Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Miðvikudagur 9. marz 1960 — 25. árgangur — 57. tölublað.
Kostar 100 millj.
Bráðabirgðaáætlun hefur verið
gerð um endurreisn Agadirs, en
ætlunin er. að fyrstu nýbygging-
arnar verði tilbúnar að ári. Gert
er ráð íyrir að endurreisnin
muni kosta a.m.k. 100 milljónir
dollara.
FARMENN KREFJAST 35%
Sjómannafélag Reykjavíknr er búið að bera fram formlegar
kröfur um kjarabætur - Samningar hefjast á fimmtudag
Sjómannafélag Reykjavíkur hefur nú afhent atvinnu-
rekendum kröfur sínar um mjög verulega bót á kjörum
farmanna. Er þar fariS fram á sem næst 35% hækkun á
fastakaupi háseta og hliðstæðar eða meiri hækkanir á
öorum liðum. Búizt er við að samningaviðræður um þess-
ar kröfur hefjist á fimmtudag.
Þjóðviljinn sneri sér í gær til
Sigfúsar Bjarnasonar, starfs-
manns- Sjómannafélags Reykja-
víkur og spurðist fyrir um
kröfur farmanna. Staðfesti hann
að Sjómannafélagið hefði borið
fram formlegar kröfur en kvaðst
ekkert vilja um þær segja að
svo stöddu. Þjóðviljinn aflaði sér
þá uopiýsinga um kröfurnar eft-
ir öðrum leiðum og bar þær
upplýsingar aftur undir Sigfús;
taldi hann þær niðurstöður
myndu yfirleitt vera nærri lagi.
UIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
| Sósíalista- |
| félagsfund- |
1 ur í kvöld 1
= .   Fundur Sósíalistafélags- S
|  Reykjavíkur hefst kl. 8.30 |
S  í kvöld í Tjarnargótu 20. 5
E    Fundarefni:  Drög  að 5
=¦  stjórnmálaályktun  tólfta E
E  þings Sósíalistaflokksins.  E
E    Félagar  sýni  skírteini E
=  við innganginn.           3
111111111111111111111111111111 ¦ 11111111111111 iTi
Sendinefnd
íslands í Genf
í gær barst Þjóðviljanum svo-
felld frétt frá utanríkisráðuneyt-
inu:
.;Eiris og kunnugt er hefst í
Genf hinn 17. marz n.k. á veg-
um Sameinuðu þjóðanna önnur
alþjóðaráðstei'na um réttarregl-
ur á hafinu, og er hlutverk
ráðstefnunnar að setja reglur um
víðáttu "landhelgi og fiskveiði-
lögsögu.
í sendinefnd fslands á ráð-
stefnunui eiga þessir menn sæti:
Guðmundur f. Guðmundsson,
utanríkisráðherra,     formaður,
Bjarni Benediktsson, dómsmála-
ráðherra, Hans G. Andersen,
ambassador. Davíð Ólafsson,
fiskimálastjóri, Henrik Sv.
Björnsson, ráðuneytisstjóri, Her-
mann Jónasson, fv. forsætisráð-
herra, tilnefndur af Framsókn-
arílokknum, Jón Jónsson, fiski-
i'ræðingur, Lúðvík Jósepsson, fv.
ráðherra, tilnefndur af Alþýðu-
bandalaginu".
Samkvæmt því eru kröfur
þær sem Sjómannai'élag Reykja-j
víkur hefur borið fram í aðal-|
atriðum á þessa leið:
Fastakaup hjá fullgildum há-i
setum hækki um 34,7%.
Yfirvinnutaxtar   hækki   um;
36—54%.
Greiðsla fyrir tvískiptar vakt-
ir, t.d. á varðskipunum^ hækki
um 35%.
Fæðispeningar   hækki   um
42,85%.
Fatatrygging hækki um 100%.
Verkfæralán hjá timburmönn-
um hækki um 37%.
Tekin verði upp ný persónu-
trygging sem nemi 200.Ó00 kr.
Parmannagjaldeyririnn.
í kröí'um þessum er ekkert ték-
ið fram um farmannagjaldeyrinn,
því hann hei'ur aldrei verið
bundinn í samningum, heldur að-
eins með munnlegu samkomu-
lagi. Hins vegar hefur gengis-
lækkunin raskað þeim samning-
um mjög verulega; farmenn þeir
sem stunda siglingar í'á nú ann-
aðhvort mun minni gjaldeyri en
áður eða gjaldeyririnn gleypir
meginhlutann af kaupi þeirra.
Er trúlega að þau atriði beri
einnig mjög á góma í viðræðum
þem sem heí'jast á morgun.
Farmannasamningar Sjó-
mannafélags Reykjavikur hafaj
nú verið lausir í hvorki meira
ne minna en ruma 15 manuði.i
Gengu þeir úr gildi 1. desemb-j
er 1958. Skömmu eí'tir það tók
stjórn Emils Jónssonar við völd-!
um, og hélt þá stjórn Sjómanna-
félagsins að sér höndum, þrátt
fyrir mikla óánægju farmanna,
ekki sízt eftir kaupránslögin í
ársbyrjun 1959. Ei'tir gengis-
lækkunina nú heiur rignt yfir
stjórn Sjómannaiélagsins mót-
mælum og kröfum farmanna.
þannig að stjórnin hefur að von-
um ekki talið stætt á því að
hafa samninga lausa og óbreytta
lengur.
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIiL
f Reykjavík   |
Loftleiðir eru nú farn-   s
ar  að  nota  hina  nýju   s
Cloudmaster-flugvél  sína   S
j;Leif Eiríksson" í áætlun-   E
arfluginu milli meginlands   E
Evrópu og Ameríku. Flug1   E
vélin fór hér um á vest-   E
urleið sl. laugrdag, eins og   E
frá var skýrt í Þjóðvilj-    E
anum'í gær. Um sex leytið   E
í gærmorgun lenti Leifur   E
aftur  hér  í  Reykjavík,   s
kom frá New York. Síðar   s
um daginn hélt flugvélin   E
áfram  ferð  sinnj  austur   S
yfir hafið.                 E
Myndirnir voru  teknar   s
á  Reykjavíkurflugvelli  í   E
gærmorgun,   er   „Leifur   s
Eiríksson"   var  framan  . s
við  afgreiðsluskýli  Loft-   s
leiða. Eins og lcunnugt er,   s
verður   önnur   flugvél,   s
samskonar,  afhent  Loft-   s :
leiðum vestur í Flor'ída í   s
Bandaríkjunum í dag. Sú   E
flugvél kemur hingað til   s
lands  að  hálfri  annari   E
viku liðinni.                s
MUIIIIIIIIIMIIIIIIIIUIIIIHIIiilMIMIIIIIIIIUlllllHIIIMÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIilllllllilllliillllllllllHllllllinilllllliUIIHIV
| Bretar segjast hafa hindrað |
töku togara í 65 skipti  |
IIMIMMIilMIMMIMMIÍ
Brezkir togaraeigendur héldu
árlegan fögnuft sinn í London í
síðustu viku. Yfirforingi brezka
flotans, sir Charles Lamb, var
sérstakur heiðursgestur í þeim
fögnuði.
Hann skýrði. togaraeigendum
frá því að undanfarna tæpa 19
IHMMHMIHHUHini
mánuði, eða síðan íslendingar
stækkuðu landhelgina, hefðu
brezk herskip komið í veg fyrir
töku brezkra togara við ísland
í 65 skipti. Læknisaðstoð hefði
verið veitt 330 sinnnm. Auka-
kostnaður af aðgerðum brezka
flotans við ísland hefði á þessu
tímabili numið 250.000 sterlings-
pundum, eða rúmlega 25 millj-
ónum króna. (Raunverulegur
kostnaður af þessum aðgerðum
er að sjálfsögðu margfalt sinnum
meiri).
Atlasskeyti
í gær var skotið ílugskeyti af
gerðinni Atlas frá Canaveral-
höfða í . Bandaríkjunum. Var
skeytið búið nýjum sjálfvirkum
stjórntækjum. Það fór um 10.000
kílómetra.
Herinn hverfi úr landi svo fljótt sem auðið er
Þrítugasta og sjöunda þing
Ungmennasambands Kjalar-
nesþings var háð í félags-
heimili Kópavogs um síðustu
helgi. Var þar m.a. samþykkt
ályktun um brottför banda-
lísUa Itei'iiáitisiiðsiiLs og önnur
um  samstöðu  í  landhelgis-
málinu.
Áiyktunin   um   hernáms-
málið er svohljóðandi:
,.'37. þing U.M.S.K. á-
lyktar: Dvöl erlends her-
liðs á íslenzku landi ei
ósamrímanleg hugsjón-
um ungmennafélaganna.
Þingið telur því að
vinna beri að því að her-
inn hverfi úr landi svo
fljótt sem auðið er."
Þingályktunin um landhelg-
ismálið er svofelld:
t   „37. þing U.M.S.K. fagnaf
• útfærslu    fiskveiðitakmark-
• anna við landið og samstöðn
allra stjórnmálaflokka um
málið."   ,. .- j u        sSér_J
#'
(
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
6-7
6-7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12