Þjóðviljinn - 10.07.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.07.1962, Blaðsíða 1
Norðmenn Háloftasprengíngin breytti nóttu í dag Sprengjan vir&isf hafa sprungiS i miklu meiri hæS en gerf hafSi veriS ráS fyrir Fyrsfa fiBman KLUKKAN 3 í FYRRINÓTT hófst á Borgarbílastööinni taka kvikniyndarinnar „79 af stöðinni". Áður höfðu allir þeir sem að kvikmyndatök- unni starfa komið saman til , kaffidrykkju og dreginn var upp fáni Nordisk Film, en það tíökast hjá félaginu þegar kvikmyndataka hefst. Guð- laugur Rósinkranz sagði fréttanianni blaðsins í gær að kvikmyndatakan um nóttina hefði tekizt vel, cn vcrið var að til kl. 8 um morguninn. Atriðið sem kvikmyndað var í nótt sýnir Ragnar (Gunnar Eyjólfsson) sitja að taí)!.i á stöðinni og er þá kallað: 79 af stööinni! Ekkert var kvik- myndaö í gær, cn kvikmynd- unin átti að hefjast aftur í nótt. Síðan verður kvikmynd- að ýmist úti cða inni eftir veðri. FILMAN SEM TEKIN var í nótt hefur þegar verið send út til framköllunar og kemur síðan fljótt aftur til athugun- ar fyrir leikstjórann. EINS OG ÁÐUR hefur verið skýrt frá er ráðgcrt að kvik- myndatakan taki mánaðar- tíma og myndin verði frum- sýnd í haust. MYNDIN VAR TEKIN þegar fáni Nordisk Film var dreg- inn að húni á Glaumbæ í fyrradag. Frá vinstri sjást: Ró- bert Arnfinnsson, Klemens Jónsson, Gunnar Eyjólfsson, Friðfinnur Ólafsson, Bessi Bjarnason, Guðlaugur Rósin- kranz, Indriði G. Þorsteinsson og Erik Balling leikstjóri. HONOLÚLÚ, Hawaii — Bandaríkjamönnum tókst í þriðju tilraun að sprengja vetnissprengju uppi í háloftunum, en svo virðist sem sprengingin hafi orðið í mikiu meiri hæð en ráðgert hafði verið. Ljósblossinn frá sprengingunni sást í mikilli fjar- lægð og um stund varð bjart sem af degi á stóru svæði á Kyrrahafi. Sprengjan var sprengd yfir Johnston-eyju um 1.200 km frá Hawaii. Ætlunin hafði verið að sprengingin yrði í 320-800 km hæð, en vísindamönnum á Nýja Sjálandi sem fylgdust með henni telst svo til að hún hafi orðið í um 2.240 km hæð. Þúsundir manna á Nýja Sjá- landi, í 4.800 km fjarlægð, fylgd- u.st með sprengingunni, en ekki hafði verið búizt við að hún sæ- ist svo langt burtu. Það þykir styðja útreikninga Nýsjálending- anna að sprengingin varð nokkru síðar en ætla hefði mátt ef hún hefði orðið í þeirri hæð sem á- kveðin hafði verið. Bandarískir talsmenn hafa hvorki viljað staðfesta né neita þessum út- reikningum. Vetnlssprengjunni sem var meira en megatonn að sprengi- mætti var skotið á loft með Thorflugskeyti klukkan 23 eftir staðartíma (ki. 9 að morgni eftir íslenzkum tíma). Á Fiji-eyjum hafði sprengiblossinn alla regn- bogans liti, en síðan varð hann rauðgulur og síðast blóðrauður. Frá Hawaii sást fyrst bjartur blossi sem síðar varð bleikur og hélzt á himninum í sjö mínútur. Utvarpstruflanir Otvarpssendingar trufluðust við sprenginguna, truflanirnar urðu þó minni en menn höfðu ætlað, og kann það einnig að stafa af því að sprengingin hafi orðið í meiri hæð en ráðgert var. Trufl- anirnar voru að mestu leyti úr sögunni eftir 40 mínútur, en su.mar útvarpssendingar yfir Kyrrahaf trufluðust aðeins í ör- fáar mínútur. Prófessor Frlsch faíar í Há- skóianum kl. 8.30 í kvöld Fleiri háloftasprengingar Bandaríkjamenn ráðgera að sprengja fleiri kjarnasprengjur í háloftunum yfir Kyrrahafi. Ætlunin er að sprengja næstu Framhald á 10. siðu. ★ Norski hagfræðiprófessor- inn Ragnar Frisch og kona lians Astrid komu í fyrra— kvöld ílugleiðis til Reykjavík- ur í boði sautján kunnra manna sem gengust fyrir að fá Frisch hingað til að flytja fyrirlestur um Efnahags- bandalag Evrópu. I Noregi hefur Frisch gengið fram fyr- ir skjöidu í baráttunni gegn aðild aö bandalaginu. ★ Frisch hct'.dur fyrirlestur sinn í Háskólanum klukkan 8.30 í kvöld og er öllum heim- I ill aðgangur. Síðan fer hann £ á morgun til Akureyrar og I talar þar í Samkomuhúsinu E' klukkan níu annað kvöld á 5 vegum Bændafélags Eyfirð- 5 inga og fleiri aðila. ★ í dag voru hjónin í ferða- | lagi til Þingvalia og um Suð- £ urlandsundiij'.endið. Myndina | af þeim tók ljósmyndari Þjóð- | viljans við komuna á flug- 5 völlinn í fyrrakvöld. Afvopnunar- og friðarping var sett í Moskvu í gœr 'MOSKVU 9/7 — Hér hófst í dag hin alþjóðlega friðar- og afvopnunarráðstefna sem haldin er á vegum Heims- friðarráðsins. Um 2.000 fulltrúar frá flestum löndum ver- aldar sitja ráðstefnuna. Margir þeirra sem tóku til máls fvrsta da? ráðstefnunnar fordæmdu bandarísku vtnis- sprenginguna í háloftunum. Með- al þeirra var bandaríski pró- fessorinn Dale Pontius og hann gágnrýndi einnig ýmsar aðrar atháfnir Bandaríkjastjórnar, njósnafliigið, innrásina á Kúbu, afstöðuna ti'. þýzka vantíamáis* ins og stríðið í Suður-Vietnam. En hanh sagði líka að i bandarisku sendinefndinnj (um 150 fulltrúar frá Bandarikjun- um eru á ráðstefnunni) væru af fálaga sénum | Á súnnudagsndtt "sjat maður ‘ nokkur veski ög Skóm dryklcju- ; félaga síris, er var sofnaður. j Kærði hann þjófnaðinn, er harin ; vaknaði., og náði lögreglan í þjófinn, sem þá var búinn að ■ eyða peningunum, 1680 krónum, ! sem í veskinu voru. flestir sammála um að kínverska alþýðulýðveldið hefðj komið illu af stað á indversku landamær- unum. Hann sagðist vera andvígur nýlendukúgun í hvaða mynd sera væri og hann hvatti kommún- istaríkin til að fallast á að komið yrði upp alþjóð’egri lög- reglu á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Flann sagðist ekki geta sætt sig við að öll sök væri lögð á herðar öðrurn aðilanum, en hinn sagður stefna að hin- um háieitustu markmiðum. Meðai annarra ræð.umanna sem tö’.uðu á þessum fyrsta fundí var formaður kínversku riefndarinnar, sem sagði að ein- ing sósíalistísku ríkjáhna værj bezta tryggingin fyri’r að friðun hé’dist í heiminum. Krustjoh’ talar Búizt er við að Krústjoff för- sætisráðherr.a ávarpi bingið á morgun, þriðiudag. og ifiori-^gceÍB fyrir ’ stefnu SQvétrákjánrtá' ír_af- vcpnunarmálunum. -OrðrómuE gengur um bað meðal íuiitrúa á ráðstefnunni að hann muni tig leggja fram nýjar tillögur sov- ézku stjómarinnar i hví máli. Ráðsteínan mun standa í ses daga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.