Þjóðviljinn - 03.05.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.05.1962, Blaðsíða 1
Frambúðarlausn húsnæðismái- Fimmtudagur 3. maí 1962 — 27. árgangur — 97. tölublað. :xx>:jx •>: • v':- ■ : © 1. maí var mikill sigurdagur reykvísks verka- lýðs, dagur mikilla íyrirheita. Reykvísk alþýða svaraði sundrunaarbrölti ríkisstjórnarílokkanna með glæstri kröfucröngu og einhverjum stærsta úti- fundi sem hér hefur sézt. Byrjað var að safnast saman til kröfugöngu verkalýðsfélag- anna á venjul. tíma. v'.ð Iðnó í Vonarstræti. Kröfugangan lagði af stað stundvíslega þeg- ar klukkuna vantaði tíu mín- útur í tvö — og sá lítt á göng- unni þótt Jón Sigurðsson og Óskar vara-eliefti hefði nú bætzt í hóp þeirra íhaldsmanna sem undanfarið hafa staðið ut- an kröfugöngu reykvískrar al- þýðu X: maí. Kröfúgangan fór sömu götur og undanfarin ár, urn Vonar- stræti, Túngötu, Aðalstræti og Hafnarstræti og þegar kröfu- gangan fór upp á Hverfisgötu varð los mikið í þeim hópi er gengislækkunarflokkarnir höfðu hóað saman á Lækjartorgi. Þegar kröfugangan kom niður. Bankastræti var hún orðin sízt minni en hún var í fyrra, enda I gær setti ríkisstjórnin bráða- birgðalög um hámarksþóknun fyrir verkfræðistörf og lögbatt þannig hina gömlu gjaldskrá Verkfræðingafélagsins frá 1955, en um mánaðamótin átti ný gjaldskrá að talca gildi og fól hún í sér verulegar hækkanir á kaupi verkfræðinga. Hefur ríkisstjórnin þannig enn einu sinni gripið til kaupbindingar til þess að halda niðri kaupi laun- þega. Blaðinu barst í gærkvöld svo- hljóðandi fréttatilkynning frá at- vinnumálaráðuneyinu um þetta: „Forseti íslands hefur í dag, samkvæmt 28. gr. stjórnarskrár- innar, sett bráðabirgðalög um há- marksþóknun fyrir verkfræöi- störf, á þessa leið: Forseti íslands gjörir kunnugt: Ríkísstjórnin hefur tjáð mér, að greiðslur fyrir flest störf verk- fræðinga í þágu ríkisins hafi undanfarið verið ákveðnar með hliðsjón af tímakaupi samkvæmt gjaldskrá Verkfræðingafélags ís- lands, frá 19. apríl 1955, með síð- Framhald á 9. síðu. dimmdi yfir svip margra geng- islækkunarmann er sóluðu sig á gangstéttinni -í Bankastræti og heyrðist einn hvísla upphátt að þeim næsta: Andsk. er hún löng maður! Kjaraskerðingarflokkarnir rændu Lækjartorgi af reykvísk- um verkalýð þennan dag, en alþýðunni gátu þeir ekki ræn-t. Kröfugangan hélt eftir Lækj- argötu að Miðbæjarskólanum, og slóst mikill hluti þeirra, sem voru í grennd við Lækjartorg þegar hún fór framhjá, einnig í hópinn, enda náði mannhafið á útifundinum við Miðbæjarskól- ann frá Tjörninni og lengst norð- ur eftir Lækjargötu. Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar, stjórnaði útifundin- um við Miðbæjarskólann. Skýrði hann frá því að Lúðrasveit verkalýðsins, sem leikið hafði Framhald á 9. síðú. Þessi mynd var tekin af hinni fjölmennu og glæsilegu kröfugöngu 1. maí, er Skólavörðustíg. I fararbroddi fer Lúðrasveit verka lýðsins. Á opnunni er svo gcysifjölmenna útifundi við Miðbæjarskólann. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). hún var á leið birt mynd af niður hinuni MIÐLUNARTILLACAN KOMIN FRAM Á fundi meö sáttanefndum í togara- deilunni í gær, lagöi sáttasemjari fram miölunartillögu, sem aö efni til er hnefahögg í andlit togarasjó- manna, hinsvegár augljóslega samin til þóknunar viö útgeröarmenn. Nánari frétt um um tillöguna er á 3. síöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.