Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						4)" - ÞJÓDVILJINN — Laugardagur 5. marz 1960
Athugasemd við grein ýfirfistmats-
stjóra Bergsteins A. Bergstónssonar
Þegar. við gáfum::dagblöðun-
um upplýsingar um skemmdir
þær, er urðu á íslenzkum fiski,
sem sendur var til Jamaica,
vorum við þess fyllilega vit-
andi að slíkar upplýsingar hafa
ekki áður verið gefnar blöðun-
um, þótt aðfinnslur um
skemmdir á fiski frá fslandi
hafi átt sér stað.
Við álitum rétt, að ágallar
þeir, sem á urðu yrðu heyrum
kunnir nú í þetta skipti, vegna
þess að hér. var um einstætt og
alvarlegt atvik að ræða, það að
heilbrigðisyfirvöld lands þess,
er þennan fisk fékk, dæmdu
nokkurn hluta hans óhæfan til
neyzlu og bönnuðu sölu hans.
Þetta hefur aldrei komið fyr-
ír áður okkur vitanlega.
Hér var ekki að ræða um
hinar venjulegu aðfinnslur,
svo sem undir.vigt, ranga flokk-
un, brúnan maur, rangar
stærðir o.s.frv., sem að vísu
skapa kaupanda tjón, en eru
á engan hátt sambærilegar við
það. sem hér'gerðist.
Við ætluðumst til, að blöðin
vektu alla þá, sem að fiskfram-
leiðslu, verku'n fisks og fisk-
mati standa, til umhugsunar
um, hve háskaleg vond með-
ferð, óvönduð verkun og rangt
ynat eru.
f greinargerð okkar var ekk-
ert ofsagt, og það tekið fram
í upphafi hennar, að hún væri
send  ,.Með  það  fyrir  augum,
--<8>
févennadeildin
fékk 75.000 krónur
Hreinar tekjur Kvennadeild-
ar Slysavarnafélagsins í Rvík
af merkjasölu og kaffisölu á
góudaginn urðu yfir 75.000 kr.
og er það bezti árangur sem
félagjð hefur náð á þessum
fjársöfnunardegi sínum.
Stjórn deildarinnar hefur
beðið blaðið að koma á fram-
færL þökkum til allra þeirra
bæjarhúa sem lögðu henni lið
á margvíslegan hátt við fjár-
söfnunina. Sérstaklega gladdi
það konurnar að skipverjar á
Pétri Halldórssyni sendu nú
gjöf-^riðja árið I röð, 1800
krónur.
að fiskverkunarstöðvar þær,
sem saltfisk þurrka, .svo og
þeir fiskmatsmenn, er meta
saltfisk til útflutnings, geti
fengið upplýsingar, sem kæmu
þeim að gagrii í framtíðinni".
Grein Bergsteins Á. Berg-
steinssonar fiskmatsstjóra í
Þjóðviljanum 4. þ.m. — hefst
með þessari fyrirsögn: „Fisk-
skemmdir á Jamaica." Síðan
koma ýmsar hugleiðingar, sum-
ar okkur með öllu óskiljanleg-
ar, og í lokin á grein B. Á. B.
segir: „Hins vegar er algerlega
sýnilegt öllum, sem athuga
gögn þau, er snerta þetta mál,
að aðallega hefur fiskurinn
skemmzt í óhæfri geymslu
kaupanda, eftir að fiskinum er
skípað á land í Jamaica".
Áhrif greinarinnar eru Ijós:
Hér var ekkert að frá hendi
okkar sem seljanda.
¦Fiskmatsstjóra var þó kunn-
ugt um eftirfarandi:
1. Þessi sami kaupandi hafði
tekið á móti hvorki meira né
minna en 70.000 pökkum af
saltfiski frá íslandi á 1<% ári,
án þess að nokkrar skemmdir
kæmu fram.
2.  Að 204 pakkar reyndust
skemmdir í septemberfarmin-
um í haust, og að 198 pakkar
af því voru frá þeim stað, er
við undirritaðir töldum aðal-
lega hafa valdið tjóni.
3.  Að í nóvember voru tæp-
ir 500 pakkar frá þessum sama
stað, sem allir. reyndust stór-
skemmdir.
4.  Að þriðja sendingin frá
umræddum stað, sem umskipa
átti í Reykjavík til Brasilíu,
reyndist svo vanþurrkaður, að
yfirfiskmatið hér og Bergsteinn
A. Bergsteihsson sjálfur álitu
hann ekki útflutningshæfan,
hvað þurrkun o.fl. snerti, og
létu þurrka hann upp hér það
mikið, að hann léttist um rúm
10% að sögn stöðvár þeirrar
í Hafnarfirði, er tók hann til
þurrkunar.
Fiskmatsstjóri; sem yfirmað-
ur íslenzka fiskmatsins, 'getur
.því ekki borið allar sakir af
íslenzka matinu á hinn erlenda
kaupanda.
Jón Axel Pétursson —
Kristján Einarsson.
Annáll 19. aldar
sígur álesðis
... ^
Ajináll nítjándu aldar heitir
mikið rit sem séra Pétur Guð-
mundsson frá Grímsey tók
saman. Þar greinir frá helztu
viðburðum á hverju ári aldar-
innar, árferði, mannslátum,
embættaveitingum og ýmsu
öðru.
Útgáfa annálsins var hafin
á Akureyri árið 1912. Síðan
hefur gengið á ýmsu með hana,
en fjögur bindi eru komin út.
Nú er útgáfan hafin að nýju,
í þetta skipti á vegum Akra-
nesútgáfunnar, og býr Gils
Guðmundsson ritið undir prent-
hans fyrsta hefti fimmta bind-
is. -Það er sex arkir og nær
frá árinu 1884 fram á árið
1888.
Sigurður Guð-
mundsson formaS-
ur Ljósmyndara-
f élags Islands
Aðalfundur Ljósmyndarafélags
íslands var haldinn í Reykjvík
þriðjudaginn  23. febrúar s.l.
Félagið hefur nú starfað um
34 ára skeið, en það var stofn-
að árið 1926. Félagið er skipað
atvinnufjósmyndurum eingöngu,
hvaðanæfa af landinu, og beitir
sér fyrir framgangi ýmissa á-
huga- og hagsmunamála Ijós-
myndara.
Stjórn félagsins skipa nú þess-
ir menn:
Formaður: Sigurður Guð-
mundsson, Reykjavík, gjaldkeri:
Guðmundur Erlendsson, Reykja-
vík, ritari: Óli P. Kristjánsson,
Húsavík, varaformaður: Oddur
Ólafsson, Reykjavík og bréfrit-
ari; Þorl. Þorleifsson, Reykja-
vík.
GLEYMIÐ EKKI
að láta mig mynda
barnið
Laugavegi 2. Sími 11-980.
Heimasíml 34-980.
ar
Lesið um viðureign Péturs H. Salómonssonar við
pólitíska andstæðinga er hann fór í framboð 1956,  '
og hver urðu endalok þeirra mála. Frá þessu er  1
skýrt í riti sem komið er út og nefnist Smádjöflar.
Ritið kostar 20 krónur og fæst í Reykjavík og
flestum  kaupstöðum  landsins.  Einnig fæst  ritið
hjá Pétri Salómonssyni meðan birgðir endast. Og  ;
er öllum heimilt að biðja Pétur um það, hvar sem
harin kann að sjást á almannafæri.
Kaflaheiti gefa nokkra hugmynd um efni ritsins,  .
en þau eru: FaerSi mér höfuð siftt, Þeir fölsuðu
nöfn sín,  ÍJtvai-pið  ekki hhitlaust,  Stórþjófur,
Handsprengja, Er kjósendum  ógnað?,  Fémútur  og
smádjöflar, Forsetafrú.                           ,
tJTGEFANDI.
«"v
Ullarefni
í kápur, í kjóla °g í pils.
MARKAÐURINN
Haínarstræti 11
*: 1
Blóma- og Grænmetismarkaðurinn.
Alhugið hvað blémin eru ódýr.
Tulipanar kr. 5,00 og 7,00 stk. — Páskaliljur '
kr. 5,00 — Hyacintu'r kr. 12,00 pr. stk. Kartöflur
kr. 25.00 í 25 kg. po'kum komnar aftur.
Bléma- otf Grænmetismarkaðurínn,
Laugavegi 63 — Sími 16990.
ÆlAR?OSTUR
* ,,Nú liggur vel á
mér"
Hér kemur kafli úr bréfi frá
sjómanni, sem pósturinn hefur
borizt, en hann hefur áður
sent bréf, þar sem rætt var um
eftirlit með happdrættum o.fl.:
..Nú er annað efni, sém ég
ætla aðeins að minnast á. Það
eru þá fyrst kempurnar, sem
skfií'a í dagblaðið Vísi. Síðan
efnahagsfrumvarpið var sam-
þykkt sem lög syngja þeir dag-
jega: Nú liggur vel á mér, og
segja, að þetta sé lítil fórn fyrir
verkalýðinn. Já, margt er skrit-
iðj í kýrhausnum. Það er sann-
"jeikur. Svo hieypur hálfgerður
Tarzan í þá, þegar þeir minn-
ast á kommana. Það er svo sem
von, að þeir reyni að vera svo-
lítið mannlegir, þegar þeir sjá,
hvernig fylgið hrynur af þeim.
En vildu þeir nú ekki vera svo
góðir að skýra almenningi frá
því, hvað þeir taka sjálfir í
kaup. Það væri fróðlegt fyrir
almenning að heyra það. Allir
vita líka, að menn eins og að-.
standendur Vísis hafa aðstöðu
til þess að kaupa aila sína
neyzluvöru í heildsölu og það
munar miklu á verði í stað
þess að kaupa af smásölum,
sem búnir eru að koma vör-
unni eins hátt og hægt er, en
það er einmitt það, sem al-
þýðan ver.ður að sætta sig við.
* Fjölskyldubæturnar
Já, það tónar í kór íhalds-
liðið, að þetta sé lítil fórn fyr-
ir verkalýðinn og engin fyrir
barnafólkið, sem fái svo mikl-
ar fjölskyldubætur, en ég er
nú hræddur um að þeim bregð-
ist bogalistin. Hugmyndin var
að reyna að kljúfa verkalýðinn
með þessu fjölskyldubótafrum-
varpi en það verður ekki hægt.
Menn sjá allan blekkingavef-
inn, sem fylgir því. Svo er
þetta svo mikil háðung og
skömm, hvernig þetta er í
framkvæmd. Það er alveg
sjálfsagt, að fátækt fólk fái
þessar bætur, en að vel efnum
búnir menn og jafnvel stórrík-
ir skuli geta labbað niður í
Tryggingar og sótt meðgjöf
með krökkunum sínum, það
tekur út yfir allan þjófabálk.
Ég veit, að ég tala fyrir munn
margrá, að við, sem erum bún-
ir að ala upp mörg börn án
aðstoðar annarra, skulum vera
skattlagðir  í  ellinni  til  að
borga  með  börnum  stórríkra
manna. Þvílík andskotans ófor-
skömmugheit.
* VerðKækkanirnar
Hún er nú rétt að byrja þessi
litla fórn, sem íhaidskórinn
kallar. Ég er með kolahitun og
hún hækkar. um fimm hundruð
krónur á mánuði. Afnotagjald
símans hækkar, um 360 kr.
eftir árið. Hvað hækkar trygg-
ingargjaldið? Ég hef heyrt að
það eigi að hækka um helming
eða meir. Og hvað hækkar
sjúkrasamlagsgjaldið? Mánu-
dagsblaðið var að fræða okkur
á því í gær, að hnifurinn hafi
verið settur á barkann á heilli
stétt, heildsölum og smásölum.
Við trúum því svona mátulega.
Það er hægt að tala ýmislegt í
einkaviðtölum og það er hægt
að skrifa allan fjandann í
blöðín til þess að blekkja fólk-
ið. Eða hvað segja verðhækk-
anirnar. Benda þær til þess,
að álagningin hafi verið skorin
niður? Ég ætla aðeins að nefna
tvennt, kolin og karlmannaskó,
sem hækka uni rúmar hundrað
krónur. Dálaglegt það, góðir
hálsar. Verkin tala. Það þýðir
ekki að vera að birta neinar
lygar og blekkingar í blöðun-
um. Við þekkjum ykkur orðið.
Ég var að hlusta á Vilhjálm
Þór núna. Hann var að segja
okkur frá gjaldeyrisörðugleik-
unum. Hanri minntist ekki einu
orði á innstæðurnar á Ieyni-
reikningnum í Bandaríkjunum.
Hann hefur kannske verið að
telja endur á Tjörninni og
gleymt sér þess vegna.
Sjómaður.."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12