Þjóðviljinn - 30.05.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.05.1962, Blaðsíða 4
plÓÐVlLJINN <ta*Iuidli ■m»«Uilnt*rflokk«T »1MB* - Wtl»llat»llokk»rliin. — HltrtJOrail ítunðB KJartuisson (4b.>, Mmtnúí Tortl ólolsson, BlsurOuT QuBmundsson. — S'rtttsrttatJórmr: ívar H. Jónsson, Jón BJarnason. — Auglýslngastjórl: QuBttlr Matnósson. - Rltstjóm. altrelBsla, auilýslntar, prsntsmlBJa: SkólavórBust. 1». sasai 17-óGO (# llnur). AakrlítarverB kr. 55.00 & món. — LausasöluvsrB kr. S.OO, Völdum íhaldsins verður hnekkt X íklegast h-afa engir orðið jafnhissa á úrslitum kosn- inganna og burgeisar Sjálfstæðisflokksins, menn- irnir sem átt hafa í stríði við alþýðu manna í Heykja- vík og öllu landinu undanfarin ár og óspart misbeitt rikisvaldinu til árása á kjör fólksins. Eins og jafnan fyrir kosningar voru þeir logandi hræddir við dóm kjósenda. Þeir <vissu fullvel upp á sig skömmina, vissu að þeir áttu það miklu meira en skilið að alþýðufólk í Reykjavík og annars staðar á landinu sýndi sérhags- munaflokki íslenzka auðvaldsins í tvo heimana. Enda var ótti þeirra og skjálfti óvenju mikill fyrir þessar kosningar, svo mikill að þeim t6kst hvergi nærri að leyna honum, heldur urðu menn varir við kosninga- ótta íhaldsins langt út fyrir flokkinn. Jgn þeir eru hættir að skjálfa í 'bili, burgeisar íhalds- ins, þó ekki sé þeim rótt. Auður þeirra og pen- 'ingavöld, áróðurinn sem aldrei hefur haft á sér aug- ljósari blæ nazistafyrirmynda, (enda nazistinn Birgir Kjaran látinn ráða þeim þættinum í hernaðaráætlun- inni), hafði tilætluð áhrif. Með einhverju fáránlegasta moldviðri, sem nokkru sinni hefur sézt í íslenzkri .blaðamennsku, var beitt áróðursaðferð nazismans, að draga hug fólksins frá því sem rauiwerulega átti að kjósa um, íslenzk þjóðmál, og láta hann snúast um allt annað og óskylt- Þannig óstundaði íhaldsliðið nazistíska forheimskun og reykbom-bur, sem lengi munu hafðar að dæmum um siðlausa og óheiðarlega þjóðmála- baráttu. ,eir voru ekki að flíka því fyrir kosningarnar Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson að nú skyldi gengið til kosninga um árásir ríkisstjórnarinnar á lífskjörin og samninga launþeganna, þeir höfðu ótrúlega lágt um það að fólkið ætti að sýna afstöðu sína til viðreisnar- innar, þeir báðu ekki um dóm fólksins yfir þeirri á- kvörðun ríkisstjórnarinnar að banna atvinnurekend- um að standa við samkomulag um leiðréttingar á samn- ingum jámiðnaðarmanna, þeir báðu ekki rum álit fólks- ins um framkomu afturhaldsins í togaradeilunni. Hins vegar voru hrekklausir lesendur íhaldsblaðanna beðnir að trúa því að Geir Hallgrímsson væri einn bezti borg- arstjóri í heimi, meira að segja mátti álíta að fegurð Esjunnar og höfuðborgin sjálf væri í hættu fyrir „ræn- ingjum“ sem að sæktu. Og þegar Morgunblaðið tók að vitna í Þorstein Erlingsson á sjálfan kosningadaginn, var ljóst að þar voru að verki menn sem ekki hefðu hikað við áður fyrr að snúa faðirvorinu upp á andskot- ann. Menn voru beðnir að njóta af margra blaðsíðna birtingum, fölsunum og útúrsnúningum á þýfi Morg- unblaðsins af einkabréfum íslenzkra stúdenta erlendis, og kjósendum var sagt eitt þúsund og einu sinni að þó misbrestur hefði orð.ið á einu eða öðru hjá íhaldinu í bæjarstjórn skyldi í framtíðinni allt gert fyrir alla, bára ef menn vildú gjöra svo vel og lofa íhaldinu að sitja áfram að völdum í .Reykjavík og fleiri bæjum. þetta tókst einu sinni enn, þó hitt sé jafnvíst, að það er ekki hægt að halda áfram til lengdar að hlunn- fara svo mikinn fjölda fullorðinna alþýðumanna. Veru- legur hiuti reykvískrar alþýðu hefur enn einu sinni lát- ið blekkjast til að k.jósa gegn hagsmunum sínum, með því að láta íhaldið haldá völdum í höfuðborginni. En það er ekki tjaldað til frambúðar fyrir flokk auðvalds og áfturhalds. Úrslit kosninganna krefjast samstöðu alirá fihaldsandstæðinga. Vandamál Reykjavíkur, vanda- mál allra ísienzkra bæja, vandamál íslenzkra þjóðmála almennt kaiia' á hýja menn og nýjar lausnir þjóðfé- lagsvánd'amála, sem steinrunnið íhaldið er ekki fært um að gefa. Enn er óunnið mikið starf til þess að fylkja saman andstæðingum íhaidsins í Reykjavík og á landinu öllu, svo alþýðan geti sótt rétt sinn í hendur burgeisuniu-m sem nú sitja yfir þeim rétti og verja hann rneð blekkingarvéluxn áróðurs og auðs. En það. starf verður unnið. , ý Gleðileg tíðindi berast nú frá Bandaríkjunum öllum þeim, sem þjást af magasári, en þeir eru ó- fáir hér á landi sem í öðrum ^menningarlöndum. Magasár er hvimleiður og þrálátur sjúkdóm- ur, enda þótt nokkuð sé hægt að draga úr sársauka og óþægindum af hans völdum með skynsamlegu mataræði og lyfjum. Þeir skipta þó hundruðum hér á landi sem hafa ekki fengið varaníega meina- bót með þeim hætti heldur hafa orðið að gangast undir uppskurð, láta skera úr sér hluta magans. Hraðfrysting magans í stað uppskurðar Þau gleðitíðindi sem að vestan • berast eru að slik- ir uppskurðir kunni að vera þarflausir þegar fram í sæk- ir. og jafnvel áður en langt líður. Dr. Owen H. Wangen- steen og samstarfsmenn hans við sjúkrahús Minnesotahá- skóla. hafa fundið ráð til að komast hjá uppskurði við magasárj og er það fólgið í 'því að frysta magann og stöðva þannig sýruframleiðsl- una sem sárinu veldur. Dr Wangensteen hefur ver- ið brautryðjandi í magaupp- ‘skurðum og hefur gert hundr- uð slíkra aðgerða, en hann 'hefur aldrei verið fyllilega ánægður með árangurinn. Of margir sjúklingar hafa mik- il og varanleg óiþægindi eftir uppskurðinn. Þeir geta að- eins neytt lítillar fæðu í senn og verða því sífellt að fá sér ibita og hafa auk þess verki. Þegar Wangensteen og samstarfsmenn hans gerðu uppskurði á sjúklingum með tolæðandi magasár, datt þeim snjallræði í hug. Það hafði reynzt vel að kæla magann til að draga úr baeði blæðingu og sýrumyndun. Myndi ekki frysting í stað ikælingar draga enn meira úr sýrumynduninni, svo mikið að sjúklingurinn kenndi sér ekki meins mánuðum eða jafnvel árum saman? Með á 150 hundum og þær gáfu góða raun. Og nú hefur að- ferðin verið reynd á mönnum og árangurinn einnig orð ð góður. Sjúklingurinn sem ekki hefur neytt neínnar fæðu í 15 klukkustundir svo að magi hans sé tómur situr í stól meðan aðgerðin fer fram. Hann er ekki svæfður, held- ur . fær ihann aðeins stað- foundna deyfingu í hálsi. Hann finnur því til lítilla óþæginda þegar læknirinn treður gúmmiblöðru í vélind- að niður í magann. Úr blöðr- unni liggja tvö gúmmirör, 'hvort innan í öðru. Kalt alkó- hól er látið renna niður í blöðruna þar til sjúklingur- inn finnur að maginn er far- inn að bólgna út, eiris og eft- ir rikulega máltíð. Þá leggst hann á bo.rð, og byrjað er að dæla. Hinum kalda vökva '(-b20 C) er dælt úr blöðrunni og hann kældur aftur o2 síðan niður í blöðruna og þannig koll af kolli þar til maginn er gaddfrosinn. Fæstir sjúkling- arnir verða varir við nokkur óþægindi, þó að þeir séu með fullrj meðvitund. Þeir kvarta ekki einu sinni yfir hinu ís- kalda röri í munni eða hálsi. Kæljvökvinn er látinn rerma um blöðruna í klukku- tíma. Fimm mínútur eru látn- ar líða svo að blaðran þiðni, en þá er hún dregin upp. Sjúklingurinn getur strax far- ið á fætur og heim til sín. Eftjr tvær klukkustundir- get- ur hann fengið sér að borða eins og hann lystir. Allir þeir sjúklingar sem gengizt hafa undir þessa að- gerð hrósa happi. Enda þótt stórlega hafi dregið úr sýru- mynduninni í maganum, hef- u'r það ekki truflað melting- una. Og öll sárin greru á tveimur til sex vikum. Fryst- ingin hefur þessi áhrif ekki einungis vegna þess að hún eyðileggur sýrumyndandi sell- ur i magaveggnum, heldur einnig vegna þess að hún Dr. Owen H. Wangensteen drepur þá taugabrodda Sem senda hungurboð frá magan- um til heilans. Taki sýrumyndunin í mag- anum aftur að vaxa, eins og kann að verða e.ftir nokkra mánuði, er hægt að hrað- frysta maga sjúklingsins aft- ur. Og Wangensteen segir að flestir þeirra gætu þá skropp- ið af götunni inn í sjúkrahús og fengið fulla bót á rúmum klukkutíma. Grín og alvara í húsa- kynnum Ríkisútvarpsins Á þessari teikningu má sjá Starfsfd’ki Rikisútvarpsins tónleikum Sinfóníuhljómsveit-’ hvernig magafrysting fer þótti það kyndugir atburðir og arinnar, að fjárhæð um 9 þús- fram. Vínajndinn sem notaður gott grin, er embætt.'smenn und krónur. er sem frystivökvi rennur einnar opinberrar stofnunar Útvarpsstjóri og aðrir valda- niður í gúmmíblöðruna í fylgdu svo fast eftir innheimtu menn Ríkisútvarpsins sáu ekki maganum eftir ljósu leiðsl- opinberra gjalda hjá annarri aðeins skoplegu hlið þessa unni og er dælt til baka eftir opinberri stofnun að þeir settu máls heldur alvöruna líka, því þeirri dökku. DuodeuUn á innsigli hins opinbera á inn- og að krafa mun verða gerð af myndinni þýðir skeifugörn og útgöngudyr aðalfjármáladeilda útvarpsins hálfu um greiðslu pylorus magaport, en í þeim síðarnefndu stofnunarinnar. skaðabóta vegna þess tjóns er hlutum innyflanna eru sár Það gerð.'st sem sé í gær- hlauzt af þvtí að ekki var unnt tíðust. morgun að starfsmertn toll- að lesa auglýsingar í hádegis- * stjóraembættisins innsigluðu útvarp.i meðan innsigli Torfa slíkri aðferð mætti alveg dyrnar að auglýsingadeild út- tollstjóra voru á hurðarhúnun- lækna skeiíugarnarsár, sem varpsins ög skrifstofu aðal- um, auk þess sem útvarps- magasýrurnar valdaí gjaldkera þess vegna ógrejdds menn neita að viðurkenna Fjtsí vóru gerðar tilraunir söluskatts af aðgöngumvðum að greiðsluskylduna. ^ ÞJÚÐVILJ'INN—> Mi*vikudagur 39, iriaí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.