Þjóðviljinn - 23.05.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.05.1962, Blaðsíða 7
9. júní næstkoniandi licfst hin árlega kvikmyndahátið í Karlovy Vary Tékkóslóvakíu. Þetta verður í þrettánda sinn, sem kvikmyndahátiðin í Karlovy Vai-y er haidin, en hún hefur áunnið sér álit sem e:n, af fremstu kvikmyndahátíðum í heimi, og hún hefur sinar eig- in venjur og sitt sérstaka svip- mót. Á tveimur öðrum kunnum kvikmyndahátíðum, i Cannes og Feneyjum, eru kvikmyndirnar fyrst ,og fremst dæmdar frá iist- rænu sjónarmiði. í Karlovy Vary er aldrei dregin dul á það álit, að dæma ber: mynd- irnar einnig eftir því hvaða skil kvikmyndin gerir þe.:m viðfangs- efnum og vandamálum, sem við er að etja í dag, og sem við Karlovy Vary stendur í fögru umhvcrfi. Þar hefst XII. kvikmynda- K hátíðin 9. júní næst komandi. Margar fríðar og föngulegar stúlkur koma fram í Karlovy Vary, eins og á öðrum kvikmyndahátíðuia Hversvegna orsaka reyk- inoar krabba í kmm? verðum að leysa ef við ætlum' að Jifa áfram. En kvikmynd sem gerir þessum atr.ðum góð skil, verður einnig að vera*list- rænt vel úr garði gerð til þess að fá verðlaun í Karlovy Vary. ★ ★ ★ Annað sérkenni þessarar kvik- myndahátíðar er almenn þátt- taka. Um 40 lönd taka þátt í henn.i. Sérstaklega hafa ný- frjálsu ríkin víðsvegar i heimin- um vakið athygli fyrir þátttöku sína í hátíðinni. ★ ★ ★ Á hátíðinni er haldin ráð- stefna kvikmyndatökumanna, gagnrýnenda, fæknifræðinga og annarra sérfræðinga. Rædd er þróun kvikmyndagerðar og nýj- ustu kenningar og starf í kvik- myndagerð. Sidney — Tveir ástralskir vís- indamcnn telja sig hafa fundið „týnda hlekkinn“ varðandi sam- bandið milli tóbaksreykinga og lungnakrabba. Þessir vísindamenn eru J. H. Green prófessor við New-South- wales-háskólann og efnafræðing- urinn E. T. Pallister. Með því að rannsaka vindlingaösku hafa þeir komizt að því, að askan hef- ur að geyma fjórum sinnum meira af radium heldur en kjöt. Vitað er að radium getur or- sakað ýmsar tegundir af krabba- meinij, og að geislun er hættu- legri fyrir lungun en fyrir mag- an. Vísindamennirnir rannsökuðu einnig píputóbak, og leiddi sú rannsókn í ljós, að i því er helmingi minna af radium held- ur en í vindlingatóbaki. Þetta getur stafað af því að vindling- ar eru gerðir úr ungum tóbaks- blöðum af toppum tóbaksplantn- anna, en í þeim hluta jurtarinn- ar er einmitt mest af radium. Píputóbak er hinsvegar úr eldri blöðum af neðri hluta tóbáks- jurtarinnar, sem ekki hafa eins mikið af þessu hættulega efni að geyma. , ÓDÝRAR UTANFERÐIR - NÝJAR LEIÐIR Ferðaskrifstofan Landsýn, Laugavegi 18, býður upp á eftirtaldar hópferðir með íslenzkum fararstjórum til útlanda í sumar: Austur-Þýzkaland — Tékkóslóvakía — Berlín 20 daga ferð. 7.—26. júlí. Verð: kr. 12.200,00. Fararstjóri: Árni Biörnsso,n, lektor. Viðkomustaðir: Kaupmannahöfn — Ro- stoek — Leipzig — Karlovy Vary (Karls- bad) — Prag — Dresden — Berlin — Kaupmannahöfn. • Alpalönd — Vínarborg — Ungverjaland 20 daga ferð. 28. júlí — 15. ágúst. Verð: kr. 17,650,00. Fararstjóri: Hjalti Kristge:rsson, hagfr. Viðkomustaðir: Hamborg — Vínarborg — Budapest — Balatonvatn — Graz — Cortina d’Ampezzo — Bolzano — Como- vatn — St. Moritz — Innsbruck — Kaup- mannahöfn. írland — Skotland 12 daga ferð. 6.—17. ágúst. — Verð: kr. 10,400,00 Viðkomustaðir: Glasgow — Belfast — Dublin — Klllarney — Donnegal — Edinborg — Skozku hálöndin. Marokko — Spánn — París 18 daga ferð. 24. ágúst til 10. september. Verð: kr. 16.600,00 Fararstjóri: Hjálmar Ólafsson, lektor. Viðkomustaðir: London — Ostende — San Sebastian — Madrid — Sevilla — Tangier — Casablanca — Fez — Gibraltar — Malaga — Granada — París >— London. Sovétríkin Pólland — 23. september. 21 dags ferð. 3. Verð: kr. 18.500,00. Fararstjóri: Árni Bergmann. Viðkqmustaðir: Kaupmannahöfn — Stokk- hólmur — Helsinki — Leningrad — Moskva — Sochi (við Svartahaf) — Kiev — Varsjá — Berlín — Kaupmannahöfn. Júgóslavía — Feneyjar 21 dags ferð. 9.—29. september. •— Verð: kr. 16.500,00 Fararstjóri; Hjálmar Ólafsson, lektor. Viðkomustaðir: Hamborg — Múnrhen — Beigrad — Saraj- evo — Dubrovnik — Rijeka — Feneyjar. Ferðaskrifstofan Landsýn hefur einnig afg reiðslu fyrir: Heimsmót æskunnar, Helsinki 24. júlí — 8. á gúst. Verð: kr. 10.900,00. Aukaferð til Leningrad fyrir þá, sem þess óska. 5 dagar. Verð kr 1.90 0,00. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. ERBASKRIFSTOFAN LANDSÝN Laugavegi 18. — Sími 2 28 90. '.'SV.USSS Miðvikudagur 23. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.