Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Tryggvi Emilsson, ritari Dagsbrúnar:
Atkvœ
I lok verkfallsátakanna í
fyrravor, kom það skýrt fram
svo engum lá til launungar. að
vinnuveitendur töldu höfuð-
nauðsyn í sanmingagerð, að
samið yrði til langs tíma, og
þannig gert um alla málhnúia
að ekki kæmi til úrreks á
næstunni. Vinnufriður yrði
tryggður, og því gengust iþeir
að lokum undir ákvæðið um
4% kauphækkun, sem kemu.r
nú í vor til framkvæmda sam-
kvæmt samningum.
Milli línanna lá svo óskráð
viðurkenning á framhaldi raun-
verulegra, árlegra kjarabóta.
Að sjálfsögðu voru þeir
mðrgir sem ekki voru fullá-
næ'gðir með niðurstöðurnar.
Verkamenn troða gangstíg
vinnuþrælkunar, og laun svara
ekki til nauðþurfta. Samt sem
áður, e£ verðlag héldist- stöð-
ugt, horfði til nokkurra úrbóta.
En hvað skeður? Eftir að full-
trúar verkamanna og vinnu-
veitenda stóðu upp frá samn-
ingaborði og verkamenn höfðu
tekið til óspilltra málanna við
öflun verðmæta á öllum vinnu-
stöðum, kemur upp úr kaf-
inu að ríkisstjórn íslands hafði
setið á svikráðum við at-
vinnuvegi landsmanna, og litið
hatursfullum augum samninga
til langs tíma. Viðreisnarloppan,
sem mörgum landsmönnurn
hefur veitt kröpp kiör, teygðist
út úr berginu og skar á fest-
ina, skar á festi frjálsra samn-
inga og vinnufriðar.
Sjálfir vissu ríkisstjórnar-
menn að þeir voru að vinna iilt
verk að yfirlögðu ráði. Gengis-
fellingin var hefndarráðstöfun
gagnvart verkafólki vegna þess
að þau sjónarmið sigruðu í
verkfallsátökunum, sem stefndu
til batnandi lífskjara fyrir
vinnandi fólk.
Síðastlíðið ár draup smjör af
hverju strái og allir firðir voru
Nylon
hjólbarðar
Einnig  margar  stærðir
hjólbarða með  hvítum
hliðum, á fólks- og vöru-
bíla í flestum stærðum
Continental
Firestone
Englebert.
Sendum um allt  land.
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35, Ileykjavík.
Sími  18955.
n er
fullir fiskjar.
I góðærinu jós vinnandi fó!k
auðæfum á land.
Én sú ógæfa hvílir yfir þjóð-
inni að hafa enn á dögum mik-
illa möguleika ríkisstjórn og
meirihluta þings sem hrekjast
undan helköldum vestanstorm-
um  í  blindri  velþóknun  og
Tryggvi  Emilsson
leitast sífellt við að soga þjóð-
ina í gin erlendra auðhringa.
Gengisfellingin er angi af
meini sem grefur um sig inn-
an íhaldsrammans þar sem
auðmannaþjónkun er í blóð-
íæri við dýrmætustu strauma
þjóðlífsins, atvinnuvegina og
vinnuhendurnar.
Ríkisstjórnin taldi sig ekki
þurfa, vegna annarlegrar valds-
eflingar og þess auðs sem þeir
draga með sköttum, tollum og
okurvöxtum úr hendi vinnandi
fólks, að taka tillit til verka-
lýðssamtakanna. En við vinnu-
veitendur, sem töldu sig hafa
gert góða samninga og tryggt
vinnufrið í landinu, beitti rík-
isstjórnin þeirri hillingatækni,
að vinnuveitendur sneru and-
litum sínum í vesfur, og var þá
ekki lengur neitt höfuðmál að
vinnufriður héldist, og allt fór
þetta fram með þeirri bak-
tjaldaleynd, að ekki hafa
vinnuveitendur heyrzt æmta né
skræmta, þvert á móti, enn er
höggvið á taug frjálsra samn-
inga hjá járnsmiðum og toga.'-
arnir stöðvaðir, þannig fótum-
troða ríkisstjórnarmenn lýð-
ræðislegar samningagerðir og
í skjóli þeirra sleikja skjólstæð-
ingarnir viðbitið af köku
verkamannsins.
Hversu lengi þjóðin unir for-
ustu íhaldsins, fer að sjálf-
sögðu eftir því hve margir
festa sjón á vestræna gullkálf-
inum og blindast af falsbjarm-
anum. Þeir sem treysta á land-
ið og þjóðina eru í andstöðu
við forustumenn þeirra flokka
sem blindstara þannig á er-
lendu viðreisnina.
Fólk.'ð er í andstöðu við
stefnu íhaldsins. Island fyrir
íslendinga sjálfa, er það sem
helgast er og háleitast í lífs-
grunni hvers manns, þó áróður
íhaldsins trufli enn 'margan
rnann og leitist við að vekjá ó-
trú fólksins á landinu og fiski-
miðum þess, á atvinnuvegum
landsmanna og lífsmöguleikum,
en bendi sífellt á erlenda auð-
jöfra sem bjargvætti.
En öllum þeim sem ekki hafa
fengið vestangarrann á hjart-
að og heilann, sýnist nú að í
mikinn voða sé stefnt. Sjálf-
stæði landsins og atvinnuvegir
eru í fallpúnkti þeirrar axar
sem til höggs er reidd með svo-
kölluðu Efnahagsbandalagi. Is-
lenzkir valdamenn hafa máski
ekki enn tekið um skaftið, en
því er að þeim otað, og vilji
iþeirra er ótvíræður. Sjálfstæði
landsins og atvinnuvegir eru
þannig komnir á vogarskálina
og þar er mjótt mundangs-
hófið. En alþýða íslands getur
forðað voðanum. Á sunnudag-
inn kemur hefur hver kjósandi
í hendi sér atkvæðaseðil. At-
vinnuh'f og arðskipting eru þá
í hendi kjósenda. í Reykjavík
hefur borgarstjórn svo þýðing-
armikla tauma atvinnu og, f jár-
magns í hendi sér, að afstáða
borgarstjórnar > til kaupgjalds-
mál«, getur ráðið úrslitum i
þýðirigarmestu viríríudéilum..
Með því að fylkja sér um Al-
þýðubandalagið í þessum kosn-
ingum, er reykvísk alþýða að
leggja grunn að þeim"- borgar-
lífsháttum, sem. alhliða menn-
ingarHf verður reist á.
Viðvitum öll að með rétt-
látri tekjuskiptingu er hægt að
veita öllum sem vinna og erf-
iða þau lífskjör sem gefa hverj-
um manni tækif æri til - menn-
ingarlegs lífernis og borginni
svip þar af.
Að kjósa Alþýðubandalagið
er að kjósa öllum vinnandi
stéttum réttinn til aðlifamann-
sæmandi lífi' í sínu auðuga
landi. Samtök vinnandi manna
er hin miklá von borgarinnsr
og von fsiands.  :
Kjósum því öll Alþýðubanda-
lagið.
Bannað er að auylýsa
vindlinga á Italiu
Róm — Hinn 15. niai' sl. ycngu
í gildi ný lög á Italíu, sem
banna að vindlingar séu auglýst-
ir.
Erlend vindlingafyrirtæki fengu
vikufrest til þess að taka niður
auglýsingar og skilti á almanna-
færi um allt landið. Þetta verður
umfangsmikið niðurrifsstarf, því
víða í stórborgum höfðu vind-
lingaverksmiðjurnar komið upp
risastórum ljósaauglýsingum. —
Vindlingaau.glýsingar   í   kvik-
myndahúsum voru bannaðar
þegar frá gildistöku laganna.
Auglýsingabannið nær einnig
til ítalskra vindlingafyrirtækja,
og það verður ti-1 þess að ítalska
ríkið verður sjálft fyrir tals-
verðu fjárhagstjóni, þar sem rík-
ið hefur einkarétt á vindlinga-
framleiðslu í landinu.
Brot gegn þessum lögum varða
miklum sektum. Við fyrsta brct
nemur sektin allt að tveim millj-
ónum líra (ca.  150.000 ísl.  kr.).
utur Framsóknar verstur
• Klofningur meðal
Sjálfstæðismanna
Það vakti verðskuldaða eftir-
tekt, þegar sannaðist klofning-
urinn og óánægjan innan Sjálf-
stæðisflokksins við kosninguna
í stjórn Sogsvirkjunarinnar.
Blandast nú engum hugur um
það lengur, að iþar á sér stað
geysivíðtækur ágreiningur, sem
brýzt m.a. út í því að einhver
af forustumönnunum í borgar-
stjórn hagnýtir sér leynilegar
kosningar til að undirstrika
iþað, að hann beygi sig ekki í
öllu og einu undir úrskurðar-
vald flokksklíkunnar, sem þar
ræður.
Og dettur nokkrum það i
hug, að óánægjan meðal 6-
breyttra kjósenda sé minni?
Þeir hafa nú fengið fordæmið
og geta breytt í samræmi við
það á sunnudaginn. Sú gagn-
rýni Sjálfstæðismanna á valda-
Skrifstofumaður
Óskum að ráða ungsn reglusaman mann til starfa á skrif-
stofu vorri.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
svo og meðmæmm, óskast sendar skrifstofu vorri fyrir
1. júní n.k. mevktar „Skrifstofustarf".
H.F.  EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.
brölt nazistaklíkunnar í Sjálf-
stæðisflokknum, sem ein getur
dregið úr þeim áhrifum, er að
efla aðalandstöðuflokkinn í
borgarstjórnarkosningunum, og
kjósa G-listann eins og flokks-
félagi þeirra gerði í borgar-
stjórn.
• Hlutleysi ekki til
En það er Framsóknarflokk-
urinn, sem einna gleggst upp-
lýsir í þessu máli sitt rétta
eðli og staðfestir greinilega,
hvers af honum má vænta. Er
þetta þörf ábending, sérstak-
lega fyrir þ'á, sem alið hafa i
brjósti von um að stuðningur
við Framsókn væri yfirlýsing
um íhaldsandstöðu.
Sjálfstæðisflokkurinn     með
sína 10 borgarfulltrúa á ekki
tilkall til að fá kjörna nema
tvo menn af þremur í nefndir
sem borgarstjórn kýs, og breyt-
ir þar engu um, þótt hjálpar-
kokkurinn Magnús krati ellefti
sláist í för með þeim. Hitt er
svo aðeins í samræmi við lýð-
ræðishugsjón íhaldsins að
reyna að hagnýta sér sundrung
minnihlutans og freista þess að
fá alla þrjá fulltrúana í stjórn
Sogsvirkjunarinnar kjörna úr
sínum hópi.
Þriðji maður á lista Sjálf-
stæðisflokksins gat fengið rúm-
lega þrjú atkvæði, en listi Al-
iþýðubandalagsins átti nákvæm-
lega þrjú atkvæði. Það kom
því í hlut Framsóknaríulltrú-
ans að velja þarna á milli. Það
var ekkert til, sem hét hlut-
leysi.
Með því að kjósa annað-
hvort lista Sjálfstæðisflokksins
eða Alþýðubandalagsins, þá
réði  Framsókn  úrslitum kosn-
ingarinnar. Með því að sitja
ríjá eða bjóða fram sinn eigin
lista þá tók hún líka afstöðu,
þ.e.a.s. með Sjálfstæðisflokkn-
um.
• Framsókn í
íhaldsþjónustu
Framsókn valdi þann kost-
inn, sem hennar var von og
vísa, hún lagði fram sinn eig-
inn lista. Og það er út af fyr-
ir sig lærdómsríkt, að þriðji
maður á framboðslista Fram-
sóknar, Björn Guðmundsson
skyldi láta hafa sig í að vera
bendlaður við slíka íhaldsþjón-
ustu. Því hefur e.t.v. ekki
verið trúað að óreyndú, að ein-
lægir vinstri sinnaðir • menn
létu óttann við sundrungaráróð-
ur' Morgunblaðsins villa svo
um fyrir sér, að þeir rynnu á
íhaldsandstöðunni er á hólminn
var komið. Þar rættist vissu-
lega óskadraumur íhaldsins að
eiga hrædda og ó-sjálfstæða
andstæðinga.
En öllum þeim, sem vilja í
raun og veru hnekkja veldi nú-
verandi borgarstjórnarmeiri-
hluta var þessi kosning holl
lexía. Frarnsóknarflokkurinn
læzt aðeins vera íhaldsandstæð-
ingur í orði, en stuðlar að ó-
eðlilega miklum áhrifum þess
á borði.
Nú getur því enginn kjós-
andi, sem telur- sig vinstri sinn-
aðan, með ríokkrum' rétti-kosið
Framsóknarflokkinn. Það er
ekki lengur bara Varðbergs-
armurinn sem þjónar íhaldinu,
heldur allur flokkurinn, :  '  .;
Vinstri merín 'eiga 'því aðeins
einn málsvara í þessum kosn-
ingúm, Alþýðubandalagið.
!4)
ÞJÓÐVILJINN —  Miðvikudagur 23.  maí  1962
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16