Þjóðviljinn - 26.05.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.05.1962, Blaðsíða 1
KOSNINGAHÁTÍÐ ' Á SIGLUFIRÐI í gærkvöld var haldin G-ljsta. hátíð ó Siglufirði og var har samankomið mikið fjölmennii Fimm efstu menn G-l.stans á Siglufirði tóku bátt í út- varpsumræðum um bæjar- miálin í fj'rrakvöld. £ „Á sunnudaginn kemur hafa mcnn gullið tækifæri til ad sýna stjórnarflolikun- um að áframhaldandi kjaraskerðingarstefnu verður ekki unað. Með atkvæði sínu á kjör- dag, með ltví að veita Alþýðubandalaginu brautargengi, geta menn mestu um það ráð- ið, hvort kjarabætur þær sem nú hefur ver- ið samið um vcrða varanlcgar eða ekki'*. Q Þannig komst Eðvarð Sigurðsson, for- maður Dagsbrúnar að orði, þegar Þjóðviljinn ræddi við hann i gær um nýju samningana. Allt undir pvi komið oð kjorabœturnar verði varanlegar — Hinir nýju samningar Dagsbrúnar fela i sér veru- legar kjarabætur, sagði Eð- varð; atvinnurekendur og rík- isvald hafa orðið að láta und- an sjálfsögðum kröfum um hækkað kaup. Hiít er öllum ljóst, að þetta er of lítil hækkun til þess að mæta þeirri kjaraskerðingu sem orðið hefur. En okkur var einnig, ljóst að lengra en þetta varð ekki komizt að þessu sinni án verkfalla. Það má segja að samningar þessir séu tilraun af hálfu verkalýðshreyfingarinnar til þess að gera samninga, sem andstæðingar okkar geta með engu móti haldið fram að sligi þjóðfélagið. Prófsteinninn á það hvort tiiraunin tekst er hvort stjórnarvöldin hafa hem- il á verðlagsmálum, þ.e.a.s. hvort þessi kauphækkun vcrður eitthvað varanleg eða hvort á sömu leið fer og í fyrra og oftast áður. Það sem menn spyrja nú um og hafa þyngstar áhyggjur af er hvort ekki verði allt aftur tekið. Mönnum eru í fersku minni fyrstu viðbrögð stjórnarvald- anna eftir að kauptaxtar voru auglýstir fýrir norðan. Þá var hótað öllu illu, en engin hót- unin hefur verið tekin aftur. Mönnum eru einnig í fersku minni yfirlýsingar ráðherr- anna um að 4% kauphækkun- in ætti ekki að fara út í verð- lagið. Hvort yfirsterkara verð- ur, hótanirnar eða loforðin, fcr að sjálfsögðu cftir því Fylgi Alþýðubanda lagsins úrslitaatriði, segir Eðvarð Sigurðsso n formaður Dagsbrúnar hvcr hin pólitíska staða í landinu vcrður. Og í borgar- stjórnarkosningunum hafa launþegar einmitt gullið tæki- færi til að sýna stjórnarflokk- unum það, að áframhaldandi kjaraskerðingarstefnu verður ekki unað. Með atkvæði sínu á kjördag, mcð því að vcita Alþýðubandalaginu brautar- gengi, geta menn mestu um það ráðið hvort þcssar kjara- bætur verða varanlegar cða ekki, sagði Eðvarð Sigurðsson að lokum. Sókndirfska og | einhugur á fjöl- mennum kosn- ingsfundi Alþýðu- bandalagsins í í gærkvöldi ] Skýrt kom fram á áp,æt- um og fjölsóttum kosninga- fundi Alþýöubandalagsins í Austurbæjarbíói í gærkvöld aö sóknardirfska og einhug- ur einkennir kosningabar- áttu G-listans í borgar- stjórnarkosningunum. Gmö- mundur Vigfússo?i borgar- ráðsmaöur, efsti maöur list- ans, lauk ræðu sinni með áhrifamikilli hvatningu til vinstri manna að samein- ast til sóknar með því a'S samfylkja um lista Alþýöu- bandalagsins. Adda Bára Sigfúsdóttir eggjaöi fund- armenn og reyvíska al- þýöu aö sjá svo til aö kosn- ing GuÖmundar J. Guð- mundssonar, fjóröa manns Framhald á 12. síðu. ★ — ★ — ★ hluti af fundarmönnum á fundí Alþýðubandalagsins í gærkvöUL (Ljósm. Þjóðv. A. K.). mm iiiili ' * * ■ ; "i- J íSSSÍMí! ssíííxmwft ALÞÝÐUBANDALAGSFÓLK! MUNEÐ KOSNINGASJÓÐ G-listans!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.