Þjóðviljinn - 08.07.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.07.1962, Blaðsíða 1
-»ÍH* : : É Frímann skrifar : ; 1 nm norska landslið- i s | ! ið á níundu síðu. ■ VILJINN Sunnudagur S. júlí 1962 — 27. árgangur — 150. tölublað. .W.'ÍÁVV :;X;'.vXv:ý.Xv|: 11111! xl I;.:;.::::.' • :í:*:íx:::: Si-íxÝ: •: •;:V; mmm li ,. <*':'i::’-'i íSx-iíx-x ií&S&í . íM um daginn. Á annarri sjást tvö samgöngutæki þorpsbúa, annað liggjandi en hitt uppi- standandi, og nokkru fjær ein af vistarverum fólksins. Á hinni myndinni stendur stúlka í kofadyrum, en um 50 faðma frá þeim stað var það sem bjarnardýrið réðst á konuna sem ílutt var hing- að til Reykjavíkur til lækn- inga í vor. Hjón voru að koma af skemmtun og höfðu dregizt aftur úr öðru fólki. Eiginmaðurinn leiddi konu sína og hélt í vinstri hönd hennar. Vissi hann þá ekki fyrri til en bangsi beit í þá hægri, og héldust þeir á um konuna. Maðurinn mun hafa reynt að spenna upp gin bjarnarins til að losa konu sína, en þá reiddist dýr- ið og sló til hramminum og fletti höfðuðleðrinu af kon- unni. í nábýli við biarndýrin Kap Dan heitir grænlenzkt þorp á eynni Kulusuk aust- ur af Angmagssalik, tæpa 600 kílómetra vestur af Bjarg- töngum. Þorpið liggur á sörnu . breidd' og Sauðárkrókur. Árið 1958 voru íbúar Kulu- suk 247 en hafði fjölgað í 280. á síðasta ári. Þarna er skóli fy'rir 50 börn, kirkja. grænl. prestur annast fræðslumál en konungsverzl- unin sér um fjármál. Hundar eru eina húsdýrið í Kulusuk og aðal samgöngu- tækið. Umferðaslys hundsbit. en orðin fremur fátíð, því lögum samkvæmt eru víg- tennur klipptar úr rökkunum. Atvinnuvegur: veiðar Árið 1960 veiddist einn hvalur. 1350 selir, þrír refir, fjórir ísbirnir og 76 tonn af fiski. Árið eftir eignuðust þorps- búar línubát og veiddu þá 230 tonn af fiski. Árið 1958 komu um 400 Danir og Bandaríkjamenn til eyjarinnar. reistu radarstöð og gerðu flugvöll. Þeim voru bönnuð öll mök við Græn- lendinga. Vildu menn losna frá Kulusuk, þurfti ekki ann- að en hverfa á fund einnar grænienzkrar, Tuttugu og fimm voru sendir úr landi af þeim sökum fyrsta árið. Nú eru sagðir 12 Danir við flugvöllinn en tala Banda- ríkjamanna et' ókunn. Á næstum tveim árum á að flytja þorpið á betri stað á eynni. Myndirnar tók Björn Þor- steinsson sagnfræðingur í ferð Flugfélagsins til Kulusuk í BRUSSEL • Viðskipti íslands við sósíalistísku löndin f Austur-Evrópu voru eitt aðalumræðuefni Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptamálaráðherra og förunauta hans við yfirstjórn Efnahagsbandalags Evrópu í Brussel, eftir því sem fréttaritari norsku frétta- stofunnar NTB skýrir frá. Eins og frá hefur verið skýrt var Gylfi á ferð í Brussel á fimmtudaginn ásamt Jónasi Har- alz ráðunej’tisstjóra og Pétri Thorsteinsson sendiherra. Ræddi Gylfi við prófessor Walter Hall- stein. formann yfirstjórnar Efna- liagsbandalagsins. og aðra úr stjórninni. „Sérstök vandamál“ Fréttaritari frá NTB er stadd- ur í Brussel vegna viðræðna sem þar fara fram um umsókn Nor- egs um aðild að EBE. Hann seg- ir í skeyti um fund Gylfa og Hallsteins: „Frá því var skýrt að þetta hefðu eingöngu verið könnunarviðræður og hvorki fjallað beinb'nis um aðild eða aukaaðild". Síðan segir í skeytinu: „Is- land hefur margsinnis látið í ljós ósk um cinhverskonar samn- ing við Efnahagsbandalagið, en sökuin mikilla viðskipta lands- ins við kommúnistablökkina koma upp fjölmörg sér.-tök van.damál í því sambandi“. Hámarkið 5 prósent Efnahagsbandalagið er eins og kunnugt er fyrst og frernst póli- tí-sk ríkjasamsteypa, og eitt af markmiðum þess er aö heyja kalda stríðið við sósíalistisku löndin. meðal annars með við- skiptahömlum. Frá því hefur ver- ið skýrt og ekki mótmælt að sexveldin sem að Efnahagsbanda- laginu standa hafi gert með sér leynisamning um að viðskipti einskis þeirra við sósíalistisku ríkin megi fara yfir 5% utan- ríkisverzlunarinnar í heild. Sb’kar hömlur á viðskipti ls» lands við Austur-Evrópulöndin myndu þýða miðað við síðasta ár að úr þeim yrði dregið uni tvo þriðju, því þá fór um sjöundi hluti útflutnings okkar þangað. Þarf ekki að lýsa því hvílíkt af- hroð það yrði fyrir íslenzka at- vinnuvcgi. Óttast um 94 eftir flugslys BOMBAY 7/7 — Ktölsk farþegaþota af gerðinni DC-8 fórst snemma í morgun rétt áður en hún átti að lenda í Bombay á Indlandi. Með flugvél- inni voru 86 farþegar og níu manna áhöfn. Ótt-* azt er að allir hafi farizt. Flugvélin, gem er eign ítalska flugfé’agsins Alitalia. var í á- ætlunarflugi írá Sidney í Ástral- íu til Rómar. Flugvélin átti að hafia millilendingu á Santa Crús-flugvellinum í Bombay, en sex mínútum áður en hún átti að lenda rofnaði skyndilega allt samband við véiina. Flugvélin hafði þá enn eldsneyti til þriggja: stunda flugs. Þegar vé’.in lenti ekki á til- settum tima, var þegar hafin leit að henni /bæði á ’ándi og úr lof'ti. Leit'arstarfið torve.dáðist vegna storms o" regns. F.ftir margra kiukkustunda leit sáu leitarflugvélar flak af flugvél um 280 km. fyrir austan Bombay, og er ta’.ið lík’.eHt að þar hafi ítalska farbegaþotan hrapað. Rigning var og þoka, þegar flug_ vélin íórst, og hún mun hafa hrapað i torkenniíegu skóglendi þar sem miklar rigningar. hafa verið undaníarið. Meðal farbega i f’.ugvélinni var frægur austur- rískur landkönnuður. Heihrich Harrer, sem undanfarið. hefur verið í merkum könnunar- og rannsoknaríeiðöngrum á mið-» hiuta Nýju-Gíneu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.