Þjóðviljinn - 13.06.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.06.1962, Blaðsíða 11
Ungur íslend- | ingur vekur at- hygls ytra fyrir tónsmíðar V'ið tónlistarháskólann í Kcln við Rín hefur ungur ís- lendingur, Atli Heimir Sveins- son, stundað tónlistarnám undanfarin ór við góðan orðs- tír, en tónsmið eftir hann vakti sérstaka eftirtekt á há- skólatónleikum þar nýlega. Þar segir dr. J. Sehwermer m.a. að í verki sínu, er nefn- ist „Impressionen 1961“, hafi Atli birt „hina hreinustu blómskrúðsfegurð'1 með gegn- sæjum, „óserielt“-mótuðum, furðulegum hljómbrigðum, sem jafnframt sýni rækitega' úrvinnslu formsins og hittni, er komi fram á eðlilegan hátt. Annar gagnrýnandi tekur sérstaklega fram að mjög ánægjulegt sð hvernig Atli Heimir forðist hina alltof no.t- uðu og væmnu samstillingu hörpu, víbrafóns og „celestu“, — enda ríki í yerki hans ör- uggleg mótun spennu milli púnkta með viðkvæmri bijómasamstillingu, sem haíi sannfært við fyrstu áheyrn. Atli Heimir Sveinsson er fæddur hinn 21. september 1938. Foreldrar hans eru þau Kristín Guðmundsdóttir frá Flatey á Breiðafirði og Sveinn Þórðarson, fyrrv. að- alíéhirðir Búnaðar.banka ís- lands. Atli Heimir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan burtfararprófi í píanóleik vor- ið 1957, og var aðalkennari hans Rögnvaldur Sigurjóns- eon. Jafnframt tónlistarnám- inu stundaði Atli Heimir nám við Menntaskólann í Reykja- vik og iauk þaðan stúdents- prófi 1958. Vorið 1959 lauk hann prófi í forspjallsvísind- um við Háskóla íslands o.g fór þá um sumarið til Þýzka- lands. Að loknu inntökupróf.i innritaðist hann í Tónlistar- háskólann í Köln,.-; þar .séht hann hefur • aðallega lagt stund á .tóhsíníðanám. Kenn- ari hans fýrst í stað var hið þekkta tónskáld prófessor Gúnther Raphael, en eftir lát hans Rudolf Petzold. Jafn- framt tónsmíðanáminu hefur Atli . Heimir lagt stund á hljómsveitarstjórn hjá pró- fessor Wolfgang von der Naihmer og sömuleiðis í Atli Heimir píanóleik hjá prófessor Erik Pillney. Atli Heimir hefur í hyggju að ljúka námi við tónlistanháskólann á komandi sumri. (Frá Tónská'.dafélagi íslands). Stúdentaráð Háskóla fslands, (talið frá vinstjri) Sigurður Hafstein, stud. jur., Svavar Sigmunds- son, stud. mag., Ingi Viðar Arnason, stud. phil., Gunnar Ragnars, stud. oecon. (gjaldkeri), Aslaug Ottesen, stud. jur. (framkvstj.), Jón E. Ragnarsson, stud. jur. (formaður), ÓIaf«r Björgúlfsson, stud. odont. (ritari), Eysteinn Hafberg, stud polyt., Anna Katrín Emilsdóttir, stud med., Jón Ein- arsson, stud theol. íslenzkir stúdentar eru sem dýr merkurinnar og eiga hvergi höfði gínu að að halla. Eitthvað á þessa leið komst formaður stúdentaráðs, Jón E. Ragnarsson að orði á blaðamannafundi fyr- ir helgi. Það er skoðun stúd- entaráðs, að skortur á húsnæði og aðstöðu til félagsstarfa sé orðinn slíkur, að raunveruleg efiling og meiri fjöibreytni fé- lagsstarfsins geti ekki átt sér stað fyrr en félagsiheimili stúd- enta hefur verið reist. Núverandi stúdentaráð tók við störfum í byrjun marz. Af störf- um ráðsins má nefna kynningu á verkum islenzkra skáldkvenna, sumarfagnað á Borginni og dag- skrá í útvarpinu síðasta vetrar- dag. Stúdentafolað, sem gefið er út af ráðinu, kemur næst út 17. júní og verður selt þann dag á götum borgarinnar. Ritstjórar blaðsins eru *nú þeir Steingrím- ur Gautur Kristjánsson og Þor- valdur G. Einarsson. Af efni blaðsins mætti nefna grein Jóns E. Ragnarssonar um þátt stúd- enta í þjóðmálum og ræðu, sem Þórir Kr. Þórðarson prófessor flutti við stúdentaguðsþjónustu síðastlliðinn vetur. Stúdentar hafa nú um tveggja ára skeið rekið stúdentagarð- ana sem hótel á aumrum og tekizt mjög vel. Styrmir Gunn- arsson, sem er í hótelstjórn, lét tevo um mælt, að horfur væru mjög góðar hvað við kemur rekstrinum í sumar. Aðsókn hef. ur farið vaxandi að sumarhót- elinu og stúdentar unnið sér traust v;ðskiptav:na sinna. Margvíslegar umbætur hefur verið unrt að gera á Görðun- um sökum þess, bve vel hefuC. tekizt til um reksturinn. Hótel* stjóri er nú sem fyrr Hörðuc Sigurgestsson. Stúdentaráð he.fur margvíslegl sambönd við erlerda stúdenta„ T.d. gefa islenzkir stúdentar ár- lega 5 pund ensk til baráttu við ólæsi i Bólivíu. Ekki sýn- ist það stórhugur né upphæðití há og mun hún þó vera hlut- fallslega hærri en hjá stúdent- um annarra þjóða. Ferðaiþjón* uista stúdenta starfar af mikl- um áhuga. Er von á 20 mannl hóp erlendra stúdenta hingað f sumar og er ætlunin, að þeic skoðí i.andið. Fyrirhugað er, aði ferðastjóri iþeirra verði ÁrnJ Stefánsson skólastióri á Sel- fossi. Ætti það að geta orðiS hinum erlendu stúdentum 5-* gleymanleg ferð. A fundi sínum síðastliðinn fimmtudag valdi stjórn B.S.R.B. tii trúnaðarstarfa þeirra, sem á- kveðin eru í lögum um kjara- samninga opinb. starfsmanna. inga af hálfu bandalagsins, voru I Teitur Þorleifsson kennari. valiin: | Varamenn: Jón Kárason aðal- Kristján Thorlacíus formaður ! bókari, Anna Loftsdóttir hjúkrun- B.S.R.B., Guðjón B. Baldvinsson gjaldkeri B.S.R.B., Inga Jóhann- esdóttir fulltrúi Landssímanum, I Kjararráð, er fer imeð samn- Magnús Þ. Torfason prófessor; Réftarholtsskóla og Gagnfræðaskól annm við Lindargötu slitið Réttarholtsskóla var slitið 30. maí sl- í vetur voru 435 nem- eindur í skólanum í 14 ibekkja- deildum. Við skólann kenndu 25 kennarar, þar af ,11 fastráðnir. Unglingapróf þreyttu 188 memendur og hlutu þessir hasstar meðaleinkunnir: Hólm- fríður Árnadóttir hlaut 9,68, en iþað var jafnframt hæsta með- aleinkunn í skólanum í vor og hæsta meðaleinkunn á ungl- ingaprófi í skólanum frá upp- hafi. Guðmundur Pálmi Kristins- son hlaut 9,22 og Kristján Ar- infcjamarson 9,21. 1 3. Ibekk hlutu hæstar eink- unnir þær Harpa Jóseísdóttir, 8,95 og Hanna Herbertsdóttir, 8,64, og í 1. bekk Sigurður Guð- mundsson 9,05 og Oddný Ösk- arsdóttir 8,95. Framhald á 14. síðu. arkona, Páll Hafstað fulltrúi, Flosi Sigurðsson veðurfræðingur, Váldemar Ölafsson flugumferða-. stjóri. Þá var skipaður fulltrúi B.S.R.B. í Kjaradóm til fjögurra ára. Aðalmaður: Eyjólfur Jóns- son skrifstofustjórt. Varamaður: Magnús Eggertsson lögregluvarð- stjóri. í Kjaranefnd af hálfu bandalagsims voru skipuð: Aðal- maður: Kristján Thorlacíus for- maður B.S.R.B. og Varamaður: Valborg Bentsdóttir skirfstofu- stjóri, og ákveður þing B.S.R.B. um lengd kjörtímabils kjara- nefndarmanna. Samkvæmt lögum um kjara- samininga, er ákveðið að samn- ingar geti hafizt 1. égúst n.k. Bandalagsstjórn hefur því fyr- ir noklcru hafið undirbúnings- starf, og ráðið í því skyni starfs- menn. Skrifstofan er að Bræðraborg- arstíg 9 III. hæð — húsi S.Í.B.S. — og er opin alla virka daga kl. 16—18 nema á laugardögum fyr- ir hádegi kl. 10—.12. Til að kynna sér hvernig hátt- að er um starfskjör öll hjá með- limum bandalagsins, lét stjórnin gera eyðublað, sem hver einstak- ur starfsmaður á að útfylla, og annast félögin dreifingu þeirra og innköllun. Eru mörg félögla vel á vegikomin með verk þetta,- en höfuðnauðsyn er að verlcí þessu sé -foraðað svo sem verðaf má, þar sem starfslýsing sú« er fæst með þessu móti er grund*i völlur fyrir skipun starfsmannqf í ákveðna launaílokka. Þá hefur þess og verið fari'5 á leit vi.ð félögiin, að þau til« nefni fulltrúa í launamálanefnd, er verði kjararáði til aðstoðar, við hin fjölþættu vandamál og viðfangsefni er leysa þarf áðuu en tillögur verða ’lagðar frani og meðan á samningum stendurj Samningaviðræður munu standa a.m.k. fram til næshi áramóta, en þá mun sáttasemj- ari hefja samnimgaumleitanir, efi ekki hefur samizt. Komi til úr- skurðar Kjaradóms, er ham\ ekki væntanlegur fyrr en í júr/4 lok tnæsta ár, en hinir nýju samningar ganga í gildi 1. júííi 1963. HARSSON & FUNK h.f. BYGGINGAVÖRUVERZLUN E R FLUTT I HOFÐATON 2 \ SIMI 13982. M.ðvikudagur 13. júní 1962 — ÞJÓÐVILJINN (111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.