Þjóðviljinn - 04.07.1959, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.07.1959, Blaðsíða 10
2) — ^SKASTUNDIN ðSKASTUNDIN — (3 í úRhfJ^Y C Hann les Oskastundina og Grettlu í vetur fengum við tréf frá ungum manni á Sauðárkróki og þá sendi hann mynd af tjaldi. Við mæltumst til þess að hann skrifaði aftur og hér er bréfið komið. Kæra Óskastund! Ég var svo glaður, þeg- ar þú birtir bréfið miit og myndina í vetur. Ég sendi þér mynd af Við höfum ákveðið að laka upp nýjan þátt, sem á að koma á enn betra sambandi við ykkur les- endurna. Þátturinn er hugsaður þannig að við birtum spurningu, sem þið eigið að svara. Svör- in. heizt flest, (en cf þau verða svo mörg að þau fylla blaðið, verðu.n Drangey þar sem Grettir bjó einu sinni. Ég hef lesið mikið um hann. Bjarni Jónsson, 8 ára. Þessi skemmtilegu bréf frá Bjarna litla minna okkur á bréfin, sem við fengum í hittiðfyrra frá nafna hans í Keflavík. Það væri gaman að frétta frá honum aftur. við að velja úr þau skemmtilegustu) koma síðan í blaðinu á þriggja vikna fresti. Gjarnan mætti mynd fylgja svari. Myndin má vera ljós- mynd af sendandanum cða teikning í sambandi við efni svars hans. Það viijum við taka fram að yfirleitt getum við ekki endursent myndir, nema alveg sérstaklega standi á , Við vonum að þið bregðist vel við eins og þið eruð vön. Ef þátt- urinn tekst vel hefur hann tvöfalt gildi. Við kynnumst ykkur betur o» fáum meiri skilning á viðhorfum ykkar og á- hngamálum og ioks fá:5 þið tækifæri til að kynti- ast hvert öðru. Mörg ykkar eiga heima í afskektum sveitum og þrá félaga í fásinninu. Óskastundin á að verða þeim tæki til að eign- ast vini um allt land. Hér er fyrsta spurningin: Hvað hugsar þú um landhelgismálið? Hvað mörg Það eru margir góðir hiutir til í heiminum. Það sem talið er upp hér að neðan er — já, hvað margt af hverju heldur þú? Svarið kem- ur í næsta blaði. a) Synir Nóa? b) Vitringarnir frá Aust- urlöndym? c) Dætur Lear konungs? d) Skytturnar? e) Skapanornirnar? Gullkorn Sá sem gerir ekki eitt- bvað fyrir aðra, gerir ekkert fyrir sjálfan sig. SPURNINGIN JÓNATAN JÓNSSON á Þrastarstíg Hann fór með mjulk ' götur sem voru stuttar og krókóttar og götur sem voru langar og beinar. En þegar hann kom inn í stræti, sem var mjög breitt og lá alla leið niður í mið- borgina, gleymdi Jónat- an að hann var að leika mjólkurpóst. Fólksbílar, strætisvagn- ar og vörubílar þutu framhjá honum. Lögregluþjónn blés í fiautu og rétti upp hend- ina. Fólksbílarnir, stræt- isvagnarnir og vörubíl- arnir stönzuðu. „Hérna“, sagði dreng- ur sem var að koma úr skólanum, „ég skal hjálpa þér með h'jólið“. Hann tók í stýrið og leiddi Jónatan og hjólið jfir götuna. Síðan hélt hann afram heim í mið- degisverðinn. Jónatan sat á hjólinu og horfði á fólksbilana, strætisvagnana og vöru- bílana þjóta framhjá aft- ur. Hann vissi að ein- hversstaðar þarna upp- frá beið miðdegismatur- inn hans heima á Þrast- arstíg. En hann vissi bara ekki hvar þarna uppfrá Þrastarstígur var. Lögregluþj ónninn beygði sig niður til hans. „Hvað heitir þú, karl- inn?“ Hann brosti við Jónatan. Jónatan brosti á móti cg sagði: „Jónatan Jóns- son“. „Og hvar áttu heima, Jónatan?" spurði lög- regluþjónninn. Jónatan horfði á tærn- ar á sér. Lögregluþjónnir.n ýttl húfunni fram á ennið og klóraði sér í hnakícanum. Síðan fór hanr. inn á benzínstöð og kom aftur með þykka símaskrá. „Hvað- heitir pabbí þinn, Jónatan?* Hann cpnaði simaskrána um leið og hann spurði. „Hann heitir Jön Jóns- son“. „H-u-m-m-m“. Lög- regluþjónninn færði stóra fingurinn niður eft- ir síðunni. „Jón — Jón — Jón — hér eru fleirl Jónar en ég fæ talið. Ef þú bara vissir hvar þú átt heima, þá mynd- um við ekki vera lengi að koma þér heim“ Hann klóraði sér dug- lega í hnakkanum. — Ég veit hvar ég á heima, hugsaði Jónatan.' „Allt i einu sagði hann: „Þvo þvott“. „Ha!“ sagði Iögreglu- þjónninn, steinhissa. ' „Ég get sagt Þ!“ Jón- atan var upp með sér. „Já, auðvitað getur þút það“, sagði lögreglu- þjónninn. „Ég heyri það“. „Sísí segir so so“. sagði Jónatan dálítið hærra. „Hvað ertu nú að segja?“ spurði lögreglu- þjónninn. „Ég get sagt s!“ sagði Jónatan og var svo á- nægður að hann hopp- oði kringum hjólið. „Ekki heyri ég betur!" Lögregluþjónninn kímdi. (Framh. í næsta blaði)] 10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 4. júlí 1959 Slysavarnaráðstefna Framhald af 3. síðu. um. Virtist hinn brezki jarl mætavel skilja þessa íslenzku aðstöðu og tvennskonar verkefni skipanna, og stakk upp á því, að skipin hefðu tvenn flögg uppi til skiptis. Slysavarnaílaggið er þau væru að veita björgunarhjálp, en drægju svo landhelgisflaggið að húni er þau vildu skjóta. ' t Friðhelgi björgunarskipa Eitt málið á ráðstefnunni, flutt af Svíum var um friðhelgi björg- unarskipa í óíriði og sérstaka merkingu þeirra í því skyni. Sumir fulltrúarnir á ráðstefn- unni töldu hin vopnuðu islenzku björgunarskip varla heyra undir Genfar sáttmálann um þetta efni. En þar er umsamið: að spítala- og björgunarskip séu friðhelg ef þau eru óvopnuð en áhafnir slíkra skipa mega bera vopn til að halda uppi röð og reglu. Rússnesku fulltrúarnir kváðust ekki sjá mikið gagn að friðhelg- isreglugerðum eða sérmerkingu björgunarskipa á ófriðartímum, því allir mættu vita, að eld- flaugar og þotuflugmenn sem færu hraðar en hljóðið gætu ekki greint hvort þarna væri Til i liggur leíðiD björgunarskip eða faílbyssubátur á ferð. Ráðstefnan var í upphafi sett með mikilli viðhöfn í hinu alda- gamla og sögulega ráðhúsi borg- arinnar. Borgarstjórinn Wilhelm Kaiser bauð gesti velkomna en forseti Þýzkalands prófessor Dr. Theodor Heuss sem er verndari þýzku slysavarnastarfseminnar, setti ráðstefnuna með skörulegri ræðu. Mun þetta hafa verið ein siðasta opinbera athöfn ríkis- forsetans áður en hann lét af völdum. Norðmenn áttu stærsta skipið Einhver áhrifamesta athöfn ráðstefnunnar var heimsókn í aðalbækistöð þýzka Slysavarna- félagsins og björgunarstöð þess á Weserbökkum í miðri borginni, en rétt þar hjá hefur verið reistur nýr sjómannaskóli sem hefur þarna fullkomnasta útbún- að og kennslutæki sem nú þekkj- ast. Á fljótinu og við hafnargarð- ana framundan gaf að Hta hin allra nýjustu björgunarskip frá ýmsum löndum. Stærzt og mesta sjóskip að sjá var nýtt norskt björgunarskip, Hákon VII. um 150 smálestir að stærð. Þarna var og nýtt sænskt björgunarskip og pólskt skip; sem gáfu hinu norska skipi ekki mik- ið eftir, en fullkomnast að öllum tækniútbúnaði og hugvitssnilld var þýzícá björgunarskipið Theo- , í, ; n ' r... v'-' '• a, * - - dor Heuss og systurskip þess, en Þjóðverjar byggja hin nýju björgunarskip sín í þessu formi. Einn liðurinn við skoðun björg- unarskipanna, var að heimsækja skipasmíðastöð við Vegesack og skoða þar b'jörgunarskip í smíð- um. Var siglt niður fljótið á björgunarskipunum, og máttu fulltrúarnir fara með því skipi sem þeir óskuðu. Fjarstýrð björgunartæki f sambandi við heimsóknina á björgunarstöðina voru skoðuð allskonar björgunartæki, sér- staka athygli vakti smálíkan af þýzka björgunarbátnum Th. Heuss, sem var fjarstýrt og hægt að stjórna að öllu leyti úr landi enda ekki pláss fyrir mann um borð. Jafnvel dótturbátnum var skotið á flot og hann látinn keyra um með vél í gangi, allt fjarstýrt. Það sem íslenzku full- trúunum þótti mest varið í var að kvikmyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg var þarna sýnd við mikla hrifni áhorfenda, sem voru sammála um það að betri landkynningu væri ekki hægt að veita neinni þjóð og verður Þjóð- verjum varla þakkað fyrir þá miklu vinsemd er þeir sýndu fs- lendingum með þessu. Sama mynd mun nú verða sýnd í skozka sjónvarpinu á næstunni. Þess er og rétt að geta, að sjón- varpað var frá þýzku útvarps- stöðvunum frá setningarathöfn ráðstefnunnar og heimsókninni í björgunarskipin, var það um hálfrar stundar s’jónvarp. í Fá skip — en góðir sjómenn f kveðjusamsæti sem skipaeig- endur í Bremen, arftakar hinna Urslit í ritgerðasamkeppni um eðiisfrœði tilkynnt Á síðastliðnum vetri efndi Kjarnfræðanefnd íslands til rit- gerðasamkeppni um eðlisfræði- Iegt efni og skyldi fjallað um gerð efnisins. Þátttaka var heimil öllum nemendum í menntaskólum landsins. Þátttaka í keppninni reyndist betri en búist var við um jafn sérstætt efni og bárust ellefu ritgerðir. þar af sjö frá Mennta- skólanum í Reykjavik, þrjár frá Menntaskólanum á Akureyri og ein frá Menntaskólanum á Laugarvatni. Þessar ellefu rit- gerðir fjalla um flesta þætti í gerð efnisins, allt írá atómögn- um til orkuframleiðslu sólarinn- ar og gera góð skil efni því, sem fjallað er um. Fyrstu verð- fornu Ilansakaupmanna, héldu fulltrúunum, flutti íslenzki kven- fulltrúinn frá Gróa Pétursdóttir ávarp, þar sem hún þakkaði Þjóðverjunum góðar móttökur. Sagði hún, að þótt íslendingar ættu ekki mörg né stór björgun- arskip, þá ætti landið til marga góða björgunarmenn eins og þeir hefðu séð á kvikmyndinni, og‘ sem vonandi myndu ávallt verða til taks ef slys bæru að höndum við íslandsstrendur, hún bað hinar mörgu og ólíku þjóðir að standa fast saman hvað björg- ynar- og slysavarnamál snerti og loka aldrei dyrúm vináttu og góðs skilnings sín á milli í þess- um málum og var gjörður mjög góður rómur að hennar máli. laun, 1000 kr. í peningum, hlaut Halldór Elíasson, nemandi í 6. bekk Menntaskólans á Akureyrf fyrir ritgerð um skammtakenn- inguna. Önnur verðlaun, bókina Lehr- buch der Experimentalphysik, hlaut Þorsteinn Vilhjáimsson í 5. bekk Menntaskólans í Reykja- vík fyrir ritgerð um talningu atómagna. Þriðju verðlaun, tveggja ára áskrift að tímaritinu Scientific American, hlaut Guðmundur Þorsteinsson nemandi í 4. bekk Menntaskólans á Laugarvatní fyrir ritgerð um breytingaí frumefna. Hin mikla þátttaka í sam- keppninni ber þess vott, að mik- ill áhugi er að vakna hjá yngri kynslóðinni á eðlisfræði og skyldum greinum og sérstök á- stæða er til að minnast á, að fjórar mjög góðar ritgerðir bár- ust frá nemendum í 3. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Þess má einnig geta, að vegna hinnar miklu og góðu þátttöku hefur Stærðíræðifélagið ákveðið að veita bókáverðlaun þeim þátttakendum, sem ekki hljóta verðlaun frá Kjarnfræðanefnd. Tilgangur Kjarnfræðanefndar með þessum verðlaunaveitingum er að glæða áhuga menntaskóla- nema á eðlisfræði og skyldum greinum raunvísinda og hyggsl! nefndin halda áfram verðlauna- veitinguyn í þessu formi eðai öðru.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.