Þjóðviljinn - 16.03.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.03.1960, Blaðsíða 1
VILIINN Bœjarbruni 1 fyrrakvöld kviknaði í Aust- urhúsi í Höfnum. Slökkvilið Keflavíkur og Keflavíkurflug- vallar voru til kvödd, en hús- ið, sem var timburvarið, var þá að mestu brunnið. Miðvikuda.gur 16. marz 1960 — 25. árgangur — 63. tölublað. Yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar oð innlimo ísland í kreppukerfi Vestur-Evrópu og Ameríku Skipulagning fátœktarinnar versta verk sem unni3 hefur veriS á íslandi í áratugi Við 1. umræðu söluska t csfrumvarpsins í neðri deild iýsti fjármálaráðherra Gunnar Tlióroddsen yfir því, að það væri stefna ríkisstjórn? rinnar nú og yrði á næstu árum að lækka beina skatía, gefa verzlunina frjálsa og reyna að koma íslandi inn í íríverzlunarsvæöi eða banda- lög. Einar Olgeirsson lagði álierzlu á að framkvæmd þess- arar stefnu jafngildi að innlima ísland í kreppukerfi Vestur-Evrópu og Ameríku og hlyti að leiöa yfir íslend- inga fátækt og atvinnuleysi. 7'*' Söluskattsfrumvarpið var af- greitt úr efri deild á þriðja tímanum í fyrrinótt. Við 2. umræðu gerðu stjórn- arandstæðingar harða hríð að ríkisstjórninni og varð fátt um varnir, en ekki töluðu aðr- ir af stjórnarliðinu en Ölafur Björnsson og Gunnar Thórodd- sen. IJUIIIIIIIIimilllllllllillllllllllllltllllH! |Frumherji V.| | leggur upp í | | geimförina | = Þessi mynd var tekin á = E Canaveral-höfða í Florída = E í þann mund, er „Frum- E E herji V.“ var að hefja för f = sína út í geiminn. Það var E = þriggja feta eldflaug, sem E E bar gervitunglið á loft, nær = = 30 metra há og af gerð- = = inni Thor Able. = Tiilögur Björns og Alfreðs felldar Við atkvæðagreiðsluna voru allar breytingartillögur þeirra Björns Jónssonar og Alfreðs Gíslasonar felldar. Breytingar- tillögum Björns er lýst í fram- söguræðu hans sem birt er öll hér í blaðinu í dag. Alfreð lagði m.a- til að bækur frum- samdar af Islendingum og nauðsynlegustu lyf yrðu und- anþegin söluskatti, en einnig þær tillögur voru felldar af öllum þingmönnum stjórnar- flokkanna í deildinni gegn at- kvæðum þingmanna Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar. Forseti setti nýjan fund um kl. 2.30 í fyrrinótt og var málið þá afgreitt umræðulaust úr deildinni, og skiptust at- kvæði eins og um breytingar- tillögur Björns og Alfreðs, 11:8. (Einn þingmaður, Her- mann Jónasson, var fjarver- ar.idi). Framhald á .3. siðu = Myndin af brezkum tog- = = ara, sem er að sigla út af j2 = veiðisvæðinu við Eldey síð- = = ari hluta dags hinn 14. þ.m. = = Myndina tók Guðmundur = 2 Kjærnested, skipstjóri, E — gæzluflugvélinni Rán. E = Enginn brezkur tögari E 2 var innan fiskveiðimark- = E anna í gær. = fflllllllllllllllllilllliiiillllliiiiiiiiiiiuT Tóbaksverðið hœkkar brótt Skrifstofur Tóbakseinkasölu ríkisins eru lokaðar vegna þess að allsherjar verðhækkun á tóbaksvörum stendur fyrir dyr- um. Sigurður Jónasson forstjóri sagði Þjóðviijanum í gær, að hann teldi ekki vera um mikla hækkun að ræða, mun minni en sögusagnir manna á meðal hefðu hermt. Stefnt er að því að hefja af- greiðslu á hækkuðu tóbaki á föstudaginn. BILSTJORAR TRYGG- IÐ SIGUR B-LISTANS Afvopnunarráðstefna austurs og vesturs hófst í Genf í gær Krústjoff og Eisenhower sendu boðskap I gær hófst í Genf ráðstefna vestfur- og austurveldanna iim afvoþnun. Á ráðstefnunni eiga sætj 5 fulltrúar frá sósíalisku ríkjunum óg 5 fulltrúar frá vestin-veldumim. Þe‘ita er í fyrsta sinn að fundnr, sem skipaður er að jöfnu fulltrúum frá axistri og vestri, er hald- inn xxm þessi mál. Krústjoff og Eisenhoxver sendu báðir bréf til ráðstefn- unnar, og voru |>au lesin við setningu hennar. Eisenhower hvetur fulltrúana til bjartsýni, og segir, að enda þótt samningar um þessi mál hafi oft gengið stirðlega, þá skuli fulltrúar ganga vongóðir til starfs, enda sé nú friðvæn- legra í heiminum en áður. Krústjoff segir í boðskap sínum að Sovétríkin muni Framhald á 2. siðu. Kl. 9 í kvöld lýkur stjórn- arkjöri í Bifreiðastjórafélaginu Frama. Fyrir þann tíma þurfa því allir a'ivinnubílstjórar, sem skilja nauðsyn ötullar og ein- arðrar forystu í stéttarfélag- inu nú vegna hinna s'tórfelldu árása á afkomu stéttarimiar, að fjölmenna á kjörstað og tryggja sigur B-lis«ians. I gær kusu 187' af 438 á kjörskrá. 1 dag verður kosið frá klukkan 1 s'íðdegis- til 9, en þá er kosningunni lokið, Fulltrúi ríkisstjórnarinnar eða formaður sté*ttarfélags? Fyrri hluti aðalfundar Bif- reiðastjórafélagsins Frama var haldinn í fyrrakvöld. Vakti málflutningur formanns félags- ins, Bergsteins Guðjónssonar, sérstaka athygli á fundinum vegna þaes, að fundarmenn gátu verið fullkomlega í vafa um hvort hann talaði sem sérstakur fulltrúi eða trúnað- ormaður ríkisstjórnarinnar eða formaður stéttarfélags atvinnu- bílstjóra. Stakk málflutningur Bergsteins og félaga hans mjög í stúf við rökfastar ræður Jón- asar Sigurðssonar, formanns- cfnis B-listans, og Steingríms Aðalsteinssonar. Á fundinum var lögð frám tillaga, þar sem mótmælt er efnahagsaðgerðum ríkisstjórn— arinnar Verður tillagan af- greidd á síðari hluta aðalfund- arins. SOSIALISTAFÉLAG REYKJÁVÍKUR tiikynnir: Félagar! Komið í skrifstof- una og greiðið félagsgjöldin. — Ný skírteini afhent. Skrifstofan opin í dag og á morgun ki. 10—12 árdeg- is og' 2—7 síddegis. Hrísgrjón og hveiti hœkka Hver dagur færir sínar verðhækkanir, jafntánauð- s.vnlegum vörum og ónauð- syniegum, vegna ,.viðreisn- arráðstafana" ríkisstjórnar- innar. Hveiti. pakkað hér á landi. er hækkað úr kr. 12,00 í 16,05 fimm enskra punda pakki. Hækkunin er kr. 3,85. Hrísgrjón í pökkum háfa einnig hækkað úr 3,85 pundið í 4,40. Þessi hækkun kemur á verð kornvöru, enda þótt ríkisstjórnin hai'i ákveðið' að greiða það niður um 18,6%, og' er það í íyrsta skipti sem innfluttar vörur eru greiddar niður. Launþegar fá engar bæt- ur fyrir þessa ‘hækkun á verði nauðsynja, ’.því að vísitöluuppbót á kaup hef- ur verið afnumin með laga- setningu ríkisstjórnarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.