Þjóðviljinn - 15.07.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.07.1962, Blaðsíða 1
yiLJINN Varnir íslands - Sjá 12. SÍÐU Sunnudagur 15. júlí 19G2 — 27. árgangur — 15G. tölublað. Lýqur Gylfi eða Adenauer? ÞJÓÐIN KREFST SVARS Ölffa í Bretlandi Stjórnarandstaðan krefst nýrra kosninga sem fyrst LONDON 14/7 — Mikil ólga er nú meðal stjórnmála- manna í Bretlandi og víðar vegna hinna róttæku breytinga sem Macmillan íorsætisráðherra gerði á stjórnarliði sínu í gær. Krefjast stjórnarandstæðingar að gengið verði til nýrra kosninga hið skjótasta. Foringi brezka verkamanna- llokksins. Hugh Gaitskell. sagði í nótt. að mannaskiptin væru í rauninni ekkert annað en „stjórn- málalegt fjöldamorð", sem fram- kvæmt væri vegna álgjörs skip- f.shrun brezka íhaldsins verið gífurlegt alls staðar þar sem aukakosningar hafa farið fram undanfarið. Sumstaðar hafa í- hatdsmenn misst ailt að helming atkvæða og annars staðar jafn- vel meira en það. Er talið að Macmillan ætli breytingunum að auka traust kjósenda á stjórn sinni. Forsíður brezkra blaða ei*u al- gjörlega heigaðar stjórnarbreyt- ingunum, enda gerast þessi tið- indi með ákaflega skjótum hætti. Mörg blöðin telja að hér sé um hreina örvæntingarróðstöfun að ræða. Með Gullf ossi Eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu er Magn- ús Kjartansson ritstjóri þessa blaðs lagður af stað í ferða- Iag til Kúbu. Fyrsta áfang- ann til Kaupmannahafnar fór hann með Gullfossi, og á opnu í dag birtast viðtöl sem hann átti við nokkra skip- verja ásamt myndum. Þessi mynd sýnir farþega á þilfari. Oft er fáskipað í matsal og ofan þilja, þegar lagt er af stað i rysjóttu vcðri, En fyrr en varir sjóast menn, og þegar veður er gott flat- magar fólk hvarvetna á þil- farinu og gleypir í sig sól- skinið. brots í stjórnmálum. Allir stjórn- armeðlimirnir eru. ábyrgir fyrir hinni misheppnuðu stefnu íhalds- stjórnarinnar, sagði hann og Mac millan ó að taka afleiðingum hennar og segja ai sér. í stað þess að skella skuldinni á ein- staka ráðherra. Skipt hefur verið um menn I í sjö ráðherrastöðum. Einna mesta athygli vekur það að Sel- win Lf yd fjármálaróðherra hverfur úr stjórninni og Butler lætur af störfum innríkisráðherra 1 og verður varaíorsætisróðherra. Við breytingarnar lækkar meðal- I nldur stjórnarmeðlima úr 55 ár- ' um í 51. ■ Eins og kunnugt er hefur íylg- Ágœt síldveiði á miðunum fyrir austan i fyrrinótt KAUFARHÖFN, 14 7 — Geysi- mikil síldveiði var í nólt á öllu svæðinu frá I.anganesdýpi suður undir Scley. Von er á um 15 þúsund tunnum af síld til sölt- unar hingað til Raufarhafnar í Jag og nólt og er liiin veidd á nýja veiðisvæðinu. sem opnaðist , í nótt á Eangancsdýpi, en það er í austur og suður al' Langa- nesi og næst norðan við Digra- nesflakið. Eftirtalin skip hafa þegar boð- að komu sína með síld til sölt- unar tii söltu.narstöðvanna hér. Noiftitrsild: Guðmundar ó Sveinseyri 700 tunnur. Fróða- klettur 1100. Óskarsstöð: Jón Garöar 1100. Ásgeir Torfason ÍS 400. Freyja Súgandai'irði 600. Óðinn: Runólfur 500, Sigurfari AK 100. Éinar Hálidáns 900. Framhald á- 10. síðu • Með ákvörðun sinni að sækja um aðild að Efna- hagsbandalaginu hefur ríkisstjórnin svikið öll loforð sín þess efnis, að Alþingi marki stefnuna í þessu máli, áður en ríkisstjórnin aðhefðist nokkuð. • Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær, hefur Adenauer kanzlari Vest- ur-Þýzkalands ljóstrað upp þeirri ákvcrðun ís- lenzku ríkisstjórnarinn- ar að sækja um aðild að Efnahagsbandalagi Evr- ópu. Tæplega þarf að efa, að kanzlarinn fer hér með rétt mál, enda þótt honum hafi naum- ast verið ætlað að glopra' þessum upplýsingum um laumuspil ísl. stjórnar- innar út ur sér. • Gylfi Þ. Gíslason hef- ur undanfarið verið á yfirreið um lönd Efna- hagsbandalagsins. — í fréttum stjórnarblað- anna var það sérstak- lega tekið fram, að hann hefði haldið til Bonn til viðræðna við Erhard eftir að hafa: rætt við fulltr. Efnahags- bandalagsins í Brussel. • Málgögn ríkisstjórnar- innar hafa haldið því fram, að ríkisstjórnin hafi engar ákvarðanir; tekið varðandi umsókn' íslands að Efnahags- bandalaginu. Það yrði' ekki gert, fyrr en Al- þingi hefði markað stefnuna. • Af upplóstrun Aden- auers er það hins vegaii ljóst, að ríkisstjórnin hefur þegar ákveðið að sækja um aðild að Efna- hagsbandalaginu og tiÞ kynnt uáðamönnum þess þá ákvörðun sína óform- — Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.