Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 1
m-fii BBMM wlm U B PB PB Sunnudagur 24. desember 1,961 — 26. árgangur — 297. tölublað mu er 32 síður í dag II FAGIIR MORGlim Þeir stcfnuðu ,,þjóðlið“ gegn Dönum og hálfgert bylting- arfélag í turninum á sjálfri sóknarkirkjunni. Þeir hrundu af stað samtökum til að af- .nema fjárplógsstarfsemi gam- alla selstöðudrauga os: nýrra kaupmangara. Og þótt þeir hefðu íshafið á aðra hönd, en Odáðahraun á hina, tókst þeim að opna glugga út til hins stóra heims: keyptu í félagi bækur frá mörgum þjóðlöndum og kynntust ekki aðeins við vefar- ana frá Rockdale heldur níhil- isma og sósíalisma, — lásu „hættulegar bækur“ meðan íbú- ar flestra annarra byggða trúðu Péturspostillu enn fyrir sálar- heill sinni. Og þeir litu einnig nær sér: héldu öll íslenzk blöð og kappræddu um Alþingistíð- indin og gerðir og áform stjórn- arvaldanna, staðráðnir í því að móta örlög sín sjálfir með afl samtaka sinna. Hverjir eru þessir þeir? spvr þú kannski. Viö því fáum viö svar þráöum. Á s.l. sumri lá. leið mín um hljóðláta götu á yztu og efstu mörkum Akureyrar. Þar á horninu var einn hinna fögru garða Akureyrar. garður sem vitnaði um sérstaka vandvirkni og nostur. Auk trjáa og inn- flut'tra blóma var þar einnig fyrirkomið ýmsum þeim ís- lenzka gróðri sem flestum sést yfir þegar þeir í ákafa sínum leita langt yfir skammt þ. á meðal berjalyng og klettafrú. Þá síðarnefndu kváðust húsráð- endur hafa sótt upp í Glerár- gil — og virðast þar með hafa koltvarpað goðsögunni um að Austfirðingar og Skaftfeliingar eigi einir tilkall til þessarar jurtar. Hér býr Áskell Ssorrason tónskáld. Vafalaust hafa Akur- epringar fulla vitneskju um að aðrir bæi-r eiga ekki kurteisari né umgengnisljúfari borgara en Áskell er. Erindi mitt á fund Áskels var að sjálfsögðu það að fræðast um hann sjálfan. en jafnframt hitt að fá ofurlítið að skyggn- ast inn í þá gömlu bændamenn- ingu sem hann er vaxinn upp í. Áskell er fæddur 5. des. 1888 á Öndólfsstöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar lians voru Snorri Jónsson — bróðir Benedikts á Auðnum og Aðalbjörg Jónasdóttir frá Þverá í Reykjahverfi. Sá Jónas var albroðir Sigurjóns á Laxamýri og voru því Aðalbjörg og Jó- hann Sigurjónsson bræðabörn. Þau Aðalbjörg og Snorri áttu fjóra syni og var Áskell næst- yngstur. — Segðu mér Áskell. hvernig lffi menn lifðu þegar þú manst eftir þér sem ungum dreng, hvernig vorú búskaparhættirnir og efnahagurinn? — öndólfsstaðir, þar sem for- eldrar mínir bjuggu voru í þá daga taldir heldur lítil jörð, og bú föður mín-s var talið frem- ur lítið, en jafnframt búskapn- um stundaði hann bókband á vetrum og gerði við klukkur. — Stundakluklcur? — Já, hann lærði á Akureyri, bókband hjá Friðrik Steinssyni en hjá Magnúsi Jónssyni að gera við klukkur, — hjá þeim santa Magnúsi lærði Magnús Benjamínsson. — Búskaparhættirnir í þá daga? — Búskaparhættir heima voru eins og annarstaðar þá. ein- göngu notuð handverkfæri. Fært var frá ánum og við strákarnir vorum látnir smaia og sitja hjá ánum svo fljótt sem við vorum til þess færir. Vegir voru engir og því allt flutt á klökkum sem flytja þurfti að. Efni voru heldur tak- mörkuð; faðir minn vat’ ekki hraustur, varð því að hliifa sér og lá stundum af þeim sökum, en þetta var taiið bjargálna- heimili i þá daga. Víst var að aldrei var skortur á heimilinu og alltaf nóg og gott fæði með- an við ólumst upp, enda voru erfiðustu árin eftir 1880 afstað- in áður en ég man eftir. Af frásögn Guðnýjar Jónsdóttur ömmu minnar og foreldra minna og dagbók föður míns hef ég getað séð að víða var erfitt og skortur. að ég ekki segi hungur. I dagbók föður míns frá 1885 hef ég séð að þá fréttist að fólk væri farið að deyja úr skyrbjúg í Fljótum og í Fjörðum. Árið 1898 réðist faðir minn í það að kaupa Þverá í Laxárdal af samerfingjum sínum. er áttu jörðina, því afi minn átli Þverá. Til þess að geta það varð hann að hleypa sér í töluverð- ar skuldir. Búskapurinn þar var honum erfiður framan af. Þverá stærri jörð og erfiðari og þurfti hann því jafnframt að kaupa stækkaða áhöfn svo búið gæti borið sig. Oftast var húsfólk á Þverá og vinnufólk, gtaðvært á heim- ilinu, 'sérstaklega mikill söngur. Foreldrar mínir voru bæði söngvin og sungu mikið af lög- um og amma mín, Guðný. söng íslenzk þjóðlög og einnig er- lend lög. Það var venja- ef ein- hver kom að þá var farið að syngja. Hljóðfæri var ekkert, nema faðir minn hafði um tíma flautu er hann fékk lánaða hiá Benedikt bróður sínum. er iék töluvert á hana. Faðir minn hafði æft sig í og lært að lesa nótur og gat lært lög eftir nót- um. Hann átti allmikið af nót- um, uppskrifuðum og keypti það sem kom út. — En hvað um bækur? — Faðir minn átti töluvert af bókum, og svo kom lestrar- félagið, og eftir að Ófeigur í Skörðum var stofnaður jókst bóklestur. Það félag náði yf- ir nokkrar sveitir; áhugamestu mennirnir um bóklestur stofn- uðu félagið og keyptu m. a. út- lendar bækur. Aðalhvatamaður að stofnuninni og framkvæmda- stjóri félagsins var Benedikt á Auðnum. Ég man eftir tímarit- um sem komu á heimili mitt og ég fór að stauta mig framúr, svo sem Kringsjaa, Fremtiden o. fl. Þessar bækur höfðu mikil á- hrif á menn í Þingeyjarsýslu, — og það orð lá á að Þingey- ingar væru a. m. k. takmarkað- ir trúmenn á þeim árum. Sumt fólk taldi að ýmsar þessar bækur flyttu hættulegar skoð- anir. Félagið var stofnað eftir messu í kirk.iuturninum á Ein- ars-stöðum í Reykjadal, að því ég hef séð í dagbók föður míns. Annað félag, pólitískt félag sem kallað var „Þjóðliðið“ hafði starfað áður en var hætt störf- um fyrir mitt minni. Það munu hafa verið sömu menn sem Áskell Snorrason. stóðu að því. Það beitti sér einkum í sjálfstæðismálinu gagnvart Dönum og mun eitt- hvað hafa borið á því á Þing- vallafundi. — Manstu eftir nokkrum mönnum er voru í fyrra félag- inu? — Þar mun hafa verið einna fremstur Pétur Jónsson á Gaut- löndum svo og Sigurður á Yzta- Felli, Benedikt á Auðnum, og ég veit að faðir minn var líka í því. — Nokkur önnur félagssam- tök? — Kaupfélagið. elzta kaupfé- lag landsins var stofnað á Þverá í Laxárdal 1882. eða 6 árum áður en ég fæddist. Faðir minn tók frá upphafi þátt í kaupfélaginu. og eftir að ég man eftir hafði hann alla sína verzlun þar. Hann studdi það mjög og var einn af fleiri bændum þarna mjög rnikill andstæðingur kaupmanna og allrar kaupmennsku og gróða- bralls. Eg býst við að ég hafi drukkið þannig lagaðar skoðan- ir í mig með móðurmjólkinni. Ég heyrði sem barn talað urn •sósíalisma, níhilisma og anark- isma. Ég skildi ekki þessi orð og spurði, og móðir mín sagði mér hvað þau þýddu, og hún skýrði mér þá í stuttu máli hvað átt væri við með sósíal- isma, — ég mun þá hafa verið 8 ára — og síðan hefur mér fundizt alltaf að það væri hið eina rétta og hef engri annarri skoðun getað fylgt. — Hvenær byrjaðir þú að lesa? — Það var lögð mikil áherzla á það heima að við lærðum að lesa svo fljótt sem nokkur kost- ur væri. Ég man varla eftir þegar ég byrjaði að læra að lesa. Við urðum mjög fljótt al- læsir bræðurnir og gátum les- ið hvað sem var. Þá byrjaði ég strax að lesa blöðin. — Höfðuð þið eitthvað af blöðum? — Á heimilið munu hafa komið flestöll blöð sem út komu á landinu þá. Þau voru Þjóð- ólfur, Isafold. Stefnir á Akur- eyri, Austri á Seyðisfirði, Skuld Jóns Ólafssonar, Kvennablaðið, Sunnanfari, Fjallkonan, öldin er Jón Ólafsson gaf út og svo Nýja öldin, Þjóðviljinn og Þjóðviljinn ungi. Þessum man ég eftir. en ekki voru öll þessi blöð keypt á heimilinu, en við lásum þau í blaðaskiptum við nágrannana. Og þegar fleiri blöð fóru að koma út, eins og Dagsbrún, ísland, Ingólfur og Landvörn, þá sáum við þau alltaf. (Framh. á bls. 18). ÁSKELL SNORRASON TÓNSKÁLD SEGIR FRÁ ALDAMÓTA- ÁRUNUM I SUÐUR-ÞINGEYJARSÝSLU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.