Þjóðviljinn - 08.12.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.12.1959, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. desember 1959 þlÓÐVILIINN Út&eíandl: Sameiningarflokkur alþýðu - Sós_falistaílokkurinn. - Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.). Magnús Torfi Ólafsson. Sigurður Guðmunds- son. - Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýsinga- stióri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustig 19, - Sími 17-500 (5 línur). - Askriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. /------------------------------------------------- "N „Skipulagsbreyting” í fyrradag skýrði ríkisútvarpið í fréttatíma sínum frá einkaskeyti sem því hafði borizt frá Kaup- mannahöfn, en í skeytinu var greint frá fregn sem bandaríska stórblaðið New York Times hefði birt þess efnis að bandarísk stjórnarvöld ætluðu að fækka herliði sínu á íslandi um sem næst fjórðung; taka burt um 1300 manns en skilja um 4000 eftir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ís- lendingar fá fregnir um hernámsmál sín úr út- lendumi blöðum og fréttasendingum, sú hefui’ ver- ið reglan síðan að landið var hernumið, en mönnum þótti þetta að vonum ánægjuleg fregn — meðan Islendingar losna ekki að fullu við hernámið er þó t skárst að hinir erlendu óþurftargestir séu sem fæstir. í sama hátt og fréttin um fækkun hernámsliðs- ^ ins kom þjóðinni á óvart, virtist hún einnig koma utanríkisráðuneytinu á óvart. Þegar frétta- stofa útvarpsins sneri sér til ráðuneytisins, gat það ekkert um fréttina sagt annað en það nð málið væri í athugun, og virtist orðalagið frekar : staðfesta frásögn New York Times. En utanríkis- ■ ráðherra hafði auðheyrilega ekki verið látinn vita um þetta mál frekar en önnur. TjTtir útvarpsfrásögnina hefur ráðherrann hins vegar skundað á fund bandaríska sendiherr- ans og beðið hann að segja sér hvað til :;tæði, Einar Olgeirsson bar fram fyrirspurn um þessa frétt og sannleiksgildi hennar. Ráðherrann sagði sigrihrósandi að hann hefði átt viðræður við banda- ríska sendiráðið, og ætlunin væri alls ekki að „draga úr vörnum landsins" eða fækka „varnar- liðinu“; bandarísk stjórnarvöld hygðu aðeins á skipulagsbreytingar. Væri utanríkisráðuneytið nú að íhuga þessar skipulagsbreytingar — væntanlega með tilliti til þess hvort þær væru herfræðilega séð nægileg trygging fyrir „vörnum landsins"! Dáðherrann var mjög glaður þegar hann flutti alþingi skýrslu um það að alls ekki stæði til ' að fækka hernámsliðinu; var auðséð að honum hafði létt stórum eftir að bandaríski sendiherr- ann hafði látið svo lítið að segja honum af bví hvað til istæði. Enda þarf enginn að efa það rð núverandi ráðamenn á Islandi munu halda áfram , að grátbiðja um meira og lengra hernám, jafn- vel þó bandarísk stjórnarvöld hefðu ekki áhuga á því, þótt ekki væri af öðru en annarlegum gróða- hagsmunum spilltra ráðamanna og flokka þeirra. ¥ Ttanríkisráðherrann greindi ekki frá því á al- ^ þingi í hverju hinar nýju skipulagsbreytingar væru fólgnar, og ef til vill hefur hann ekki enn fengið að vita um þær. Þær geta þó skipt veru- legu máli. Enda þótt hemámsflokkarnir í vinstri- stjórninni svikju loforð sín um brottför hersins, varð þó tímabil vinstristjórnarinnar til þess að mjög dró úr framkvæmdum hernámsliðsins og stórfelld áform þess runnu út í sandinn. Afleiðing- in varð sú að herstöðvarnar hér drógust mjög aftur úr öðrum hliðstæðum, þannig að þær urðu hættuminni íslendingum og ekki eins mikilvægar fyrir bandarísku herstjórnina og áður. Séu hinar fyrírhuguðu skipulagsbreytingar í því fólgnar að koma herstöðvunum hér í nýtízku horf og búa þær hinum hættulegustu vopnum, kann fregn sú sem vakti þjóðinni ánægju á sunnudaginn var að reyn- ast íslendnigum mjög alvarleg og háskaleg. — m. sh Svemsson ;fyrrverandi A íþmgisforseti Hinn 30. nóv. s.l. aiidaðist GLsli Sveinsson, fyrrv. al- þingisforseti, og verður lians minnzt í dag. Með honum er fallinn í valinn einn af hin- um eldri stjórnmálaforingjum þjóðarinnar, sem hátt bar á þeim tíma, er hún var að heimta frelsi sitt úr hendi er- lendra drottnara. Og jafn- framt entist honum aldur til þess að taka þátt í opinberu lífi fram á síðustu ár. Er nú fylking hinna eldri leiðtoga óðum að þynnast, en fram- tíðin mun geyma minninguna um störf þeirra. Gísli Sveinsson var fæddur 7. desember 1880, og var þvi sem næst 79 ára, er hann lézt. Foreldrar hans voru Sveinn Eiríksson prestur að Sandfelli í Öræfum, síðar að Kálfafellsstað í Suðursveit og Ásum í Skaftártungu, og kona hans, Guðríður Páls- dóttir prófasts í Hörgárdal, Pálssonar. Var Eiríkur, faðir séra Sveins, bóndi og hrepp- stjóri í Hlíð í Skaftártungu. En móðir hans var dóttir hins merka læknis og nátt- úrufræðings, Svems Pálsson- ar í Vík í Mýrdal. Var Gísli fæddur í Sand- felli, en ó'st upp með for- eldrum sínum í Skaftafells- sýslum báðum. Ungur hóf hann nám í latínuskólanum í Reykjavík og lauk stúients- prófi 1903 með ágætri eink- unn. Þvi næst sigldi liann til háskólanáms í Kaupmanna- höfn, lagði þar stund á lög- fræði og lauk lögfræðiprófi þaðan 25. janúar 1910. Ekki varð þó laganámið í Höfn alveg óslitið því á tímabili ár- in 1906—1907 kom hann heim, og var þá settur bæj- arfógeti á Akureyri og sýslu- maður í Eyjafjarðarsýslu. Bendir það ótvírætt til þess að hann hafi þá þegar þótt vera álitlegt embættismanns- efni. Að loknu laganámi settist hann að í Reykjavík og hóf lögfræðistörf. Var hann yfir- dómslögmaður frá 1910— 1918. Þá var hann skipaður sýslumaður í Skaftafellssýslu. Því embætti hélt hann í nær- fellt 30 ár eða til 1947, er hann varð fyrsti sendiherra íslendinga í Noregi, því emb- ætti gegndi hann til 1951. Fluttist þá til Reykjavíkur og hefur átt hér heima síðan. Jafnframt fyrrnefndum embætt’sstcrfum tók Gísl) Sveinsson ætíð mikinn þátt í stjórnmálalífinu hér heima. Árið 1916 var hann fyrst kos- inn á þing fyrir Vestur- Skaftafellssýslu og sat á þingi til 1921. Aftur varð hann þingmaður Vestur- Skaftfellinga 1933—1942. Landkjörinn þingmaður var hann 1942—1946 og síðan aftur þingmaður Vestur- Skaftfellinga síðasta árið áð- ur en hann tók við sendi- herraembættinu. Forseti sam- einaðs Alþingis var hann árin 1941—1942 og aftur 1943— 1945. Þannig varð það hans hlutverk að stjórna hinum sögulega fundi á Þingvöllum 17. júní 1944 og lýsa stofn- MinnintseirorS un hins íslenzka lýðvefdis yf- ir af Lögbergi. Mun það mál allra, er þar voru staddir, að það hlutverk hafi hann innt af hendi með þeim skörungsskap, er hæfði. Auk þess, er hér hefur ver- ið minnzt, gegndi Gísli Sveine- son mörgum opinberum störf- um. T. d. var hann málflutn- ingsmaður Landsbanka Is- lands 1912—1918. I milli- þinganefnd um Flóaáveituna var hann skipaður 1916 og i milliþinganefnd um bankamál 1937. Þá var hann kjörinn af Alþingi í dansk- íslenzku sambandsilaganefdina 1937. Einnig var hann formaður í milliþinganenfd um stjórnar- skrármálið árin 1942—1947. I milliþinganefnd um póstmál var hann skipaður 1943 og sama ár í Alþingissögunefnd. I kirkjuráði átti hann sæti um fullan áratug, og var for- göngumaður og síðar forseti hinna almennu kirkjufunda. Þá var hann og formaður fé- lags héraðsdómara 1941—• 1947 og heiðursforseti þess. Enn fermur var hann heið- ursfélagi Skaftfellingafélags- ins í Reykjavík. Eru liér þó ekki fulltalin öll opinber störf, er Gísli Sveinsson vann, en fyrir þau var hann sæmdur ýmsum heiðursmerkjum bæði íslenzk- um og erlendum. Gísli Sveinsson var einn þeirra manna, er hlauzt sú gæfa að mega ungur taka þátt í baráttu þjóðar sinnar á tímum mikilla atburða í sögu hennar, einmitt þegar hún var að endurheimta stjórnarfarslegt fre'si eftir marga erlend yfirráð. Hann ólst upp á næstu áratugum eftir að þjóðin fékk sína fyrstu stjórnarskrá, með þeirri kynslóð, er hlaut reynslu og árangur af bar- áttu hinna fyrstu leiðtoga í arf, og bar gæfu til að byggja ofan á þann grund- völl, er þeir höfðu lagt. Án efa hefur hann verið farinn að fá áhuga á stjórnmálum þegar á námsárum sínum hér heima. Og á námsárum hans í Höfn var sjálfstæð'smálið mjög á baugi meðal íslenzkra stúdenta þar. Enda gerðust á þeim árum hér heima atburð- ir, er einna hæst ber í stjórn- málasögu þessa tímabils. Næg:r að nefna baráttuna um Uppkastið fræga, er einmitt var háð árið eftir fyrrne'nda Idvöl hans hér heima á náms- árunum. Þegar heim kom, að loknu námi, voru átökin enn mjög hörð. Barizt var um það, hvort íslendingar skyldu gera kröfur til fullrar sjálfstjórn- ar, eða fremur sætta sig við það, sem mögulegt . þótti að ná þegar í stað, og bíða með frekari kröfur þar til byrleg- ar blési. Hann skipaði sér þegar í hóp þeirra, er hvergi vildu hvika frá ýtrustu kröf- um fyrir Islands hönd og átti þar fulla samleið með h’num eldri leiðtogum, Bjarna frá Vogi og Skúla Thóroddsen. Þeirri baráttu lauk, sem kunnugt er, með sambands- lagasamningnum 1918, þar sem viðurkennt var fullt sjálfstæði islenzku þjóðar'nn- ar, en konung-ssambandi.nu haldið næstu -25 árin. Mun fátt hafa glatt Gísla Sveins- son meira, en að fá tækifæri til að leggja þar til mála, svo sem hann gerði, er ’oka- sporið var stigið með stofn- un lýðveldisins 1944. Sú stjórnmálabarátta, sem hér hefur verið háð síðan 1918 hefur eðlilega verið ann- ars eðlis en var fyrir þann tíma. Hver maður, sem tekur jafnmikinn þátt í stjórnmála- starfsemi og Gísli Sveinsson gerði á þeim næstu áratug- um, hlýtur að eignast póli- tíska andstæðinga. En flest- um, sem þekktu hann, mun bera saman um það, að sljk andstaða hafi ætíð stafað af málefnalegum viðhorfum en aldrei persónulegum. Eins og kunnugt er bauð Gísli Sveinsson sig fram við forsetakjör 1952. Hann náði ekki kosningu, eem og mátti við búast, þar sem til þess hefði þurft öflugra flokks- fylgi en hann hafði til stuðn- ings. Við það tækifæri flutti hann þjóðinni boðskap sinn með ræðu í útvarpi, og bar sú ræða vott um mjög glöggan skilning á því hlutverki að vera æðsti maður þjóðar sinnar. Enn fremur minntist hann þá á ýmsa atburði, er þá höfðu nýlega gert, og lýstu þau ummæli að mörgu leyti heilbrigðari skiJningi á þeim atburðum, en fram hefur komið hjá meiri hluta ís- lenzkra stjórnmálamanna þetta tímabil. Gísli Sveinsson var kvænt- ur ágætri konu, Guðrúnu Ein- arsdóttur trésmíðameistara í Reykjavík Pálssonar og konu hans Sigríðar Lárettu Péturs- dóttur. Eru börn þeirra fjög- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.