Þjóðviljinn - 25.04.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.04.1962, Blaðsíða 10
M I N NINGARORÐ Kjartan Úlafsson múrarameistari Kjartan Ólafsson múrari lézt bér í bæ 15. þ.m. og verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni ki. 2 í dag. Kjartan var fæddur að Dísa- stöðum í Flóa 12. febrúar 1880. Tii Reykjavíkur fluttist hann árið 1903 og vann hér alla al- genga vinnu en fór snemma i steinsmíðina, höggva grjót og hlaða úr grjóti* gerðist ' síðan múrari er steinsteypan kom til sögunnar. Kjartan Ólafsson var í hópi þeirra verkamanna, sem stofn- uðu Verkamannafélagið Dags- brún í janúar 1906. Hann tók virkan þátt í undirbúningnum að stofnun félagsins og valdist þar snemma til forystu. I átta ár átti hann sæti í stjórn Dags- brunar en gegndi auk þess fjölda annarra trúnaðarstarfa, var m.a. oft í samninganefnd- um. Kjartan var vel til forystu íailinn, gæddur góðum gáfum cg Ijúfmannlegri framkomu en þó fastur fyrir. hann var hug- s.iónamaður og trav.stur verka- iýðssinni. Hann var hár maður á vöxt, fríðu.r og kempulegur, giaðvær og hjálpsamur og sér- lega vinsæll í féiagahópi. Á hann hlutu að hlaðast trúnað- arstörf. Kiartan var alia tíð félags- maður í Dagsbrún off kjörinn heiðursfélagi árið 1936. Á 50 ára afmæli Dagsbrúnar 1956 var hann sæmdur heiðursmerki félagsins úr gulli. Með Kjartani Óiafssyni er genginn einn eftirminnilegasti maðurinn úr hópi brautryðj- enda verkalýðshreyfingarinnar í Reykjavík. Við Dagsbrúnar- menn kveðjum hann og þökk- um allt sem hann vann félagi okkar á frumbýlingsárunum og alla tíð. Um hann eigum við aðéins ljúfar minningar. Eðvarð Sigurðsson. ★ í dag fylgjum vér til moldar Kjartani Ólafssyni múrara- meistara. Hann andaðist 15. þ.m. að Elliheimilinu Grund; þar hafði hann dvalizt síðustu árin, en. kon> þó af og til ,,-heim“ til að njóta skjóls bama sinna. Kjartan fæddist að Dísastöð- um í Sandvíkurhreppi 12. fe- brúar 1880, og var þvi fullra 82 ára að aldri er hann kvaddi lífið. Foreldrar hans voru Ól- afur Jóhannesson bóndi að Dísastöðum og kona hans Kat- rín ögmundsdóttir. Árið 1883 fórst Ólafur á Dísastöðum með útróðrarskipi sínu ásamt allri áhöfn; er sá skipstapi mörgum kunnur, af munnmælum og blaðaskrifum, sem minnt hafa á hann mörgum sinnum. — Þá stóð Katrín uppi með tvo unga sonu. Seinna nokkru giftist hun Hákoni Grímssyni og átti með honum bömj. og í þeim systkina-hópi ólust þeir albræð- ur upp Kjartan og Kristján (trésmiður og bóndi) hjá móður sinni og stjúpföður. í uppvexti vandist Kjartan öllum algeng- um sveitastörfum, og ekki var Ægir beðin-n griða því 17 ára að aldri fór hann til sjóróðra í Grindavík og stundaði sjó öðrum þræði frameftir ævinni. Til Reykjavíkur fluttist hann 1902 og átti hér heima upp frá því. Á fyrstu árum sínum hér í Reykjayik kynntist hann Þórdísi Jónsdóttur,' frá Fifl- holti í Landeyjum og giftust *„■ þau 20. mai 1905, og mátti hún sannarlega heita hans ham- ingjud-ís meðan hennar naut við> e-n hún andaðist fyrir fimm árum á 52. brúðkaupsaf- mæli þeirra. Lát Þórdísar var Kjartani mi-kið áfall, því þá voru kraftar hans teknir að dvína eftir byltu, er hann hlaut þá fáum árum áður; nú var hún farin, sem bezt og af mestri nærfærni hafði hlynnt Kjartan Ólafsson að honum í lífinu og staðið við hlið hans í blíðu og strfðu. Og þótt börn hans væru reiðubúin að hiynna að honum eftir mætti, var enginn er jafn mjúk- lega gat stundað hann sem hún er hafði iifað með honum í meira en hálfa öld og þekkti hann bezt með hans kostum og göhum. Kjartan og Þórdis eignuðust fimm böm. Tvö þeirra dóu kornung, en þrjú eru búsett hér í Reykjavík; húsfreyjurnar Katrín og Aðalheiður og Kjart- an múrari. Kjartan Óiafsson kynntist kjörum' alþýðunnar þegar í æsku; og í Reykjavík komst hann brátt í kynni við hin byrjandi verklýðssamtök, sem ennþá máttu heita í reifum. Hann vaknaði fljótt til skiln- ings á þvf að eina leiðin til batnandi lífskjara og vaxandi menningar, /var að alþýjðarí tæki höndum saman og hjálp- aðist að gegn áþján og kúgun auðvaldsins. Þessvegna varð hann einn af stofnendum Dags- brúnar 1906 og var um skeið í stjórn félagsins og sat löng- um sem fuilltrúi þess á þingum Alþýðusambandsins. Hann er fyrir aillöngu kjörinn heiðurs- félagi Dagsbrúnar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Árið 1917 gerðist Kjartan stofnandi Múrarafélags Reykja- Víkur og var í stjórn þess um tíu ára skeið; þar var hann kjörinn heiðursfélagi á 65 ára afmæli hans. Hann var og stofnadi Múraram.félagsins 1933 og um nokkur ár í stjórn þess. En Kjartan lét fleiri en verklýðsmál til sín taka. Hann gerðist stofnandi Kvæða- mannaféíagsins Iðunnar, var formaður þess í tuttugu ár og leysti af hendi mikið starf þar, eins og annarsstaðar sem hann kom við sögu (Ekki veit ég hvort hann var orðinn heiðurs- félagi þess, en ekki þætti mér það ólíkOegt). Hann kvað vél, enda hafði hann prýðilega söngrödd| var áuk þess lag- lega hagmæltur og lét oft fjúka í kviðlingum við vinnu- félaga sína og annarsstáðar, þegar svo bar undir. öllum þótti gott að hafa með honum félagsskap, þótt ekki væri honum lagið að vera allra já- bróðir. Ég minnist Kjartans fyrst sem fundarstjóra er Aiþýðu- flokkurinn hélt sína framboðs- cg agitationsfundi. Þaðvareng- inn jarðarfararsvipur 'á þeirri fundarstjórn og ailtaf sleit Kjartan fundunum með hressi- iegum hvatningarorðum; þau höfðu áreiðanlega sín áhrif og dreifðust með fundarmönnum tii þeirra „háttvirtu kjósenda“, sem ekki gátu sótt fundinn. En minnisstæðastur er mér Kjartan í fyrstu kröfugöngum verkalýðsins 1. maí. Þar gekk hann fyrstúr og bar fram rauða fánann. Hann bar höfuðið hátt og horfði fram — einbeitnin og sigurvissan speglaðist í upp- hti hans og framgöngu, þótt fylkingin væri fámenn sem fyigdi. en fjölmennari þeir sem álengdar stóðu og iðkuðu hróp og spé að þeim iitla hóp, sem lagði af stað til að sameina al- þýðuna um dag sinn. Það ein- beitta fas og sú örugga fram- ganga hinna fáu, fengu kveikt þann eld sem vakti traust og stækkaði hópinn smátt og smátt; og nú erum það við sem eigum að stækka fyiking- una svo að hún verði ósigrandi. Sá sem trúir á málstað sinn og hefur kjark til að ganga fram einn, gengur ekki einn til lengdar. Kjartan Ólafsson var maður i hærra lagi, knálega vaxinn, frjálsmannlegur og glaðlegur í framgöngu, hrókur alls fagn- aðar hvar sem hann kcm og al-lsstaðar velþeginn vinnufé- iagi, afkastamaður við vinnu og félagslyndur með afbrigðum enda meira en miðlungsmaður hvar sem hann gekk til liðs. Og öllum þeim er þekktu dugn- að hans hlaut að skiljast að þung hafa síðustu æviárin ver- ið honum, þegar þrotnir kraft- ar gátu ekki lengur fullnægt athafnaþörf hans. Vér sem eftir stöndum þökk- um samfyigdina um leið og vér sendum börnum hans, tengdabörnum og barnabömum alúðar kveðjur. Guðjón Benediktsson. Nýir hjólbarðar á fólks- og vörubíla al öll- um stærðum í nylon og rayon CONTINENTAL FIRESTONE ENGLEBERT BARUM og fleiri tegundir. Sendum um allt land. Gúmmí- vinnustofan h.f. Skipholti 35, Reykjavík Súni 18955. 00)“ f’JÓÐVILJINN — Miðvikudagur 25. april 1962 GINSBO ÚR stíihrein, gangviss. Hafa 21 stein og óbrothætta fjöður. KAUPIÐ ÚRIN HJÁ ÚRSMIÐ FRANCH MICHELSEN úrsjniðajneistari Laugavegi 39 — Reykjavík Kaupvangsstræti 3, Akureyri □ S5N13 Nauðungaruppboð það, sem aug-lýst var í 18., 19. og 22. tölublaði Lögbirtinga- bJaðs'.rs 1962, á eignavhluta Jóhönnu Sigurbjörnsdóttu-r í húseigninni Holljagerði 14, Kópavogi, fer fram á eigninni sjáifri föstudaginn 27 apríl 1962 ikl. 14, eftir kröfu Sigur- geiis Sigurjónssonar, hil., Veðdeildar Landsbanka íslands og Eæjarsjóðs Kópavogs Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð það, sem augiýst var í 124., 125. og 126. töttublaði Lög- birtingablaðsins 1961 á eignarhiuta Jóhannesar Sigfús- sonar í Skólagerði 3, fer fram á eigninni sjálfri 27. þ.m. k). 16.30, samkvBemt kröfu Útvegsbanka íslands, Jóns Bjarrasonar hrl., Einars Viðar hdl. og Veðdeildar Lands- bartka íslands . Bæjarfógetinn í Kópavogi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.