglulegur nemandi í Kennaraskólan- um. Hann hefur unnið hin óskyldustu störf, verið tog- arakarl, eyrarvinnukarl og barnakennari o. fl. Eftir Jón hafa birzt ljóð, sögur og greinar í blöðum og tímarit- um. Fyrsta ljóðabók hans kom út í nóvember s. 1. og nefnist „Ókomnir dagar“. nóttin nœr ekki að gráfa nóttin nær ekki að gráta yfir bömum sínum er pau krossfesta hamíngju sína undir jökulrótum dollarans og fálma máttvana höndum eftir fölsku götuljósi andlit únglíngsins er afmynduð gríma sem keppist við að hlaða stíflu fyrir tœra uppsprettuna jafnvél nóttin nœr ekki að gráta þegar ekkert er lengur eftir nema nakið and- lit guggið ai vorúeysi sviplaust af til- gangsleysi er. gríman fellur að lokinni sýníngu EskulVds Ritstjórn: Björgvin Salómonsson, Sólveig Einarsdóttir og Eysteinn Þorvaldsson. Framhald á 14, síðu. íhald og Framsókn með tóman bót birgðalög, sem hlutu staðfest-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.